Þjóðviljinn - 04.07.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.07.1991, Blaðsíða 8
Fkéttir Hver kaupir Esjuna? Stjóra Alþýðubandalagsins í Reykjavík íjallaði á fundi sinum þann 2. júlí um stöðu viðræðna um Evrópskt efnahagssvæði og samþykkti eftirfarandi ályktun. Samningar um Evrópskt efna- hagssvæði eru á lokastigi og nokk- uð ljóst hver niðurstaða þeirra verði. Þróun samningaviðræðn- anna hefur verið athyglisverð. Fallið hefur verið ffá flestum fyr- irvörum sem lagt var af stað með. Eftir að ljáð var máls á að hleypa fískiskipum EB inn í íslenska landhelgi, gegn veiðiheimilum annars staðar eru fyrirvarar um eignarhald yfír fískimiðum famir að veikjast. Opinber umræða hefiir ein- skorðast við að þann hag sem þjóðarbúskapurinn hefði af toll- frjálsum innflutningi sjávarafurða til Evrópubandalagsins. Með þátttöku Islands í samn- ingum um Evrópskt efnahags- svæði er verið að stíga afdrifarikt skref til aðildar íslands að Evrópu- bandalaginu. Fyrrgreindir samn- ingar eru taldir jafhgilda a.m.k. 60 prósent aðild að EB. Þeim fylgir takmörkun á forræði og rétti til ákvarðanatöku í eigin málum. Þar sem lagabálkar stangast á, verða lög EB rétthærri. Útlendingar munu koma til með að hafa jafnan rétt til fjárfestinga og kaupa á landi eins og innlendir aðilar. Mjög erfitt verður að veija eignar- hald yflr fiskimiðum. Samningur- inn mundi hafa veruleg áhrif á allt stjómskipulag í landinu. Þau áhrif hefur almenningur ekki verið upp- lýstur nægilega um og landsmönn- um ekki gerð nægileg grein fyrir hvað þátttaka í samningnum kost- ar og hveiju verði fómað. Með því að veita aðildarrikjum EFTA inn- göngu að innri markaði Evrópu, öðlast gömlu nýlenduríkin sem em meginuppistaða Evrópubanda- lagsins, áhrif á íhlutunarrétt um innri málefni þeirra. Svo virðist sem hið Evrópska efhahagssvæði (EES) verði and- vana fætt þar sem bæði Svíþjóð og Austurríki hafa sótt um aðild að EB. Líkur em á að Noregur fylgi Svíþjóð eftir og óvíst er um Finn- land. Eftir munu þá aðeins standa ísland, Sviss og Lichtenstein, smáríki sem hafa hvorki þörf né getu til að standa undir EES bákn- inu. Stjóm Alþýðubandalagsins í Reykjavík leggur þunga áherslu á að málefni utanríkisviðskipta verði vegin og metin í víðu sam- hengi, en ekki í ljósi þröngra hags- muna hinna gömlu nýlenduríkja sem em uppistaða Evrópubanda- lagsins. Halla en ekki Helga I forsíðufrétt blaðsins í gær um málefhi réttargeðdeildar var við- mælandi blaðsins, Lára Halla Ma- ack, í þrígang nefhd Lára Helga í stað Lára Halla. Em Lára Halla og lesendur beðin afsökunar á þessari glámskyggni blaðamanns. -rk Leiðrétting I frétt um framhaldsskólana í Reykjavík sem birt var á síðu 7 í Þjóðviljanum í gær var Hörður Lárusson deildarstjóri framhalds- skóladeildar menntamálaráðuneyt- isins ranglega nefndur Guðmund- ur. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. -vd. Relknað er með að það þurfi að byggja að meðaltali 1457 íbúðlr árlega í landinu á ámnum 1990 -1995. Mynd: Krlstinn. A11 | I 1 | jrj ] j j | j Lán heimiluð fyrir 594 félagslegar íbúðir Afundi húsnæðismálastjórnar hinn 28. júní s.I. voru sam- þykktar lánveitingar úr Byggingasjóði verkamanna til byggingar/kaupa á allt að 594 íbúðum, sem áætlað er að nemi samtals 3.6 milljörðum króna. Er gert ráð fyrir að þar af komi 860 miljónir króna til útborgunar í ár en 2740 milj- ónir króna á næsta ári. Um mitt síðasta ár var kallað eftir umsóknum um framkvæmdal- án til að byggja eða kaupa íbúðir í félagslega íbúðakerfinu. Umsókn- arfrestur var settur til 1. október 1990 og við það miðað að hægt yrði að hefja undirbúningsvinnu þá þegar, þannig að veiting fram- kvæmdalána gæti farið fram í upp- hafi árs 1991, þegar fjárlög lægju fyrir. Frágangur margra umsókna reyndist ekki fullnægjandi og varð af þeim sökum að framlengja skilafrest. Vinna við undirbúning lánveit- inganna hófst því ekki fyrr en í desembermánuði s.l. Þær nafa síð- an dregist enn frekar vegna samn- inga við lífeyrissjóðina og kosn- ingar húsnæðismálastjómar. Samtals 78 umsóknir reyndust gildar og var þar óskað eftir fram- icvæmdalánum frá stofnuninni til að byggja eða kaupa notaðar 1716 íbúðir. Ogildar vom eða afturkall- aðar umsoknir vegna 199 íbúða. Lánveitingar pær sem nú hafa verið ákveðnar eru miðaðar við áð stofnunin veiji um 860 miljónum króna á þessu ári í lánveitingar til byggingar eða kaupa á félagsleg- um jbúðum. 1 þessu sambandi verður að hafa í að framkvæmdalán greiðast yfirleitt út á 15 mánuðum, þannig að ákvarðanir um þau binda ævin- lega fé árið eftir að ákvörðun er tekin, og stundum lengur. Þannig verður til dæmis á þessu ári unnið fyrir um 300 milj- ónir króna við um 130 nýjar al- mennar kaupleguíbúðir, sem byggðar em eða keyptar á gmnd- veíli lánveitinga, sem ákveðnar vom í fyrra, og komu þá þegar til greiðslu að hluta. A sama hátt verður á þessu ári unnið áfram við byggingu um 910 félagslegra íbúða, sem lán vom veitt til a síðasta ári, að fjárhæð um 2.150 miljónir króna, er þegar hafa að nokkm komið til greiðslu. Fjölmörg atriði vom höfð að leiðarljósi við veitingu framkvæm- dalánanna. Til dæmis var húsnæð- isþörf einstaklinga og fjölskyldna metin og vom þar lagðar til gmnd- vallar húsnæðiskannanir, sem fylgja umsóknum sveitarfélaga. Lánveitingar síðustu 2ja ára, til fé- lagslegra íbúða í hveriu byggðar- lagi fyrir sig, vom haioar til hlið- sjonar, svo og fjöldi félagslegra íbúða í byggðarlaginu. Höfð var hliðsjón af því hvort fyrri lánveit- ingar til byggingar eða kaupa á fé- lagslegu húsnæði hefðu verið not- aðar. Tekið var tillit til þess hvort sveitarstjómir þær, sem hlut áttu að máli, hafi undanfarið hafnað for- kaupsrétti á félagslegum íbúðum, sem komið hafa til innlausnar hjá þeim eða fengið ibúðir fluttar milli íbúðakerfa. Tekið var tillit til þess hvort félagslegar íbúðir hafa verið seldar einstaklingum, sem hafa verið yfir gildandi tekjumörkum eða ef litlum fjölskylaum hefur verið úthlutað óhóflega stómm íbúðum. Atvinnuástand og hugsan- leg búsetuþróun á hvequm stað fyrir sig var höfð í huga, miðað við tiltækar upplýsingar, svo sem lán- sumsóknum og frá ýmsum ríkis- stofnunum. Miðað var við að greiðslur framkvæmdalána sam- kvæmt þeim ákvörðunum, sem teknar vom að þessu sinni í hús- næðismálastjóm, fari fram með jöfnum hætti mánaðarlega á 15 mánuðum, eins og áður, og hefjist að jafnaði þetta arið á tímabihnu júlí - nóvember hjá Byggingarsjóði ver^amanna. , I skýrslu Byggðastofnunar, „Ibúðaþörf og félagslegar íbúðir 1990,“ kemur ffarn að árin 1990 - 1995 þurfi að byggja að meðaltali 1457 ibúðir árlega í landinu, miðað við framreikning á mannfjölda næstu fimm árin. Þörfin eftir landshlutum og einnig innan svæða geti hins vegar verið mjög mismunandi, en miðað við sambærilega fólksflutninga sem verið hafa innanlands 1987 - 1989, þurfi að byggja um 1250 þessara íbúða á höfuðborgarsvæð- mu, en aðeins rúmlega 200 íbúðir í öðram landshlutum. Samkvæmt skýrslu Byggða- stofnunar í fyrra var gert ráð fyrir að byggðar yrðu rúmlega 1100 íbúðir a höfuðborgarsvæðinu að jafnaði á ári hveiju ffarn til 1994, en rúmlega 300 íbúðir í öðram landshlutum. I skýrslunni var not- að flutpingsmeðalta! áranna 1983 - 1986. I því sambandi má geta þess að „höfuðborgarsvæðið" er sam- kvæmt skilgreinigu Byggðastofn- unar, Hafharfiörður, Kópavogur, Garðabær, Seltjamames, Reykja- vík pg Mosfellsbær. I skýrslunni er einnig reynt að meta þörfina fyrir nýbyggingar í landshlutunum, eftir þremur öðrum þáttum en framreikningi fólks- fiölda. Er þar um að ræða áætlaða flutninga milli staða, innan sama landsvæðis, þörf vegna þrengsla í íbúðum sem fyrir era, og þörf fyrir nýbyggingar í stað gamalla íbúða, sem teknar era úr notkun. Er þá niðurstaðan sú, að á höfuðborgar- svæðinu þurfi 1286 íbúðir en í aðra landshluta 566 íbúðir, samtals 1850 íbúðir. Nýbyggingar undan- farinna ára hafa verið 400 - 500 jbúðir á ári hveiju á landsbyggð- inni, en 600 - 700 íbúðir á höfuð- borgarsvæðinu, eða samtals 1000 - 1200 íbúðir en það er talsvert minna en áætlunin gerir ráð fyrir. Nú er að hefiast undirbúningur að nýrri íbúðaspá i samstarfi milli Húsnæðisstofnunar, Byggðastofn- unar og fleiri aðila. -KMH Léleg rekstrarafkoma hjá álverinu Utlit er fyrir lélega rekstr- arafkomu álversins í Straumsvík í ár og má það einkum rekja tii lágs heims- markaðsverðs á áli, auk þess sem álverið varð fyrir töluverðu tjóni vegna rafmagnsleysis 3. febrúar sl. Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað mikið undanfarin ár. Verð- ið er nú um 1.300 dollarar á tonnið en var um 2.000 dollarar í fyrra- sumar og um mitt ár 1988 um 3.000 dollarar. Vegna þessarar þróunar mun fyrirtækið nú þurfa að stíga enn frekari skref til að draga úr kostn- aði við ffamleiðsluna. Alusuisse-Lonza hefur ákveðið að hætta ffamleiðslu á hrááli í ál- veri sínu í Rheinfelden f Þýska- landi vegna þessarar óhagstæðu þróunar á álmörkuðum að undan- fomu auk þess sem ffamleiðslu- kostnaður í Þýskalandi hefur auk- ist, m.a. vegna dýrrar orku og vax- andi tilkostnaðar vegna umhverfis- verndar. Um 200 starfsmenn fyrir- tækisins missa vinnu vegna þessa. -Sáf ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júlí 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.