Þjóðviljinn - 13.07.1991, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 13.07.1991, Qupperneq 2
Stærsta vandamálið yndanfarin misseri hefur verðbólga verið lægri hér á landi en á nokkru öðru sambærilegu tímabili um árabil. Þrátt fyrir ýmis ytri áföll íkt stöðugleiki í efnahagslífinu og hefur OECD staðfest í skýrslu sinni um ísland að veruleg- ur árangur hafi náðst í hagstjórn hér á landi. Ástæð- unnar er fyrst og fremst að leita í því víðtæka sam- komulagi sem tókst í þjóðfélaginu og leiddi til þjóð- arsáttarsamninganna, sem frægt er orðið. Með samningunum var launafólk að fjárfesta í nýjum ávinningi sem stöðugleiki og fallandi verð- bólga myndi gefa. Verið var að skapa ný skilyrði til að sækja aukinn kaupmátt síðar. Þetta hefur aldrei farið á milli mála og var mikilvægasta röksemd sam- taka launafólks fyrir því að beita sér fyrir samning- um af þessu tagi. Öflugustu atvinnugreinarnar hafa haft góð skilyrði til að búa sig undir að auka kaupmáttinn að nýju, enda hefur hlutfall launa í rekstrarkostnaði víða lækkað til muna. Mörg fyrirtæki, m.a. í sjávarútvegi, skiluðu góðri afkomu á sl. ári og hið sama á við um ýmis stórfyrirtæki á þjónustusviðinu. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa á hinn bóg- inn verið iðnir við að halda fram þeirri skoðun að allt sé í kalda koli. Vissulega hefði ríkisstjórnin þurft að láta sig vanda þeirra greina sem nú eiga í erfiðleik- um einhverju skipta, en hún hefur eins og kunnugt er ákveðið að láta eins og henni komi málefni þeirra lítið eða ekki við. Að því leyti sem hún skiptir sér af þeim eru athafnir hennar í skötulíki eins og sést af nýjasta tiltækinu þegar hún setti „kunnáttumenn" í að deila út lánum til fiskeldisfyrirtækja sem ríkið á sjálft í gegn um sjóðina sem hafa lánað þeim hingað til. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands- ins, hefur sagt að verkalýðshreyfingin muni krefjast aukins kaupmáttar í næstu samningum og muni samningar við ríkjandi skilyrði þá snúast um breytta tekjuskiptingu. Þetta er eðlilegt og sjálfsagt eins og á stendur. Verði farið eftir tillögum fiskifræðinga um verulega minni fiskveiðar á næsta ári, þýðir það að sjálfsögðu lakari afkomu sjávarútvegsins, þannig að launafólk sækir ekki aukinn kaupmátt í auknar tekjur greinarinnar, nema verölag erlendis fari hækkandi. Enda þótt reynslan hafi kennt að aðstæður verkalýðssamtakanna til að bæta lífskjörin ráðast mjög oft af ytri skilyrðum þjóðarbúsins er fráleitt að reikna nú með því að launafólk, sem þegar hefur lagt atvinnulífinu mjög mikið til með þjóðarsáttar- samningunum, gangi ekki eftir auknum kaupmætti. Og þá er rétt að hafa í huga að tekjuskiptingin eins og hún hefur verið er ekkert óumbreytanlegt lögmál. Við þá samninga sem framundan eru verður stefna ríkisstjórnarinnar stærri vandi fyrir verkalýðs- hreyfinguna að glíma við en ytri skilyrði þjóðarbús- ins, enda þótt útlitið í þeim efnum hafi versnað við skýrslu Hafrannsóknastofnunar um ástand nytja- stofna. Ríkisstjómin ætlar sér að leggja auknar byrðar á almenning. Það á að sönnu ekki að hækka skatta, en innheimta hins vegar gjöld fyrir þjónustu sem áður hafa verið innifalin í sköttunum með þeirri misskiptingu á fjölmörgum sviðum sem það hefur í för með sér. Ríkisstjórnin hefur með stefnu sinni á þeim fáu vikum sem liðnar eru frá valdatöku hennar sýnt fram á að hún er dæmigerð hægri stjórn og stefna hennar stríðir beinlínis gegn hugmyndum um að ná víðtæku samkomulagi um að bæta lífskjörin. hágé. Þtódviltinn Málgagn sóslalisma þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagiö Bjarki h.f.. Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guömundsson Fréttastjóri: SiguröurÁ. Friðþjófsson. Rltstjóm, skrlfstofa, afgreiösla, auglýsingar: Slöumúla 37, Rvlk. Auglýsingar: 681310, 681331. llmbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Askriftarverð á mánuði: 1100 kr. Fundurinn um EES Bjöm Bjamason þingmaður skrifar í fyrradag grein í Morgun- blaðið um samtök þau sem í upp- siglingu em gegn aðild Islands að Evrópsku efnahagssvæði. Honum þykja það býsn mikil að stofnuð skuli „samtök gegn ógerðum samningi“. Rétt eins og það sé eitt- hvað undarlegt þótt hópur manna, sem að öðm leyti hafa mismunandi skoðanir, sé ósáttur við það „fjór- ffelsi“ sem aðild að EES fylgir, og stórbreytir öllum forsendum í ís- lensku þjóðlífi. Enn síður er ástæða til að undrast það að menn vilji skapa sér vettvang til við- spymu gegn þeirri þróun að samn- ingar um EES séu æfing fyrir aðild að EB, eins og einn stjómmála- fræðingurinn enn boðar í Morgun- blaðinu í gær. Hræðsluáróður og einfaldanir Bjöm Bjamason talar eins og fyrri daginn með nokkm yfirlæti og vill gera miklar kröfur til manna um máleíhalega umræðu. Gott og vel: enginn skal á móti því mæla. En skoðum það dæmi nánar. Bjöm segir að fyrri umræður um ísland meðal þjóða heims, og þá sérstaklega um ísland i Nató, hafi einkennst af því að andstæðingar rikjandi viðhorfa hafi beitt fyrir sig hræðsluáróðri um að íslensk menn- ing og fleira gott mundi út þurrk- ast. Hér gerir Bjöm málflutning andstæðinga sinna mun einfaldari en hann nokkm sinni var. Her- stöðvaandstaðan var að vemlegu leyti menningarbarátta og veitti ekki af: samanber þá uppákomu að hér var allur sjónvarpsrekstur um skeið á hendi erlends herliðs. En að því er einfaldanir og hræðslu- áróður varðar, þá höfðu Natóvinir jafnan mikið forskot. Þeirra hræðsluáróður var „Rússamir koma“. Þeirra einföldun sú, að enginn fékk að andæfa herstöðva- pólitíkinni án þess að Morgunblað- ið og sú áróðursmaskína öll rykju til og gerðu þann sama að hand- bendi kommúnista. Samanber fræg ummæli fyrirrennara Bjöms á Morgunblaðinu um Sigurbjöm Einarsson (síðar biskup) sem ,,hinn smurða Moskvuagent“. Og margt fleira. Eins er það með „hræðsluáróð- ur“ nú. Hann er mestur hjá ákafa- mönnum um aðild að EES og jafh- vel EB: ef við verðum ekki með, segja þeir, verðum við „Albanía norðursins". Einfaldanimar em líka sterkastar á þeim væng: eða hafa menn ekki séð og heyrt ótal samantektir um hinn mikla og auð- velda ffama íslenskra afreksmanna í sameinaðri Evrópu, um leið og öllum erfiðleikum er sópað undir stól? Ámi Bergmann °g Sovétríkin Málflutningur Bjöms sjálfs er einnig óralangt ffá því sem mál- efhalegt má heita. Ollu heldur er hann einatt fúrðuleg blanda af gikkshætti og lágkúm. Tökum eitt dæmi: Þegar Bjöm ræðir um fúndinn sem andstæðingar EES héldu á dögunum, segir hann sem svo, að fyrir utan Framsóknarmenn og tvo aðra hafi flutt ræðu „Ami Berg- mann, ritstjóri Þjóðviljans, sem hefur verið ötull talsmaður sov- éskra sjónarmiða um árabil“. Meira segir ekki um það. Hér er tvöföld lágkúra á ferð. í fyrsta lagi á að afgreiða málflutn- ing manns sem ómerkan á þeim forsendum að hann hafi vondar skoðanir á öðm sviði. Og í öðm lagi, og það skiptir meira máli, er staðhæfingin blátt áfram lygi, hvort sem Bjöm Bjamason gerir sér grein fyrir því eða ekki. Og nú er að tala um sjálfan sig þótt leiðinlegt sé, vegna þess að maður nennir ekki að sitja enda- Iaust undir þvættingi. Ég hefi skrifað býsnin öll um sovésk málefni í svosem þijátíu ár. Sumt af því elsta ber merki nokk- urrar bjartsýni á umbætur Khrúsj- ofstímans, en það er ærið langt síð- an. Skrif mín um Sínjavski og Daníel, um Solzhenitsin og Sak- harov, um ritskoðun og kirkju, um þjóðemamál og sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða, em alltsaman „andsovésk" skrif. Stundum varð mér (eins og flestum öðmm sem um Sovétríkin skrifa) það á að taka of mikið mark á opinbemm hag- skýrslum Sovétmanna, en þó var það einmitt fyrir gagnrýni mína á þeirra hagvaxtarreikning sem starfsmaður sovésku fréttastofúnn- ar APN var skikkaður til þess fyrir einum 12 ámm að skrifa grein mikla á móti mínum viðhorfúm. Varað við skaðræðismanni Fulltrúar Sovétríkjanna drógu ekki dul á það að þeim fyndust skrif ÁB hin vesta uppákoma. Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, segir frá því í einni bóka sinna að hann hafi ein- hveiju sinni sagt eitthvað óþægi- legt um Sovétríkin „og eftir það hefúr mér ekki verið boðið í sov- éska sendiráðið“. Ég man mér þótti þessi uppákoma nokkuð spaugileg: hvem varðar um annan eins titt- lingaskft og þann hvort mönnum er boðið f sendiráð eða elcki? Og þó má til gamans bæta við hér og nú, að í þessu dæmi vom ritstjóri Morgunblaðsins og þessi ritstjóri Þjóðviljans alveg í sömu súpu. Meira en svo: sovéskum diplómöt- um þótti ástæða til þess um langt árabil að vara sovéska borgara sem hingað slæddust við því að um- gangast þann skelfilega mann Ama Bergmann og einsog það var orðað „hina júðsku'* fjölskyldu hans. Þetta stóð allt fram á tíma glasnost. Ástæðan fyrir þessari heift var vitanlega sú, að opinberum sovésk- um fúlltrúum þótti það miklu verra að vinstrisinni gagnrýndi Sovétrik- in frá sínum sjónarhóli en að hægrimenn gerðu það - eins og sjálfsagt var samkvæmt öllum kokkabókum. Ekkert lært Þegar Bjöm Bjamason hins- vegar heldur sér fast í að menn eins og ÁB séu „talsmenn sovéskra sjónarmiða" þá er líklegt að hann einblíni á eitt. Á það, að sá sami ÁB hefúr verið andvígur her- stöðvapólitík þeirri sem í raun hef- ur eflt mjög með fólki ósjálfstæði og sníkjulífshugsun („Græðum á Kananum!“). Slikir menn eiga ekki að fá að njóta sannmælis, viðhorf þeirra em ekki til umræðu, þeir skulu heita „Moskvuagentar" hvað sem tautar og raular - vegna þess að þeir f Moskvu em líka andskot- ar Nató. í þessum efnum hafa menn eins og Bjöm Bjamason ekkert lært og engu gleymt frá því að næsta kynslóð á undan þeim hamaðist á litt flokkspólitískum menntafrömuðum úr Þjóðvarnarfé- laginu og leyfði þeim ekki einu sinni að auglýsa fundi sína. Lág- kúran og ofstækið ríkja ein. ÞJÓÐVILJINN Laiigardagur 13. júlí 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.