Þjóðviljinn - 13.07.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.07.1991, Blaðsíða 6
Fkétor m Borðar þú ís? Harpa Helgadóttir garðyrkjustúlka: Já, en samt ekki mjög mik- ið. Bima Sigurðardóttir hjúkrunarkona: Nei, mér finnst ís vondur. Valgeir Ómarsson spiiar fótbolta: Já, það geri ég. Guðrún Haraldsdóttir sölumaður: Já, því mér finnst ís góður. Tryggvi Þór Magnússon smiður: Já, ég borða virkilega mik- ið af ís. Sexmenningarnir tóku sér hvild frá fótboltanum fyrir myndatökuna. Ásamt þeim á myndinni er Sverrir Öm Þorvaldsson stærðfræðingur, en hann verður fararstjóri þeirra. Myndir: Jim Smart. Stærðfræðispekingar framtíðarinnar Tilvalinn sunnu- dagS' ökutúr Það var sól og hiti þennan dag og sex ungir strákar voru að spila fótbolta fyr- ir utan Háskóla ísiands. Þeir voru ósköp venjulegir á að iíta og var ekki að sjá að þarna væru á ferð stærðfræðispekingar sem verða sendir, sem fulltrúar íslands, i alþjóðlega ólympíu- keppni í stærðfræði sem hefst í Svíþjóð þann 15 júlí. „Við erum búnir að æfa okkur og við kunnum þetta alveg,“ köll- uðu þeir er blaðamaður spurði þá hvort þeir ættu ekki að vera inni og æfa sig fyrir keppnina. Sexmenningamir, sem era á aldrinum 17-19 ára, era ffamhalds- skólanemar sem hafa verið valdir vegna góðrar frammistöðu í stærð- fræðikeppni framhaldsskólanema og Noðurlandakeppni í stærðfræði sem fram fóra í vetur. Að venju hefúr keppnin verið undirbúin við Háskóla Islands þar sem piltamir hafa verið þjálfaðir í stærðfræði og dæmareikningi. Slík þjálfun er nauðsynleg þar sem keppnin fellur að nokkra leyti utan þess námsefnis sem venjulega er kennt í framhaldsskólum hérlend- is. Keppnin sjálf fer fram dagana 17. og 18. júlí í Sigtuna í Svíþjóð. Þetta er einstaklingskeppni og allir glíma við sömu verkefni, þijú verkefni hvom dag í fjóra og hálf- an tíma í senn. Búast má við ríf- lega 300 keppcndum frá tæplega 60 löndum, en hver þjóð má senda í mesta lagi sex keppendur. Þetta er í fyrsta skipti sem ís- land sendir sex fulltrúa. Þeir era: Ásbjötn Ólafsson frá Verslunar- skóla íslands, Bjami V. Halldórs- son frá Menntaskólanum í Reykja- vík, Frosti Pétursson frá Mennta- skólanum á Akureyri, Gestur Guð- Nýtt gallerí verður opn- að á Hulduhólum í Mos- fellsbæ um helgina. Þar efna fjórar listakonur tii sumarsýningar. Steinunn Marteinsdóttir sýnir leir- verk, Björg Þorsteinsdóttir og Jóhanna Bogadóttir mál- verk og Hansína Jensdóttir skúiptúr. Sýningarsalurinn sem nú er tekinn í notkun var vinnu- stofa Sverris Haraldssonar listmálara. Steinunn Mar- teinsdóttir hefúr rekið keram- ikverkstæði á Hulduhólum og haldið þar litlar einkasýning- ar, en nú hefúr hún í huga að færa út starfsemina með sum- arsýningu á eigin verkum og listakvenna sem hún hefur fengið til liðs við sig. Ef vel tekst til ætlar hún að halda áfram starfrækslu sumargall- eris með svipuðu sniði. Sum- arsýningin verður opnuð i dag kl. 14.00 og verður opin daglega frá kl. 14.00-18.00 til fyrsta september. Steinunn sagði að hug- myndin hjá sér væri sú að nýta plássið með þessu móti. Þama yrðu ekki stöðugar sýn- ingar, heldur væri fyrst og fremst um að ræða tiíraun til þess að opna sumargallerí. Það er sjaldgæft að opnaðar séu sýningar í vinnuhúsnæði listamanna, en sýningarsal- imir að Hulduhólum era stór- ir og bjartir, þar er falleg stemmning og þar er margt forvitnilegt að sjá. Þar era listaverk sem einungis miða að því að gleðja augun og jafnframt gullfallegir nytja- munir. Staðurinn er í hæfi- legri fjarlægð frá Reykjavík fyrir þá sem hafa gaman af að skreppa í stuttan ökutúr og sjá eitthvað nýtt. Það er alveg á hreinu að þeir sem finna huldukonumar fjórar verða ekki fyrir vonbrigðum. Feg- urstu munir á Islandi hafa löngum verið í höndum huldufólks. -kj jónsson frá Fjölbrautaskóla Suður- lands, Grétar Karlsson ffá Mennta- skólanum við Hamrahlíð og Hersir Sigurgeirsson fra Menntaskólanum við Hamrahlíð. Frosti er 19 ára og hann er sá eini af þeim sem farið hefúr áður i svona keppni en hann fór til Kina í fyrra og kom heim með bronsverð- laun. _ ,JÉg var nú ekkert sérstaklega góður í stærðffæði í bamaskóla en frá því í samræmdu prófúnum hef ég alltaf fengið 10 í einkunn," sagði Frosti stoltur á svip. „Ég hef það mikinn áhuga á stærðffæði að ég þarf í rauninni ekkert að hafa fyíir þessu.“ En hvað er svona gaman við stærðffæði? Frosti sagði að hann hefði gaman af að takast á við dæmin og það veitti honum sér- staka ánægju þegar hann fyndi lausnina. Undanfarin tvö ár hafa Kín- veijar borið sigur úr býtum í þess- um keppnum. Aðrar þjóðir sem yf- irleitt hafa staðið ofarlega era t.d. Sovétríkin, Bandarikin, Rúmenía og Vestur- og Austur- Þýskaland. Verður spennandi að sjá hvemig sameinuðu Þýskalandi gengur nú þegar það tekur þátt í fyrsta sinn. Hér með óskum við strákunum góðs gengis í keppninni og vonum að allt gangi þeim i haginn. -KMH Jóhanna Bogadóttir, Hansina Jens-dóttir, Steinunn Marteinsdóttir og Björg Þorsteinsdóttir á sumarsýning- unni að Hulduhólum. Mynd: Kristinn. Frosti Pétursson hlaut bronsverðlaun I fýrra I stærðfræði- keppni sem haldin var í Kína. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júlí 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.