Þjóðviljinn - 29.05.1991, Blaðsíða 6
«
Njóta íslendingar
mannréttinda?
Halla Amar
húsmóðir:
Nei. Það er bara svo
margt að ( þessu þjóðfé-
lagi.
Jóhannes Hermannsson fyrirframan myndverk s(n. Myndír: Kristinn
Bogi Þórðarson
á búðarrölti:
Já, því þeir geta gert
nokkum veginn það sem
þeim sýnist.
Helga Ólafsdóttir
nemi:
Ég veit það ekki.
Ásdís Gíslason
ritari:
Já, því allir hafa sama rétt
hér.
Guðmundur Kjartansson
framkvæmdastjóri:
Já. Vegna þess að við bú-
um í frjálsu landi.
Sýning á myndverkum
fatlaðra í Listasafni Islands
Næstkomandi sunnudag, 2. júní á sjómannadaginn, lýkur
sýningu á myndverkum nemenda í Starfsþjáifun fatlaðra í
kjallara Listasafns Islands, en sýningin hefur staðið yfir
frá þvi á miðvikudaginn í síðustu viku. Öll myndverkin
eru máluð með vatnslitum og þema sýningarinnar er sálartré þeirra
einstaklinga sem þátt taka í sýningunni.
Þeir fotluðu einstaklingar sem
verk eiga á sýningunni sýna flestir
þijú verk þar sem þeir mála sitt sál-
artré í þremur mismunandi útgáf-
um. Fyrst er það hið eiginlega sál-
artré; svo það sem býr innra með
trénu og að lokum það sem sést
fyrir ofan sjálft sálartréð. Eins og
gefur að skilja er útfærsla nemend-
anna í Starfsþjálfun fatlaðra á
þessu myndefni með ýmsum til-
brigðum. Enda eiga hér hlut að
máli einstaklingar sem búa við
mismunandi mikla fötlun. Leið-
beinandi nemendanna var Halldóra
Halldórsdóttir, en hún hefur tvíveg-
is heimsótt skólann og haldið þar
myndlistamámskeið við afar góðar
undirtektir. í þijá eftirmiðdaga í
röð var teiknað og málað og fjórða
Jaginn var farið í Listasafh Islands.
I einni slíkri heimsókn var nem-
endunum boðið að sýna afrakstur
vinnu sinnar í fyrirlestrasal safnis-
ins sem að sjálfsögðu var þegið
með þökkum.
Meðal þeirra sem eiga myndir
á sýningunni er tuttugu og fimm
ára gamall Tálknfirðingur, Jóhann-
es Hermannsson sem fékk heila-
blóðfall fyrir ári síðan og er í hjóla-
stól. Hann hafði ekki komið nálægt
myndlist áður en eftir að hann
komst að í Starfsþjálfun fatlaðra að
Hátúní 10 A segir hann að þetta
listform sé hans aðaláhugamál. Til
Starfsþjálfun fatlaðra er skóli
sem var stofhaður árið 1987 og er
skólinn rekinn í samvinnu Öryrkja-
bandalagsins og félagsmálaráðu-
neytisins. Tilgangur skólans er að
gefa fötluðum kost á endurhæfingu
sem gæti nýst þeim við atvinnuleit
eða frekari nám. Til marks um það
var tekið stúdentspróf við skólann í
bókfærslu í fyrra.
í Starfsþjálfuninni stunda um
það bil tuttugu og fimm nemendur
nám á hverri önn í tveimur bekkj-
ardeildum og skiptist námið í þrjar
annir. A hverri önn eru þrettán
kennsluvikur og kennslustundir 20-
23 í hverri viku. Kennslugreinar
eru tölvunotkun, stærðfræði, ís-
lenska, enska, féíagsfræði og bók-
færsla.
María Kristjánsdóttir kennari í
ensku og stræðfræði segir nemend-
uma vera gífurlega áhugasama,
enda hafi margir þeirra þeðið lengi
eftir því að komast að. I skólanum
er eingöngu fullorðið fólk sem lok-
ið heftir grunnskólaprófi, en þó
hafa verið gerðar undantekningar
þar á.
María segir að í sjálfu sér ætti
skóli sem þessi ekki að vera til því
fatlaðir einstaklingar eiga að geta
stundað sitt nám í venjulegum
skólum. -grh
I Sálartrésmyndum
Þuríðar Georgsdóttir
er meðal annars lögð
áhersla á bjartsýni og
friðelskandi heim.
marks um áhugann á efninu segir
Jóhannes að það hafi tekið sig að-
eins eina klukkustund að mála sín-
ar þrjár myndir sem hann nefnir
Sálartré Jóhannesar.
Þuríður Georgsdóttir, sem á við
bijóskeyðingu og vöðvabólgu að
stríða, segir að í sínum sálartrés-
myndum sé áherslan lögð á bjart-
sýni og frið.
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. maí1991
Síða 6