Þjóðviljinn - 04.09.1991, Qupperneq 5
9
120 húsnæðisumsóknir
frá einstæðum mæðrum
Hjálparsamtökin „Móðir og barn“, sem tóku til starfa fyrir
tæpum tveimur árum, hafa fengið samtals 120 umsóknir
frá einstæðum mæðrum um leiguhúsnæði frá því að þau
tóku til starfa. Mikið af umsóknum hefur borist síðasta
mánuðinn. Samtökin eru nú með ellefu íbúðir á leigu fyrir þrettán
einstæðar mæður og börn þeirra.
Frá upphafi hafa „Móðir og
bam“ liðsinnt 26 konum og 29
bömum þeirra með þessum hætti,
þ.e. séð um útvegun húsnæðis í til-
tekinn tíma og niðurgreitt leigu um
þriðjung. Samtökin taka aðallega á
leigu tveggja herbergja íbúðir og
er mánaðarleiga fyrir þær í kring-
um 30-32.000 krónur. Þar af borga
leigjendur um tvo þriðju en sam-
tökin þriðjung. Stefnt er að því að í
íramtíðinni geti samtökin komið
sér upp eigin húsnæði til þessara
nota.
Jón Valur Jensson formaður
samtakanna segir skort á leiguhús-
næði mikinn og samtökin þurfi að
auka fjáröflun mjög á næstunni.
„Það er mikil þörf á samtökum
sem þessum. Einstæðar mæður em
oft lágt launaðar og vegna erfiðra
aðstæðna þurfa þær oft að komast í
húsnæði sem þær geta verið ömgg-
ar um í ákveðinn tíma,“ segir
hann. „Margar þeirra sem hringja í
okkur hafa sent fjöldamörg tilboð
eftir auglýsingum en ekkert geng-
ið, bæði vegna þess að eftirspumin
er mikil og líka vegna þess að þær
em með böm. Þær tala margar um
að þær finni fyrir fordómum hjá
leigusölum vegna þess.“
Starfsemi samtakanna „Móðir
og bam“ er fjármögnuð með fram-
lögum frá einstaklingum og fyrir-
tækjum. Ríkið veitti þeim 350.000
kr. framlag á þessu ári og borgin
110.000 kr. Jón Valur sagði þetta
engan veginn duga til og fijáls
framlög yrðu að brúa bilið. „Þeir
sem vilja fá upplýsingar um sam-
tökin og leggja okkur lið geta
hringt á skrifstofúna okkar í sima
22275 og fengið sent heim nýút-
komið fféttabréf,“ sagði hann.
-vd.
Iðntæknistofnun fékk fyrsta áfanga
umhverfisathugana vegna álvers
Umhverfisnefnd Atlantsáls hefur gengið frá verksamningi við
Iðntæknistofnun um að stofnunin hafi umsjón með undirbún-
ingsathugunum og öflun gagna um ýmsa umhverfisþætti varð-
andi byggingu álvers á Keilisnesi. Gengið var frá samningnum í fyrra-
dag og hefst verkefnið strax. Því á að vera lokið um miðjan nóvember.
Iðntæknistofnun mun einnig lið-
sinna umhverfisnefnd Atlantsáls við
undirbúning viðræðna við umhverf-
isráðherra, um athuganir varðandi
umhverfismál vegna fyrirhugaðra
ffamkvæmda við álver.
„Við munum skilgreina þær
kröfur sem uppfylla þarf varðandi
mælingar á svæðinu áður en hafist
er handa og síðan þær mælingar
sem þurfa að eiga sér stað í álver-
inu,“ sagði Páll Kr. Pálsson, forstjóri
Iðntæknistofnunar. „Við munum
síðan leita tilboða í þessar mælingar
meðal aðila hér innanlands, bera til-
boðin saman og skila þeim saman-
burði til Atlantsáls. Þetta er fyrsti
áfanginn í þessu umhverfisverkefhi.
í næsta áfanga verða gerðir samn-
ingar við þá sem gert hafa tilboð í
hinar ýmsu umhverfismælingar og
síðan mun Atlantsál ráða einhvem
aðila sem verkefnisstjóra yfir sjálffi
framk væmdinni.“
Páll sagði Iðntæknistofhun von-
ast til að fá einnig verkefnisstjóm
með öðrum áfanga en gera þarf sér-
staklega_ tilboð í hann eins og þann
fyrsta. í tilboði Iðntæknistofnunar
var verkinu skipt í þijá áfanga og
Atlantsál hyggst fylgja þeim heild-
artillþgum.
Aður hafði verið rætt um að
einkaaðili myndi sjá um verkefnis-
stjómina fyrir Atlantsál en opinber-
ar stofhanir annast verkið sjálft.
„Iðntæknistofnun er opinber stofhun
sem heyrir undir iðnaðarráðuneytið
en við erum hins vegar með mjög
hátt sértekjuhlutfall, þ.e.a.s. rikis-
ffamlag er ekki nema rúm 35% af
veltu á þessu ári. A grundvelli þessa
virðast þeir einfaldlega hafa skil-
greint okkur sem einkaaðila," sagði
Páll. „Þessi mikla sértekjuöflun
okkar virðist hafa haff þau áhrif að
þeir telja okkur verðugan samstarfs-
aðila, auk þess sem við erum að
byggja upp sérstaka umhverfis-
tæknideild sem mun sinna sérstak-
lega verkefnum sem þessu.“
Atlantsál hyggst veija um 50
miljónum króna í umhverfisrann-
sóknir í heild, en ekki er gefið upp
hvemig þær greiðslur skiptast.
-vd.
Bo kveður
Á morgun miðvikudag
Ieikur íslenska knatt-
spyrnulandsliðið vináttu-
leik við það danska á
Laugardalsvellinum.
Leikurinn verður jafn-
ffamt sá síðasti sem lands-
liðið leikur undir stjóm Bo
Johansson. Eftirmaður hans
verður Ásgeir Elíasson þjálf-
ari Fram sem mun stjóma
liðnu í næsta alvömleik gegn
Spánveijum þann 25. sept-
ember n.k. á Laugardalsvell-
inum, í Evrópukeppni lands-
liða.
í sextán manna leik-
hópnum sem Bo hefur valið
eru þeir Ólafur Gottskálks-
son KR, Birkir Kristinsson
Fram, Atli Eðvaldsson KR,
Sævar Jónsson Val, Valur
Valsson Breiðabliki, Einar
Páll Tómasson Val, Ólafúr
Kristjánsson FH, Þorvaldur
Örlygsson Fram, Sigurður
Jónsson Arsenal, Ölafur
Þórðarson Lyn, Hlynur Stef-
ánsson ÍBV, Guðmundur
Ingi Magnússon Víkingi,
Amór Guðjohnsen Bordea-
ux, Eyjólfur Sverrisson
Stuttgart, Rikharður Daða-
son Fram og Amar Grétars-
son Breiðabliki.
Eins og sést á þessu vali
komast markahæstu leik-
menn Islandsmótsins ekki í
hópinn, frekar en fyrri dag-
inn. Sá markahæsti í hópn-
um, af þeim sem spilar hér
innanlands, er bakvörðurinn
Atli Eðvaldsson sem hefúr
skorað átta mörk fyrir KR.
Dómarari leiksins og
línuverðir koma ffá Skot-
landi. Leikurinn hefst klukk-
an 18,15.
-grh
Þrjú ný leikrit í september
sjálfúr og er það í fyrsta skipti sem
hann hefiir með höndum leikstjóm
í Þjóðleikhúsinu. Með helstu hlut-
verk fara Sigurður Sigurjónsson,
Ólafia Hrönn Jónsdóttir, Öm Áma-
son, Sigurður Skúlason og Erlingur
Gíslason. Það er Gretar Reynisson
sem annast leikmynd, Stefanía Ad-
ólfsdóttir búningahönnun en Jó-
hann G. Jóhannsson tónlist.
I október verður leikritið: Kæra
Jelena ffumsýnt á litla sviðinu.
Þetta er sovéskt leikrit eftir Ljúd-
mílu Razúmovskaju, sem nú fer
mikla sigurfor um Vesturlönd. Á
stóra sviðinu verður þá jafhffamt
frumsýnt leikritið: Himneskt er að
lifa. Það er eftir Paul Osbome og er
í þýðingu Flosa Ólafssonar. M.
Butterfly eftir David Henry Hwang
verður frumsýnt í nóvember á stóra
sviðinu.
Jólaleikrit Þjóðleikhússins
verður Rómeó og Júlía, eftir Willi-
am Shakespeare í þýðingu Helga
Hálfdanarsonar. Það verður ffum-
sýnt á stóra sviðinu 26. desember.
Þetta er í fyrsta skipti sem Rómeó
og Júlía sjást á sviði Þjóðleikhúss-
ins. Balthasar Kormákur leikur
Rómeó_ en Halldóra Bjömsdóttir
Júlíu. I desember verður einnig
frumsýnd leikgerð af, skáldsögu
Vigdísar Grímsdóttur: Eg heiti Is-
björg. Ég er ljón. Hávar Siguijóns-
son hefúr samið leikgerðina.
I janúar kemur annað bama-
leikrit og að þessu sinni er það vin-
ur vors og blóma, Emil í Kattholti.
í febrúar verður frumsýnt á stóra
sviðinu leikritið Elín, Helga, Guð-
riður. Þetta er sögulegt leikrit. Að
því leyti á það samleið með sögu-
legu leikriti Kjartans Ragnarssonar
sem áður var nefnt, en sjónarhóll
þessara tveggja verka mun vera
gjörólíkur.
I mars verður: Rita gengur
menntaveginn ffumsýnt á litla svið-
inu og söngleikurinn Nú er allt
leyft, eflir Cole Porter, kemur á
stóra sviðið í apríl. - kj
Leikár Þjóðleikhússins hefst í Árósum í Danmörku, 6. september.
Þar verður Næturgalinn sýndur. Leikritið er byggt á ævintýr-
inu eftir H.C. Andersen og það er Þórhallur Sigurðsson sem
leikstýrir. Næturgalinn var sýndur 176 sinnum á síðasta leikári.
35.000 áhorfendur i grunnskólum landsins sáu sýninguna. Nætur-
galahópurinn mun leggja land undir fót um miðjan október. Þá
verður farið og leikið fyrir börn á Vestur- og Norðurlandi.
Bamaleikritið Búkolla, eftir
Svein Einarsson, verður ffumsýnt á
stóra sviðinu 15. september. Leik-
ritið er spunnið úr íslensku þjóð-
sagnaefni og þar koma skringilegar
persónur við sögu. Jón Ásgeirsson
hefúr samið tónlist við verkið, Una
Collins sér um leikmynd og bún-
inga en Þómnn Sigurðardóttir leik-
stýrir.
Um miðjan september verður
einnig frumsýning á litla sviðinu.
Þar er á ferð Ieikverkið: Sprengd
hljóðhimna vinstra megin. Þetta er
nýstárlegt verk eftir Magnús Páls-
son myndlistarmann. Meðal per-
sóna í leikritinu em Víoletta greifa-
dóttir og Jón Bekk bílstjóri. Þar em
ennfremur þau Jóhann Bötler, guð-
inn Appolló og Sigismundur prins
af Rússlandi og margir fíeiri.
Magnús leikstýrir verkinu sjálfúr
ásamt Þómnni S. Þorgrímsdóttur.
Leikarar em Amar Jónsson, Edda
Amljótsdóttir, Guðný Helgadóttir,
Guðrún S. Gísladóttir, John Spe-
ight, Kristbjörg Kjeld og Stefán
Jónsson.
Það verða aðeins örfáar sýning-
aráþessu verki.
I lok september verður svo
önnur ffumsýning á stóra sviðinu.
Það er leikrit eflir Kjartan Ragnars-
son. Það heitir: Gleðispilið, eða
faðir vorrar dramatisku listar. Leik-
rit Kjartans fjallar um Sigurð Pét-
ursson, sýslumann og fyrsta leik-
skáld Islendinga. Vinur og vemdari
Sigurðar, Geir Vídalín biskup,
kemur einnig mikið við sögu.
Kjartan leikstýrir verki sínu
Sfða 5
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. september 1991