Þjóðviljinn - 04.07.1991, Side 9
A Umsjón:Vilborg Davíðsdóttir
Umihvemð
Umhverfis'
mál Evrópu
í brennidepli
Eiður Guðnason, umhverfísráðherra, hefur gert víðreist að
undanfornu. Auk ráðherrafundar í Finnlandi sótti hann einn-
ig fund Evrópuríkja, Bandaríkjanna, Kanada og Japan í Prag
I Tékkóslóvakíu fyrir skömmu en þar voru umhverfísmál
Evrópu í brennidepli.
Engar bindandi samþykktir
voru gerðar en samkomulag var
um að samin skyldi skýrsla um
ástand umhverfis í Evrópu fyrir
árslok 1993 og að halda annan
sams konar fund eftir eitt ár.
Skýrslan verður unnin á veg-
um Evrópubandalagsins og Efna-
hagsnefhdar Evrópu í samvinnu
við starfshóp sem verður skipaður
fulltrúum ffá einstökum Evrópu-
ríkjum og viðkomandi alþjóða-
stofnunum, m.a. UNEP, OECD og
Evrópuráðinu.
„A þessum fundi var verið að
stíga fyrsta skrefið til víðtæks
samstaifs Evrópuríkjanna í um-
hverfismálum. Austur-Evrópa hef-
ur verið að opnast og ástandið þar
í umhverfismálum er hrikalegt,“
sagði Eiður á blaðamannafundi
sem hann boðaði til í því skyni að
kynna afrakstur fundaferðanna.
Hann bætti því við að það hefði
vakið athygli á þessum fundi að í
fyrsta sinn á alþjóðlegri ráðstefnu
hefðu fulltrúar Eystrasaltsríkjanna
setið sér við borð, merktir sínum
þjóðum en ekki Sovétríkjunum.
efndi til blaðamannafundar [ vikunni þar sem
Eiður Guðnason umhverfisráðherra
starfi (slendinga (umhverfismálum.
hann sagöi frá auknu alþjóðlegu sam-
Síða 9
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur4. júlí 1991
Stærsta
umhverfis-
ráðstefna
sem haldin
hefur verið
Sameinuðu þjóðirnar hafa
boðað til heimsráðstefnu
um umhverfi og þróun
sem haldin verður að ári í Rio
de Janeiro í Brasilíu. Þá eru
liðin 20 ár frá Stokkhólmsráð-
stefnunni 1972 sem markaði
þáttaskil í þróun umhverfis-
máia í veröldinni. Þetta verður
að líkindum fjölmennasta og
viðamesta umhverfisráðstefna
sem haldin hefur verið til
þessa.
Undirbúningsnefnd vinnur að
dagskrá og drögum að stefnuskrá
fyrir framtíðina undir yfirskrift-
inni „Earth Charter“. Útbúa á
framkvæmdaáætlun í umhverfis-
málum jarðar sem ætluð er ein-
stökum ríkjum og þeim alþjóða-
stofnunum sem starfa að þessum
málum.
Allsheijarþing SÞ hefúr m.a.
óskað eftir því að hvert aðildar-
riki láti gera ítarlega skýrslu um
ástand umhverfisins og þróun í
heimalandi sínu og tíundi þar
þær breytingar sem orðið hafa á
síðustu 20 árum.
Sérstakur vinnuhópur á veg-
um umhverfisráðuneytisins var
skipaður í fyrra til að vinna að
þessu verkefni hér á landi og
eiga öll ráðuneyti fúlltrúa í hon-
um. Nefndin vinnur nú að
skýrslugerð um umhverfismál á
íslandi og mun ekki vanþörf á.
Gert er ráð fyrir að skýrslunni
verði lokið i næsta mánuði.
Henni verður skipt í þijá
hluta. í þeim fyrsta er Qallað um
hag- og þjóðfélagsþróun hér á
landi með sérstöku tilliti til auð-
lindabúskapar og umhverfis-
spjalla.
Annar hluti lýsir ástandi um-
hverfis á íslandi og er byggður á
niðurstöðum rannsókna. I þriðja
hluta er fjallað um aðgerðir á
sviði umhverfismála og þær
metnar í ljósi sjálfbærrar þróun-
ar.
Vöktunarkerfi á norðurslóðum
Umhverfisráðherrar Norð-
uriandanna, Kanada,
Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna samþykktu á fundi sín-
um í Rovaniemi í Finnalndi um
miðjan síðasta mánuð að koma á
fót sérstöku vöktunarkerfi til að
fylgjast með ástandi umhverfis-
ins. Norsk stjórnvöid munu hafa
yfirumsjón með þessu kerfi og
greiða rekstrarkostnað.
Þettta kerfi er nefnt AMAP
Task Force. I því felst umhverfi-
svöktun og matskerfi til að fylgjast
með magni og meta áhrif mengun-
ar af mannavöldum á öllum svið:
um umhverfis á norðurslóðum. í
þessu skyni verður sett á fót sér-
stök vöktunarmiðstöð og mun
Noregur sjá um rekstraraðstöðu
stöðvarinnar. Næsti fúndur um
þetta kerfi verður í Noregi í haust.
Þetta er einn liður í viðamikilli
umhverfisvemdaráætlun sem ráð-
herramir undirrituðu.l henni felst
samvinna um vísindarannsóknir til
að ákvarða uppmna, flutningsleiðir
og áhrif mengunar, mat á hugsan-
legum umhverfisáhrifum fram-
kvæmda og þróunar svo og athug-
un á enn frekari aðgerðum til að
hafa hemil á mengunarvöldum og
draga úr áhrifúm þeirra á umhverf-
ið á norðurslóðum.
Rikin skuldbinda sig til að
gerðar verði fyrirbyggjandi og
annars konar ráðstafanir , ýmist
beint eða fyrir tilstilli viðeigandi
alþjóðastofnana, varðandi mengun
sjávar á norðurslóðum án tillits til
hvaðan mengunin er upprunnin.
í áætluninni er sérstök áhersla
lögð á vamir gegn mengun sjávar.
Einnig var ákveðið að undirbúa
viðbúnað við hugsanlegum um-
hverfisslysum á norðurslóðum og
að skapa gmndvöll fyrir framtíðar-
samvinnu við umhverfisslysum.
Sænsk stjómvöld munu boða til
fúndar um þetta mál í Svíþjóð árið
1992.
Næsti fúndur ráðherrana verð-
ur árið 1993 og verður hann hald-
inn á Grænlandi.
„Okkar vörur verða hreinara
Það eru þétt lög af tilbúnum áburði í jarðveginum og það er
ekki eini efnaúrgangurinn sem fylgir nútíma landbúnaði“,
segir norski landbúnaðarráðherrann, Gunhild Öyangen.
Þing norrænna landbúnaðarráherra var haldið í Hveragerði í
brakandi þurrki í síðustu viku. Þjóðviljinn var að sjálfsögðu mættur
á staðinn og Gunhild Öyangen, iandbúnaðarráðherra Norðmanna
var tekin tali og spurð um viðhorf sitt til umhverfismáia.
„í Noregi höfúm við einstak-
lega mikinn áhuga á þessu máli“,
sagði Gunhild. „Þetta er líka eitt af
mikilvægustu samstarfsmálunum í
norrænum landbúnaði.
A vegum ríkisins höfúm við
unnið að mengunarmálum áram
saman og þar á meðal í tengslum
við landbúnað. Það er mikilvægt
að landbúnaður sé rekinn á þann
hátt að hann valdi ekki umhverfis-
skaða. Heildarstefnan er sú að
áherslu verður að leggja á gæði
þeirrar vöra sem framleidd er og
það verður að ffamleiða minna.
Offramleiðslan er að eyðileggja
allt.
Við höfúm lagt ýmiss konar
umhverfisskatta á landbúnað“,
sagði Gunhild. „Þar á meðal má
telja eiturefhatolla sem ætlaðir era
til þess að draga úr notkun eitur-
efna.“
- Telurðu að aukið Evrópu-
samstarf muni hafa áhrif á meng-
unarvamir í Noregi?
„Þátttaka í evrópsku efnahags-
svæði mun tæpast gera það en
ffamundan virðist vera timabil þar
sem samstarf Evrópuþjóða eykst á
öllum sviðum og mengun í land-
búnaði verður viðamikið sam-
starfsverkefni. Það verður keppi-
kefli okkar Norðmanna á næstu ár-
um að nota það forskot sem við
höfúm fram yfir margar aðrar Evr-
ópuþjóðir og stefna að því að land-
búnaðarvörar okkar verði hreinni
og hollari en það sem aðrir hafa
uppá að bjóða“.
Fulltrúar danska landbúnaðar-
ráðuneytisins, Kristensen og
Tomöe, sögðu umhverfismál einn-
ig eitt af helstu málum ráðuneytis-
ins. „Síðustu tuttugu árin hafa þau
mál verið rædd margoft og margar
tilraunir gerðar til þess að taka á
þeim vanda. Það hefur skapað
dönskum landbúnaði nokkur vand-
ræði. Bæði hafa fjárveitingar til
landbúnaðar sogast upp í mengun-
arvamir og skapað fjárþörf vegna
aðlögunar að nýjum framleiðslu-
háttum. Mengunarvamir era dýr-
ar“, sögðu þeir Kristensen og
Tomöe,“en það er ekki síður erfitt
að byggja upp það viðhorf til þess-
ara mála sem verður að koma.
Landbúnaðurinn stendur frammi
fyrir ofboðslegum breytingum.
Kjami vandans er sá að fram-
leiðslugetan og ffamleiðslutæknin
bjóða upp á miklu meiri fram-
leiðslu en við höfúm nokkra þörf
fyrir. Offramleiðslan er líka meg-
invandi okkar. Atvinnuleysið í
Danmörku gerir það hins vegar að
verkum að við getum ekki kippt
fólki fyrirvaralaust út úr þessari
starfsgrein.“ -kj
Gunhild Öyangen, landbúnaöarráðherra Noregs: .Viö höfum lagt ýmis konar
umhverfisskatta á landbúnað."