Þjóðviljinn - 13.07.1991, Page 8
Ómfsvik
Ekki spuming hvort — heldur hvenær
Um þessar mundir er rúmur mánuður síðan Hraðfrystihús Ól-
afsvikur var lýst gjaldþrota. Enn er allt á huldu um framtíð
fyrirtækisins og atvinnu þeirra fjölmðrgu Ólafsvíkinga sem
störfuðu hjá fyrirtækinu. Landsbankinn, sem er stærsti kröfu-
hafi í þrotabúið, hefur ekki enn tekið afstöðu til tilboðs Ólafsvíkurbæjar,
verkalýðsfélagsins Jökuls og útgerðarfélagsins Útvers, sem gerir út tog-
arann Má frá Ólafsvik, um að þrotabúið verði leigt eða selt þessum aðil-
um.
- Ég kann í sjálfii sér ekki miklar
skýringar á því hversvegna bankinn
hefúr ekki svarað tilboði okkar, sagði
Stefán Garðarsson, bæjarstjóri Ólafs-
víkur.
- Ég reikna þó með því að bank-
inn vilji fá botn í deiluna um lögmæti
sölunnar á eignarhlut Hraðffystihúss-
ins i bátunum, áður en þeir telja sig í
stakk búna til að ræða þessi mál við
okkur, sagði Stefán, er vildi að öðru
leyti ekki tjá sig um réttmæti þess að
eigendur Hraðfrystihússins seldu
skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins
öðrum fyrirtækjum í sinni eigu eign-
arhlut frystihússins í tveimur bátum
og skildu fyrirtækið eftir kvótalaust
og þar með nánast verðlaust.
Stefán sagðist telja að heima-
menn hefðu lagt fyrir bankann raun-
hæfar og aðgengilegar tillögur, hvort
heldur um væri að ræða tilboð um
leigu á þrotabúinu eða kaup.
Kauptilboð heimamanna hljóðar
upp á að kaupa eignarhlut Hraðfrysti-
húss Ólafsvfkur í togaranum Má, sem
er í eigu sérstaks útgerðarfélags, og
bátana fjóra sem styrinn stendur um
og hraðfrystihúsið sjálft með tækjum
og tólum.
- Þetta eru í rauninni sömu tillög-
ur og Landsbankinn setti ffam fýrir
hálfú ári, nema hvað nú er staðan
breytt þannig að bæjarsjóður er kom-
inn inn í myndina, sagði Stefán.
Stefán sagði ekki rétt á þessari
stundu að greina opinberlega frá því
um hvaða upphæðir væri hér að tefla.
Hins vegar sagði hann að yrði af
kaupum á Hraðffystihúsinu væri hug-
myndin sú að bærinn ætti að minnsta
kosti 55% hlut í nýja fyrirtækinu.
En er þá hugmyndin sú að bæjar-
félagið vasist í slíkum rekstri til
ffambúðar?
- Nei, ekki til frambúðar. Menn
verða að gera sér grein fyrir því að
hér eru gríðarlegir hagsmunir í húfi
fyrir bæjarfélagið.
Hér búa 1200 manns og missi
hátt í 100 manns vinnuna eins og nú
er raunin, þá þýðir það að lífsviður-
væri hátt í 400 bæjarbúa er i hættu.
Hafi fólk ekki atvinnu, þá hljóta
menn eðlilega að hugsa sér fyrr eða
seinna til hreyfings.
Komist Hraðfrystihúsið ekki aft-
ur í gagnið, þá sé ég fyrir mér að Ól-
afsvík verði ekki nema 800 manna
sveitarfélag. Þetta eru þeir hagsmunir
Ólafsvíkur sem ég er að taspa á.
Mér finnst því ekki óeðlilegt að
Ólafsvíkurbær hafi fyrst um sinn
mikið að segja um rekstur Hraðffysti-
húss Ólafsvíkur. Allar aðgerðir sem
verið er að tala um, eins og niðurfell-
ingar á skuldum togarans, niðurfell-
ingar Landsbankans og Byggðasjóðs
á skuldum Hraðfrystihússins, eru
hugsaðar fyrir bæjarfélagið sem slíkt.
Það er ekki verið að tala um að fella
niður skuldir fýrir einhveija einstak-
linga, heldur í atvinnulegu tilliti. Af
hveiju á þá bæjarfélagið ekki að hafa
einhver tök á því hvemig fýrirtækinu
verður stjómað í framtíðinni? Mér
finnst það ofur eðlilegt.
Segjum sem svo að bæjarfélagið
ætti 50 prósent hlut í fýrirtækinu, og
við erum að tala um eignir upp á 1,2
miljarða króna, sem yrðu keyptar fýr-
ir miklu lægri upphæð því við erum
að tala um fýrirtæki sem væri rekstr-
arhæft, þá gætum við selt hveijum
sem væri miljón króna hlut, sem væri
í raun þriggja til fjögurra miljóna
króna virði. Þannig gætum við stýrt
því að fýrirtækið væri í margra hönd-
um í stað þess að kvótinn hefúr verið
á hendi örfárra aðila héma í Ólafsvík.
Nú er lag, sagði Stefán.
Hann segist vera þess fúllviss að
hægt væri að fá ýmsa aðila inn í
reksturinn með einhveijum hætti, s.s.
bæjarbúa, Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsa, Olíufélagið og tryggingafélög-
in.
- Það er alls ekki ætlun okkar að
bæjarfélagið, sem er illa statt fjár-
hagslega þótt heldur hafi ræst úr að
undanfömu, taki þátt í rekstrinum til
frambúðar. En það verður að vera
samnefnari fýrir reksturinn meðan
hann er að fara af stað, sagði Stefán.
- Ef við missum 200 til 300
manns á brott úr sveitarfélaginu, þá
er Ólafsvíkurbær í miklu verri að-
stöðu til þess að greiða niður sinar
skuldir. Það er bctra fýrir bæjarfélag-
ið að taka á sig einhveijar skuldbind-
ingar í stuttan tíma og koma Hrað-
fiystihúsinu aftur í gagnið, heldur en
að ekkert verði að gert, sagði Stefán.
Stefán sagði að sem betur fer
væm menn ekki enn famir að hugsa
sér til hreyfings frá plássinu. - En ef
það rætist ekki úr fljótlega og Lands-
bankinn og Byggðasjóður ákveða að
aðhafast ekkert frekar, þá er viðbúið
að einhveijir taki sig upp, sagði Stef-
án.
- Þess vegna vil ég að við fáum
sem allra fýrst skýr svör frá bankan-
um um það hvað hann ætli sér að
gera og hvað hann ætli að taka sér
langan tíma til að framkvæma þá út-
tekt á stöðu fiskvinnslu í Ólafsvík
sem nú hefur verið ákveðin. Þótt
þetta hafi einhvemtíma tekið ár, þá er
ekki þar með sagt að það þurfi að
vera viðmiðunarregla. Ibúamfr eiga
heimtingu á að vita hvað bankinn
ætlar sér að gera, svo einfalt er það,
sagði Stefán.
En er ekki líklegt að niðurstaða
þeirrar athugunar verði i þá vera að
rétt sé að sameina fiskvinnslufýrir-
tæki í Ólafsvík?
- Það er í sjálfú sér ekki útilokað
að sú verði niðurstaðan. Ef verið er
að tala um að sameina fýrfrtækin,
sem er af hinu góða, þá verða menn
að gera sér grein fýrir því að það
gengur ekki að reisa fýrirtæki á
brauðfótum með því að nýtt fýrirtæki
tæki yfir skuldsetningar togarans,
sem era um 400 miljónir, skuldir bát-
anna íjögurra, sem era 240 miljónir,
og kaup á þrotabúinu, auk skuldsetn-
inga hinna fýrirtækjanna; Bylgjunnar,
Bakka, Hróa og Hildar sem menn
hafa rætt um að sameina undir einn
hatt. Þannig erum við kannski að tala
um skuldir upp á 800 til 900 miljónir
króna í það heila tekið. Á sama tíma
heföi þetta nýja fýrirtæki ekki nema
400 tonna kvóta til viðbótar við þann
5200 tonna kvóta sem bátamir fjórir
og togarinn hafa. Það er talið að
skuldir megi ekki vera hærri en 600
miljónir til þess að þetta dæmi væri
rekstrarhæft. Hveijir ætla að afskrifa
þær skuldir sem væra umfram þessar
600 miljónir? Hver er tilbúinn til þess
að afskrifa skuldfr upp á einhver
hundrað miljóna króna bara til þess
að Ólafsvíkingar geti farið að reka
eitthvert fyrirtæki? Ekki þýðir að tala
um að Ólafsvíkingar reiði ffarn ein-
hver hundrað miljóna í aukið eigið fé
slfks fýrirtækis svo það gæti gengið
upp - slíkt væri óraunhæft í alla
, T ......
Hraöfrystihús Ólafsvíkur má muna sinn flfil fegri. Fyrirtækið hefur um árabil ver-
iö buröarásinn I atvinnullfi Ólafsvlkinga. Mynd: Kristinn.
Stefán Garðarsson, bæjarstjóri Ólafsvlkur, segir hag bæjarfélagsins best borgið með þvl að
Hraðfrystihús Ólafsvlkur taki sem fyrst til starfa á ný. Mynd: Kristinn.
staði. Ég get ekki séð það að nokkur
vildi gangast inn á þetta.
Þess vegna segi ég að tillögumar
sem við höfum sett ffam fýrir Lands-
bankann era þær einu raunhæfú til
þess að hleypa lífi í reksturinn að
nýjU;
Ég er það mikill sósíalisti í mér
að ég tel að við getum ekki verið að
horfa í hag einhverra einstaklinga
með þvi að sameina fýrirtækin. Við
verðum að horfa á hag heildarinnar
og honum er best borgið með þessari
lausn sem ég hef áður nefnt, sagði
Stefán.
Aðspurður um þá hugmynd að
Kfraðffystihúsið á Hellissandi gæti
tekið við þeim afla og mannskap sem
heföi verið hjá Hraðffystihúsi Ölafs-
víkur, sagðist Stefán vera vantrúaður
á þá hugmynd.
- Þeir geta ekki tekið við nema
litlu broti_ af þeim afla sem Hrað-
frystihús Ólafsvíkur fékk til vinnslu.
Þannig að þetta er engin lausn. Jafu-
vel þótt þeir gætu tekið við öllum afl-
anum og mannskapnum þá verður
Hraðfrystihús Ólafsvíkur að komast
áftur í gagnið ef hagsmunum Ólafs-
víkur á að verða borgið.
Hitt er allt annað mál að það er
ekki óeðlilegt að líta syo á að Nes-
hreppur utan Ennis og Ólafsvíkurbær
séu eitt og sama atvinnusvæðið. En
það er það ekki í dag. Til þess að gera
það kleift að hér sé um sama atvinnu-
svæði að ræða verða menn að huga
að sameiningu þessara sveitarfélaga,
sem mér firinst vera löngu kominn
tími til að huga að. Þegar er nokkur
samvinna milli þessara sveitarfélaga
og hvers vegna gæti hún ekki verið
meiri?
En meðan ekki er orðið af slíkri
sameiningu verður hagsmunum ein-
stakra sveitarfélaga ekki borgið með
þvf að flytja atvinnutækifærin í aðra
sveit. Þetta hljóta allir að skilja sem
vilja, sagði Stefán.
- Hraðfrystihús Ólafsvíkur er eitt
best búna hús f landinu af tækjum til
fiskvinnslu. í mfnum huga væri það
með öllu óforsvaranlegt ef þessar
gárfestingar yrðu ekki áffarn nýttar.
Það er þvi miklu ffekar spuming hve-
nær heldur en hvort Hraðffystihús Ól-
afsvíkur kemst aflur í gagnið, sagði
Stefán Garðarsson, bæjarstjóri í Ol-
afsvfk.
-rk
✓
Hvað segja Olafsvíkingar um málefni Hraðfrystihússins?
Jóna Þorleifsdóttir. Myndir: Kristinn.
Hætt við að ýmsir
fari að hugsa sér til
hreyfings
- Ég þori ekki að svara því til
hvað verður um Hraðffystihús Ólafs-
víkur, þótt maður vilji auðvitað að
rekstri þess verði fram haldið, sagði
Jóna Þorleifsdóttir húsmóðir.
- Mér finnst vera ástæða tíl þess
að skoða ofan i kjölinn hvort bærinn
ásamt fleiri aðilum komi inn í rekst-
urinn. Annan möguleika sé ég ekki.
Jóna sagði að hætt væri við að
fólk færi að hugsa sér til hreyfings ef
það drægist á langinn að Hraðffysti-
hús Ólafsvíkur tæki til starfa á ný.
- Fólk getur ekki beðið endalaust
eftir svari um það hvort og hvenær
megi búast við því að reksturinn geti
hafist að nýju. Hafi fólk ekki vinnu er
ekki annað fýrir það að gera en að
taka sig upp. Bjóðist vinna á Helliss-
andi og Rifi vílar fólk ekki fýrir sér
að fara á milli, enda ekki um lengri
veg að fara en fýrir fólk sem býr í
Breiðholti og vinnur annars staðar á
höfuðborgarsvæðinu. En ég get ekki
séð að fýrirtæki á Hellissandi og Rifi
geti tekið við öllum þeim sem störf-
uðu við Hraðffystihús Ólafsvíkur,
sagði Jóna.
Vil ekki trúa öðru
en að vinnsla hefj-
ist í húsinu á ný
Rlkharður Jónsson.
- Eg vil ekki ekki trúa öðra en að
Hraðffystihús Ólafsvíkur verði rekið
áffam, það er bæði mikið í húfi fýrir
byggðarlagið og svo er húsið svo vel
búið tækjum að annað er ekki for-
svaranlegt, sagði Rikharður Jónsson
fiskmatsmaður.
- Mér virðist þó fúllsýnt að rekst-
ur hússins verði ekki í höndum sömu
aðila og ráku það fýrir lokun.
Ríkharður sagði að ekki væri
Kjartan Jónsson.
óeðlilegt að Olafsvíkurbær kæmi inn
í reksturinn að einhveiju leyti, að
minnsta kosti fýrst um sinn, en ekki
verkalýðsfélagið sem slíkt.
Dauðadómur yfir
Ólafsvík verði
H Ó lagt niður
- Allir hér í Ólafsvík vona að
Hraðffystihúsið fari í gang aftur. Ég
held að hér séu fjölmargir sem hafa
áhuga á að koma þessu af stað aftur,
sagði Kjartan Jónsson ellilífeyrisþegi.
- Við heimamenn trúum því eldci
að þetta fari svo illa að Hraðffysti-
húsið verði lagt niður. Það væri
dauðadómur yfir þessu plássi. Þetta
fýrirtæki hefúr verið uppistaðan í at-
vinnulífinu hér. Mér finnst það ákaf-
lega ósanngjamt ef stjómvöld og
Landsbankinn haga þvi þannig að
fýrirtækið verði lagt niður, sagði
Kjartan.
Eg sé enga
lausn í sjónmáli
- Það má Guð vita hvað verður
um Hraðffystihús Ólafsvikur. Vissu-
lega vonar maður að húsið verði opn-
að á ný, en ég get ekki séð hvaða
lausn kann að vera í sjónmáli svo að
af því geti orðið. Þetta hlýtur þó að
leysast fýrr eða síðar, sagði Einar
Kristjánsson, umboðsmaður Olís.
Einar sagðist halda að misjafht
væri hvaða augum Ólafsvíkingar litu
Einar Kristjánsson.
þá hugmynd að bærinn, verkalýðsfé-
lagið og nokkur fýrirtæki í bænum
tækju höndum saman og tækju að sér
rekstur Hraðffystihússins.
- Ég held að menn skiptist þó
ekki í fýlkingar eftir pólitískri afstöðu
í þessu máli. Óneitanlega er hér um
hagsmuni bæjarfélagsins að tefla, en
ég er hræddur um að bæjarsjóður hafi
nóg með sig þótt hann færi ekki að
vasast i slikum rekstri, sagði Einar.
Matthildur Aðalsteinsdóttir og Jón
Thorarensen.
Allra hagur að fyr-
irtækið taki sem
fyrst til starfa á ný
- Auðvitað vonast allir Ólafsvík-
ingar til þess að úr rætist með málefhi
| Hraðffystihússins og bærinn og fleiri
aðilar gangi hugsanlega inn í rekstur-
inn, sögðu þau Matthildur Aðal-
steinsdóttir fiskverkakona og Jón
Thorarensen sjómaður.
- Það er tóm vitleysa að bátamir
hafi verið seldir rétt fýrir gjaldþrotið.
Þeir vora seldir rúmu ári áður og
bankinn hefúr að því er mér hefúr
skilist rekið húsið meira og minna
síðasta árið.
Jón sagði að sér þætti ekki ástæða
til að rifta bátakaupunum. - Ég held
að hagur bankans verði best tryggður
með því að Hraðffystihúsið verði
starffækt sem fýrst á ný. Ekki fær
bankinn neitt upp i skuldimar meðan
húsið er látið standa ónotað - svo
mikið er víst, sagði Jón.
Óþarflega lengi
dregnir á svarinu
- Ég bind vonir við að starfsemi í
Hraðffystihúsinu hefjist sem fýrst og
þá á vegum bæjarins, verkalýðsfé-
lagsins og fleiri aðila, sagði Jón
Bjömsson, starfsmaður Vegagerðar-
innar
Jón sagði að sér þætti Landsbank-
inn hafa dregið þá aðila, sem boðið
hafa í rekstur Hraðfrystihússins,
óþarflega lengi á svarinu.
Jón Bjömsson.
- Það stafar sjálfsagt af því að það
stendur I stappi milli bankans og fyrr-
verandi eigenda hússins um bátasöl-
una. En þetta er samt sem áður óþægi-
leg bið fýrfr alla.
Hraðffystihúsið hefar verið burð-
arásinn í atvinnulífi Ólafsvíkur. Ég
get þvi ekki ímyndað mér annað en að
starfsemi í húsinu hefjist á ný, sagði
Jón.
: H | 9g Í
Hvað ungur nemur gamall temur. Hannes sýnir barnabami slnu hvernig handtökin eru við veiðamar.
Iblíðskaparveðri níu mflur beint vestur af Reykjavík var komin
spenna í mannskapinn. Ms. Árnes var komið í eystri kant Syðra-
Hrauns og skipverjar voru að útdeila veiðistöngum til farþega, sem
röðuðu sér meðfram borðstokkum skipsins og fóru að keipa. Fólk á
öllum aldri og af mismunandi þjóðerni kepptist við að verða fyrst til að fá
hann, og fljótlega heyrðist kallað á sænsku: „Jag har den.“
Þjóðviljinn gerði sér ferð með
gömlu Breiðafjarðarfeijunni Baldri
sem nú hefúr verið „klassaður upp“
og fengið nýtt hlutverk. Baldur gamli
ber nú nafnið Ámes og er í eigu fýrir-
tækisins Urantis hf. er notar þetta 200
tonna skip fýrir farþega sem hafa
áhuga á að prófa sjóstangaveiði.
Þegar blaðamaður og ljósmyndari
stigu um borð tók á móti þeim skip-
stjórinn, Siguijón Siguijónsson. Þá
þegar vora ýmsir farþegar mættir og
kenndi þar ýmissa grasa; þama vora
Sviar, Finnar og ítalir auk íslendinga
og greinilegt var að menn hlökkuðu
til ferðarinnar. Siguijón skipstjóri
stóð keikur í brúnni meðan skipið
stímdi út á Faxaflóann á veiðislóðir.
Hann útskýrði fýrir þeim er áhuga
höföu notkun ýmissa tækja og al-
mennar siglingareglur. Þama var upp-
lagt tækifæri fýrir dæmigerðan land-
krabba að fræðast tim dularfalian
heim skipstjómarlistarinnar. Já, lítur
höfaðborgarsvæðið svona út á radar?
Hvar er Perlan og Hallgrimskirkja?
Þegar á miðin var komið var farið
að veiða eins og áður sagði. Farþegar
fengu hver sína stöng og fúrðulegustu
öngla sem skörtuðu hinum ýmsu lit-
um. Sumir áttu í einhveijum erfið-
leikum í byijun; hvemig átti að festa
önglana við veiðistöngina? Hvemig
fær maður fiskinn til að taka? Þvílík
flækja, heyrðist í einum íslendingn-
um, en málin leystust með dyggri að-
stoð skipveija sem vora allir af vilja
gerðfr að aðstoða óvana veiðimenn.
I þessari ferð var fiskiriið með
tregara móti, Siguijón skipstjóri sagði
að þetta væri nú misjafht frá degi til
dags, um leið og hann lónaði um sjó-
inn í leit að fiski. - Síðasta laugardag
var safaað saman vinum og vanda-
mönnum. Það voru um 40 manns um
borð og veiðin varð alveg ágæt þá. Á
þremur tímum tókum við upp hálft
tonn af ýsu, þorski og lúðu, sagði
Siguijón og bætti við eins og veiði-
manna er siður: - Stóra lúðan sleit
færið, hún hefar verið yfir tuttugu
kíló, sú skepna.
Veiðimennskan gekk misjafhlega
þegar færunum var rennt; sumir
veiddu bara þokkalega meðan aðrir
urðu varla varir. Svíunum gekk ágæt-
lega og þetta var greinilega mikið
ævintýri í þeirra augum. Tveir dreng-
ir ffá Finnlandi sögðust vera að veiða
í soðið en við Syðra-Hraun reyndust
finnskar veiðiaðferðir duga skammt.
Það var ekki fýrr en við Gróttu, þar
sem stoppað var á heimleiðinni, að
fiskurinn fór að taka hjá Finnunum
og vora þeir ánægðir með árangurinn
þegar upp var staðið. ítalanum gekk
brösulega og flækti mikið, en svona
er lífið. Það kom i ljós að veiði-
mennskan var honum ekki í blóð bor-
in og því miður fýrir hann varð eigin-
konan vitni að öllu saman.
Hilmar og Aðalheiður höföu lesið
auglýsingu um þessa ferð og ákveðið
að skella sér með. - Við hjónin erum
í sumarffíi og ákváðum að fá smáæf-
ingu fýrir laxveiðina, sagði Hilmar. -
Hann ætti að fá einhvem fisk núna,
það era að minnsta kosti meiri líkur á
því en í laxveiðinni eins og veiðin er
núna, sagði Aðalheiður og brosti.
Þegar Ámesið sigldi inn á
Reykjavikurhöfh eftir fimm tíma ferð
Svanhildur Jakobsdóttir horfir af athygli á skipverja leysa eina flækjuna. Ólafur
Gaukur stendur álengdar og fylgist með; það er eins gott að þekkja nandtökin ef
á þyrfti aö halda.
var komin ákveðin þreyta i mann-
skapinn. Ekki var annað að sjá en að
allir heföu skemmt sér vel þótt árang-
urinn væri misjafn eins og gengur og
gerist. Það er óhætt að mæla með því
að fólk prófi sjóstangaveiðina sér til
ánægju og yndisauka.
-sb
Ætli þessi dugi fyrir okkur hjónin I kvöldmatinn? Skömmu slðar dró hann aðra úr
sjónum þannig að ein máltlð var örugglega komin. Skyldu þær duga I tvær?
Gísli Eysteinsson veiddi stærsta fiskinn I ferðinni. Menn þurfa ekki að vera gamlir
til að syna einhvem árangur í veiðiferö sem þessari. Myndir: Kristinn.
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júlí 1991
Síða 8
Síða 9
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júlí 1991