Þjóðviljinn - 07.09.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.09.1991, Blaðsíða 2
Er velferðarkerfið í hættu? Þannig er spurt í ítarlegri úttekt á velferðarkerfinu í Nýju Helgarblaði Þjóðviljans í gær. Þar eru átta einstaklingar úr röðum verkalýðshreyfingar, stjórn- málaflokka og háskólans teknir tali og þeir leitast við að svara ofangreindri spurningu. Velferðarkerfið og ýmsir þættir þess hafa átt undir högg að sækja undanfarnar vikur og mánuði oa því er eðlilegt að spurning af þessum toga sé sett fram og vöngum velt yfir svo brennandi málefni. í áratugi hafa samtök launafólks og stjórnmálaöfl sem kenna sig við félaashyggju barist fyrir bættu vel- ferðarkerfi og auknu félagslegu og efnahagslegu ör- yggi til handa öllum þjóðfelagsþegnum. í þeirri bar- áttu hefur áherslan verið lögð a ao gæta sérstaklega hapsmuna þeirra sem minna mega sín í samfélaginu, þeirra sem vegna fötlunar á líkama eða sál, bágs efnahags eða annarra slíkra aðstæðna láta oftast í minni pokann í baráttunni við vald auðmagnsins. Það er samfélagslea skylda að standa vörð um haai bessa fólks og það má aldrei láta deigan síga í þeirri baráttu. Þegar talað er um velferðarkerfi í þessu samhengi er fyrst og fremst átt við gæði þess fjársjóðs sem vel- ferðarkemð er, en þau fara ekki alltaf saman við magnið. Með Jpví er átt við að ekki beri eingöngu að skoða krónufjóldann sem fer í hvem velferðarmála- flokk, heldur frekar það sem fæst fyrir krónurnar hverju sinni, hversu til tekst að jafna kjör og aðstöðu fólksins í landinu. Umræðan sem að undanförnu hefur spunnist um velferðarkerfið ber of mikinn keim af þeirri staðhæf- ingu að meintur hagvöxtur fari minnkandi og því verði að draga úr ríkisútgjöldum. Niðurskurður ríkisútgjalda er þannig orðinn goðsögn í stjórnmálaumræðu dags- ins. Þetta er háskaleg jDróun, því efnahagsmál og rík- isfjármál snúast ekki sist um skiptingu gæðanna. Þá er brýnt að gæta vel að högum hinna lakar settu, en beir sem vel eru aflögufærir verða að sætta sig við að ieggja meira af mörkum til sameiginlegra þarfa. Um annað getur aldrei orðið þjóðarsátt, um annað má aldrei verða þjóðarsátt. Hingað til hefur fylking hægri aflanna í landinu haft hægt um sig og sjaldnast árætt að leggja til atlögu við velferðarkerfið. í peirra röðum má nú greina áherslu- breytingar, því flest bendir til að högqva eigi vægðar- laust í knérunn efnaminni þjóðfélagspegna. Það er því full ástæða til að spyrja eins og gert er í blaðinu í gær: „Ef þetta er byrjunm, hvar endum við þá?“ Þjóðviljinn Hér á síðum Þjóðviljans hefur undanfamar tvær vikur verið fjallað um reKstrarerfiðleika blaðsins og þá hættu sem að frjálsri og fjölbreyttri Ijölmiðlaumræðu staf- ar, ef Þjóðviljinn hættir starfsemi. í öðrum fjölmiðlum hef- ur sömuleiðis verið fjallað um málið og sýnist þar sitt hverjum eins og vænta má. í blaðinu í gær er birt auglýsing frá á sjöunda tug einstaklinga úr ýmsum áttum sem telja nauðsynlegt að Þjóðviljinn komi út áfram til að stuðla að fjölbreytt- ari umræðu og lýðræðislegri skoðanamyndun. Á þetta er minnt hér til að undirstrika að sú hætta er yfirvofandi að útgáfa blaðsins stöðvist innan ör- fárra vikna ef ekki tekst að treysta qrundvöll hennar með um 2000 nýjum áskrifendum. Nú hafa ríflega 500 nýir áskrifendur bæst í hópinn, en betur má ef duga skal. ÁÞS Þtqðyiltinn Málgagn sósíalisma þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ritstjórnarfulltruar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Slðumúla 37, Rvik. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1200 kr. Nemar viö Ármúlaskóla fengu rósir þegar þeir mættu I skólann. - Angan þessara rósa var þó betri en ilmurinn af kratarósunum er f hugum nemenda f dag. - Mynd: Jim Smart. Þeear hvítt veröur svart Umræðan um skólagjöldin í fiölmiðlum að undanfömu hefur verið svo út og suður að almenn- ingur veit ekki lengur hvað snýr upp og hvað niður í þeim málum. Er nú svo komið að hvítt er orðið svart í umræðunni og 250 miljón króna skattur á nemendur er orð- inn að þaki og gott ef ekki hið mesta hagsmunamál fyrir skóla- fólk. Þetta er hinsvegar blekkinga- leikur sem ráðhermm er ekki sam- boðinn. Þeir eiga að vera menn til að standa undir gjörðum sínum. Skólagjöldin eru ekkert annað en nýr skattur á nemendur og for- eldra og það ber þeim að viður- kenna. Lítum ögn nánar á málið. Samkvæmt fjárlagarammanum er framhaldsskólum heimilt að inn- heimta 8000 krónur á nemanda á skólaárinu og Háskólanum 17 þúsund krónur á nemanda. Sam- timis verða fjárveitingar til skól- anna skertar sem þessu nemur, þannig að þótt þetta heiti heimild, þá er skólunum nauðugur einn kostur að innheimta þessi gjöld. Fyrir utan þessa innheimtu verða svo skólagjöld til nemendafélaga áfram innheimt. Mjög mismunandi tölur hafa verið nefndar í sambandi við þau skólagjöld sem nú þegar eru inn- heimt. Forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra hafa talað um 350 miijónir, og jafnframt hafa þeir fullyrt að með því að leggja 250 miljón krónur á nemendur núna séu þeir að lækka þau gjöld sem nemendur þurfa að greiða. Þetta er vitaskuld algjör firra sem lýsir annað hvort gífurlegri vanþekk- ingu ráðherranna á þessum málum eða ósvífni á hæsta stigi, enda hefur menntamálaráðherra leiðrétt þcnnan málflutning formanna rík- isstjómarflokkanna. í DV í gær kemur fram að þau skólagjöld sem nú eru innheimt nemi í hæsta lagi 170 miljónum króna. Af þessum 170 miljónum króna rennur meirihlutinn til fé- lagsstarfsemi í skólunum. Það er misjafnt eftir skólum, allt frá 60 prósentum í tæp 90 prósent. Ef við tökum Menntaskólann við Sund sem dæmi þá þurfa nemend- ur þar að greiða í dag 6000 krónur í innritunargjald. Af því renna 4500 krónur til nemendafélagsins. Á næsta skólaári má því reikna með að nemandi við MS þurfi að greiða 12.500 krónur í skólagjöld. Þar af eru 4.500 krónur til nem- endafélagsins, en 8.000 krónur vegna skólaskatts ríkisstjómarinn- ar. 250 miljónimar em því hrein og klár skattheimta hvaö sem öll- um reiknikúnstum blekkinga- meistara ríkisstjómarinnar líður. Framhaldsskólalögin Reyndar lýsir allur málatil- búningur ríkisstjómarinnar mikilli vanþekkingu. Formenn ríkis- stjómarflokkanna snéru reyndar faðirvorinu upp á andskotann þeg- ar þeir héldu því fram að skóla- gjöldin væm Svavari Gestssyni fymim menntamálaráðherra að kenna þar sem framhaldsskólalög- in, sem þeir héldu að hefðu verið sett í tið Svavars í menntamála- ráðuneytinu, heimiluðu skóla- gjöld. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefði þurft að lesa örlítið betur heima, því lögin vom sett í tíð Birgis Isleifs Gunnarssonar sem menntamálaráðherra. Þá heimila þessi lög alls ekki að skólagjöld séu sett á nemendur til þess að standa straum af rekstrarkostnaði skólanna, því í lögunum segir: „Ríkissjóður greiðir rekstrarkostn- að samkvæmt lögum þessum.“ Það er því ljóst að ríkisstjómin þarf að breyta framhaldsskólalög- unum til þess að hægt verði að innheimta þennan nýja skatt af nemendum. Skólaskattur er ranglæti Eiríkur Brynjólfsson rithöf- undur og ritstjóri Fréttablaðs Bandalags kennarafélaga skrifar all hvassyrta grein í DV í gær: „Skólaskattur er ranglátur vegna þess að hann skerðir jafn- rétti til náms. Skólaskattur er ranglátur af því að hann er viðbót við veruleg- an kostnað sem nemendur hafa af skólanámi, hvort sem er í fram- haldsskóla eða háskóla. Skólaskattur er ranglátur af því að með honum er horfið frá þeirri braut að greiða menntun úr sameiginlegum sjóðum. Skólaskattur er ranglátur af því það er deginum ljósara að hann verður hækkaður markvisst í framtíðinni." í raun og veru er ekki miklu við þetta að bæta. Eiríkur segir að kennarar, nemendur og foreldrar hljóti að berjast gegn þessari skattheimtu og leggur hann til að foreldrar neiti að greiða þennan skatt, enda hafi þeir greitt fyrir menntun bama sinna með al- mennum sköttum, og endursendi reikninginn til menntamálaráð- herra, og tekur klippari undir það. Forsenda en ekki munaður Rektoraskipti urðu í Háskóla Islands sl. fímmtudag. Við það tækifæri flutti Sveinbjöm Bjöms- son hinn nýi rektor Háskólans ávarp þar sem hann m.a. varaði stjómvöld við að fara inn á braut skólagjalda, sem þau hafa nú kos- ið. Hann sagði: „I umræðum þingflokka um væntanleg fjárlög hefur komið fram tillaga um skólagjöld sem lögð yrðu á nem- endur til að mæta skertum rekstr- arfjárveitingum til Háskólans. Há- skólinn telur ekki ráðlegt að fara inn á þessa braut til að ná endum saman í rekstri skólans. Reynslan af slíkum gjök'am er að þau fara hækkandi með tíma og geta orðið veruleg hindmn fyrir efhaminni stúdenta og bammargr fjölskyld- ur. Ekki er að svo stöddu ljóst hvort Lánasjóður námsmanna mundi lána fyrir þessum gjöldum, þar sem einnig er rætt um vem- lega skerðingu á ráðstöfunarfé hans. I þeim Evrópulöndum sem við skiptum mest við tíðkast yfir- leitt ekki eiginleg skólagjöld í rík- isskólum, nema í nokkrum tilvik- um fyrir erlenda stúdenta. Ef skólagjöld em reiknuð á heima- menn kemur jafnan á móti hærri styrkur eða námslán frá ríki eða sveitarfélagi. Þessar þjóðir skilja að háskólanám er ekki munaður velferðarþjóðfélags heldur ein af mikilvægustu forsendum þess. Háskólinn væntir þess að Alþingi og stjómvöld marki stefnu með framsýni í huga þrátt fyrir tíma- bundna erfiðleika í ríkisfjármál- um.“ Frjálshyggju' draumsynin Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra sat á fremsta bekk í Háskólabíói og hlýddi á tölu rekt- ors vitandi það að þegar var búið að taka ákvörðun um skólagjöld- in, þannig að vamaðarorð yfir- manns æðstu menntastofnunar landsins skiptu engu máli. Reyndar virðast ráðherramir láta sér í léttu rúmi liggja hver skoðun allrar þjóðarinnar á þessu máli er. Þeir hafa ákveðið að nú verði skipt um kúrs í velferðar- málum þjóðarinnar og tekið mið af ftjálshyggjudraumsýn manna á borð við Hannes Hólmstein, sem með réttu hefur verið nefhdur guðfaðir ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, og þann kúrs skal siglt þrátt fyrir múður í Jóhönnu og einstaka þingmönnum Alþýðu- flokksins, sem reyndist svo bara í nösunum á þeim einsog Davíð og fleiri höfðu reiknað út. Og skítt veri með það þótt almenn mót- mæli berist frá skólafólki og nem- endum. Slíkt hrekkur af þessum mönnum einsog vatn af gæs. -Sáf ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. september 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.