Þjóðviljinn - 04.07.1991, Blaðsíða 5
ElRLEND AlR Igf FKETTIK
▲ Umsjón: Dagur Þorleifsson
Júgóslavneskur hermaður gerir óvirka jarðsprengju sem slóvenska heimavarnarliðið hefur lagt fyrir sambandsherinn - nú slotar bardögum, a.m.k. I bili.
Vopnahlé í Slóveníu, en Slóvenar
óttast að herinn undirbúi nýja árás
Ur bardögum dró í Slóveníu síðari hluta dags í gær eftir að
báðir aðilar höfðu tilkynnt að þeirra mönnum hefði verið
fyrirskipað að hætta að skjóta nema á þá yrði ráðist. Voru
þá nokkrar líkur á að júgóslavneski herinn væri hættur við að
hleypa af stað meiriháttar sókn gegn Slóvenum.
Því fer þó fjarri að öruggt sé
talið að hemaði þessum sé lokið.
Tvívegis áður hefúr verið gert
vopnahlé með Slóvenum og júgó-
slavneska hemum, en þau vora
bæði jafnharðan rofin. Þess hafa
og undanfarið sést merki að herinn
hlýði ekki sambandsstjóminni í
Belgrad nema honum sjálfiim sýn-
ist og sumir yfirmanna hans hafa
einnig verið sagðir fara sínu fram í
trássi við yfirherstjómina.
Útvarpsfféttir greina svo ffá að
einingar í sambandshemum, sem
hafi verið að því komnar að ráðast
inn í Slóveníu, hafi nú snúið við.
Þá hefúr slóvenska heimavamar-
liðið sleppt úr herkví júgóslav-
neskum hereiningum, sem það hef-
ur haldið umkringdum við austur-
rísku landamærin í tæpa viku, og
em þær nú sagðar á leið út úr lýð-
veldinu.
Enn hefúr hinsvegar ekki ffést
að her mikill, þ.á m. 150 skrið-
drekar, sem lagði af stað frá Belgr-
ad áleiðis til Slóveníu í fyrrinótt,
hafí numið staðar eða snúið við.
Og slóvenska stjómin segist enn
óttast að sambandsherinn geri nýja
árás í dag. Segist stjómin vita til
þess að sú árás hafi verið fyrirskip-
uð og ekki hafi frést að hún hafi
verið afturkölluð.
Þriggja manna nefhd á vegum
slóvensku stjómarinnar hóf í gær
viðræður við fulltrúa sambands-
hersins um nánara fyrirkomulag
vopnahlésins. Eru þetta fyrstu
milliliðalausu viðræður þessara að-
ila ffá því að bardagar milli þeirra
hófúst.
Arafat (hér með Abu Ijad, öðmm háttsettum forustumanni I PLO, sem myrtur
var I janúar) heitir á hvert rlkið af öðnj liði slnu ( Llbanon til bjargar, en lítið
fréttist af undirtektum.
Stórskotahríð á
búðir Palestínumanna
EB: Til athugunar að viður-
kenna Króatíu og Slóveníu
Genscher (hér með eiginkonu sinni Barböm) - júgóslavneski herinn lætur
eins og hann sé æðisgenginn."
Her Líbanonsstjórnar hafði
í gær náð á sitt vald flest-
um stöðvum Frelsissam-
taka Palestínu (PLO) umhverfis
hafnarborgina Sídon og palestín-
skar flóttamannabúðir þar í
grennd. Hrukku PLO-skærulið-
ar undan stjórnarhernum inn í
flóttamannabúðirnar Miyeh
Miyeh og Ain al-Hilweh, þar
sem um 65.000 manns búa.
í gærdag hélt herinn uppi stór-
skotahríð á búðimar. Talsmenn
hans segja hann ekki vilja fara inn
í þær, heldur sé tilgangurinn með
skothríðinni að binda endi á vöm
PLO-liða, sem neita að leggja nið-
ur vopn. 34 féllu i bardögunum um
stöðvar PLO kringum búðimar í
fyrradag og vitað var í gær að 14
manns höfðu farist í skothríðinni á
búðimar og margir særst. Maim-
fallið er mest meðal Palestínu-
manna, bæði skæruliða og
óbreyttra borgara, enda er PLO fá-
liðaðra en Líbanonsher og liðs-
menn samtakanna verr vopnum
búnir. Líbanonsher segist hafa tek-
ið 300-400 PLO-liða til fanga.
Jasser Arafat PLO-leiðtogi,
sem er í aðalstöðvum samtakanna í
Túnis, bað í gær Frakkland, Bret-
land, Sovétríkin, Egyptaland, Lí-
býu og Sýrland að fá Líbanonsher
til að hætta árásum. Takist Líban-
onsstjóm með atlögu þessari að
gersigra PLO-liðið í Líbanon verð-
ur það mikið áfall fyrir samtökin,
sem hafa hvergi annarsstaðar hlið-
stæða aðstöðu.
Palestínskir skæmliðar og Hiz-
bollahflokkur Líbanonssjíta hafa
síðan á mánudag gert venju ffernur
margar árásir á lið Israels á land-
ræmu þeirri líbanskri við ísraelsku
landamærin sem ísraelar halda her-
setinni. Felldu Israelar þar fimm
árásamienn á mánudag og þriðju-
dag. Á Hermoníjalli nyrst í ísrael
var hermaður skotinn til bana i gær
og vom þar að verki menn sem
komist höfðu yfir landamærin ffá
Sýrlandi, að sögn israelskra heryf-
irvalda. Er hann fyrsti ísraelski
hermaðurinn, sem fellur á Hermon
frá því í Jom Kippúrstríðinu 1973.
Því heyrist fleygt að PLO-liðar
og aðilar þeim hlynntir herði nú
árásir á Israela í von um að þeir
hefni árásanna að vanda með árás-
um inn í Líbanon, en slík atlaga af
Israela hálfú nú gæti leitt til þess
að i brýnu slægi á milli þeirra og
Líbanonshers, sem yrði þá ef til
vill að hætta atlögum að Palestínu-
mönnum.
Mæður víðsvegar að úr
Júgóslavíu, um 1500
talsins, komu saman í
gær í Zagreb, höfuðborg Króa-
tíu, og kröfðust þess að bundinn
yrði endir á ófriðarástandið í
landinu. Á þriðjudag flykktust
foreldrar hermanna inn í þing-
húsið í Belgrad og kröfðust þess
að synir þeirra í hernum yrðu
kallaðir heim.
Mæðumar, sem komu saman í
Ráðamenn ríkja Evrópu-
bandalags íhuga nú, hvort
þau skuli veita Króatíu og
Slóveníu formlega viðurkenn-
ingu sem sjálfstæðum ríkjum, ef
júgóslavneski herinn lætur ekki
af hernaðaraðgerðum gegn
þeim.
Andre Haspels, talsmaður ut-
anríkisráðuneytis Hollands, sagði í
gær að utanrikisráðherrar EB-ríkj-
anna 12 myndu koma saman á
fúnd í Haag á morgun og ræða
ástandið í Júgóslaviu. Stjómarer-
indrekar í Bonn sögðu að Hans-
Dietrich Genscher, utanríkisráð-
herra Þýskalands, hefði hringt í ut-
anríkisráðherra annarra EB-ríkja,
Bandaríkjanna, Austurríkis, Júgó-
slavíu og Slóveníu og ráðgast við
þá. EB hefúr þegar tvisvar sent til
Júgóslavíu samninganefiidir frá
því að bardagar hófúst milli Júgó-
slavíuhers og Slóvena fyrir viku
og í bæði skiptin tekist að koma á
vopnahléi, en þau vopnahlé vom
næstum jafnharðan rofin.
Viðurkenni EB-riki Króatíu og
Slóveníu sem sjálfstæð ríki verður
þar um ræða meiriháttar breytingu
frá venjum í alþjóðamálum sem
farið hefur verið eftir að mestu frá
því að heimsstyijöldinni síðari
Zagreb, sögðust ætla að halda til
Slóveníu í dag og taka syni sína,
sem em í sambandshemum þar,
með sér heim.
Þær Iétu í ljós eindregna andúð
á þeirri ofsafengnu þjóðemis-
hyggju, sem sundrað hefur Júgó-
slavíu og hleypt af stað striði þar.
„Manndráparar hershöfðingjar,
synir okkar em ekki kjötstykki
ætluð til þess að verða söxuð í
spað,“ sagði ein konan.
lauk.
Nokkur Vestur-Evrópuríki hafa
hreyft því að Sameinuðu þjóðimar
blandi sér í málið, en Bandaríkin
og Frakkland draga heldur úr að
svo verði gert, og Javier Perez de
Cuellar, framkvæmdastjóri S.þ., er
því mótfallinn. Segir hann að eins
og sakir standa sé best að fela EB
og Ráðstefnunni um öryggi og
samvinnu í Evrópu (RÖSE) að
reyna að leysa deilumar.
Genscher sagði í gær að júgó-
slavneski herinn hegðaði sér eins
og mnnið væri á hann æði og er-
lendir stjómarerindrekar í Júgó-
slavíu taka nú undir það með Sló-
venum að yfirmenn hersins fari
sínu lfam, að meira eða minna
leyti í trássi við júgóslavnesku
sambandsstjómina í Belgrad.
Aðalfundur
Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans fyrir árið
1990 verður haldinn að Hverfisgötu 105, mánu-
daginn 8. júlí, og hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Samningur við Útgáfufélagið Bjarka hf.
3. Niðurstöður úr lesendakönnun Þjóðviljans.
4. Önnur mál.
Stjórnin
Mæður mótmæla
stríði og þjóðemisofsa
Síða 5
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júlí 1991