Þjóðviljinn - 04.09.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.09.1991, Blaðsíða 7
Eklenbar FKETHK AUmsión G. Pétur Matthfasson Staða Jeltstns er sterk innan Sovétrikjanna núna, hann montaði sig af því í gær að hafa platað meðlimi neyðamefndarinnar út fyrir veggi Kremlar svo hægt væri að handtaka þá. Tillagan dregin til baka Mikhafl Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna dró til baka í gær tillögu sína og fulltrúa tíu lýðvelda um sérstakt stjórn- skipulag í Sovétríkjunum til bráðabrigða. Hann lagði til í staðinn að Æðsta ráðið yrði áfram við völd en að því yrði breytt þannig að í einni deild yrðu fulltrúarnir valdir af lýðveldun- um og að í annarri yrðu fulltrúarnir kosnir beinni kosningu. Stuðningur virðist vera við til- lögumar um ríkisráð og efnahags- nefhd, en fyrikomulagið átti að gilda þar til ný stjómarskrá yrði samþykkt. I ræðu sinni á Fulltrúaþinginu í gær talaði Gorbatsjov fyrir sam- bandsríki fullvalda lýðvelda. Hann talaði um sambandsríki sem lýð- veldin gætu átt mismikla aðild að eftir því hver málaflokkurinn væri. Þessi hugmynd þýðir að mjög laustengt samband lýðveldanna sé vel hugsanlegt. Sum lýðveldi gætu þannig einungis verið aukaaðilar að Spvétríkjunum. Á þinginu í gær var dreift til- lögu þess efnis að þingið viður- kenndi sjálfstæði allra þeirra lýð- velda sem hafa lýst yfir sjálfstæði og ekki einungis Eystrasaltsríkj- anna. Verði drögin samþykkt þýðir það að Eystrasaltsríkin fá viður- kenningu Sovétríkjanna á sjálf- stæði sínu. Boris Jeltsín forseti Rússlands sagði í gær við bandarísku sjón- varpsstöðina CNN að hann hefði platað valdaræningjana átta til af fara suður á Krímskaga til að fá Gorbatsjov til að skrifa undir yfír- lýsingu. Þannig fengust meðlimir neyðamefndarinnar til að fara ffá Kreml en Jeltsin sagði að það hefði ekki verið hægt að handtaka þá nema koma þeim af staðnum. Sjö af átta hafa verið kærðir fyrir landráð og geta átt von á dauðadómi, en sá áttundi, Boris Pugo þáverandi innanríkisráðherra, heftir framfylgt slíkum dómi á sjálfum sér. Fjórir af átta flugu suður á Krímskaga þar sem þeir vom handteknir. Reuter Major forsætisráðherra ver heimsókn sína til Kína John Major forsætisráðherra Bretlands sagði í gær að heimsókn sín til Kína væri besta leiðin til að ná árangri annréttindamálum og öðrum alþjóðlegum málum varðandi Kína. Major er háttsettasti vest- ræni stjórnmálamaðurinn sem hefur heimsótt Kína í tvö ár eða eftir atburðina á Torgi hins him- neska friðar. Major sagði að þeir atburðir væm ekki gleymdir þegar kín- verskir harðlínumenn sendu skrið- dreka og herlið á stúdenta sem kröfðust aukins lýðræðis í landinu. Hann sagði að ekki þýddi að sitja heima og bíða, rétta leiðin væri að ræða við harðlínumennina. Aðalástæða ferðar Majors var að ganga ffá samningi um bygg- ingu flugvallar í Hong Kong sem á að kosta rúma 16 miljarða dollara. Major sagðist hafa beðið Li Peng leiðtoga kommúnista að kanna persónulega mál nokkurra andófsmanna, auk þess að rétta honum lista yfir manréttindabrot skráð af Amnesfy Intemational. Major sagði að Li hefði lofað að kanna málin en að tíminn yrði að leiða i ljós hvað úr yrði. Reuter Eystrasaltsríkin sækja um aðild að S.þ. Eystrasaltsríkin þrjú, Eist- land, Lettland og Litháen, sóttu formlega um aðild að Sameinuðu þjóðunum í gær. í umsókninni er farið fram á að málinu verði hraðað svo að ríkin geti sótt allsherjarþing samtakanna sem hefst 17. sept- ember næstkomandi. Frakkar og Bretar, sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði S.þ., styðja Eystrasaltsríkin í umsóknum sínum en Eystrasaltsríkin færðu ut- anríkisráðherra Frakklands, Ro- land Dumas, umsóknimar í síðustu viku. Það er öryggisráðið sem mælir með aðild ríkis en allsherjar- þingið þarf að samþykkja umsókn- ina. Sérffæðingar töldu ekki líklegt í gær að Sovétríkin myndu beita neitunarvaldi í öryggisráðinu til að koma í veg fyrir aðild Eystrasalts- ríkjanna að S.þ. Bandaríkin viður- kenndu sjálfstæði ríkjanna í vik- unni og þá hafa næstum 40 þjóð- löndgert það. Úkraína og Hvíta-Rússland em hvortveggju aðilar að S.þ. þó að þau hafí verið lýðveldi innan Sov- étríkjanna. Reuter Stöðug vopnahlésbrot Leiðtogar Króatíu og fulltrú- ar Sambandshers Júgósló- vaíu rifust um það i gær hver hefði brotið vopnahlé sem komið var á á mánudag. Tíu manns létust í átökum í gær. Báð- ir aðilar segja að hinn hafl byrjað. Króatar sögðu ffá því að bærinn Osijek, sem er á mörkum Serbiu og Króatíu, hefði lent í fimm tíma langri sprengjuárás í gær og að 13 ára gömul stúlka og lögreglumaður hefðu látið lífið í árásinni. Forsætisráðherra Króatíu, Franjo Greguric, krafðist þess að forsætisráð Júgóslaviu kæmi þegar saman til að ræða þessi átök sem ekki virðist hægt að stöðva. Þau eiga sér stað á sama tíma og Evrópubandalagið reynir að hraða ffiðarráðstefnu sinni en nú hefur verið ákveðið að hún heijist strax á laugardag en ekki mánudag. öll lýðveldin sex hyggjast taka þátt í ráðstefnunni. Flestar árásimar núna em af völdum skæmliða sem ekki lúta pólitískri stjóm af neinu tagi. Serbar hafa verið sakaðir um að beita Sambandshemum í sína þágu til vamar 600 þúsund Serbum sem búa innan Króatiu. Reuter Mæður í Júgóslavíu eru langt frá því að styðja menn sína í stööugum átökum þjóðernisbrota. Þær kreflast þess að fá syni sína óskaddaða heim strax. Fjöldagrafir opnaðar í Chile Verkamenn byrjuðu á mánudag að grafa upp fjöldagraflr í Chile, en mannréttindadeild kaþ- ólsku kirkjunnar telur að 105 lik sé þar að flnna. Þeir telja að fólk- ið hafl verið drepið af harðstjórn Augustos Pinochets hershöfðingja sem náði vöidum í landinu árið 1973 . með dyggri aðstoð Banda- ríkjamanna. Grafimar, sem em á afviknum stað í kirkjugarði Santiagoborgar, vom opnaðar sökum dómsúrskurð- ar. Kirlcjan, sem í 16 og hálft ár mótmælti herstjóminni, segir að lík- in séu af verkalýðsfólki, sveitar- stjómarmönnum, og fólki sem var hlynnt stjóm Salvadors Allendes forseta, en hann var drepinn í árás á forsetahöllina 1973. Nýleg skýrsla sem hin boigara- lega stjóm landsins hefúr látið vinna skýrir ffá þvi að herinn rændi, píndi og myrti meira en 2.025 manns á ár- unum 1973 þar til í fyrra er Pinochet fór ffá. Lík að minnsta kosti 957 manna hafa aldrei fundist. Pinochet afneitar skýrslunni. Strangur lögregluvörður var við grafimar, en lögffæðingar kirkjunn- ar og um 60 ættingjar fylgdust með. Fóllað var með myndir af ástvinum sínum fest með nælum framan á sér. Lögffæðingamir töldu að fyrsta lík- ið væri af Bautista Van Schouwen, en hann var einn af stofhendum Byltingarsinnuðu vinstrihreyfingar- innar sem var hluti af róttæku öflun- um i samtökum Allendes. Ekkja Schouwen, Astrid Heit- mann, sagðist hafa leitað mannsins síns í 18 ár og að það létti af henni fargi að vera búin að finna líkið þannig að hún gæti grafið mann sinn. Erfiðlega gekk að grafa líkin upp þar sem mörgum líkum hafði verið hent í hverja gröf, en búist var við að þetta tæki fimm daga. Reuter Vilja ekki breyta öllum lögum Thatchers Arthur Scargill, leiðtogi kolanámumanna í Bret- landi, fékk ekki sam- þykkta þá ályktun, á ársþingi breskra verkalýðsfélaga í §ær, að stjórn Verkamanna- okksins yrði að Iáta fyrír róða alla lagasetningu sem Margaret Thatcher forsætisráðherra setti í sinni tíð gegn verkalýðsfélögun- um. Hinsvegar samþykkti þingið að þrýsta á Verkamannaflokkinn að halda í eitthvað af lögunum sem sum hafa verið vinsæl í röðum millistéttarfólks. Til dæmis lög um að það yrði að halda leynilega at- kvæðagreiðslu um verkfoll innan verkalyðsfélaganna. En Thatcher setti einnig lög sem bönnuðu sam- úðarverkfoll og verkfallsvörslu. Þau lög stöðvuðu verkfall kolanámu- manna sem hafði staðið í á annað ár. Þessi and-verkalýðslagasetning var vinsæl hjá milhstéttinni enda setti fjöldi verkfalla mark sitt á Bret- land eftirstríðsáranna og margir töldu að verkalýðshreyfingin hefði Verkamannaflokkinn í vasanum. Þann stimpil vilja forráðamenn flokksins forðast og þeir vilja ekki að John Major og félagar hans í grifiokknum geti sakað þá um að a stjómað af i verkalýðsfélögun- Hæ: vera um. Flokkurinn vonast til þess að al- menningur verði ánægður með að áffam eigi að láta kjósa um verkföll og að kjósa eigi um forystu verka- lýðsfélaganna þótt eitthvað yrði dregið úr banni gegn samúðarverk- follum. Reuter Tíu særast á Norður-írlandi Sex breskir hermenn og fjórir almennir borgarar særðust í gær þegar hópur fólks réðst á varðsveit fyr- ir utan krá á Norður- írlandi. Hermaður skaut skoti upp í loft- ið, en enginn særðist af þess völdum. Sveitin er hluti af Ulsters vam- arhersveitinni, en flestir í henni era frá Norður-írlandi og hefúr aðsetur í Galbally i Tyrone sýslu. Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. september 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.