Þjóðviljinn - 31.07.1991, Blaðsíða 9
^7f7ENNING
Frá vinstri:
Sindri, Nökkvi,
Melkorka Tekla,
Úlfhildur og
Gerður Kristný.
Mynd: Jón
Fjörnir.
Suttungur situr eigi
einn að skáldamiðinum
- Framtíðarmarkmið okkar er að
fá birt ljóð á prenti, sagði Melkorka
Tekla. Okkur þótti sniðugt og sterkt
að koma saman og lesa upp til að
vekja athygli á því sem við erum að
gera. Við erum ólík í skáldskapnum
og því mætti segja að við séum þver-
snið af því sem er að gerast í hópi
ungra skálda.
En hvemig stendur á nafngift-
inni?
- Suttungur var jötunn sá er gætti
skáldskaparmjaðar Oðins, sem var
samt stolið. Því þótti okkur nafnið við
hæfi, eins og til að segja að skáld-
skapurinn tilheyrir fleirum en hefð-
bundið er haldið.
Um áhuga á ljóðlist meðal ungs
fólks segir Melkorka að það sé með
hann eins og allt: ákveðinn hópur
fylgist með, en samt kemur alltaf á
óvart að fólk sem maður bjóst ekki
við að hrifist af skáldskap segist hafa
lesið eða heyrt ljóð og líkað þau án
þess að leggja sig eftir þeim. Skáld-
skapur höfðar til fleiri en virðist.
En er fólk duglegra að mæta á
hugguleg ljóðakvöld en að kaupa
ljóðabækur, eins og sumir hafa vilja
halda fram?
- Það væri jákvætt ef svo væri að
ljóðakvöld væru orðinn hluti af
skemmtanamenningu borgarinnar, en
ég tel að fleiri eintök seljist af ljóða-
bókum en sá fjöldi sem sækir ljóða-
kvöld. Það er hins vegar rétt að
ákveðin stemmning ríkir á ljóða-
kvöldum.
Við ætlum að taka upp þau ný-
mæli að gefa Ijóð eftir okkur öll út á
kveri sem annað hvort verður selt
vægu verði á Borginni eða innifalið i
miðaverði. Hugsunin er að fólk geti
þannig tekið ljóðakvöldið með sér
heim.
Sá háttur verður einnig hafður á
ljóðakvöldi Suttungs að eldri og yngri
skáldum verður boðið að lesa upp
með hinum fimmhöföa jötni. Þau sem
ffam koma annað kvöld eru Ingibjörg
Haraldsdóttir, Guðbergur Bergsson,
Oskar Ami Oskarsson, Ösp Viggós-
dóttir og Guðmundur Brynjólfsson.
Ljóðakvöldin yrðu þannig vettvangur
fyrir ung skáld í fylgd með þeim
eldri. Þeir sem fram koma annað
A Hefurðu heyrt það nýjasta?
B Nei, hvað hefur gerst?
A Heimurinn er frelsaður!
B Frelsaður!
A Já, góður Guð hefur tekið á
sig mannlegt hold og var af lífí
tekinn í Jerúsalem: Þar með er
heimurinn frelsaður og djöfullinn
sigraður.
B Þetta er virkilega heiliandi.
Samtal anno 33 heitir leikþáttur-
inn hér að ofan eftir Arthur Scho-
penhauer. Örleikrit kallast slík smá-
verk eða leikritakríli, en um þau er
ítarlega fjallað i öðru tölublaði tíma-
ritsins Bjarts og frú Emilíu. í nóvem-
ber næstkomandi verður haldið upp
á eins árs afmæli tímartitsins og í til-
efni þeirra stórmerku tímamóta hafa
aðstandendur tímaritisins, bókaút-
gáfunnar Bjartur og leikhúsið frú
Emilía ákveðið að efha til sam-
keppni í gerð örleikrita og örsagna.
kvöld eru með mikla reynslu af skrift-
um og upplestri, en meðal lesara eru
einnig þeir sem enn minna hafa látið
að sér kveða en Suttungshópurinn.
Öllum, jafnt núverandi og væntan-
legum áskrifendum, er heimil þátt-
taka í samkeppninni. Aðalverðlaun
verða 50 þúsund krónur, en auk þess
verða veitt fjölmörg, gleðileg,
smærri verðlaun, að sögn þeirra sem
að Bjarti standa.
Örleikrit og örsögur eru smá-
verk, yfírleitt hugmyndin ein, og
sýna fremur ástand en greina það,
segir í upplýsingum um keppnina. I
öðru tölublaði tímaritisins birtust tólf
örleikrit eftir þekkta erlenda höfúnda
og tíu örsögur (einu sinni sögur) eftir
Kristínu Ómarsdóttur. I þriðja tölu-
blaðinu birtist örleikrit eftir Úlfhildi
Dagsdóttur.
Þátttakendur í samkeppninni
skulu senda verk sín undir dulnefni
og skal rétt nafn fylgja í lokuðu um-
slagi. Verkin sendist síðan á Bjart,
box 447, 121 , Reykjavík, fyrir 1.
október 1991. Úrslit verða tilkynnt í
nóvember.
Lestur hinna ólíku skálda hefst kl.
21, fimmtudagskvöldið 1. ágúst, á
Borginni og er miðaverð 400 krónur.
BE
Eitt ffægasta örleikrit leikhús-
heimsins er eftirfarandi, höfúndur er
óþekktur:
I upphafi
Leiksviðið er tómt og myrkvað.
G Verði ljós.
Ljós.
Til þess að gefa þeim sem áhuga
hafa á að spreyta sig örlítið dæmi um
örsögu látum við fljóta með eina
Einu sinni sögu eftir Kristínu
Ómarsdóttur, sem, eins og áður seg-
ir, birtist í öðru tölublaði Bjarts og
frú Emilíu.
Einu sinni voru 3 hestar sem
langaði til að vera vinir og vera bara
3 saman, og aldrei neinn í viðbót í
kringum þá. Þeir vildu fá að vera 3
vinir í ró og næði svo enginn annar
hestur eða maður eða hundur eða
kind mundi trufla þá, en þeir fengu
það ekki. BE.
Við sem stöndum í þessu þekkjumst eða vitum hvert af öðru,
sagði Melkorka Tekla Ólafsdóttir um Suttung, nýstofnaðan hóp
ungskálda sem efnir til Ijóðakvölds í Skuggasal Hótel Borgar
annað kvöld. Suttungur samanstendur af Ijóðskáldum í yngri
kantinum, sem flcst hafa birt eftir sig ljóð, sögur og leikrit, en fátt eða
ekkert gefið út. Skáldin eru, auk Melkorku Teklu, þau Gerður Kristný,
Sindri Freysson, Úlfhildur Dagsdóttir og Nökkvi Eliasson.
Einu sinni var örlítið leikrit
„Ég er háls á
Fjórða hefti tímaritsins SKY er komið út og er sneisafullt af skáldskap,
segir í fréttatilkynningu frá útgefendum. Víst er um það að ýmislegt
gott er um þetta tímaritshefti að segja. Línan sem notuð er í fyrirsögn
er tekin úr ágætri þýðingu Helga Haraldssonar á frægu kvæði eftir Andrej
Voznesenskij. Helgi Haraldsson ætti að gera meira að því að þýða Ijóð.
Hann hefur óbrigðula þekkingu á ijarlægum tungum og góða tiífinningu
fyrir ljóðmáli.
Tónlistarmaðurinn Bubbi Mort-
hens birtir tvö ljóð í þessu tímariti og
mun þetta vera í fyrsta skipti sem
hann birtir Ijóð á prenti. Ljóð Bubba
eru ort undir bragarhætti sem er einna
líkastur fomyrðislagi. Málfar er hins
vegar nútímalegt og yrkisefnið
bemska drengs í blokk. Það skapar
svolítið sérstaka togstreitu í ljóðunum.
Ljóð Bubba bera vott um nokkurt ör-
yggisleysi gagnvart ljóðlistinni. Á
köflum er skotið hraustlega yfir mark-
ið (eins og þegar venjulegu, illgjömu
slúðri er lýst sem eitri bíuðum orðum
sem bíti hálsa í skúmaskotum) en þess
á milli em verulega góð tilþrif eins og
sjá má í þessu erindi úr ljóðinu
Þvottadagar:
Komu tiplandi
kviðafullir
hengdri kerlingu“
föstudagar
dapureygðir
með drukkna feður
röskuðust leikir
stutta stund
I heild má segja um þetta timarits-
hefti að útgefendur hafa ekki gefið
eftir í gæðakröfúm sínum. Efni heftis-
ins er fjölbreytt og áhugavert. Það er
ekki nokkur ástæða til að vera með
aðfinnslur vegna þess að meirihluti
eínisins í þessu hefti er tvímælalaust
góður. Að lokum langar mig til að
birta hér í heilu lagi tiltakanlega
skondið ljóð eftir Gyrði Elíasson:
Drög að þjóðsögu
1 litilli vikfyrir austan rak
einu sinni vogmeri. Þetta var i
breyskjusólskini og þeir fundu
hana kallarnir i vikinni og
báru með viðhöfn heim á
garðvegg.
Svo hurfu þeir til starfa
sinna, og þegar þeir komu aftur
að
vogmerinni hafði hún
gufað upp.
„Þetta erskrýtið," sagði annar.
„Já, stórundarlegt, " sagði hinn.
„Þetta verðum við að segja
Sigfúsi Sigfússyni þegar hann
kemur nœst að krota eitthvað
eflir okkur-."
Og það gerðu þeir.
Bubbi Morthens birtir Ijóð.
Síða 9
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. júll 1991