Þjóðviljinn - 04.09.1991, Side 9

Þjóðviljinn - 04.09.1991, Side 9
Alþýðubandalagið í Kópavogi Fundur í bæjarmálaráði verður mánudaginn 9. september kl. 20.30 í Þinghól. Dagskrá: 1. Vetrarstarfið 2. Önnur mál Bæjarmálaráð ABK Alþýðubandalagið á Vestfjörðum Kjördæmisráð- stefnan verður að þessu sinni haldin dagana 7. og 8. septem- ber, í félags- heimilinu á Tálknafirði, og er um leið hugs- uð sem fjöl- skylduskemmt- un. Hægt verður að fá gistingu í Grunnskólan- um og fæði á vægu verði. Áætlað er að ráðstefnan hefj- ist klukkan 11.00 á laugar- dagsmorgun og Ijúki klukkan 16.00 á sunnudag. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti, þ.e. venjuleg aðalfundarstörf. Framsögumenn verða Kristinn H. Gunnarsson, nýkjörinn þingmaður Vestfjarða, Steingrímur J. Sigfússon og Ólafur Ragnar Grímsson. Einnig mun Hallur Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Þjóðviljans, mæta á fundinn. Allir félagsmenn eru hvattir til þess að mæta, taka þátt í stjórnmálaumræðum og fjölskyldu- skemmtun. Takið með ykkur sundföt, strigaskó og söngbók. Nánari upplýsingar hjá Bryndísi Friðgeirsdóttur (safirði, sími 4186. Stjórn Kjördæmisráðs Kristinn Hallur Páll Kyikmyndir AUm»fr>tvSif Kona á krossgötum Háskólabíó Alice Leikstjóri: Woddy Allen Handrit: Woddy Allen Framleiðandi: Robert Greenhut Aðalleikarar: Mia Farrow, William Hurt, Joe Mantegna, Alec Baldwin, Bernadette Peters, Cybill Shepard, Blythe Danner ofl. Það er óþarft að skrifa örfá orð í byrjun um leikstjórann Woody Allen, allir þekkja hann og annaðhvort elskar maður hann eða hatar. Eftir stórkost- legu átökin í Crimes and Misdemea- nors, sem var sýnd i Háskólabíói í fyrra, slær hann nú á léttari strengi og fer jafnvel alla leið út í fantasíuna eins og hann gerði í myndinni Purple Rose of Cario. í myndinni Alice beinir Allen háðskum augum sínum að ríka fjöl- skyldufólkinu á Manhattan. Konumar í þessum fjölskyldum gera litið annað en að skipa þjónustufólkinu sínu fyrir áður en þær fara að hitta hárgreiðslumeistar- ann sinn, eða íþróttakennarann sinn, eða innanhúsarkitektinn sinn, eða bara hinar konumar til að slúðra um vonlaus sambönd vina sinna, ef þær eyða ekki deginum i að kaupa föt, ekki af klæða- leysi heldur leiðindum. Þannig kona er Alice (Mia Farrow), hún er gift forríkum bisnismanni, Doug (William Hurt), sem er ósköp afskipta- laus og óspennandi. Hann aftekur líka að hún geri nokkuð fyrir sjálfa sig, (þ.e. vitsmunalega eins og að fara í kvöld- skóla), hann vill bara að hún sé vel til höfð og kurteis og indæl eiginkona og móðir. Einn dag gerir Alice það sem rikar mæður gera stundum, þegar þær em að farast úr leiðindum, hún fer og sækir bömin sín í skólann. Þar hittir hún sexý saxófónleikara (Joe Mantegna) sem vekur hjá henni kendir sem hún mundi ekki eftir að hún ætti til. En hún er trú eiginkona og þrúguð af kaþólsku upp- eldi sínu svo að hún er föst fyrir, eða hvað? Þá kemur til sögunnar kínverski kraftaverkalæknirinn dr. Yang sem dá- leiðir Alice og gefur henni síðan ýmsar jurtir til að kynnast sjálfri sér betur. Með hjálp þessara jurta lætur Alice ræt- ast allskonar drauma sem við þekkjum öll. Hún leikur sér að því að vera ósýni- leg og njósna um fólk, hittir dauðan kærasta sinn, verður daðurdrós í tíu mínútur og gerir heilt partýhlass af karlmönnum ástfangið af sér. En þó að töfrajurtir geti losað um hömlur gefa þær enga endanlega lausn. Alice verður að gera eitthvað við líf sitt. Lengi vel reynir hún að gera það sem er viðeigandi fyrir konu í hennar stöðu: fara á ritnámskeið og skrifa bók eða sjónvarpshandrit. En það nægir ekki heldur, hún verður að kafa dýpra eftir raunvemlegum löngunum sínum. Þegar hún þarf að lokum að velja á milli eig- inmanns og elskhuga, kemst hún að þvi að hún þarf þess ekki af því að hún er tilbúin til að standa á eigin fótum. Allen kemur ekki ffam sjálfur í myndinni, en hann hefur gert afar ynd- islega mynd um konu sem „finnur sjálfa sig“ (afsakið klisjuna), með all óvenjulegum aðferðum*. Farrow og Mantegna (Godfather 3) em æðisleg sem elskendumir, sérstak- lega í atriðinu þar sem Farrow gleymir feimninni eitt augnablik og daðrar eins og hver önnur Mata Hari. Hurt er góður sem hinn stífi og tvöfaldi eiginmaður og aukaleikaramir hver öðrum betri, sérstaklega má þó nefna Alec Baldwin í hlutverki dauðs elskhuga Alice, Blythe Danner í hlutverki systur hennar og Bemadette Peters í stórskemmtilegu hlutverki listagyðju sem kemur til að reyna að gefa Alice smá andagift til að skrifa sjónvarpsþátt. Allen-aðdáendur munu elska þessa mynd og eflaust fleiri, því hún er fynd- in og ævintýraleg. Einhveijir misskilja hana líklega og fara pirraðir heim, en þannig er Woody Allen, umdeildur. Auglýsingar Sólvangs- svæði - deiliskiplag í samræmi við gr. 4.4. í skipulagsreglu- gerð nr. 318/1985 er hér með auglýst til kynningar deiliskipulag á Sólvangs- svæði, sem samþykkt var af bæjarráði Hafnarfjarðar, í umboði bæjarstjórnar, 22. ágúst 1991. Tillagan liggur frammi á skipulagsdeild Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, Hafnarfirði, frá 30. ágúst til 27. september 1991. Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega til bæjarstjórans ( Hafnar- firði fyrir 27. september 1991. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við skipulagstillöguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Hafnarfirðl, 29. ágúst 1991 Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar Bæjarstjórinn í Hafnarfirði Skólasálfræðingur Hafnarfjarðarbær óskar að ráða sálfræð- ing til starfa við grunnskóla bæjarins. Skólasálfræðingur starfar í nánu sam- starfi við skólastjóra grunnskólanna og í tengslum við Félagsmálastofnun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir, þar sem fram koma upplýsing- ar um menntun og fyrri störf, berist skóla- skrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, eigi síðar en þriðjudaginn 10. september nk. Nánari upplýsingar fást á sama stað. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði Forval Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. bygg- ingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftur um- sóknum verktaka, sem hefðu áhuga á að hanna og byggja loftræstikerfi í fþróttamiðstöð 1 Grafar- vogi. Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Þeir verktakar sem áhuga hafa leggi inn upplýs- ingar skv. forvalsgögnum fyrir miðvikudaginn 11. september 1991, kl. 16.00. Til sölu IKEA rúm af stærðinni 2x1,6 og ísskápur til sölu. Upplýsingar í síma 72360 eftir kl. 17.00. WÓNUSTUAUGLÝSINGA . RAFRÚNH.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími641012 GLÓFAXI HF. ÁRMÚLA42 108 REYKJAVlK SlMI: 3 42 36 mii Mm J/ Innflutnlngur — T.tcknlpjönuit* Orkumælar / Rennslismælar fri J |gj pŒ* M KAMSTBUP urrRO A/S JP tsa hydrometer Sími652633 Slöa 9 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. september 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.