Þjóðviljinn - 04.07.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.07.1991, Blaðsíða 11
NEYIENDAMÁLIIIIIII A. Kristrún M Heiðberg skrifar Eiga neytendur rétt á staðgreiðsluafslætti? Eiga neytendur eftir aö öðlast aukin áhrif á þessum áratug? S Ahrif neytenda á tíunda áratugnum Meginumræðuefni þings Aiþjóðasamtaka neyt- enda sem haldið verður í Hong Kong dagana 8.- 12. júlí næstkomandi, verður „Áhrif neytenda á tíunda áratugnum“ Þingið er hið 13. í röðinni og verða þar saman komnir um 500 fulltrúar neytenda frá öllum heimsálfum. Neytendasamtökin eru aðilar að Alþjóðasamtökum neytenda (Intemationai Organization Of Consumer Unions, IOCU). Ralph Nader, þekktasti tals- maður neytenda í Bandaríkjunum, heldur aðalræðu þingsins. í nýlegu viðtali þar sem Qallað er um meg- inviðfangsefni þingsins segist Na- der telja að upplýsingastreymi til neytenda muni aukast á þessum áratug og að neytendur muni þann- ig öðlast aukin áhrif. Nader leggur mikla áherslu á hlutverk samtaka neytenda á sviði umhverfismála. Hann hvetur neyt- endasamtök í hinum velmegandi heimi einnig til þess að styðja samtök neytenda í þriðja heimin- um. Fjögur meginþemu verða til umræðu á þinginu, þ.e. áhrif neyt- enda í heimi sem er í breytingu, áhrif neytenda á „fijálsum" mark- aði, neytendur í örbirgð og áhrif neytenda og umhverfið, „grænir“ neytendur. Þing IOCU er stefnumarkandi fyrir ýmsar aðgerðir samtaka neyt- enda um heim allan. Þar verður samþykktur fjöldi ályktana um það sem samtökin leggja áherslu á. Meðal annars má nefna: auglýs- ingar, matvæli, neytendavemd, neytendafræðslu, efnahagsmál, orkumál og umhverfis- og heil- brigðismál. Fólk virðist ekki hafa það ai- veg á hreinu hvort það eigi rétt á staðgreiðsluafslætti eða ekki þegar það borgar með peningum í stað greiðslukorta í verslunum. Til að fá þetta mál á hreint hafði Neytendasíðan samband við Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna, og bað hann um að skýra málið nánar og segja ffá því hver réttur neytendans sé í raun. „Það eru ekki til neinar reglur í þessu sambandi," sagði Jóhannes. Hann sagði að í reglum greiðslu- kortafyrirtækjanna, sem þau gera við verslanir, segir að notendur greiðslukorta skuli ekki njóta lak- ari kjara en þeir sem borga með peningum. Því séu verslanir ekki skyldar til að gefa þennan afslátt. „Hinsvegar hafa Neytendasam- tökin haft þá skoðun að það sé eðlilegt að þeir sem staðgreiði vöru fái staðgreiðsluafslátt." Sé litið á þetta mál, þá er það ákveðin kosmaður fyrir verslanir þegar þær taka við greiðslu með greiðslukorti vegna þess að þá er Sumar verslanir umbuna viö- skiptamönnum sínum fyrir aö staögreiða um að ræða ákveðin kostnað sem verslanir þurfa að borga viðkom- andi greiðslukortafyrirtæki. í öðru lagi eru verslanir að lána vaxta- laust í ákveðin tíma við notkun greiðslukorta. „Vegna þessa segj- um við í Neytendasamtökunum að það sé ákveðin kostnaður fyrir verslanir að taka við greiðslu með greiðslukorti. Og þess vegna telj- um við sanngimismál að þeim sem staðgreiða, sé umbunað með stað- greiðsluafslætti,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að eins og málin stæðu í dag þá væri það alfarið verslananna að ákveða hvort þær gæfu þennan afslátt eða ekki. „I raun getur neytandinn ekkert annað gert en að versla frekar í þeim búðum sem veita stað- greiðsluafslátt." I þeim verslunum sem veita staðgreiðsluafslátt er algengast að veittur sé 5 prósent afsláttur. Gera hmkkukremin gagn eða er aðeins verið að plata þig? Isnyrtivöruverslunum er til fjöldinn allur af allskyns kremum og það er erfitt að velja hvað henti hverjum og einum best. Eru af- greiðsludömurnar að hjálpa okkur við að fá fallegri og sléttari húð með því að selja okkur rándýr krem eða eru þær aðeins að hugsa um að ná sem mestum pening af viðskiptavininum? Ekki er því að neita að kven- húðin þarfhast þess að á hana sé borið mikið krem því hún er við- kvæmari en húð karlmanna og á því auðveldara með að þoma upp á skömmum tíma. Húðin í kringum augun er þunn og viðkvæm og ekki gott að nota feit andlitskrem þar, heldur sérstök augnkrem. Sama gildir um hálsinn, á hann þarf að nota þar til gerð krem. Til eru margar gerðir af góðum og vönduðum kremum sem gera húðinni gagn en því miður er líka mikið um það að seld séu krem sem eru óvönduð og illa unnin og gera alls ekkert gagn. Auglýsingar sem auglýsa krem sem eiga að gera það kraftaverk að breyta aldraðri hnikkóttri kerlingu í unga dömu eru auðvitað alveg út í hött og vitanlega ekki til það krem sem hefur slíka eiginleika. Neytendasíðan hafði samband við Helgu Hrönn Þórhallsdóttur húðsjúkdómalækni og bað hana um að segja segja álit á þessu. Hún sagði að hrukkur í húð verði til vegna ytri áhrifa á húðina og breytinga í líkamanum. Eðlileg hrömum falli undir það siðar- nefhda og fylgdi henni nokkurt tap á teygjanleika. Hún sagði að ytri áhrif leiði til ótímabærrar öldrunar húðarinnar sem verður þá þurrari og leðurkenndari með djúpum hrukkum. Helga sagði að geislun sólar hefði þessi áhrif og gæti það einnig leitt til myndunar góð- og illkynja sjúkdómsbreytinga í húð- inni. „Snyrtivöruiðnaðurinn er mik- ið bákn og miklir peningar í húfi,“ sagði Helga. „Því keppast fyrir- tækin við að koma með nýja ffam- leiðslu sem höfðar mjög til kvenna og eru hrukkukremin liður í því. Greitt er fyrir glæsilegar umbúðir, þekkt merki og auðvitað innihald- ið.“ Hún sagði einnig að auglýs- ingaskrumið væri mikið í snyrti- vöruiðnaði og heilsuvörum og þar þyrfti verð og gæði alls ekki að fara saman. „Það gefur auga leið að hrukk- ur sem tekur áratugi að koma sér upp lagast ekki á nokkrum dögum með einhveijum kremum.“ Helga sagði að lokum að best væri að vinna á móti hrukkumynd- un með heilbrigðu og hollu lífemi, sóla sig í hófi og nota sólvöm í stað þess að brenna. Ef kvenmaður vill halda húð- inni sléttri og fallegri til lengdar þá þarf stöðugt að hugsa vel um hana. Sætindi og gos geta t.d gert húðina mjög slæma. Kvenfólk sem notar farða dagsdaglega þarf að hreinsa húðina vel og fara í svokölluð and- litsböð þar sem húðin er djúp- hreinsuð. Eins og Helga sagði þá em óhófleg sólböð mjög slæm fyr- ir húðina og gera það að verkum að hrukkur koma langt um aldur fram. Reykingar em versti óvinur húðarinnar og sést ofl á fólki hvort það reyki eða ekki aðeins með því að skoða húð þess. Það er með húð- ina, eins og allt annað, að ef hún á að haldast fal- leg þá verðum við að nenna að hafa að- eins fyrir því. Fjöldinn allur af kremum er seldur á mark- aðnum sem á að láta okkur llta unglegri út en við I raun erum. En gera þau gagn? *:s Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.