Þjóðviljinn - 29.05.1991, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 29.05.1991, Qupperneq 8
FRÉnm Ur ráðinu eður ei? ▲ Vilborg Davíðsdóttir skrifar Arsfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins heldur áfram í dag og nú má búast við þvi að til raunverulegra um- ræðna komi um mál íslendinga og annarra þjóða sem vilja halda áfram hvalveiðum í hagnaðarskyni. Fyrri dag- ana tvo var farið yfir tæknileg atriði og niður- stöður vísindanefndarinnar kynntar. Vísinda- „...Spurningin er sú hvort Al- þjóða hvalveiðiráðið eigi endi- iega að vera sú stofnun sem að hefur með veiðistjórnun á hvöl- um að gera.“ nefndin ákvað að mæla með tilteknu módeli að stjórnunarkerfi sem hannað er af Breta að nafni Cook og víst má telja að það verði sam- þykkt af ráðinu. Enda þótt slíkt samþykki fáist er eftir að fullprófa módelið, þ.e. tölvukeyra það og leita að villum í því. Villuleitin er að minnsta kosti ársverk eins manns. Af samtölum við fulltrúa hinna ýmsu sendi- nefnda má ráða að nýtt stjómunarkerfi ætti að geta komist í gagnið eftir eitt til eitt og hálft ár. Hugsanlegt er að hluti þess yrði tekinn í notkun strax á næsta ári, þ.e. sá hluti sem lýtur að veiði- stjóm á hrefnum. Eins og fram hefúr komið hefur endurskoðun gamla stjómkerfisins tekið langan tíma og átti reyndar að vera lokið á síðasta ári. Telja sumir að þessari vinnu hefði getað verið löngu lokið ef það hefði verið vilji meirihluta í ráðinu og auðvelt hefði verið að fjölga strjálum vinnufúndum vísindanefndarinnar. Eins og skilja mátti af ræðu Þorsteins Páls- sonar sjávarútvegsráðherra er full alvara á bak við þá hótun að Islendingar segi sig úr Alþjóða hval- veiðiráðinu ef ekkert gengur við að fá hvalveiði- banninu aflétt. Verði af því hlýtur sú ákvörðun að verða tekin af Alþingi og gildir hún þá frá og með miðju næsta ári samkvæmt reglum þar um. Kan- adamenn sögðu sig úr ráðinu á sínum tíma og hættu veiðum en önnur dæmi em ekki um úrsögn. Konráð Eggertsson formaður Félags hrefnuveiði- manna sagði í samtali við blaðið að ef ekki mætti veiða væri eins gott fyrir Islendinga að vera utan ráðsins eins og innan þess. Hann kvaðst þó vilja halda í vonina um árangur fram á síðustu stundu en taka yrði ákvörðun um hvort af úrsögn yrði strax að loknum ársfundinum. Sjómannasamtökin islensku sendu ffá sér stuðningsyfirlýsingu við hrefnu- og hvalveiðimenn í gær og skomðu á rik- isstjómina að leyfa hvalveiðar þrátt fýrir nei- kvæða afstöðu hvalveiðiráðsins. Þeir Jóhann Siguijónsson og Gísli Már Gísla- son, sem báðir eiga sæti í íslensku nefndinni, sögðust báðir vona í Iengstu lög að árangur næð- ist en vom báðir svartsýnir. Báðir Iögðu þeir áherslu á að úrsögn úr ráðinu þýddi að íslending- ar gætu gefið hvalveiðar endanlega upp á bátinn, a.m.k. meðan engin önnur stofnun er til staðar sem stýrir hvalveiðum. Tal um „sjóræningaveið- ar“ kynni ekki góðri lukku að stýra. „Við verðum, samkvæmt hafréttarsáttmálan- um, að nýta farstofna eins og hvalastofnanna í samvinnu við aðrar þjóðir," sagði Gísli. „Það er engin önnur stofnun en þetta ráð til staðar til að sinna þessari veiðistjómun. Og það yrðu mjög dýrir hvalir sem yrðu teknir án veiðiheimilda ráðsins, það er ömggt!“ Jóhann Siguijónsson sagðist telja fulla alvöm á bak við orð Þorsteins Pálssonar en vildi ekki svara því hvort þessi þótun verði Islendingum til framdráttar eður ei. A formannafundinum í gær tókst Islendingum að kynna tillögu sína um bráðabirgðakerfi þar til hið nýja væri tilbúið og sagðist Jóhann ekki enn vera búinn að gefa upp alla von um árangur. Menn hefðu spurt og sýnt nokkum áhuga. Það eitt væri nokkurs virði. „Það vom mikil vonbrigði að vísindanefndin skyldi ekki einu sinni geta fómað einum kukkutíma í umræður um þessa tillögu," sagði Jóhann. Aðspurður um úrsögn úr ráðinu sagði Jóhann það alls ekki inni í myndinni að hefja veiðar án þess að vera innan alþjóðlegra samtaka. „Hins vegar segir ekkert um það í hafréttarsáttmálanum að það eigi að vera til alþjóða hvalveiðiráð. Það er talað um viðeigandi stofnun," sagði hann. „Spumingin er sú hvort Alþjóða hvalveiðiráðið eigi endilega að vera sú stofnun sem að hefur með veiðistjómun á hvölum að gera. Svo dæmi sé tekið þá em bæði landlukt riki innan ráðsins og ríki sem eiga strönd að Indlandshafi. Þeir hvalir sem við erum að nýta em allir í Atlantshafi og koma aldrei í Indlandshaf. Þess vegna spyija menn sig hvort það sé ekki eðlilegt að stjómun þessara auðlinda fari fram innan svæðisbundinna stofnanna sem væm fjölþjóðlegar en ekki alþjóð- legar og ég svara slíku játandi. Hafréttarsáttmál- inn segir að strandríki beri ábyrgð og hafi skyld- um að gegna varðandi rannsóknir á farstofnum innan sinnar efnahagslögsögu gagnvart fjölþjóð- legu samstarfi. Við getum t.d. litið á alþjóða haf- rannsóknarráðið sem fer með ráðgjöf varðandi fiskveiðar á N- Atlantshafi. Það sér enginn ástæðu til að alþjóðleg stofnun fari með þá stjóm- un og menn em ánægðir með ráðgjöf hafrann- sóknarráðsins." Aðspurður um tilganginn á bak við hugsan- lega úrsögn íslendinga úr ráðinu sagði Jóhann að vel gæti verið að stofnuð yrðu samtök sem gætu tekið að sér slíkt svæðisbundið eftirlitshlutverk. „I annan stað þá em menn orðnir ansi langeygðir eftir skilningi á viðhorfúm íslendinga á nytjum á sjávarspendýrum. Menn em orðnir mjög lang- eygðir eftir því að fá einhverja lausn með tilliti til þess að það er búið að eyða gríðarlegu fjármagni í rannsóknir og það virðist vera horft gjörsamlega ffamhjá niðurstöðunum.“ Skiptar skoðanir vom meðal viðmælenda blaðsins hvort fleiri þjóðir myndu fýlgja í kjölfar- ið síðar meir ef íslendingar segðu sig úr ráðinu. Bæði Norðmenn og Japanar munu ætla sér að stunda takmarkaðar veiðar í vísindaskyni næsta ár og auk þess hafa Japanir lagt fram ósk um veiðar á 50 hrefnum í N-Kyrrahafi. Þeir hafa ffamkvæmt heildarúttekt á stofninum þar og sagðist Jóhann Siguijónsson telja að sá stofn þyldi að minnsta kosti veiðar á 200 hrefnum. Japanir lögðu fram sams konar ósk fýrir ári síðan en henni var hafn- að. Friðunarsinnar og hvalveiðisinnar heyja „heil- agt stríð" á göngum Hótel Sögu. Hin nýju sam- tök, Survival in the North, dreifa bæklingum sem kynna viðhorf hvalveiðiþjóðanna í norðri og spila myndbönd en World Wide Fund for Nature og Greenpeace gefa út tilkynningar og blöð þar sem rök fyrir ffiðun em rakin. Aróðurinn er rekinn stíft á báða bóga og fullyrðingamar ganga á víxl. Friðunarsinnar segja t.d. að bráðbirgðastjómunar- kerfið í tillögu íslendinga sé aðeins umbúðir utan um kröfu um að veiðibanninu verði aflétt. Með- limir vísindanefndarinnar segjast hins vegar hafa tölvukeyrt kerfið hundrað ár fram í tímann og kvótamir sem það leyfi séu miðaðir við nýtingu langt undir hámörkun. Hrefnuveiðimenn em að vonum reiðir og leiðir og þykir ekki mikið til hvalveiðiráðssam- kundunnar koma. Bretar, eins og flestar aðrar Evrópuþjóðir, vilja bíða þess að endurskoðun gamla stjómunar- kerfisins verði lokið og sjá ekki neina þörf á að taka upp bráðabirgðakerfi. Danska sendinefndin er klofin í afstöðu sinni þar sem hún þarf að taka tillit afstöðu Grænlendinga og Færeyinga annars vegar og Dana og EB hins vegar. Færeyingar hafa hótað að ganga úr nefndinni vegna þessa klofn- ings. Sem kunnugt er er almenningur í Bandaríkj- unum og í Bretlandi mjög andvígur hvalveiðum yfirleitt og það skapar mikinn pólitískan þrýsting á fulltrúa þessara þjóða. Allir segjast þó hafa vís- indaleg sjónarmið í hávegum en viðurkenna sum- ir í skjóli nafnleysisins að vissulega hafi viðhorf almennings mikil áhrif á ákvarðanatökur. Um fimmtíu af fúndargestum em fúlltrúar ýmissa ffiðunarsamtaka en atkvæðisrétt hafa að- eins aðildarríkin 37. í gær var miklum tíma eytt í að ræða svokall- aðar frumbyggjaveiðar sem stundaðar em af eski- móum i Alaska, Rússum, Grænlendingum og eyjaskeggjum á Grenadines-eyjum og St. Vincent í Karabíska hafinu. Þessar veiðar hafa verið leyfðar ár hvert en í mjög takmörkuðum mæli og þeim fýlgir það skilyrði að afurðimar séu nýttar af heimamönnum en ekki seldar í ágóðaskyni. Rússar fengu í fýrra að veiða 179 sandlægjur, Friðunarsinnar og hvalveiði- sinnar heyja „heUagt stríð“ á göngum Hótel Sögu. öðm nafni gráhval. Þessari tegund var útrýmt í Atlantshafi af Böskum á 17. öld. Alaskaeskimóar hafa haft frumbyggjakvóta í norðhval, eða Grænlandssléttbak öðm nafni, og mátt skjóta 44 dýr eða landa 40. Skýringin á þess- um talnamun er sá að aldrei tekst að landa öllum skotnum dýrum þar sem eskimóamir stunda veið- amar á kajökum og missa stundum dýrin undir ísinn. A fundi formanna allra sendinefndanna sem stóð í 2-3 tíma í gær óskuðu Bandaríkjamenn eftir því að þessi kvóti yrði aukinn í 55 dýr og verður það að líkindum samþykkt. Grænlendingar hafa fengið að veiða 22 lang- reyðar og 40 hrefnur við vesturströndina og 10 hrefnur við austurströndina. Eyjaskeggjar i Kar- abíska hafinu hafa haft leyfi fyrir örfáum dýram en ekki nýtt þau undanfarin ár. Hvað sem andstæðum sjónarmiðum líður þá er ekki úr vegi að botna þessa samantekt af árs- fundinum með orðum ónefnds viðmælanda um frumbyggjaveiðamar við Alaska: „Það væri ffóð- legt að fá skoðanakönnun um það hvort almenn- ingur í Ameríku veit yfirleitt af því að Banda- ríkjamenn em einir af örfáum þjóðum sem enn fá að stunda hvalveiðar." Það er hart deilt um hvalinn þessa dagana og telja sumir útséð um að hvalveiðibanninu verði aflétt ( náinni framtlð. Humarinn selst jafnóðum Sæmundur Guðmunds- son hjá Islenskum sjávaraf- urðum hf. segir að humaraf- urðir seljist jafnóðum og skiptir þá engu hvort um sé að ræða hala eða heilan humar. Þá sé markaðsverð á þessum afurðum nokkru betra en það var á síðustu vertíð. Humarvertiðin hófst fýrir skömmu en hún stendur að jafúaði fram til 15. ágúst en getur þó varað frarn til ágúst- loka. Fijálst verð er á humri og segir Sæmundur að hráefn- isverðið sé engu að síður mjög svipað yfir heildina, þó auðvit- að séu þar á einhveijar undan- tekningar. Það sem af er ver- tíðinni hafa bátamir aflað vel og ekki óalgengt að aflinn í róðri sé um 20 tunnur af humri eða um tvö tonn. Alls hafa 67 bátar leyfi til humarveiða og er það sami fjöldi og var í fýrra. Kvótinn í ár er 2.100 tonn sem er nokkm meira en í fýrra þegar hann var rétt um tvö þúsund tonn. Heildaraflinn þá nam um 1700 tonnum og því náðu ekki allir bátanna að fiska upp í úthlutaðan kvóta. Hrafnkell Eiríksson fiski- fræðingur segir að uppistaða aflans séu tveir sterkir árgagn- ar frá 1984 og 1985 eins og á síðustu vertíð. Hann segir að þó svo að humarinn sé smár þá lofi vertíðarbyijunin góðu um veiðamar fýrir austan og einnig fýrir vestanverðu land- inu. Það sé hinsvegar spuming hvort þessi góða byijun muni vara út alla vertíðina eða ekki. Til þessa hefur það viljað brenna við að aflinn sé mjög góður í upphafi vertíðar en dregst síðan saman eftir því sem á vertíðina líður. Helstu markaðssvæðin fýr- ir heilan humar em á Ítalíu og á Spáni en á hala em það Bandarikin, Kanada og Sviss. -grh Úreldingasjóður loðnuverk- smiðia andvana fæddur Jón Ólafsson fram- kvæmdastjóri Félags ís- lenska fiskimjölsframleið- enda segir að úreldingar- sjóður loðnuverksmiðja sé andvana fæddur og því sé það ekki stórmál fyrir bræðslurnar, að fjármála- ráðherra hafi ákveðið að fella niður 200 miljón króna lánveitingu í úreldingarsjóð- inn. Alls em í landinu starf- ræktar um tuttugu loðnuverk- smiðjur og þó svo að flestir séu á því að þær séu of marg- ar, hafa engar beinar tillögur komið fram hvaða verksmiðj- ur eigi að leggja niður. Jón Ól- afsson segir að úreldingarsjóð- ur loðnuverksmiðja sé ein af þeim hugmyndum sem lagðar hafa verið fram sem leið til að fækka verksmiðjum en ekki meira. Eins og kunnugt er þá brást síðasta loðnuvertíð og hefur hagur verksmiðjanna verið á niðurleið allt frá ver- tíðinni 1988. Óvíst er hvort einhveijar loðnuveiðar verði stundaðar í í ár og getur svo farið að það verði ekki fýrr en eftir áramótin. Til þessa hafa þó fýrstu skipin haldið til loðnuveiða í ágústbyijun ár hvert. Framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra fiskimjölsverk- smiðja segir helstu ástæðuna fýrir því vera þá að fiskifræð- ingar treysta sér ekki til að ákveða kvótann fyrr en að loknum haustleiðangrinum sem verður farinn í október. -grh Síða 8 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. maf 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.