Þjóðviljinn - 27.07.1991, Page 16

Þjóðviljinn - 27.07.1991, Page 16
Yfirgangur fólki sem blöskrar Heræfingar Bandaríkja- manna í uppsveitum Ar- nessýslu hafa sett hroll að mörgum Arnesingnum. Unnar Þór Böðvarsson, skólastjóri í Reykholti, Biskupstungum, segir að fólk í sveitunum hafi komið af fjöllum þegar upplýstist um þcssar æfingar og ekkert sam- band hafi verið haft við sveitar- stjórnir á svæðinu og fólk líti al- niennt á þetta sem hreinan yfir- gang- Vegna þessara æfinga, hafa Herstöðvaandstæðingar í Ámes- sýslu boðað lil fundar við Tungna- réttir í Biskupstungum næsta mánudag kl.21.00. Tilefhi fundar- ins er að mótmæla þessu hemaðar- brölti eins og segir í tilkynningu er send var fjölmiðlum. Ávörp á þ^ss- um fundi munu flytja: Kristín Ást- geirsdóttir, þingmaður Kvennalist- ans, Sigurður Þorsteinsson, bóndi Heiði og Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður. Fundarstjóri verður Sjöfn Halldórsdóttir, verkakona. Unnar Þór sagði við Þjóðvilj- ann að fólk í sveitinni fengi ekki nema óljósar upplýsingar um æf- ingamar. - Það hefur enginn héma verið spurður um leyfi og ég veit ekki einu sinni hvort ríkisstjómin hefúr verið spurð álits. Það barst einhver tilkynning á lögreglustöð- ina á Selfossi um þessar æfingar. Kannski þetta hemaöarbrölt sé orð- ið svona samofið íslensku þjóðfé- lagi að hægt sé að halda heræfingar einhvers staðar og einhvers staðar, án þess að heimamenn fái nokkuð um það að vita, sagði Unnar Þór. Unnar sagðist vilja hvetja alla sem vettlingi geta valdið að mæta og mótmæla þessum yfirgangi. — Ég vil bara segja að það em ansi margir orðið sem líta á þetta hemaðarbrölt sem tímaskekkju, sem ekkert erindi á til þessa lands. Fólk lítur á þetta sem ögmn við sjálfstæði þjóðarinnar, og hreinan yfirgang, ekki einvörðungu af hálfu bandarísku herstjóranna, heldur einnig hinna íslensku þjóna þeirra; ráðamanna sem atnuga- semdalaust og með gleði afhenda erlendum her íslenskt land til um- ráða án nokkurs samráðs við við- komandi sveitarstjómir. -sþ .. . Dauð rauðáta veldur grútarmenguninni Grímur Valdimars- son, frá Rannsókn- arstofnun fiskiðn- aðarins, Magnús Jóhannesson, að- stoðarmaöur ráð- herra og Eiður Guðnason, um- hverfisráðhema, á fundinum þar sem niðurstöður, þeima sérfræðinga er unnið hafa að rannsóknum vegna grútarmeng- unarinnar, vom kynntar. Mynd: Þorfinnur. Leigubílastæði í miðbænum Ákveðið hefur verið að opna sérstök stæði fyrir lcigubíla í miðbænum um helgarnætur. Stæðin verða staðsett vestast í Lækjargötu og vestast við Kalk- ofnsveg. Þau verða opin frá kl. 1.30 tii 5.00 aðfaramætur laug- ardaga og sunnudaga. Markús Antonsson, borgar- stjóri, gerði þetta samkomulag við Frama, stéttarfélag leigubíl- stjórp. Á meðan stæðin em opin eiga leigubílstjórar ekki að taka upp farþega annars staðar í mið- bænum nema í öðmm leigubíla- stæðum og við veitingahús, enda sé það fyrir lokunartíma þeirra. Þeir sem þurfa á leigubíl að halda í miðbænum á þessum tíma þurfa því að fara á annað hvort þessara stæða og bíða í biðröð ef bílar em ekki fyrir hendi. Þetta er gert til reynslu. -Sáf Náttúruspjöll á Heklu Vegna fréttar ú Sjónvarpinu sl miðvikudag um akstur á Heklutind hefur Náttúmvemdar- ráð sent frá sér fréttatilkynningu þar sem minnt er á að allur óþarfa akstur utan vega eða merktra vegslóða, þar sem hætt er við að spjöll hljotist á náttúm landsins, er bannaður. I tilkynningunni segir að Ferðaklúbburinn 4X4 hafi hvatt félaga sína og aðra eigendur fjórhjóladrifsbil'rciða til að láta öll landspjöll heyra sögunni til. „Náttúruverndarráð telur akstur eins og kynntur var sem hetjudáð þegar ekið var upp á Heklutind algjörlega óþarfan og Í;eta valdið spjöllum á náttúm andsins. För eftir bíl í hlíðum Heklu, eins frægasta eldfjalls heims, eru náttúmspjöll," segir orðrétt í tilkynningunni. Að mati Hafrannsóknar- stofnunar er ólíklegt að grútarmengun eða átu- dauði á svo takmörkuðu svæði sem raun ber vitni, geti haft af- gerandi áhrif á lífríki sjávar í hafinu við ísland, sagði Eiður Guðnason, umhverfismálaráð- herra, þegar hann kynnti niður- stöður þær er sérfræðingar hafa lagt fram vegna grútarmálsins svokallaða á Ströndum. Eiður sagði, að samkvæmt nið- urstöðum Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins á þeim grútarsýnum er stofnuninni nefði borist væri fullvíst talið að mengunin á Ströndum ætti rætur að rekja til dauðrar rauðátu. Hann sagði að ekki lægi fyrir hvað orsakaði dauða rauðátunnar í því magni er þama hefur orðið en nokkrar tilgát- ur hafi verið settar fram um það. Eiður sagði að helst væri horft á seltulækkun sjávarins sem tengist þá hafisnum út fyrir Norðurlandi, eitraða þömnga cða sjúkdóma í rauðátustofninum. Talið er ógerlegt að hreinsa íjömr og hafið af þeirri mengun er dauði rauðátunnar veldur. Hafið er fullt af litlum lýsisperlum er síðan festast saman og mynda langar rákir í sjónum. Menn standa því ráðþrota og geta ekkert gert nema óskað eftir sólskini og híýju veðri til að lýsið bráðni sem hraðast í íjömnni á Ströndum. Þegar menn fór að gruna að grútarmengunin á Ströndum væri vegna rauðátu er dræpist í stómm stíl út fyrir Norðurlandi varð mönnum spum hvort lífríki sjávar væri hætta búin vegna þessa. Horft var á nýlega skýrslu Hafrannsókn- arstofnunar þar sem segir að ástand sjávar út fyrir Norðurlandi væri óvenjugott og uppeldisskilyrði íyr- ir sjavarfang væri prýðilegt vegna þessa. Nú hefur komið í Ijós að áhyggjur manna eru óþarfar, þ.e.a.s. ef marka má niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar um tak- markað svæði átudauðans. Útbreiðsla mengunarinnar tak- markast við svæði á vestanverðum Húnaflóa sem nær frá landi og norður í haf að 67°N, eða að köld- um sjó og rekís. Frá öðmm stöðum á landinu hafa ekki borist staðfest- ar upplýsingar. Dr. Amór Sigfússon, fugla- fræðingur, sagði að athugun á áhrifum mengunarinnar á fuglalíf gæfi ekki afdráttarlausa mður- stöðu, þar sem ekki lægju íyrir eldri talningargögn um útbreiðslu fugls á þessu svæði. Amór taldi þó að gefnum nokkmm forsendum að áætTa mætti að 36-54 þúsund ungar hefðu klakist út á svæðinu. Amór sagðist einungis hafa séð um tvö þúsund unga, en hve mikið hefði drepist vegna mengunarinnar ann- ars vegar eða af náttúrulegum or- sökum hins vegar treysti hann sér ekki til að nerna. Hann sagði að taka yrði inn í þetta dæmi að ein- ungis 10% af verptum eggjum skil- aði sér í fullorðnum fúgl næsta ár- ið. Sigurður Sigurðsson, dvra- læknir, kmfði þann æðarfúgl er barst frá Ströndum og sagði ljóst að fugl frá Reykjafirði og Dröng- um hefði verið með einhvem grút i fiðri en ekki í innyflum. Hann sagði aftur á móti að þessir fuglar hefðu verið með mikið af innyfla- ormum í meltingarvegi og íeiða mætti getum að því að veikasti fuglinn hefði drepist. Undir þetta tók Amór Sigfússon og benti hann á að varla hefði sést dauður bliki, heldur hafi megnið af dauðum fugli verið ungar og svo kollur sem væm veikbyggðar eftir að hafa leg- ið um þrjár vikur á eggjum. Eiður sagði að framhaldsað- gerðir vegna mengunarinnar yrðu þær að sérfræðingar Hafrannsókn- arstofnunar myndu fylgjast með fyrirbrigðum næstu vikumar, Einn- ig myndi Landhelgisgæsla Islands huga sérstaklega að sýnilegri mengun í venjubundnu eftirlits- flugi næstu daga og vikur eftir því sem tök væm á. Síðan mun ráðu- neytið stefna að því að fram fari frekari athugun á Ströndum á næsta ári til að meta heildaráhrif mengunarinnar á náttúm svæðis- ins. -sþ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.