Þjóðviljinn - 29.05.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.05.1991, Blaðsíða 4
FIÉTTBR EPRDF tekur Addis Ababa — stríði lokið? Herflokkar eþíópsku uppreisnarhreyfingar- innar EPRDF, þar sem Tígremenn hafa for- ustuna, réðust í dögun í gær inn í Addis Ababa, höfuð- borg Eþíópíu, og náðu öilum helstu stöðum þar á sitt vald á þremur kiukkustundum. Var þá nákvæmlega vika liðin frá því að Mengistu forseti, sem ríkt hafði þarlendis í næstum hálfan annan áratug, stökk úr landi við lítinn orðstir. Af hálfu liðsmanna fyrrverandi Mengistustjómar varð lítið um vamir og var það helst að lífvörður forsetans flúna reyndi að koma einhverri vöm fyrir sig í forseta- höllinni. Höfðu uppreisnarmenn búist við að þar yrði nokkur við- staða, þar eð lífvarðarliðið, sem Norður- Kóreumenn þjálfúðu fyrir Mengistu, hefúr verið talið í harð- snúnara lagi. Af frásögnum fréttamanna að dæma era EPRDF-liðar vel vopn- um búnir og vopn þeirra flest sov- ésk, herfang frá her Mengistus. Hermennimir era margir í stutt- buxum og plastilskóm og með vefjarhetti. Aðrir era í rokkbolum með áletrunum eins og „byssur og rósir“ og „lærisveinar eyðilegging- ar.“ Þeir era margir mjög ungir, einhveijir ekld eldri en 12 ára að sögn eins fféttamannsins. Konur era einnig í liðinu og ein þeirra, rúmlega tvítug, sagði einum ffétta- manninum að hún hefði verið í her uppreisnarmanna frá tíu ára aldri. EPRDF-liðar vora sem von er til kátir yfir sigrinum og ffétta- menn segja að góður agi sé á her þeirra. Stjóm sú, sem mynduð var í Addis Ababa að Mengistu flúnum er nú að líkindum liðin undir lok og í gærkvöldi vissi enginn hvar Tesfaye Gabre Kidan, eftirmaður Mengistus á forsetastóli, væri nið- ur kominn. Hinsvegar fféttist að hersveitir þeirrar stjómar i Dire Dawa og Harar í landi austanverðu hefðu enn ekki gefíst upp og að herlið, sem flúið hefði undan upp- reisnarmönnum í Eritreu suður í Djibúti, væri á leið yfir landamær- in til Eþíópíu, sennilega með það fyrir augum að sameinast liðinu í nefndum tveimur borgum. Friðarráðstefnu stjómarinnar og uppreisnarflokka, sem nýhafin Liðsmenn hinnar nú horfnu Vörn þeirra entist ( viku eftir á undanhaldi inn ( höfuðborgina. ffá þeim. var i Lundúnum með Herman Co- hen, embættismann í bandariska utanríkisráðuneytinu, sem mála- miðlara, hefúr verið slitið. Gerðist það eftir að Cohen hvatti EPRDF til að taka Addis Ababa án tafar. Gekk þá Tesfaye Dinka, forsætis- ráðherra í hinni nú horfnu stjóm, af fundi í mótmælaskyni. Mun hon- um hafa þótt Bandaríkin skipta sér ótilhlýðilega af innanríkismálum Eþíópíu með áskoraninni. Þar að auki tóku Bandaríkin með henni afstöðu með EPRDF. Cohen segist hafa hvatt uppreisnarmenn til að taka höfúðborgina í því skyni að „komið yrði þar á reglu.“ Hann sagði einnig í gær að EPRDF myndi stjóma Eþíópíu til bráðabirgða. Fljótlega yrði efnt til ráðstefnu með það fyrir augum að mynda bráðabirgðastjóm með hlut- deild margra aðila. Fer ekki leynt að Bandaríkin hafa að einhveiju marki hönd í bagga með því, sem nú er að gerast í Eþiópíu, uppreisn- armönnum í vil. Hafa þau þó haft ffekar illan bifur á EPRDF, er hef- ur marxlenínska hugmyndafræði, sem að vísu umdeilt er hvemig sé í smáatriðum og sumir telja að hreyfingin haldi ekki mjög fast við. Miklar líkur era nú á að næst- um þijátíu ára stríði Eþíópíu sé loksins að ljúka, en öruggt er það ekki enn. REYKIAUSA DAGINN W TÓBAKSVARNANEFND Ungmenni i Tígre (Tigray), búin að lands- sið. Það eru uppreisn- armenn þaðan sem nú hafa tekiö Addis Ab- aba. þekktri herfræðistofnun í Lundúnum. TRÚARBRÖGÐ: Um skiptingu landsmanna milli þeirra ber heimild- um illa saman, eins og um fleira, og stafar það sennilega af ófúllkominni hagskýrslugerð þarlendis og vöntun á rannsóknum um margt. Samkvæmt Islensku alffæðiorðabókinni er rúm- ur helmingur landsmanna i eþíópsku kirkjunni, rúmlega 30 af hundraði múslímar og um 11% játa „frumstæð trúarbrögð", þ.e. afríska heiðni. Önn- ur heimild segir 45% Eþíópa játa ís- lam, um 35 af hundraði kenningar eþíópsku kirkjunnar og um 20% alf- íska heiðni. ÞJÓÐERNI, TUNGUMÁL: í Eþíópíu eru menn, líkt og í flestum öðrum Affíkulöndum, af mörgum þjóðemum. Samkvæmt nýlegri heimild er fjölmennasta þjóðin þar Oromóar (40%), sem búa einkum á hálendinu sunnanvert. Mál þeirra er kúsjískt, skylt sómölsku. Þeir munu vera kristnir sumir, aðrir múslímar og enn aðrir heiðnir. Semísk mál, amharíska, tígre og tigrinja (það síð- astnefnda í Eritreu), eru skv. sömu heimild töluð af um 32% og sóm- alska og skyldar mállýskur af um 13%. Semískumælandi menn munu flestir vera kristnir en Sómalar eru múslímar. STÆRÐ: Rúmlega 1.251.000 ferkílómetrar. LANDSLAG, GRÓÐUR: Landið er það hálendasta í Affiku og er hálendið mest um það vestanvert. Stór svæði era yfir 2000 m yfir sjáv- armáli. Hálendið var fremur grösugt og skógi vaxið, en skógareyðing hef- ur valdið uppblæstri jarðvegs. Vegna hæðarinnar er loftslag þar svalt, mið- að við það sem gerist í Affíku. Stór svæði af austanverðu landi eru lág- lendari, þar er heitara, gróður minni og víða eyðimörk. HÖFUÐBORG: Addis Ababa. íbúar eru þar samkvæmt einni heim- ild tæplega ein og hálf miljón, sam- kvæmt annarri þijár. Önnur mesta borg er Asmara, höfúðborg Eritreu, með um 425.000 íbúa. ATVINNU- OG EFNAHAGS- MÁL: Verg þjóðarframleiðsla á mannsbam var rúmlega 120 dollarar síðast þegar vitað var (1988, heimild Alþjóðabankinn). Er landið eitt þeirra fátækustu í heimi. Heimildum ber stórlega illa saman um skiptingu landsmanna eftir atvinnugreinum, þannig eru handbærar tölur um hve margir hafi framfæri sitt af Iandbún- aði ffá 42 upp í 85 af hundraði. En ljóst er að iðnaður er lítill og land- búnaður, bæði kvikfjárrækt og akur- yrkja, því aðalatvinnuvegur. Fremur lítið er um málma og verðmæt jarð- efni. Helsta útflutningsvaran er kafli og fær rikið fyrir það um 60 af hundraði útflutningstekna sinna. Mikil lækkun heimsmarkaðsverðs á kaffi 1989 varð Eþíópíu því mikið áfall. Hagvöxtur hefur um langt skeið ekki haft við fólksfjölgun og miklir þurrkar hafa undanfarið valdið hungri og lamað efnahag, sem þar að auki er hart leikinn af stríðinu. 24. Herflotinn var tvær ffeigátur og 20 srnærri skip. EPLF, sjálfstæðishreyfing sú í Eritreu sem nú hefúr það land allt á sínu valdi, er af tölum að dæma mesta herveldið af uppreisnarflokk- um þeim, er striddu gegn stjóm Mengistus. Hefur EPLF 40.000- 50.000 manna fastaher og þar auki um 30.000 menn í sérstökum varð- liðasveitum. TPLF, sjálfstjómar- flokkur Tígremanna, hefur 30.000- 40.000 menn undir vopnum og munu þeir vera obbinn af her EPRDF, sem stökkti Mengistu úr landi og hefur nú tekið Addis Ababa. OLF, baráttu- hreyfing Oromóaa, hefur 7000 manna vopnað lið. Tölur þessar allar um heri í Eþíópíu eru frá IISS, ÍBÚAFJÖLDI: Heimildum ber ekki fyllilega saman um hann, en líklega er hann nálægt 50 miljónum. Ibúadreif er um 40 á ferkílóm. Landslýð fjölgar um 2,9 af hundraði árlega. ÆVILÍKUR: 38 ár. HERIR: Eþíópía var til skamms tíma a.m.k. á pappímum eitt mesta herveldi Afríku, en nú er óvíst hversu mikið er eftir af stjómarhem- um. Nýlega var talið að í her stjómar Mengistus væm 438.000 manns, þar af um 200.000 í alþýðuvarðliði svo- kölluðu. Hann hafði þá mikinn fjölda skriðdreka, vel vopnað stórskotalið og um 120 stríðsflugvélar af sovésku gerðunum MiG-21 og -23, auk þess um 20 árásarþyrlur af gerðinni Mi- Eric Heffer látinn Á mánudaginn lést Eric Heffer, þingmaður fyrir Verkamannaflokkinn breska síðan 1964 og einn af forustu- mönnum vinstri armsins í þeim flokki um iangt skeið. Hann varð 69 ára. Heffer var aðstoðarráðherra í stjóm Harolds Wilson á áttunda áratugi. Á níunda áratugi, þegar fylgismenn hefðbundins sósíal- isma og þeir sem vildu ffjáls- legri stefnu með það fyrir augum að ná betur til miðjukjósenda tókust á í flokknum, var Heffer einn af hörðustu liðsoddum þeirra fyrmefndu. Þær deilur hefúr nú tekist að jafna undir forastu Neils Kinnock. Banamein Heffers var krabbamein og síðustu árin var hann mjög farinn að heilsu. Síð- asta athöfn hans í stjómmálum var að koma á þingið í jan. s.l., þótt heilsan leyfði það naumast, til að greiða atkvæði gegn þátt- töku Breta í Persaflóastríði. Indlandsstióm viss um sök frelsistígra Subramaniam Swami, dóms- málaráðherra Indlands, sagði í gær í viðtali við breska sjón- varpið að stjóm hans væri viss um að srílankíska uppreisnar- hreyfingin Tamil Eelam- ffelsi- stígrar hefði staðið að morðinu á Rajiv Gandhi, fyrrum forsætis- ráðherra. Sagði ráðherrann að allt benti til þess að frelsistígr- amir hefðu við undirbúning til- ræðisins notið stuðnings ein- hverra hópa í Tamílnadú. I stuttu máli um Eþíópíu ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. maí 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.