Þjóðviljinn - 12.09.1991, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 12.09.1991, Qupperneq 2
Stjómarandstaðan á leik Þegar Alþingi kemur saman að ioknu sumarleyfi um næstu mánaðamót hefst nýtt tímabil í þingsög- unni. Þingið starfar nú í einni málstofu og vægi þing- nefnda eykst, m.a. vegna þess að þær starfa nú allt árið. Það á einnig við um þingið sjálft, því var ekki slit- ið í vor eins og hingað til hefur verið gert, heldur var fundum þess frestað til mánaðamóta september/októ- ber. Með þeim hætti hafa þingnefndir verið kvaddar til fundar nokkrum sinnum í sumar að kröfu stjórnarand- stöðunnar til að ræða mikilvæg mál, m.a. iðnaðar- nefnd, heilbrigðisnefnd og umhverfisnefnd. Þótt ýmis stórmál hafi þannig verið til umljöllunar í þingnefndum í sumar hafa fá mál fengið jafnmikla um- fjöllun í fjölmiðlum og fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar sem nú er á góðri leið með að verða tilbúið. Ljós- vakamiðlar og dagblöð hafa rakið ýmsar hugmyndir og áform sem uppi eru í fjárlagagerðinni, rakið ágrein- inginn á stjórnarheimilinu um grundvallarsjónarmið og gert skil sjónarmiðum stjórnmálamanna úr röðum stjórnarliða. Forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa haft sig lítið í frammi, m.a. með þeim rökum að ekkert liggi fyrir um áform ríkisstjórnarinnar og bíða verði fjár- lagafrumvarpsins sjálfs. Þjóðviljinn og Tíminn hafa í ritstjórnarskrifum sínum gagnrýnt harðlega fyrirhugaðan niðurskurð á fjárveit- ingum til velferðarmála og krafist þess að breiðu bökin í samfélaginu beri þyngri byrðar en hingað til. Sú leið er fær, rrLa. með því að lepgja á fjármagnstekju- skatt og hátekjuskatt, en jafn'tramt þarf að hækka skattleysismörk og koma á húsaleigubó'cum eins og margir flokkar lofuðu i kosningabaráttunni í vor. Nú er svo komið að stjórnarandstaðan á leik. Það er orðið afar brýnt að Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkur- inn og Kvennalistinn skerpi í sameiningu hinar pólit- ísku línur þannig að kjósendum verði Ijóst hvers vænta mætti af stjórnarandstöðunni ef hún fengi tæki- færi til að taka við stjórn landsins. Sérstaklega er það aðkallandi í Ijósi þess að ríkisstjórnarflokkarnir virðast vera á góðri leið með að rústa það velferðarkerfi sem byggt hefur verið upp á löngum tíma og með mikilli fyrirhöfn og fórnum. Stjórnarandstaðan verður að láta rödd sína heyrast í fjölmiðlum, á fundum og í heim- sóknum í sveitarfélög vítt og breitt um landið. Þar er að mati Þjóðviljans ekki nægilegt að einn og einn stjórnmálamaður boði til funda með sjálfum sér og einhverjum útvöldum félögum sínum. Stjórnarand- staðan verður að móta heildstæða stefnu, pólitík sem hún er hvenær sem er reiðubúin að gera að stjórnar- stefnu og fylgja eftir sem slíkri. Stefnumótun af því tagi verður að ná til allra megin viðfangsefna stjórn- málanna, ekki síst er nauðsynlegt að stjórnarandstað- an leggi fram í næsta mánuði tillögu sína að fjárlögum fyrir árið 1992. Þannig getur stjórnarandstaðan á ábyrgan hátt sýnt þjóðinni hvaða áherslur hún vill leggja, m.a. í tryggingamálum, í kjaramálum, í heil- brigðismálum, í skólamálum og í umhverfismálum svo eitthvað sé nefnt. Flún verður þá einnig að sýna á trú- verðugan máta hverja hún vill láta borga fyrir þá þjón- ustu sem opinberir aðilar eiga að sjá um að hennar mati. í tengslum við kosningarnar í vor létu allir flokkar meta áhrif ýmissa útgáfna af skattalækkun hér og skattahækkiin þar, útgjaidaauka vegna tiltekinna mála o.s.frv. Stjórnarandstöðunni getur ekki orðið skota- skuld úr því að láta slíka vinnu fara fram nú í haust þegar hvað mest á ríður til að standa vörð um það veíferðarkerfi sem við þrátt fyrir allt búum við en ætti vitaskuld að vera miklu öflugra og réttlátara. Það er ekki nóg fyrir talsmenn stjórnarandstöðunnar að gagn- rýna ríkisstjórnina, þeir verða að gera betur og leggja fram heildstæða stefnu. Eftir þeim leik stjórnarand- stöðunnar er nú beðið. Þióðviijinn Málgagn sósíalisma þjóðlrelsis og verkalýöshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Úlgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Haliur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurösson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjórn, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvik. Augiýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblaö: 170 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1200 kr. LIPPT & SKOEIÐ í lok þjóðarsáttar Samningar opinberra starfs- manna urðu lausir um síðustu mánaðamót og samningar Alþýðu- sambands íslands verða lausir um helgina. Þeir samningar sem nú fara í hönd eru mjög mikilvægir, en jafnframt eru aðstæður ailar mjög erfiðar. Kemur þar ýmislegt til en tvennt ber þó hæst: Samdrátt í afla á næsta ári og aðgerðir ríkis- stjómarinnar að undanfomu, sem mælst hafa mjög illa fyrir. Þegar þjóðarsáttarsamningamir vom gerðir á sínum tíma efuðust ýmsir um að það markmið þjóðar- sáttarinnar að ná niður verðbólgu og koma á jafnvægi í efnahags- málum tækist. Viðskilnaður ríkis- stjómar Þorsteins Pálssonar á sín- um tíma var hinsvegar slíkur að menn vom tilbúnir að gera þessa tilraun. Launafólk tók á sig byrðar í Ijósi þess að þegar jafnvæginu yrði náð kæmi röðin að því. Hvað kaupmátt launafólks varðaði var stefnan tekin á það að veija þann kaupmátt sem var við upphaf samningstímans. Nú í lok þjóðarsáttartímans er eðlilegt að litið sé yfir farinn veg og skoðað hvemig til tókst. Fljótt á litið virðist hafa tekist að ná höfuð markmiðum þjóðarsáttarinnar. Böndum hefur verið komið á verð- bólguna og jafnvægi hefur ríkt í efnahagsmálum á þessu tímabili. Þá hefur tekist að verja kaupmátt- inn. Þessum markmiðum tókst að ná þar sem allir samningsaðilar, launafólk, bændur, atvinnurekend- ur og ríkisvald, lögðust á eitt um að standa vörð um þjóðarsáttina. Vaxtapólitíkin Þróunin í vaxtamálum hefur hinsvegar ekki verið í takt við hina nýju hugsun sem þjóðarsáttin boð- aði og sama má reyndar segja um allan íjármagnsmarkaðinn. Bank- amir hafa haldið raunvaxtastiginu í landinu mun hærra en eðlilegt verður að teljast allan þjóðarsáttar- tímann. Fjármagnseigendur hafa fitnað einsog púkinn á ijósbitanum en afkoma launafólks nokkumveg- inn staðið í stað. Ef þróunin í vaxtamálum hefði verið svipuð og þróunin í verð- lagsmálum væri afkoma launa- fólks og atvinnuveganna mun betri en hún er nú við lok þjóðarsáttar- innar. Þessu hafa menn gert sér grein fyrir og reyndi Steingrímur Hermannsson, þegar hann var for- sætisráðherra, margsinnis að fá Seðlabankann til þess að beita sér fyrir vaxtalækkunum en árangur- inn var því miður ekki sem skyldi. Nú virðist Davíð Oddsson hafa gert sér grein fyrir því að bankam- ir fara sínu fram, sama hvaða skoðun forsætisráðherra kann að hafa á vaxtaþróuninni. I lok síðustu viku sendi Davíð Seðlabankanum bréfþar sem hann óskar þess að bankinn stuðli að vaxtaþróun sem taki mið af efna- hagslífinu í víðara samhengi og að Scðlabankinn veiti bönkunum nauðsynlcgt aðhald. Tilmæli for- sætisráðherra eru þó óttalega mátt- laus, því hann mælist ekki til þess að Scðlabankinn beiti tilskipunum, heldur á hann að beila fortölum. í bréfi forsætisráðherra segir að Seðlabankanum beri að „stuðla að vaxtaþróun sem hann telur æskilega fyrir efnahagslífið í víð- ara samhengi og freista þcss að veita bönkunum það aðhald sem þá skortir vegna ófullkoininna markaðsaðstæðna. Þetta ber Seðla- bankanum að gcra með því að beita þeim tækjum sem hann hefur yfir að ráða og með fortölum. í því efni er ekki verið að mæla með beinum fyrirmælum cða tilskipun- um, heldur að viðfangsefnið verði nálgast með svipuðum hætti og í öðrum löndum og innan þeirra marka sem aðstæður hér leyfa.“ Aðgerðir ríkisstjórnarinnar Þessi ummæli Davíðs er for- vitnilegt að skoða í ljósi þess að það var ríkisstjórn hans sem hleypti vaxtaskrúfunni af stað. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjómarinnar var að hækka vexti á ríkisvíxlum og spariskírteinum ríkissjóðs þrátt fyrir almenn vamaðarorð úr sam- félaginu. Árangurinn lét ekki á sér standa, víxlverkun fór af stað og einsog við var að búast skilaði vaxtahækkun ríkisins litlu sem engu til ríkissjóðs, en jók vaxta- byrði heimilanna og atvinnuveg- anna. Með þessu komst los á það jafnvægi sem skapast hafði á þjóð- arsáttartímanum og verðbólgan jókst aftur. Aðgerðir ríkisstjómar- innar í kjölfarið veiktu enn frekar trú launafólks á að hægt yrði að framlengja þjóðarsáttina því þær aðgerðir hafa einkum beinst að þeim sem minnst mega sín í þjóð- félaginu. Þær fréttir sem hafa bor- ist til almennings af fjárlagagerð- inni koma svo einsog blautur hanski í andlit launafólks þegar samningar eru lausir. Lágmarkslaunin Starfsmannafélag ríkisstofnana hefur þegar sett fram kröfúgerð sína í komandi samningum. Þótt fjármálaráðherra hafi verið með kröfugerðina á sínu borði í margar vikur og hálfur mánuður sé síðan samningar urðu lausir, hefur hann ekki enn virt SFR, sem er stærsta aðildarfélag BSRB, viðlits. í kröfugerð SFR er farið fram á 70 þúsund króna lágmarkslaun og að kaupmáttur launa verði sá sami og hann var árið 1987, en það þýð- ir 30 prósent hækkun á Iaun. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, hafa báðir lýst því yfir að þessar kröfur komi ekki til greina og bera fyrir sig minnkandi þjóðartekjur. Einsog fyrr sagði var ein af forsendum þjóðarsáttarinnar sú, að þegar búið væri að koma böndum á verðbólguna og ná jafnvægi í efnahagslífinu væri næsta skrefið að rétta hlut launamanna og ná burt kaupmáttarhrapinu sem þeir hafa orðið fyrir síðan 1987. Af ummælum íjármálaráðherra og framkvæmdastjóra VSl má ráða að ríkisvald og atvinnurekendur ætli ekki að standa við þetta loforð. Háu launin í síðasta tölublaði Frjálsrar verslunar eru kannaðar tekjur nokkurra hálaunahópa í þjóðfélag- inu. Það er gert út frá skattskrám fyrir síðasta ár. Þar kemur i ljós að tekjur yfir miljón krónur á mánuði eru alls ekki óalgengar í þjóðfélag- inu, að ekki sé talað um tekjur yfir 840 þúsund, sem væru árstekjur manns með þau lágmarkslaun sem SFR fer fram á. Hæstu laun sem einn einstak- lingur hefúr samkvæmt upptaln- ingu Fijálsrar verslunar eru upp á rúmar 6,8 miljónir króna á mán- uði. Það er Þorvaldur Guðmunds- son í Síld og fiski sem hefur þau laun en hann er reyndar í sérflokki. Alls eru 14 einstaklingar með meira en miljón krónur í tekjur á mánuði og 14 til viðbótar með á bilinu 800 þúsund til miljón krón- ur. Samtals hafa þessir 28 einstak- lingar 38,1 miljón á mánuði í laun, eða að meðaltali 1,3 miljónir á mánuði. Þessi laun samsvara laun- um 545 einstaklinga á 70 þúsund króna mánaðarlaunum. Á það ber að líta að hér er eingöngu um at- vinnutekjur að ræða en ekki tekjur af fjármagni, en ætla má að einmitt þessir einstaklingar hafi svigrúm til þess að láta hluta af launum sín- um ávaxta sig á fjármagnsmarkaði, en fólk með 70 þúsund og þaðan af minna síður. Að skipta kökunni Fjármálaráðherra og fram- kvæmdastjóri VSÍ, sem hefur 522 þúsund krónur á mánuði sam- kvæmt upptalningu Fijálsrar versl- unar, segja ekkert svigrúm til launahækkana núna vegna sam- dráttar í þjóðfélaginu. En væri þá ekki ráð að skipta kökunni á örlítið réttlátari hátt? Ríkisstjómin getur haft frum- kvæði að því. Hvaða réttlæti er það t.d. að Þorvaldur í Síld og fiski og aðrir sem hafa meira í laun á mánuði en sem nemur árslaunum verkafólks borgi sama hlulfall í skatta og almennur launamaður? Skattur á hátekjur er réttlætismál og það sama á við skatt á fjár- magnstekjur. Þeim miljörðum sem kæmu í ríkiskassann á þennan hátt mætti svo veija til að hækka per- sónuafslátt og koma í stað þjón- ustugjalda sem munu bitna harðast á þeim sem síst skyldi. Ef ráðherramir hefðu bein í nefinu til að fara þessa leið væri strax kominn grundvöllur til þess að setjast niður og Ieita leiða til þess að varðveita árangur þjóðar- sáttarinnar til frambúðar. Fram- ganga ríkisstjómarinnar fram til þessa er hinsvegar slík að hún virðist hafa lokað flestum dyrum á samningsaðila. -Sáf ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. september 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.