Þjóðviljinn - 04.09.1991, Page 4

Þjóðviljinn - 04.09.1991, Page 4
/7r7ENMING Umsjón Kristján J. Jónsson Seðlabankinn bjargar stólnum Fyrir nokkru bárust þær sorgarfregnir til landsins að kennslustaða í íslensku á fræðisetrinu Oxford væri í hættu. Var Ijóst af fréttunum að stóllinn yrði lagður af vegna fjármagnsskorts ef ekki yrði brugöist við fljótt. Eins og kunnugt er eru aka- demískar stofnanir á Bret- landseyjum fjársveltar mjög, og hefur engin breyting orð- ið þar á þótt Thatcherisminn hafi beðið skipbrot. (slend- ingum er að sjálfsögðu mik- ið í mun að kenna ástkæra ylhýra málið sem víðast og létti mönnum mjög þegar seðlabankastjóri, Jóhannes Nordal, tók af skarið og ákvað að bankinn skyldi styrkja stólinn svo hann mætti starfa enn um sinn og auka hróður (slands á Eng- landi. Þegar greint var frá þessum gleöilega viðburði í stóru morgunblaði þessa lands láðist að geta þess að dóttir seðlabankastjórans, Guörún Nordal, hefur gegnt embætti þvl sem bankinn af miskunnsemi sinni bjargaði síðastliöin tvö ár. Meira af íslenskum kúltúr á Englandi Eins og íbúar þessa lands hafa fengið að kynn- ast undanfarna mánuði er rikisstjórnin sem nú situr einstaklega sparsöm. Ríkis- útgjöld skulu skorin niður og ríkisstarfsmönnum sagt upp, en stjórnin hefur mikið býsnast út af fjölda þeirra. Hins vegar skammast stjórnin sín ekki fyrir að bæta nokkrum mönnum við á launaskrá ríkisins þegar henni hentar. Nýjasta dæm- ið um þessa hentisemi og pólitíska klíkustarfsemi stjórnarinnar var skipan Jakobs Frímanns Magnús- sonar í alveg splunkunýtt embætti í Lundúnum. Tón- listarmaðurinn kunni er okk- ar fyrsti menningarfulltrúi og mun hann kynna íslenskan kúltúr á Englandi og kann- ski víðar. Hitt er vitað að kona hans, söngkonan Ragnhildur Gísladóttir, hafði einmitt áformað að nema söng í hinni miklu söng- leikjaborg við ánna Thames og má því segja að ráðning Kobba hafi verið himna- sending fyrir þau hjónin. Orgelið og Mozart ^Háteigskirkju verður haidið I námskeið dagana 5.-7. septem- r ber. Námskeiðið kallast: .„Wolfgang Amadeus Mozart og orgelstfll hans tíma“. W. A. Mozart samdi lítið fyrir orgel, og frægustu „orgelverk" hans eru ekki ætluð mannlegum orgel- leikara, heldur véldrifiiu orgeli í klukku. Með þeim tónsmíðum skap- aði Mozart engu að síður stórfeng- lega og glæsilega tónlist og mjög at- hyglisverðan orgelstíl. Öll þau verk eru ögrun við tæknilega og lishæna möguleika organista nú til dags. A námskeiðinu í Háteigskirkju gefst kostur á að kynnast þessari merkilegu orgeltónlist Mozarts og því sem samtímamenn hans voru að fást við í orgeltónlistinni. Einnig verður fjallað um tæknilegar og list- rænar hliðar þess stíls sem er þekkt- ur í bókmenntum undir nafninu: „Hirui galanti stíll“. A námskeiðinu verða tveir fyrir- lestrar, tvennir orgeltónleikar og kennsla í orgelleik. Organistar, fyrir- lesarar og leiðbeinendur verða þau: Dr Karen De Pastel og Dr. Orthulf Prunner. Dr. Karen De Pastel er banda- rísk og nam tónlist í Vínarborg. Hún er organisti í stiftsbasilíku í Lilien- feld í Austurríki og kennari við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Hún er virt tónskáld og túlkandi og hefur farið í tónleikaferðalög um Evrópu, Bandaríkin og Asíu. Dr. Orthulf Prunner er organisti Háteigskirkju í Reykjavík. Hann Dr. Orthulf Prunner hefur haldið fjölmarga orgeltónleika á íslandi og víðsvegar um Evrópu og þarf því varla að kynna hann hér- lendis. Öllum er heimilt að hlusta á tón- leikana og fyrirlestrana. Fimmtu- daginn 5. september kl. 20.30 flytur dr.Dr. Karen De Pastel Karen De Pastel fyrirlestur um sónötuformið hjá Mozart. Föstudaginn 6. september kl.20.30 heldur dr. Orthulf Prunner tónleika. Viðfangsefnið er W. A. Mozart og Vínarklassískur orgel- stíll. Hann flytur fyrirlestur um sama efni á laugardag ld. 11.00. Kl. 20.30 á laugardag heldur dr. Karen De Pastel orgeltónleika sem snúast um W. A. Mozart og samtíðarmenn hans í fimm löndum. -kj Styrkþegar syngja einsöng Félagar úr Kór Langholtskirkju. Mynd: Kristinn. Kór Langholtskirkju hóf vetrarstarfið nú í byrjun september. Fyrsta verk- efni vetrarins eru tvær kantötur eftir J. S. Bach, nr. 21: „Ich hatte viei Bekummernis“ og nr. 131: „Aus der Tiefe rufe ich, Herr, zu dir“. Þær verða fluttar á tónleikum 3. nóvember, n.k. Tónleikamir em haldnir á veg- um Minningarsjóðs Guðlaugar Bjargar Pétursdóttur, og við guðs- þjónustu sama dag verður önnur kantatan flutt. Tilgangur þessa sjóðs er að styðja starfsemi Kórs Langholts- kirkju og jafhframt að styrkja efni- lega söngnemendur. Síðasta vor var fyrstu styrkjunum úthlutað. Ragnar Davíðsson og Björk Jónsdóttir hlutu 75.000 kr. hvort, en þau em bæði fé- lagar í Kór Langholtskirkju. Þau verða bæði einsöngvarar á þessum tónleikum og auk þeirra Ólöf Kol- brún Harðardóttir og Þorgeir Andr- ésson. í haust gefur Kór Langholts- kirkju út geisladisk sem heitir: ,3am er oss fætt - Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju“. A diskinum verða jóla- og aðventulög sem flutt hafa verið á Jólasöngvum kórsins. Meiri- hluti laganna er útsettur af sænska tónskáldinu og kórstjóranum And- ers Öhrwall. Upptakan var gerð „stafrænt" af Studio Langholts- kirkju síðasta vetur. Bjami Rúnar Bjamason var tónmeistari. Einnig er væntanleg á geisladiski: „An Antho- logy of lcelandic Choir Music“ sem sænska útgáfufyrirtækið BIS gaf út 1983, en hljómplatan er uppseld hjá útgáfunni. Ólöf Kolbrún Harðardóttir verð- ur áfram raddþjálfari í Kór Lang- holtskirkju, en stjómandi er Jón Stefánsson. Kórinn er fullskipaður og ekki verður bætt við nýjum röddum. - kj Bach-tón- leikar í Kristskirkju Á dagskrá Bach-tónleik- anna í Kristskirkju á laugar- daginn kl. 17.00 eru einsöngs- kantöturnar „Ich wili den Kreuzstab gernen tragen" og „Ich habe genug“ og mótett- an: „Kom Jesú, kom“. Fiytj- endur eru Andreas Schmidt, baritón, ásamt kammersveit og Mótettukór Hallgríms- kirkju. Konsertmeistari er Rut Ingólfsdóttir og stjórn- andi Hörður Áskelsson. Andreas Schmidt söng um síðustu helgi tvenna ljóðatón- leika í íslensku óperunni með píanóleikaranum Rudolf Jensen við frábærar viðtökur áheyr- enda og gagnrýnenda. Andreas Schmidt hefur margoft komið fram á tónleik- um hérlendis, m.a. með Mót- ettukór Hallgrímskirkju, og fór með titilhlutverkin í óratóríun- um Elía og Páli postula eftir Mendelsohn, sem fluttar voru á kirkjulistahátíðum 1989 og 1991. Hann er mjög eftirsóttur söngvari um allan heim og bók- aður mörg ár ffam í tímann. Óvíst er hvenær íslendingum gefst kostur á að heyra í honum næst. - kj ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. septembert 1991 Slða 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.