Þjóðviljinn - 04.07.1991, Side 7

Þjóðviljinn - 04.07.1991, Side 7
Fkéthk Stórhækkun gatnagerð- argjalda í Hafnarfirði Meirihluti bæjarstjórnar í Hafnarfirði hefur samþykkt að gatnagerðargjðld í bænum hækki um 35 til 86 pr6- sent. Þessi hækkun var samþykkt á bæjarstjórnar- fundi sl. mánudag með sex atkvæðum bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins en fuUtruar Alþýðubandalags og Sjálfstæðis- flokks greiddu atkvæði gegn tiUögunni. Skýrslan leyndarmál Samstarfsnefnd um Mý- vatnsrannsóknir, sem skipuð var til að kanna áhrif Kísiliðjunnar á lífríki við Mývatn, er nú að Ijúka stðrfum. Skýrsla nefndar- innar verður lðgð fyrir um- hverflsráðherra í lok júlí og mun hann þá taka ákvörðun um framhald starfsleyfls verksmiðj- unnar sem rennur út þann 13. ágúst. Nefndarmenn harðneita að gefa nokkrar upplýsingar um inni- hald skýrslunnar fyrr en hún hefúr verið lögð fyrir ráðherra og fara með þær sem algjört trúnaðarmál. Hópur bænda við Mývatn hyggst höfða mál á hendur Kísiliðjunni vegna meintra skaðlegra áhrifa starfseminnar á veiði og lífriki vatnsins. Skýrslan mun hafa mikil áhrif á mál þeirra en á meðan hún er ókomin er málshöfðunin í bið- stöðu. -vd. „Gatnagerðargjöld hafa verið allt að hehningi lægri í Hafharfirði en í nágranna sveitarfélögunum,“ sagði Guðmundur Ami Stefánsson bæjarstjóri við Þjóðviljann í gær. Guðmundur Ami sagði að í ljós hefði komið að gjöldin stæðu ekki undir kosmaði og því hefði verið gripið til þessa ráðs. „Gjöldin eiga að standa undir kostnaði við lagnir, vegagerð, mal- bikun og ýmislegt annað. Ef gama- gerðargjöldin standa ekki undir þessum kosmaði verða aðrir að borga hann.“ Guðmundur Ámi sagði að þeg- ar kostnaður við gamagerð í Suð- ur- Hvaleyrarholti, sem er nýbygg- ingarhverfi í Hafnarflrði, hefði verið reiknaður, hefði komið i ljós að það kostar um 230 til 280 milj- ón krónur að leggja götur og mal- bika í hverfmu. Samkvæmt gamla kerfinu hefðu hinsvegar einungis innheimst 151 miljón krónur. Þeg- ar þessir útreikningar lágu fyrir var ákveðið að hækka gjöldin. Mest er hækkunin fyrir íbúðar- eigendur í fjölbýli og getur hún numið allt að 86 prósenmm. Minnst hækkun verður á gjöld- um raðhúsa, parhúsa og tvíbýlis- húsa sem em undir 700 rúmmetr- um, eða um 35 prósent hækkun. Séu þau stærri getur hækkimin numið allt að 50 prósentum. A einbýlishúsum er hækkunin um 66 prósent og um 40 prósent á atvinnuhúsnæði. Fulltrúar minnihlutans í Haín- arfirði héldu þvi fram á bæjar- stjómarfúndinum að á síðasta kjör- tímabili hefðu gatnagerðargjöldin verið hærri en sem nam kostnaði við gatnagerð og því væri með þessu verið að leggja aukaskatt á íbúðarbyggjendur til að greiða nið- ur skuldir bæjarsjóðs. Þessu mótmælti Guðmundur Ámi harðlega og sagði þá útreikn- inga sem lægju að baki þessari fúllyrðingu út í loftið. —Sáf Græningjar segja að framkvæmdir við vegalagningu í Laugardalnum séu ekki samkvæmt samþykktu deili- skipulagi. - Mynd Þorfinnur Græningjar stoppa framkvæmdir Græningjar hafa ítrekað reynt að stoppa fram- kvæmdir við lagningu vegar í gegnum Laugardal. Á mánudag brugðu þeir á það ráð að slá upp tjöldum framan við vinnutæki þar. Lögreglumenn vom kallaðir til og samþykktu Græningjar að fjar- lægja tjöldin ef framkvæmdir yrðu stöðvaðar. Starfsmenn á gröfúm hættu vinnu þann daginn en hófú aftur störf i gærmorgun. Græningj- ar mættu aftur á svæðið og reyndu að tefja verkið með ýmsum frið- samlegum ráðum en án árangurs og Iögregla vísaði þeim á brott með þeim orðum að þeir yrðu að fá lögbann á verkið ef þeir hyggð- ust stöðva ffamkvæmdir. Jón Tryggvi Sveinsson, einn talsmanna Grænnar ffamtíðar, seg- ir að ffamhald aðgerða Græningja sé óljóst, en ef til vill verði farið út í að safha undirskriftum þar sem framkvæmdir þessar séu ekki gerðar samkvæmt samþykktu deiliskipulagi. -vd. Raforkuútflutningur mögulegur Jóhann Már Maríusson, að- stoðarforstjóri Landsvirkj- unar, segir ekkert standa tæknilega I veginum fyrir því að unnt sé að flytja raforku um sæ- streng frá íslandi yfir til Bret- landseyja. Hins vegar sé alls óvíst með dreifingu orkunnar þegar upp á land er komið og með kaupendur að henni. Fulltrúar ffá ffanska fyrirtæk- inu Alkatel, sem ffamleiðir meðal annars sæstrengi til raforkuflutn- inga, voru hér á landi í fyrradag til slarafs og ráðagerða við þá Lands- virkjunarmenn. Meðal þess sem ffam kom í máli Fransmanna var að fyrirtækið teldi sig þegar ráða við þá tækni sem til þyrfti til að framleiða sæstreng til raforkuflutn- inga um langa leið. - Við höfúm verið í sambandi við enska aðila og rætt hugsanlega möguleika á orkukaupum héðan. En þetta á eflir að kanna nánar áð- ur en nokkuð haldfast verður í því máli, sagði Jóhann, sem vildi ekki ræða hvaða verðhugmyndir menn hafa verið að gera sér raforkunni. Hann sagði Bretana hafa ýmsa aðra möguleika á orkuöflun sem væru nærtækari. — Og það er ekki allur vandi leystur þótt það sé vel tæknilega mögulegt að flytja raf- orku um rafstreng héðan til Bret- lands. - Skotar hafa til að mynda um- framorku, sem erfiðlega gengur að flytja suður um England sökum þess að háspennutengingamar em ekki nógu öflugar og það tekur einhver ár að hanna og reisa nýjar háspennulagnir. Það má því gera ráð fyrir að þessi áratugur verði liðinn áður en hugmyndir um raf- orkusölu héðan komast á fram- kvæmdastig, sagði Jóhann Már. - Nei, það er fullkomlega óraunhæft að tala um orkusölu héðan til Bretlands sem valkost í stað álvers, sagði Jóhann þegar hann var inntur eftir því hvort hugsanlegt væri að stiila hug- myndunum um raforkusölu til út- landa sem valkosti i stað orkusölu til nýs álvers hér á landi. - Eg get ekki séð annað en að þetta tvennt geti farið ágætlega saman, sagði Jóhann Már. -rk 25 flóttamenn koma til landsins í dag -j-dag koma alls 25 víetnamskir I flóttamenn til landsins, en Xþeir koma frá flóttamanna- búðum í Hong Kong. Um er að ræða 15 fullorðna á þrítugsaldri og 10 börn á aldrinum 1 til 4 ára. Bára Snæfeld, fúlltrúi Rauða krossins sagði að Rauði krossinn muni annast fólkið í eitt ár eða þangað til það hefúr komist betur inn í íslenskt samfélag og orðið fært um að vinna og koma sér upp húsnæði á eigin spýtur. Þetta er þriðji hópurinn sem kemur hingað til landsins, en sá fyrsti kom árið 1979 og sá síðari 1990. Alls eru nú um 90 Víetna- mar staddir hér á landi. Þessi hópur, sem kemur frá norður Víetnam, hefúr flúið frá heimalandi sínu vegna stjómmála- ástandsins þar eða fátæktar og hungurs. Þau flýja til Hong Kong þar sem þeim er komið fyrir í flóttamannabúðum, en þar er mik- ið um þrengsli og lélegar aðstæður. Það er ríkisstjómin sem ákveð- ur hvort leyfa eigi fólkinu að koma hingað til lands, og nú í ár var veitt leyfi fyrir 30 manns, én það komu aðeins 25. Bára sagði að Víemamamir sem búa hér á íslandi séu mjög ánægðir og þeir hafi spjarað sig mjög vel. „Þetta er mjög duglegt og nægjusamt fólk sem hefúr kom- ið sér vel áfram í þessu þjóðfé- lagi,“ sagði Bára. „Til dæmis em nokkrir þeirra sem hafa opnað veitingastaði á höfúðborgarsvæð- inu sem ganga bara mjög vel.“ Hún sagði einnig að dæmi væm til þess að Víetnamar hafi gifst íslenskum konum og stofnað Qölskyldur. Þeir flóttamenn sem hingað koma læra íslensku í námsflokkum Reykjavíkur og sagði Bára að það væri með ólíkindum hversu vel þeim hefði tekist að læra málið. Aðspurð hvort Víetnamamir, sem hér hafa dvalið, hafi orðið fómarlömb kynþáttahaturs sagði Bára að kynþáttahatur finndist alls staðar í heiminum og þar væri ís- land engin undantekning. „Þeir hafa orðið fyrir aðkasti, en það em samt engin mjög slæm dæmi þess. Allavega engin sem við vitum um. Bára sagði að nokkrir karl- menn úr hópi þeirra sem komu hingað 1979 hafi einu sinni orðið fyrir aðkasti á skemmtistöðum borgarinnar þar sem íslenskir karl- menn sökuðu þá um að stela ís- lenska kvenfólkinu frá þeim. -KMH Túrhestar sem aðrir hafa fagnað mjög bllðviðri undanfarinna daga. Þessir ferðamenn, sem af fótabúnaðinum af dæma eru komnir hingað frá Þýskalandi, hafa þvi eflaust orðið súrir á svip í gærmorgun þegar himnarnir opnuðust og rigingin helltist yfir skrælnað landið - loksins þegar búið var að draga upp stuttbuxurnar. - Mynd Kristinn Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júll 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.