Þjóðviljinn - 31.07.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.07.1991, Blaðsíða 1
H* vs<' ■ vfi-Sf'ý' - Jón Baldvin Hannibalsson utanrlkisráðhen'a stendur ( ströngu þessa dagana og er ómyrkur I máli gagnvart ráðamönnum Evrópubandalagsins. Mynd: Jim Smart. EES farið út um þúfur Samningaviðræður um evrópskt efnahagssvæði runnu út í sand- inn í fyrrakvöld þar sem ekki náðist samkomulag fyrir tíma- mörkin 1. ágúst. EES var þó ekki hafnað, heldur var viðræðun- um frestað þar til í haust. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra viðurkennir að niðurstaðan sé pólítískt áfall fyrir sig. Hann er alls ekki bjartsýnn á að samkomulag náist í haust, en telur að þrátt fyrir það sé EES ennþá skásti kosturinn og er þá með þjóðarhags- muni íslendinga í huga. Ekki stendur til að fara útí tvíhliða viðræð- ur við Evrópubandalagið um tollfrelsi fyrir íslenskar fiskafurðir. Olafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins sagði að ljóst væri að EES væri farið út um þúfur og hugmyndir um við- ræður í haust væru ekki annað en kurteisishjal diplómata. Hann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi álykti í haust að aðild íslands að EB komi ekki til greina. Steingrímur Hermansson for- maður Framsóknarflokksins tekur undir slíkar hugmyndir og sagði að við ættum að hætta öllu delai við aðild að EB. „Þetta strandaði á andstöðu fá- einna EB-ríkja gagnvart tollfijáls- um aðgangi fyrir fisk. Það dugði ekki einu sinni að Noregur gat fall- ist á að bjóða meiri veiðiheimildir í lögsögu sinni,“ sagði Jón Baldvin í gær. Hann sagði að forystumenn EB hefðu ekki fylgt eftir pólitísk- um yfirlýsingum sínum, hefðu ekki staðið við orð sín. Rikisstjómin hefur þó ekki í hyggju.að hætta samningagerðinni, tilboð Islands mun standa óbreytt. Jón Baldvin telur að fátt sé um fina drætti, tvíhliða viðræður séu von- lausar þar sem þá yrði samið við sjávarútvegsdeild EB sem ekki hafi annað samningsumboð en að krefjast einhliða veiðiheimilda, auk þess sem Islendingar hefðu þá ekkert að bjóða á móti, engan byggðasjóð til dæmis. Aðild að EB kemur ekki til greina nema með breyttri fiskveiðistefnu EB, sagði utanríkisráðherra. Eflir stendur þá EES-samningurinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona Kvennalistans taldi rétt að utanríkismálanefnd og Alþingi færu að skoða tvíhliða viðræður fljótlega, hún telur að viðræðunum um EES sé i raun lokið og að þær verði ekki teknar upp í haust. Jón Baldvin viðurkenndi að þetta væri pólitískt áfall fyrir sig eða að rnenn mættu kalla það það ef þeir vildu. Hann sagðist ffekar líta á þetta sem pólitískt áfall fyrir EB sem ekki virtist geta samið um neitt. Hann sagðist ekki fá séð að Island hefði getað haldið öðruvísi á málum og benti einnig á að pólit- íkst séð kæmi þessi niðurstaða sér verst fyrir Norðmenn og sérstak- lega forsætisráðherrann sem hefði beitt sér í þessu máli. Hann bjóst þó við áframhaldandi nánu sam- starfi við Norðmenn, en von er á Gro Harlem Brundtland hingað til lands innan skamms. A fundi ráðhcrra EB í fyrra- kvöld þar sem tekin var ákvörðun um að fresta viðræðunum fram í septemþer kom í ljós andstaða Breta, Ira og Frakka við fullu toll- frelsi fyrir fisk. Það kom mönnum nokkuð á óvart. An þess að spum- ingin um sjávarútveginn væri leyst gat ekki orðið að samkomulagi fyr- ir 1. ágúst. Það virðist sem ráðherr- ar EB hafi ekki haft pólitískan vilja til að skera á hnútinn í þessu máli því flestir þeirra fóru af fúndinum í Briissel áður en honum lauk uppúr miðnætti að belgískum tíma. Full- trúar Efta- rikjanna telja sig þess fullvissir að samkomulag hefði náðst um aðra hluti ef fiskideilan hefði verið leyst. Það er mat Jóns Baldvins að ísland hafi verið búið að fá um 85 prósent af tollfrelsi fyrir okkar vörur og að Norðmenn hafi verið tilbúnir að ganga Iengra. Ljóst er að lítið bar í milli, en Efta-þjóðimar geta ekki sætt sig við minna en fullt tollfrelsi með fisk í stað veiðiheimilda í norskri lögsögu. Þær þjóðir telja sig hins- vegar hafa teygt sig eins langt í samkomulagsátt og hægt er. Það vekur upp þær spumingar hvort það hafi verið pólitískur vilji innan EB til að koma á fót evrópsku efnahagssvæði með innri markaði 19 þjóða. -gpm Sjá síðu 7. Böm náttúrunnar frumsýnd 1 kvöld verður frumsýnd ný íslensk kvikmynd, Börn náttúr- unnar eftir Friðrik Þór Friðriks- son. Þetta er fyrsta íslenska kvikmyndin í fullri lengd sem sýnd er á þessu ári, en langt er liðið síðan jafn margar myndir hafa verið í vinnslu og nú. Myndin segir frá rosknum bónda í Skagafirði sem ákveður að flytja til ættingja sinna í höfúð- borginni. Gamfi maðurinn finnur lítið við sitt hæfi og er honum fljótlega komið íyrir á elliheimili. Þar hittir hann æskuást sína, sveit- unga sinn af Homströndum, og takast með þeim kynni á ný. Eftir að þau ákveða að stijúka af elli- heimilinu og vitja æskustöðvanna hefst mikið ævintýri og dularfullir atburðir gerast. Að sögn Friðriks Þórs er hug- myndin að þessari kvikmynd nokkuð gömul, en vinnsla myndar- innar komst ekki á skrið fyiT en hún hlaut styrk úr Kvikmyndasjóði vorið 1990. Böm náttúmnnar var einnig fyrsta íslenska kvikmyndin til að híjóta styrk úr kvikmynda- sjóði Evrópu, en meðffamleiðend- ur vom Max film í Berlín og Metro film í Osló. Heildarkostnað- ur myndarinnar er um 60 miljónir króna. Kvikmyndin var tekin að mestu víða um land síðastliðið sumar. Aðalhlutverkin tvö em í höndum Gísla Halldórssonar og Sigríðar Hagalín, en aðrir leikarar em ma. Egill Olafsson, Baldvin Halldórsson, Rúrik Haraldsson, Margrét Olafsdóttir, Hallmar Sig- urðsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Valgerður,Dan, Magnús Ólafsson, Þórarinn Óskar Þórarinsson, Bryn- dís Petra Bragadóttir, að ógleymd- um þýska stórleikaranum Bruno Ganz. Hann endurtekur þama í stuttu atriði hlutverk sitt úr Himni yfir Berlín, eftir Wim Wenders. Friðrik Þór er bæði leikstjóri og framleiðandi myndarinnar, en hann skrifaði handritið í samvinnu við Einar Má Guðmundsson rit- höfund. -þóm bónda I Bömum náttúrunnar, sem fer ásamt gamalli vinkonu sinni að vitja æskustööva sinna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.