Þjóðviljinn - 07.09.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.09.1991, Blaðsíða 3
Nú virðist lokið, í bili að minnsta kosti, heilmiklu sjónarspili þar sem ýmsir Alþýðuflokksmenn hafa komið mikið við sögu. Framarlega í þeim flokki hefur verið Ossur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, en á síðustu dögum leiksins tók Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra athygl- ina. Leikurinn snerist um „fjárlaga- rammann“ sem ekki hefur enn fengist uppgefið hvað er nánar tiltekið í. Kjarni málsins liggur þó ljós fyrir; stefnt er að grundvallarbreytingum á greiðslum fyrir samfélagslega pjónustu í landinu, allt í anda þeirrar frjálshyggju sem hug- myndafræðinga Sjálfstæðisflokksins dreymir um að sjá í framkvæmd. Jó- hanna og Össur hafa hvort á sinn hátt andmælt þessum breytingum; Össur með því að leggjast gegn skólagjöldum, en Jó- hanna með því að krefjast tekjujöfnunar á móti þeirri gjaldtöku sem svo víða á að taka upp. Nú hafa sem sagt náðst „sættir" og er á Össuri og Jóhönnu að heyra að þau séu sæmilega lukkuleg með niður- stöðuna, sem gefur tilefni til frekari hug- leiðinga. Þegar Össur Skarphéðinsson og nokkrir skoðanabræður hans voru að gefast upp á vistinni í Alþýðubandalaginu var það meðal annars vegna þess að þeim þótti flokkurinn ekki í takt við tímann. Var á þeim að skilja að Alþýðubandalagið væri eins og bein í koki gegn þeirra markaðsvæðingu sem nauðsynleg væri á öllum sviðum. Sam- kvæmt þessum skilningi hlaut nútímalegur jafnaðarmannaflokkur að haga sér, eða eins og Össur orðaði það í viðtali við Morgun- blaðið þann 22. júlí í fyrra, þegar hann svar- aði spumingu blaðamanns um grunnstefm í þeim jafnaðarmannaflokki sem hann dreymdi þá um: „Þau eru fjögur. Sterk mark- aðshyggja, öflugt velferðarkerfi með miklar áherslur á umhyggju og umönnun, umhverf- isvemd og rækileg þátttaka í þeim málum á alþjóðavettvangi. Fjórða meginstefið er svo allt sem lýtur að þjoðemi og menningu.“ Og blaðamaður heldur áfram og spyr í lok við- talsins með hvetjum jafnaðarmenn geti helst unnið að framgangi þessara mála en Össur svarar: „Framsóknarflokkurinn er úr leik. Sjálfstæðisflokkurinn er líka mjög gallaður. Hann er stór flokkur, of stór, og í hopum æg- ir saman mismunandi hagsmunum. I honum eru bæði mikilsráðandi bændafurstar og smákóngar úr sjávarplássunuip sem hafa hagsmuni af óbreyttu ástandi. I Sjálfstæðis- fjokknum er samt að vaxa upp ný kynslóð. An tilstyrks hennar tel ég óhægt um vik að koma a þeim gagngeru breytingum sem Eiarf. Um stundarsakir kynni að vera æski- egt að samstarf tækist með hinni nýju kyn- sloð Sjálfstæðisflokksins og nýjum jafnaðar- mannaflokki, til að framkvæma þann upp- skurð á þjóðfélaginu sem þarf. Spumingin er hins vegar sú hvort hún hefúr kjarkinn - og hvort við höfúm kjarkinn.“ Stóri jafnaðarmannaflokkurinn, sem oft hefur verið talað um á undanfomum missemm, er enn ekki orðinn að vem- leika, en Össur er nú ötull liðsmaður hins Fátækir borgi fyrir snauða gamalgróna Alþýðuflokks, sem svo sannar- lega hefúr tekið upp eitt stefið sem Össur lýsti: Sterka markaðshyggju. Þar á ofan hef- ur flokkurinn nú gengið til samstarfs „við hina nýju kynslóð Sjálfstæðisflokksins." I stefjunum fjómm felst mótsögn sem þessa dagana er að skýrast vel fyrir landsfólkinu. Það er einfaldlega ekki hægt að leiða saman „sterka markaðshyggju" og „öflugt velferð- arkerfi með miklar aherslur á umhyggju og umönnun." Fijálshyggjuliðið í Sjálfstæðis- ílokknum ræður algerlega ferðinni í stjóm- arsamstarfinu og er alveg ótrúlega lag- ið við að ná fram vilja sínum hvað sem Össur Skarphéðins- son og Jó- hanna Sig- urðardóttir segja. Þannig er nú frá því sagt að sættir séu á komnar milli stjómarflokkanna um fjárlagarammann og nota forystumenn Al- þýðufiokksins hvert tækifæri sem gefst til að segja frá því að Jóhanna sé mjög ánægð með hvemig mál standi nú. Össur er líka ánægð- ur og sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í gær að hann teldi þetta „boða gott upp á framtíð- ina.“ Svo fýrst sé vikið að skólagjöldunum og þjónustusköttunum almennt þá liggur alveg ljóst fyrir að ríkisstjómin ætlar sér að koma a slíkum gjöldum. Af mislukkuðum klókind- um er nú reynt að halda því fram að verið sé að setja þak á skólagjöfdin og því um leið haldið fram að það geti auðveicílega leitt til Iækkunar gjalda sem þegar hafi verið inn- heimt. Þetta er endemis blekking, því nú er ætlunin að leggja á skólagjöla upp á að minnsta kosti 2-300 miljónir, fyrir utan þau gjöld sem nemendur greiða til nemendafé- lagaeða annarrar félagsstarfsemi. Össur og tveir félagar hans í þingfiokkn- um munu hafa gert einhverskonar fyrirvara við afgreiðslu málsins nú, en sá fyrirvari mun koma til harla lítils þegar á hólminn er komið. Össur Skarphéðinsson, og þeir félagar úr Alþýðubandalaginu sem gengu til liðs við Alþýðufiokkinn, munu við afgreiðslu fjár- laga uppskera í samræmi við sína sáningu. Þau gengu úr fiokki sem vildi veija velferð- arkerfið og í annan sem kennir sig að sönnu bæði við al- þýðu og jöfnuð, en tekur núna, með fullum myndugleik, þátt í að mölva undirstöðurnar undan velferð- arkerfinu sem þessi sami flokkur átti ekki hvað minnstan þátt í að skapa. Þessi uppskera er fullkomlega eðlileg, þegar mænt er á „sterka markaðshyggju“ og beðið um samstarf við „hina nýju kynslóð Sjálfstæðis- flokksins." Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur oft látið til sín heyra þegar ætlunin er að skerða hlut þeirra sem illa eru settir í þjóðfélaginu. Má minnast þess að í fyrra- haust varð mikið uppistand á fiokksþingi Al- þýðuflokksins þegar hún snerist gegn hug- myndum Jóns Baldvins um að skera niður framlög til verkamannabústaðakerfisins. Þann 16. október í fyrra sagði Alþýðublaðið svo frá þessum deilum: „Jóhanna Sigurðar- dóttir, felagsmálaráðherra og varaformaður Alþýðuflokksins, hélt áhrifamikla ræðu sl. Iaugardag á flokksþinginu þar sem hún gagnrýndi harðlega árangur þingflokksins „í Sjálfstæðisflokknum er samt að vaxa upp ný kynslóð. An tilstyrks hennar tel ég óhægt um vik að koma á þeim gagngeru breytingum sem þarf.“ og ráðherra fiokksins í félags- og velferðar- málum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra svaraði þeirri gagnrýni með harðri ræðu þar sem hann rakti helstu umbótamál flokksins á þessari öld og hvemig þau hefðu unnist. Jón Baldvin sagoi í ræðu sinni, að aldrei hefðu forystumenn flokksins í vel- ferðarmálum heimtað allt eða ekkert. Þannig vinnubrögð væm ekki tíðkuð í Alþýðu- fiokknum. Eftir að formaður og varaformaður höfðu verið endurkjömir með yfirgnæfandi meirihluta, hélt Jóhanna Sigurð- ardóttir ræðu ar sem hún fór örðum orðum um ræðu Jóns Baldvins og sagði að þar hefði hann tekið varaformanninn pólitískt af lífi.“ Eins og sjá má af þessari frásögn var heitt í kolunum á fiokksþingi Alþýðufiokksins fyrir tæpu ári. Um hvað var deilt? Um velferðarkerfið í heild sinni en fyrst og fremst um félagslega íbúðarkerfið, þar sem Jóhönnu þótti allt of skammt gengið. „Sættir“ tókust í málinu og allir virtust ánægðir. En hvað er að gerast nú? Hafi verið til- efni til að rífast um velferðarkerfið á flokks- þingi Alþýðuflokksins fyrir tæpu ári, hvað má þá segja um ástandið núna? Sættimar sem tókust milli stjómarflokkanna á dögun- um fela í sér að nú skal, leggja á þjónustu- skatta á ýmsum sviðum. I heild nema skatta- hækkanir a.m.k þremur miljörðum og koma mjög illa við þá sem minnstar hafa tekjumar. Sem vonlegt er lagðist Jóhanna Sigurðar- dóttir gegn þessum ráðstöfúnum og vildi huga að aukinni tekjujöfnun, meðal annars með húsaleigubótum og öðrum ráðstöfun- um. Sagt er að hún hafi fengið fyrirheit í tieim efnum sem hún telur viðunandi, en um eið er sagt frá böggli sem fylgir skammrifi: Til umræðu verður að hækka vexti og lækka lán í félagslega íbúðakerfinu. Verði þessu komið í knnghefur forysta Alþýðuflokksins í húsnæðismálum á fáeinum missemm leitt til þess að hinir best settu fá langsamlega mest út úr því kerfi, með ótakmörkuðum að- gangi að núsbréfakerfinu, vextimir til al- mennra húsbyggjenda hafa hækkað stórkost- lega og „sættimar“ nú byggjast beinlínis á því að næst verði ráðist að félagslega e r f í n u ! Ójöfnuður- inn í hús- næðismálum hefur með öðmm orð- um vaxið gríðarlega (fyrir nú ut- an það að húsbréfa- kerfið virðist leiða til almennrar vaxtahækkunar) og held- ur áfram að vaxa. Munurinn á stöðu Össurar Skarphéðins- sonar og Jóhönnu Sigurðardóttur nú er sá að Össur er að uppskera eins og hann sáði þeg- ar hann ákvað að ganga til liðs við Alþyðu- flokkinn, með „sterka markaðshyggju“ og samstarf við „hina nýju kynslóð“ í Sjálf- stæðisflokknum að leiðarljósi. Jóhanna hef- ur hins vegar lengi verið framarlega í flokki þeirra sem leggja áherslu á félagslegan og efnahagslegan jöfnuð. Að hún skyldi ná „sáttum“ nú vekur því nokkra undmn, því ekki verður betur seð en þeim litlu tilraun- um, sem hugsanlega verða gerðar til tekju- jöfnunar um leið og ráðist er á velferðarkerf- ið, verði best lýst með því að segja: fátækir verða látnir borga fyrir snauða. hágé. Jóhanna hefur hins vegar lengi verið framarlega í flokki þeirra sem leggja áherslu á félagslegan og efnahagslegan jöfnuð. Að hún skyldi ná „sáttum“ nú vek- ur því nokkra undrun..... Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. september 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.