Þjóðviljinn - 13.07.1991, Blaðsíða 4
ElRLENÐAR
FKÉTTIE
840*000
atvinnulausir —
700.000 bætast
við fyrir áramót
Tveir bjórar á dag geta kostaö sem svarar hálfum daglaunum....
Drykkjuskapur í þriðja heiminum
að virðist ekkert að því að
fá sér kaldan bjór eftir erf-
iði dagsins. En ekki er allt
sem sýnist, og i fátækum löndum
þar sem tvær bjórflöskur kosta
ef til vill sem svarar hálfum dag-
launum, getur niðurstaðan orðið
sú að fjölskylda bjórdrykkju-
mannsins sveltur.
Áfengisneysla er ein af
„duldu“ ástæðunum fyrir hægri
efnahagsþróun og mörgum samfé-
lagsvanda í íjölda landa í þríðja
heiminum. Mönnum telst til að
mynda svo til, að þriðjungur van-
nærðra bama í tiltekinni borg í Gu-
atemala líði skort fyrir sakir alkó-
hólisma í fjölskyldunum.
Afleiðingum áfengisneyslu í
þriðja heiminum er lýst í nýlegu
hefti málgagns Worldwatch Ins-
titute í Bandaríkjunum.
Hér er af mörgu að taka og er
flest ofur dapurlegt.
í Afh'kurikinu Burkina Faso
kaupa karlar í héraði einu öl fyrir
, sem svarar ellefu þúsund krónum
hver á ári. Hér er um að ræða
helming árslaunanna og má nærri
geta að þessi drykkja hefúr herfi-
legar afleiðingar fynr afkomu fjöl-
skyldnanna.
I Papúa á Nýju Gíneu fer um
þriðjungur af tekjum hverrar með-
alfjölskyldu í áfengi. í sem
skemmstu máli sagt: karlarnir
drekka upp launin og eiginkonur
og böm líða skort.
Afengisneyslan leggur sitt til
að draga úr efnahagslegum fram-
förum, auka erlendar skuldir, fyrir
nú utan alþekkt áhrif á almennt
heilsufar.
Þar sem drykkjuskapur er út-
breiddur, segir greinahöfúndurinn
Lori Heise, dregur úr afköstum,
landbúnaðarffamleiðsla dregst
saman og þetta kemur beint niður á
heilsu kvenna og bama.
Sjúkdómar sem tengjast áfeng-
isneyslu taka einnig sinn toll af
litlum föngum sem varið er til
heilsugæslu yfirleitt. 1 Mexíkó
deyr meira en helmingur þeirra
karia sem kveðja heiminn á aldrin-
um 25-54 ára úr skorpulifúr, sem
er útbreidd drykkjuskaparmein-
semd. Á eynni Trinidad er annar-
hver maður sem tekinn er inn á
stærsta sjúkrahús landsins með
sjúkdóma sem tengjast ofneyslu
áfengis.
Drykkja verður æ útbreiddari
iðja í þriðja heiminum - meðal
annars , fyrir áhrif auglýsingaher-
ferða. I herferðum þessum reynir
áfengisauðvaldið að leika á þá
strengi að áfengisneysla beri vitni
um góða stöðu manna í samfélag-
inu, m.ö.o. á áfengisneyslu sem
einskonar stöðutákn. Þetta gerist á
meðan þó nokkur lönd í hinum
ríka heimi annaðhvort banna
áfengisauglýsingar eða reyna að
stýra þeim.
Framsókn áfengis í þriðja
heiminum fer einatt saman með
aukinni útbreiðslu reykinga. Einatt
eru sömu aðilar að verki. Ymis
stærstu tóbaksfirmu heims hafa
komið sér rækilega fyrir í brugg-
iðnaði, m.a. Philip Morris og
Reynolds.
Fulltrúi WHO, Alþjóðlegu
heilbrigðisstofnunarinnar, segir að
það hafi verið hagstætt fyrir tób-
aksframleiðendur að kaupa sem
flest brugghús. Þau geta fyrirhafn-
arlítið notað þaulhugsaðar auglýs-
ingaaðferðir sínar til að selja annan
vímugjafa - alkóhól.
Sænskur blaðamaður, Beckman
að nafni, skrifar fróðlega athugun á
drykkjuskap sem einni forsendu
matvælaskorts í AfTíku. Oflar en
ekki, segir hann, verður til það
mynstur, að konumar verða að sjá
um öll búskaparverk einar meðan
karlamir drekka. Niðurstaðan
verður blátt áfram sú að minna er
til að borða.
Þá er því mótmælt að áfengis-
framleiðsla í löndum þriðja heims-
ins sé hagstæð fyrir efúahag þeirra
vegna þess að hún skapi störf,
skatttekjur og markað fyrxr vissar
landbúnaðarafurðir sem bmggað er
úr. Sú kenning lítur framhjá sam-
bandi milli drykkjuskapar og van-
næringar ungbama, sem og fram-
hjá því hvílík áhrif á efnahagslífið
það hefúr að mikill fjöldi manna er
frá vinnu vegna drykkjuskapar.
áb byggði á Svenska dagbl.
Gert er ráð fyrir að starfs-
mönnum í iðnaði á því
svæði, sem áður var aust-
urþýska ríkið, fækki um þriðj-
ung til ársloka, að sögn Ifo-
stofnunarínnar í Munchen, sem
hefur með höndum rannsóknir
um efnahagsmál. Þýðir það, seg-
ir Ifo, að um 700.000 af þeim 2,2
miljónum manna, sem enn hafa
atvinnu í iðnaðinum í austur-
hluta landsins, munu missa vinn-
una á árínu.
Störfúm í iðnaðinum í austur-
þýsku fylkjunum hefur þegar
fækkað mikið frá sameiningu
landsins.
í júní voru 842,504 menn
skráðir atvinnulausir i austurþýsku
fylkjunum og þar að auki höföu
um 1.901.000 manns vinnu aðeins
hluta dags eða til bráðabirgða.
IFO spáir flestum uppsögnum í
vefnaðariðnaði, eða um 47% fækk-
tm fram að áramótum. Best sleppur
matvælaiðnaðurinn, en þar kemur
starfsmönnum þó til með að fækka
um sjö af hundraði.
Fyrsti svarti verkalýðs*
leiðtoginn í Bretlandi
Fyrír skðmmu gerðust þau
undur og stórmerki að Bill
Morrís, sem er blakkur á
hörund, var kjörínn formaður
eins fjölmennasta verkalýðsfé-
lags í Bretlandi, Samtaka flutn-
ingaverkamanna, TGW. Þetta er
í fyrsta sinn í sögu breskrar
verkalýðshreyfingar sem blakk-
ur maður er kjörinn til for-
mennsku.
Bill Morris fékk glimrandi
kosningu, eða 118 þúsund atkvæði,
en sá sem komst honum næstur
fékk aðeins 83 þúsund atkvæði.
Morris sem er fæddur og upp-
alinn á Jamæka, hefúr búið í Bret-
landi síðan hann var um tvítugt.
Hann hefúr um árabil verið virkur
félagi í verkalýðshreyfingunni.
Áð hans sögn merkir þessi sig-
ur hans að hörundslitaðir geti ekki
síður en hvítir komist til valda og
Bill Morris fagnað innilega af syni
og dóttur þegar úrslitin í formanns-
kjórinu lágu fyrir.
áhrifa innan verkalýðsfélaganna
kæri þeir sig um. Hann segir að
fyrst um sinn muni hann leggja
hðfúðáherslu á að sameina strið-
andi fylkingar innan félagsins til
þess að það verði betur í stakk búið
til stórrræðanna í kjarabaráttunni.
-Morning Star/-rk
Tryggvi Þór Aðalsteinsson skrifar
SVÍÞIÓB
Sænska tuggan og EB
Loksins í byijun júlí kom
langþráð sumar með sól og
yl. Bæði maí og júní voru
ícaldir og úrkoma í júní
meiri en elstu menn hér I Iandi
muna. Fram eftir sumri sýndi
sænska veðurstofan hverja Iægðina
af annarri sem fór yfir landið og
virtist ekkert lát á. íslendingar gátu
þó huggað sig við fréttir af fá-
dæma veðurblíðu á Fróni.
En svo þegar að lokum sá til
sólar munaði ekki um það. Sólin
hefúr skinið hvem dag að undan-
fömu með brakandi þerri og hitinn
vel yfir 25 gráður sem hefúr stund-
um stigið yfir 30. Á slíkum dögum
sýnir Svíþjóð sínar bestu hliðar og
fólkið streymir niður að strönd við
sjó og vötn. Þá er ekki dónalegt að
vera í fríi og njóta blíðunnar.
En mitt í þessu berst fréttin.
Evrópuþingið hefúr samþykkt að
frá og með 1. júlí 1992 verði bann-
að að selja munntóbak í löndum
Evrópubandalagsins. Og hvað þá
með Svia og Svíþjóð sem var að
sækja um aðild að Evrópubanda-
laginu? Að tyggja munntóbak eða
snus, eins og það er kallað, er
þjóðarsiður hér í landi. Nánast
heilög athöfn. Þeir þclikja það sem
hafa prófað. Að stinga munntób-
akstöfiunni undir effi vörina og
láta hana síðan verka er óviðjafn-
anlegt! Það vita 800 þúsund Svíar
sem neyta munntóbaks. (íbúar
landsins eru um 8,5 miljónir).
Ákvörðunin mun að sjálfsögðu
gilda líka í Svíþjóð þegar landið er
orðið aðili að EB. Menn hugsa til
þess með hryllingi og sumir segja:
„Valið stendur um EB eða snus“.
Fréttin um væntanlegt bann
kom ef til vill ekki á óvart. Málið
hefur verið á dagskrá í stofnunum
Evrópubandalagsins um nokkurt
skeið og vitað að margir sem þar
ráða vilja banna sölu á röku munn-
tóbaki. Einmitt því sem er svo al-
gengt í Svíþjóð en mun minna um
í öðrum löndum Evrópu. Gagnvart
þeim löndum er því frekar um það
að ræða að koma í veg fyrir að
neysla munntóbaksins hefjist og
breiðist út en verið sé að stöðva
sölu á útbreiddri neysluvöru. Sér-
staklega vilja menn koma í veg
fyrir að ungt fólk ánetjist tóbakinu
og benda á að það geti valdið
krabbameini. Tölur segja að með-
altalsneysla í Svíþjóð sé nærri 600
grömm á íbúa á ári sem er það
langmesta í heiminum. Banda-
ríkjamenn eru í öðru sæti en sam-
bærileg neysla þar í landi er 74
grömm.
Daginn sem Evrópuþingið tók
ákvörðun um bann við sölu munn-
tóbaksins voru aðeins 189 þing-
menn viðstaddir af 518. Eitthundr-
að og tveir reyndust fylgjandi
banni en 83 á móti. Fjórir sátu hjá.
Samþykktin er reyndar ekki endan-
leg. Lokaákvörðun er í höndum
heilbrigðisráðherra bandalagsríkj-
anna. Við það binda sumir „snusar-
ar“ von sína. Talsmaður Evrópu-
þingsins, James Pond, hefúr hins
vegar látið hafa það eftir sér að
trúlegt sé að ráðherramir samþykki
bannið. Á meðan Sviþjóð er ekki
fullgilt aðildarríki að EB verður
auðvitað haldið áfram að selja
munntóbakið. En taki bannið gildi
og Svíþjóð gengur i bandalagið,
eins og allt bendir til, rennur upp
sú stund að munntóbaksdósimar
hverfa úr hillum verslana hér í
landi. „Þá er ekki annað að gera en
bleyta kaffi og troða undir vörina,“
segir fótboltastjaman Ralf
Edström, einn þeirra sem em óró-
legir vegna ákvörðunar Evrópu-
þingsins. „Þeim tekst aldrei að ná
af okkur snusinu," bætti hann þó
við þegar blaðamaður Aftonblaðs-
ins leitaði álits hans.
I forystugrein Aflonblaðsins 9.
júlí, sem er helguð væntanlegu
munntóbaksbanni, er reyndar bent
á að sumir þingmenn á Evrópu-
þinginu segi að ákvörðunin beinist
fyrst og ffemst að tiltölulega nýju
munntóbaki sem hafi rutt sér til
rúms í Bandaríkjunum, sérstaklega
meðal nemenda. Tóbakið lítur út
eins og tyggigúmmi en inniheldur
vanabindandi nikotín. Krakkamir
halda að þetta sé einsog hvert ann-
að sælgæti en ekki tóbakstafla.
Blaðið bendir á að það sé þvi ekki
fúllvíst að ákvörðunin nái til
sænska tóbaksins. Hins vegar er
ætíð bent á Svíþjóð og Bandaríkin
sem skelfileg dæmi um útbreidda
notkun munntóbaks meðal ungs
fólks.
Sænskir stjómmálamenn, ráð-
herrar sem aðrir, hafa lýst yfir að
þeir muni beijast gegn þvi að
bannið nái til Svíþjóðar. Munntób-
aksneyslan sé þjóðarsiður sem
ekki verði bannaður og benda á að
til hafi staðið á sínum tíma að
banna Dönum að selja sinn þjóðar-
rétt, rauðu pylsuna, af því hún
samræmdist ekki reglum EB.
Danska ríkisstjómin og stjóm-
málamenn þar í landi tóku þá upp
hanskann fyrir sína rauðu pylsu.
Þeir gátu sýnt ffam á að hún á slík-
an sess I dönsku þjóðarsálinni (og
maga) að hún verði ekki bönnuð.
Evrópubandalagið gaf sig í pylsu-
málinu og féllst á undanþágu.
Hvort bandalagið verður viljugt til
málamiðlunar vegna sænsku tug-
gunnar skal ósagt látið en víst er
að ákvörðun Evrópuþingsins hefúr
raskað ró Svía í sumarblíðunni.
„Þá er ekki annað að gera en bleyta kaffi
og troða undir vörina,“ segir fótbolta-
stjarnan Ralf Edström, einn þeirra sem eru
órólegir vegna ákvörðunar Evrópuþings-
ins.
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júlí 1991
Síða 4