Þjóðviljinn - 04.07.1991, Page 16

Þjóðviljinn - 04.07.1991, Page 16
Síldarverksmiðjur ríkisins alveg að komast í þrot -r 6n Reynir Magnússon, for I stjóri Sfldarverksmiðja ríkis- I ins, segir fyrirsjánalegt að J verksmiðjurnar komist fljót- lega i þrot verði ekkert að gert varðandi bága fjárhagsstöðu fyr- irtækisins. - Það er algjörlega undir íjár- málaráðherra og rikisstjóm komið hvort sú 300 miljóna króna láns- ábyrgð ríkisins sem Alþingi sam- þykkti sl. vor verður nýtt. Ef það verður ekki fljótlega er fyrirsjáan- legt að reksturinn stöðvast mjög á næstu vikum, sagði Jón Reynir. Hann sagði að verksmiðjumar væru núna reknar á yfirdrætti frá viðskiptabanka Síldarverskmiðj- anna, Landsbankanum. - Við höfum syndgað ótæpi- lega upp á náðina hjá bankanum til þess að geta greitt starfsmönnum okkar laun, en það gengur ekki til lengdar, sagði Jón Reynir. Fyrr í vikunni var Iokað fyrir rafmagn hjá sildarverksmiðjunni á Raufarhöfh vegna ógreiddra raf- magnsreikninga ffá því á síðasta ári. - Þetta veit kannski á það sem koma skal ef ekkert verður að gert. Það er mikið rétt að 300 miljón króna lánsábyrgð dugar skammt til að rétta rekstur verksmiðjanna við. Við skuldum ekki bara rafmagn, heldur eigum við óuppgert við fjöldann allan af þeim sem hafa selt okkur hráefni. Þessir erfiðleikar em famir að valda okkur og ekki síður við- skiptavinum okícar ómældu tjóni, sagði Jón Reynir. Undanfarið hafa staðið yfir samningaviðræður milli stjómar Sildarverskmiðjanna og Lands- bankans. Rætt hefur verið að skuldbreyta eldri lánum verksmiðj- anna til 10 ára upp á tæpar 500 miljónir króna, gegn því að ríkið ábyrgist skuldir þeirra. Jón Reynir segir að þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu sé ekki ætlun- in að segja starfsmönnum upp. - Við sögðum öllum starfsmönnum upp sl. vetur og endurréðum um 50 manns. Otilneyddir segjum við þeim ekki upp, sagði Jón Reynir. Ekki tókst að ná í sjávarútvegs- ráðherra Þorstein Pálsson í gær vegna þessa máls. -rk Mikil harka hefur verið [ boltanum f sumar. Þessi mynd er óviökomandi fréttinni. Mynd: Jim Smart 27 leikmenn bannfærðir Aganefnd Knattspyrnu- sambands Islands dæmdi í fyrradag 27 leikmenn í knattspyrnu í leikbann. Þar af var einn leik- maður dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir verulega gróft brot á leikvelli. Flestir þeirra leikmanna sem Aganefhd KSI tyftar voru dæmdir í eins leiks bann og þar af voru flest- ir dæmdir vegna brottvísana af leikvelli. Athygli vekur að flestir leikmannanna sem verða ið verma bekkina næstu leiki spila með yngri flokkunum. Aganefhd refsar að þessu sinni aðeins einum leikmanni fyrstu deildar með leikbanni, en það er Guðmundur Ingi Magnússon leik- maður Víkinga sem fær að sitja heima einn leik vegna fjögurra gulra spjalda. Sá sem þyngsta dóminn hlaut, ijögurra leikja bann, er Sigmar Helgason, í Vestmannaeyjafélaginu Smástund, er leikur utan deilda. Samkvæmt upplýsingum ffá KSÍ hlýtur Sigmar þennan dóm fyrir mjög gróft brot og óíþróttalega framkomu á leikvelli, en í hita leiksins sparkaði hann í liggjandi mótheija þegar boltinn var víðs fjarri. Einn leikmaður var dæmdur í þriggja leikja bann, Finnur Jóns- son, sem leikur með Skallagrími í fimmta flokki. Aganefnd beitir fésektum í einu tilfella að þessu sinni, en sá sem verður að punga út, auk þess að sitja heima einn leik er Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, er leikur í annarri deild. Guðjóni er gert að greiða 25.000 krónur vegna aga- brota. -rk Sjúklingar en ekki skrímsli lafur Ólafsson landlæknir segir það ekki rétt sem fram hafi | A komið að aðeins einn íslendingur hafi menntun á sviði rétt- I I argeðlækninga. - Úti I Svíþjóð er íslendingur sem starfað ' hefur sem yfirlæknir í ein tuttugu ár á einu stærsta réttar- geðsjúkrahúsi Svía sem hefur menntun á þessu sviði. Þessi maður hefur um árabil tekið við okkar veikustu sjúklingum og annast þá með ágætum og nú eru þar þrír íslenskir sjúklingar, sagði Óiafur í samtali við Þjóðviljann í gær. Landlæknir sagði að áffam yrði unnið að því af fullum krafti að koma á fót réttargeðdeildinni, þótt Lára Halla hafi sagt lausri yfir- læknisstöðunni. - Það verður sjálfsagt fljótlega auglýst eftir nýjum yfirlækni. Það var gert samkomulag við Láru Höllu, en aðstæður breyttust og kölluðu á skjótari afgreiðslu. Að vísu má segja að unnið hafi verið hraðar að málinu en til stóð í upphafi. Það stafar einfaldlega af því, að aðstæður hafa breyst síðan í vor, og nú eru þrír mjög veikir einstaklingar sem gerst hafa brot- legir við lög í fangelsinu í Siðu- múla. Það er ekki staður fyrir veikt fólk, sagði Ólafur. Guðmundur Bjamason, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, segist hafa staðið í þeirri trú að skipan málefna réttargeðdeildar yrði unn- in í góðri samvinnu milli heilbrigð- isráðuneytisins og yfirlæknis deild- arinnar, Láru Höllu Maack, en því miður hafi annað komið á daginn. Hann segir það að vísu rétt sem fram kom í máli Sighvats Björg- vinssonar, núverandi heilbrigðis- ráðherra, að ekkert skriflegt sam- komulag hafi verið gert við Lára Höllu. Hins vegar hafi tekist sátt milli sín, landlæknis og Lára Höllu um það hvemig að málinu skyldi unnið. - Ég tjáði Lára Höllu þó, að mér þætti æskilegt að deildin gæti tekið sem allra fyrst til starfa, enda ekki vanþörf á eftir áralanga bið eftir slíkri deild. Ólafur Ólafsson sagði að sér þætti verst við alla þá umræðu sem málefni réttargeðdeildarinnar hefðu fengið í fjölmiölum að und- anfomu að dregin hefði verið upp sú mynd af geðveikum afbrota- mönnum að þeir væra einhver skrímsli. — Þetta fólk er veikt, en margt af þvi getur komist til ágætrar heilsu, eins og við höfum reyndar nokkram sinnum séð á íslandi þeg- ar þessu fólki hafa verið búnar eðlilegar aðstæður á geðdeild. Það er ekki eins og sumir halda að þetta fólk þurfi að geymast í skot- heldum búram og sem allra lengst frá mannabústöðum, sagði Ólafur. -rk Landsins fomi fjandi lætur á sér kræla að að hafis sé farinn að nálgast landið á þessum tíma er enn ein afleiðing þessa undariega veðurfars sem við höfum haft hér á landi undanfarnar vikur, sagði Þór Jakobsson veðurfræðingur í samtali við Þjóðviljan í gær. Hafísinn rekur upp að landinu undan vestlægum vindum sem hafa ríkt undanfarið. Þór sagði að gera mætti ráð fyrir að hafisinn myndi halda áfram að reka í átt að landinu fram á sunnudag en þá fyrst er gert ráð fyrir að áttin breyt- ist. Ólafur Jónsson, vitavörður á Hombjargi, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að ferðamenn sem lagt hefðu leið sína upp á bjargið hefðu sé hafisbreiðumar enda væra þær ekki langt undan. Hann gerði ráð fyrir að þess yrði ekki langt að bíða að ísinn kæmi að Iandi ef vindátt breyttist ekki. Ól- afiir sagði að á Homströndum væri strekkingsvindur af suðvestri. Veðurstofan gaf út viðvöran í gær til skipstjómarmann og hvatti þá til að sigla austur fyrir land. Var þessari viðvöran sérstaklega beint til skipstjómarmanna á skemmti- ferðaskipum sem era á leið norður eftir til Svalbarða. unarflug á þriðjudag og kom þá í ljós að meginísinn var 57 mílur norðvestur af Bjamtöngum, 33 mílur vestur af Barða og næst 25 mílur norðaustur af Homi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.