Þjóðviljinn - 07.09.1991, Síða 9

Þjóðviljinn - 07.09.1991, Síða 9
FlÉTTlR Flugleiðir frá hernum Bækistöð viðhaldsdeildar Flugleiða verður byggð á Keflavík- urflugvelli. Henni fylgja 137 stöðugildi eða þar um bil. Fram að þessu hafa viðgerðir og skoðun farið fram í flugskýli bandaríska hersins en aðalstöðvar tæknisviðs verið á Reykja- víkurflugvelli. Þetta verður allt saman flutt í viðhaldsbækistöð Flug- leiða á Keflavíkurflugvelli. Flugleiðir hafa undirritað samning við kanadíska verktaka- fyrirtækið Mathews Contracting Inc. um byggingu viðhaldsstöðvar- innar. Hún verður 12.500 fermetr- ar. Aætlað er að kostnaður verði nálægt einum miljarði. Fyrsta skóflustungan verður tekin í næsta mánuði og að því loknu hefst jarð- vinna vegna byggingarinnar. Aætl- að er að byggingu ljúki áður en ár- ið 1992 er á enda runnið. Flugskýlið sjálft verður 8.500 fermetrar. Það viðrar ýmislega í Keflavík, sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og töluvert af salti getur gengið yfir vélamar ef ekki er hægt að hýsa þær. Viðgerðaverkstæði og skrif- stofur verða alls 4.000 fermetrar. Aðstaða til viðhalds hefur ekki verið nógu góð en með nýja skýl- inu á hún að verða framúrskarandi. Félagið hefur vel menntaða og reynda flugvirkja í sinni þjónustu og nú fá þeir vinnuaðstöðu við hæfi. Jafnffamt skapast möguleikar á að bjóða viðhaldsþjónustu á al- þjóðlegum markaði í einn til einn og hálfan mánuð á hveiju ári. Sigurður var spurður að því hvort ekki væri fullt eins hagstætt að fljúga út með vélamar og láta gera við þær þar. Hann taldi það ekki vera svo. Sagðist reikna með því að viðhaldsstöðin væri góð fjárfesting. tsland er miðstöðin í okkar starfi, sagði Sigurður. Við eigum hæfa flugvirkja á lager og það er aukið öryggi í að við sjáum um þetta sjálf. Sigurður var spurður að því hvers vegna Flugleiðir hefðu sam- ið við erlendan verktaka og svaraði því til að þeir íslensku hefðu ekki staðist samkeppnina við þann sem verkið fékk. Þeir buðu þetta ein- faldlega á miklu betra verði. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, bætti því við að mikil vinna yrði samt framkvæmd af is- lenskum aðilum. Kanadíska tilboð- ið er tilboð um hönnun, grind og klæðningu. Útboð vegna þeirra þátta sem Flugleiðir sjá sjálfar mn verða birt á næstu vikum. Af fjármögnun er það að segja að byggingin er að hluta til fjár- mögnuð með mjög hagstæðu 10 ára láni frá kanadísku útflutnings- þróunarstofnuninni. í tíð síðustu ríkisstjómar vom einnig felld niður aðstöðugjöld til að greiða fyrir þessu verki. Það munu vera 30 miljónir. Viðhaldsstöðin í Keflavík verð- ur að öllum líkindum stærsta hús á Islandi. - kj KJÖRDÆMISRÁÐ AB IREYKJANESKJÖRDÆMI Haustferð í JÖKULHEIMA 21. september 1991 Laugardaginn 21. september gengst Kjördæmisráð AB fyrir haustferð i Jökulheima ef þátttaka verður næg. Brottför úr Keflavík og Grindavík kl. 7.30 og frá Þinghóli í Kópavogi kl. 8.20 að morgni laugardagsins. Ekið verður sem leið liggur um Suðurland, upp Rangarvelli, framhjá Tröllkonuhlaupi f Þjórsá, Hrauneyjarfoss- og Sigölduvirkjunum að Þórisvatni.. Þaðan verður ekið um Veiðivötn I náttstað f Jökul- heimum, nágrennið kannað og skoðuð Tungnaá sem þar kemur af og undan Vatnajökli. Gist verður I húsum Jöklarannsóknafélagsins i Jökulheimum. Á sunnudag verður komið við f Landmannalaugum, farið í heitt Laugabað, en sumir ganga á Bláhnúk. Um kl. 15 verður ekið heimleiðis vestur Dómadalsleið, framhjá Löðmundi og Hellisfjalli, með Sauðleysum og fram hjá Hekluhrauni f Skjóikvíum (1970). Farið verður niður að Gjánni i Þjórsárdal og að Stöng. Litiö verður til Þjóðveldisbæjarins og dokað við hjá Hjálparfossi. Heimkoma er áætluð um kl. 20 f Kópavog og klukku- tíma síðar í Keflavík og Grindavík. Gistigjald f skála er kr. 800 og fargjald er kr. 3.900. Eft- irlaunaþegar og þeir sem eru 15 ára og yngri greiöa 1.900. Átta ára og yngri greiða kr. 900. Skráið ykkur sem allra fyrst hjá fararstjóranum Gísla Ólafi Péturssyni í síma 42462. Athugið að þátttaka er öllum velkominl! Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í risinu Hverfisgötu 105 miðvikudaginn 11. sept. n.k. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning kjörnefndar vegna landsfundar AB 2. Stjórnmálaástandið: Fjárlagafrumvarpiö og velferð- arkerfið. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið! Stjórn ABR AB Akureyrí Félagsfundur Félagsfundur í Lárusarhúsi miðvikudaginn 11. septem- ber kl. 20.30. Fundarefni: 1. Rætt um vetrarstarfið. 2. Önnur mál. Heitt á könnunni. Mætum öll. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Fundur í bæjarmálaráði verður mánudaginn 9. september kl. 20.30 í Þinghól. Dagskrá: 1. Yetrarstarfið 2. Önnur mál Bæjarmálaráð ABK Alþýðubandalagið á Vestfjörðum Kjördæmisráð- stefnan verður að þessu sinni haldin dagana 7. og 8. septem- ber, í félags- heimilinu á Tálknafirði, og er um leið hugs- uð sem fjöl- skylduskemmt- un. Hægt verður að fá gistingu í Grunnskólan- um og fæði á vægu verði. Áætlað er að ráðstefnan helj- ist klukkan 11.00 á laugar- dagsmorgun og Ijúki klukkan 16.00 á sunnudag. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti, þ.e. venjuleg aðalfundarstörf. Framsögumenn verða Kristinn H. Gunnarsson, nýkjörinn þingmaður Vestfjarða, Steingrímur J. Sigfússon og Ólafur Ragnar Grímsson. Einnig mun Hallur Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Þjóðviljans, mæta á fundinn. Allir félagsmenn eru hvattir til þess að mæta, taka þátt í stjórnmálaumræðum og fjölskyldu- skemmtun. Takið með ykkur sundföt, strigaskó og söngbók. Nánari upplýsingar hjá Bryndísi Friðgeirsdóttur (safirði, sími 4186. Stjórn Kjördæmisráðs Kristinn Hallur Páll -xSf Lögreglustöö á Akranesi Innrétting 1. áfangi Tilboð óskast í innanhússfrágang lögreglu- stöðvar á Akranesi. Verkið nær til rifs og múrbrots innanhúss, lagnakerfa, glugga- og útihurðasmíði, nýrra útveggja, frágangs innanhúss svo og ýmiss búnaðar. Grunnflötur stöðvarinnar er 410mj. Verktími ertil 1. april 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík til og með fimmtu- deginum 19. september gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R. Borgar- túni 7, þriðjudaginn 24. september 1991 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7. POSTHOLF 1450. 125 REYKJAVIK. ■■iokh^ d' FPÆDSLA Neytendur eiga rétt á fræöslu sem gerir þeim kleift að gæta hagsmuna sinna. RAFRUN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími641012 GLÓFAXI HF. ÁRMÚLA42 108 REYKJAVlK SlMI: 3 42 36 #// Orkumælar fri KAMHTRtnP WBrrRO AJH S'L. Sími652633 ■ U R I—I F. Inntlutnlngur — r.T-knlpJOnutta Rennslismælar fri HYDROMETER Sfða 9 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. september 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.