Þjóðviljinn - 27.09.1991, Síða 5

Þjóðviljinn - 27.09.1991, Síða 5
H e i I s a Flestir þeir sem eignast hafa börn kannast við það að á meðgöngutímanum er hin tilvonandi móðir oft viðkvæmari en ella. Og eftir fæðinguna finna margar konur fyrir þunglyndi, eins konar tómleika og þreytu. Þetta fyrirbæri, fæðingarþunglyndi, hefur ekki verið rannsakað mikið og oftast er vanlíðan nýbakaðra mæðra skýrð út frá „hormónasprengingunni“ sem verður í líkamanum við fæðinguna. Dr. Dyanne D. Affonso, bandarískur prófessor í fæðingar- og fjölskylduhjúkrun, hefur þó fundið aðrar skýringar í rannsóknum sínum á streitu og vanlíðan mæðra í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Nútímaþjóðfélagið sinnir ekki þörfum barnshafandi kvenna „Sé skýringin eingöngu líf- fræðileg, hvers vegna finna þá ekki allar konur til þunglyndis eftir fæðingu?" spyr hún. „Konur í nútímaþjóðfélagi njóta ekki lengur þess stuðnings sem formæður okkar hlutu á með- göngunni og þar er meginorsökina að fínna.“ Dr. Dyanne D. Affonso er víða þekkt fyrir rannsóknir sínar. Hún er ættuð frá Hawaii og vinnur við Kalifomíuháskóla. Þessa dagana er hún stödd á íslandi í boði náms- brautar í hjúkrunarfræði Háskóla Islands og mun halda hér fyrirlest- ur og námskeið og kynna sér nið- urstöður íslenskra rannsókna á svipuðu sviði sem Marga Thome, dósent við námsbraut i hjúkrunar- fræði, héfur gert. Þær benda til að islenskar konur virðist ekki þjást af vanlíðan eftir fæðingu í sama mæli og kynsystur þeirra í Banda- ríkjunum og segir dr. Affonso mjög athyglisvert fyrir sig að skoða þær aðstæður sem em öðm- vísi hér en I heimalandi hennar. Flestir álíta líklega að ekkert sé náttúmlegra og einfaldara fyrir konur en að ganga með og fæða bam. Það hafa þær gert frá upphafi vega og ekki þótt tiltökumál. En dr. Affonso segir að frá sjónar- homi nútímakonunnar séu málin mun flóknari nú en fyrr á tímum. „Þegar þjóðfélagið var ekki jafntæknivætt og það er nú veitti fjölskyldan konunni mun meiri stuðning. Mæður og ömmur komu til hjálpar en í dag ganga banda- rískar konur í gegnum þessa reynslu án stuðnings þeirra og þurfa að auki að kljást við mun fleiri hluti í lífinu en áður var. Og staðreyndin er því miður sú að konur þjást nú í mun meiri mæli en áður af andlegri vanlíðan og streitu á meðan á meðgöngu stend- ur. Þessari vanlíðan hefur hins vegar verið veitt lítil athygli í heil- brigðiskerfínu til þessa. Rannsóknir mínar sýna meðal annars að konur sýna mörg streitu- einkenni strax ffá upphafi með- göngutímans sem em mismikil frá einum tima til annars en eru enn fyrir hendi a.m.k. mánuði eftir fæðinguna. Við höfum líka komist að því að mörg þessara einkenna eru not- uð sem eins konar aðvörunar- merki, það mætti kannski kalla þau hjálparkall frá konum sem þurfa stuðning til að laga sig að þessum breyttu aðstæðum í lífinu sem þó eru svo eðlilegar. Fyrir okkur konum er með- gangan ekki sjúkdómur, bamsfæð- ingin og uppeldið ekki „lækning“ og þess vegna spyr konan sjálfa sig: Get ég leitað hjálpar í heil- brigðiskerfinu og látið vita af van- líðan minni og áhyggjum án þess að vera haldin sjúkdómi? Við höfum komist að því að þunglyndiseinkenni koma oft upp nokkrum mánuðum eftir fæðing- una. Fyrst eftir að bamið kemur j heiminn er mikið að gera, allt er nýtt og konan fær mikla athygli. En þegar á líður koma upp erfið- leikar og konan á í vandræðum með að laga sig að ástandinu. A því stigi á hún engan aðgang að heilbrigðiskerfinu lengur. Sá að- gangur er takmarkaður við að við- komandi sé úrskurðaður sjúkur. Við sjáum einnig að margar mæðr- anna yfirfæra eigin einkenni yfir á bömin. Þær fara í sex vikna skoð- unina og segja: „Læknir, bamið mitt sefur ekki vel, það er óvært og það borðar ekki nóg.“ Læknamir skoða bömin og finna ekkert að þeim. Þeir átta sig ekki á því að í raun er móðirin að lýsa eigin ein- kennum og þetta er eina leið henn- ar til að kalla á hjálp. Mér er sagt af íslenskum bamahjúkrunarfræð- ingum að hér á íslandi sjáist þetta einnig. Nú er ég ekki að segja að þessar konur þurfi læknismeðferð eða lyljagjöf en þær þurfa um- hyggju frá fagfólki í heilbrigðis- kerfinu. Það þarf að greina ein- kennin og finna út hversu mikið konan getur ráðið við sjálf og hve mikla hjálp hún þarf. Það þarf að greina hvort konan þarf aðstoð sál- fræðings. Tíunda hver kona mjög þunglynd Rannsókn mín sýnir að af hverjum 200 heilbrigðum konum sem bjuggu við góðar aðstæður að öllu leyti og hefðu því ekki átt að verða þunglyndar reyndust tæp 10% þeirra mjög þunglyndar og þurftu að fá geðlæknismeðferð. Ályktun mín, eftir þessar rann- sóknir, er sú að konur eigi ekki að þjást af þunglyndi eftir fæðingu. Þunglyndi er mjög alvarlegt mál. Það er alvarlegt fyrir alla: Samfé- lagið vegna peninganna, bamið sem ekki fær fullnægjandi umönn- un og lærir jafnvel að bregðast við umhverfi sínu á sama hátt og hin þunglynda móðir, og það er alvar- legt álag á hjónabandið. Almenna kenningin er sú að þunglyndi eftir fæðingu stafi af hormónastarfsemi, þ.e. eigi sér líf- fræðilegar orsakir. Þær rannsóknir sem við höfum gert á þessum þætti sanna þó ekkert í þessa vem. Ef ástæðan væri þessi, hvers vegna em þá ekki allar konur þunglyndar eftir að hafa fætt bam? Sumar kon- ur em viðkvæmari en aðrar og rannsóknir mínar sýna að líklega em það ákveðnir félagslegir álags- þættir sem valda því að sumar konur em í meiri hættu á að verða þunglyndar en aðrar. Einn af þáttum nútímalegs þjóðfélags er að konur vinna utan heimilis. Þær hafa í raun engan tíma til að velta fyrir sér þeirri reynslu að vera bamshafandi né laga sig að þeirri upplifun. I Bandaríkjunum höfum við ekki fæðingarorlof og margar mæður vinna alveg fram að bamsfæðing- unni. Strax og bamið er fætt fara þær aftur að vinna enda þótt þær séu tæplega tilbúnar til þess and- lega að skilja bamið eftir í dag- gæslu svo fljótt. Margar banda- rískar mæður em mjög reiðar yfir þvi að neyðast til að gera þetta og eitt helsta streitueinkennið sem við finnum er einmitt reiði. Þessa reiði þurfa konur hjálp til að fá útrás fyrir áður en hún þróast yfir í þunglyndi. - „Talaðu við mömmu þína!" Margar þeirra kvenna sem ég ræddi við sögðu sem svo: „Veistu, það hefur enginn hjálpað mér að fást við tilfinningar mínar pg áhyggjur vegna meðgöngunnar. Eg hef þurft að læra það á eigin spýt- ur.“ Þannig er komið fram við þessar konur sem em að koma næstu kynslóð í heiminn. Konun- um er sagt að tala við mömmu sína. En mæður þeirra búa ekki í nágrenninu, þær em jafnvel oft í öðm fylki. Hin nýbakaða móðir er send beint heim eftir fæðinguna og þegar frændfólk og fjölskylda býr í annarri borg er óhjákvæmilegt að konan einangrist. í Bandaríkjunum litum við svo á að mæður séu í lykilhlutverki hvað varðar heilsufar fjölskyld- unnar. Það em mæðumar sem taka eftir því ef eitthvað er að og það em þær sem sjá um að koma fjöl- skyldumeðlim til Iæknisins. Þann- ig að ef mæðumar em ekki heil- brigðar þá munu afleiðingamar verða þær að heilsufar allra í þjóð- félaginu mun versna. Eg er sann- færð um þetta. Hvert streitueinkenni út af fyrir sig virðist ekki afgerandi né mikil- vægt við fyrstu sýn: Konan er áhyggjufull, svolítið vonsvikin, kvíðin, pirrnð út í eiginmanninn fyrir að veita sér ekki nægilega at- hygli. Konan fær ekkert tækifæri til að tala um vanlíðan sína vegna þess að þessi einkenni em ekki „lögleg“ einkenni; þau tákna ekki sjúkdóm. En sé ekkert að gert magnast þessi einkenni og hafa djúp áhrif á konuna. Þau geta leitt til þunglyndis, reiði og íjandskapar út í umhverfið, vanrækslu gagn- vart baminu vegna þess að það er engin orka afgangs til að sýna öðr- um umhyggju hjá konu sem ekki fær neina umhyggju sjálf. Þetta er of alvarlegt mál til að nokkurt samfélag geti leyft sér að hundsa það. Það sem ég vil benda á fyrst og fremst er að við eigum ekki að bíða eftir þvi að konumar verði þunglyndar heldur fyrirbyggja að það geti gerst. Það væri mjög at- hyglisvert að kanna þetta á sam- bærilegan hátt hér á landi og ef ástandið er betra hér þá ættum við að geta lært mikið af því.“ Rannsóknir dr. Dyanne D. Affonso benda til að ástæðurfyrir fœðingarþung- lyndi séu ekki liffrœðilegar heldur eigi rœtur að rekja til álags á mæður sem þær fá hvorki aðstoð né stuðning til að vinna úr. Mynd: Kristinn. Sem fyrr segir hefur Marga Thome dósent kannað líðan ís- lenskra kvenna 7-12 vikum eftir bamsburð frá sjónarhóli heilsu- gæsluhjúkmnarfræðinga. Marga kannaði líðan 200 kvenna og er úr- takið frá þremur heilsugæslustöðv- um á stór- Reykjavíkursvæðinu. Niðurstöður hennar sýna að tæp- lega fjórðu hverri konu leið illa 7- 8 vikum eftir fæðingu, þó mismun- andi mikið. Allar konur sem leið illa við fýrsta mat vom beðnar um að svara afitur 1-2 vikum seinna og þá leið tæplega 2/3 hluta þeirra betur. Konum sem leið enn illa en væntu bata vom látnar svara í þriðja sinn, samtals sjö konur. Sex þeirra leið betur en einni áffam illa. Flestar konur í úrtakinu, sem greindust með vanlíðan upphaf- lega, höfðu því fengið bata 9 til 12 vikum eflir fæðingu og langflestar sex mánuðum eftir fæðingu. Eflir þessa sex mánuði kvörtuðu þó 10% þeirra sem leið illa upphaf- lega ennþá yfir vanlíðan. Hlutverk hjúkrunarfræð- inga mikilvægt Marga segir að ekki sé hægt að fullyrða að það sé vegna meðferð- ar heilsugæsluhjúkmnarfræðinga sem konum batnar eða vegna þess að vanlíðan eftir fæðingu dvíni sjálfkrafa. Marga segir að eflaust eigi það þátt í að íslenskar konur finna ekki fyrir vanlíðan í sama mæli og bandarískar að þær liggja lengur á sæng á sjúkrahúsi og njóta þar að- stoðar og umhyggju. „Hér fá mæð- ur hjúkmnarfræðinga heim í reglu- legar heimsóknir í þrjá mánuði eft- ir fæðinguna og það skiptir einnig máli,“ segir Marga. „Fjölskylda konunnar er ekki eins langt í burtu og móðirin fær einnig oft stuðning frá vinkonum. Ef starfsfólk á sjúkrahúsi kemst að því að ekkert af þessu er til staðar og konan fær engan stuðning heima hefur það samband við heilsugæslustöðina og þá kemur heilsugæsluhjúkrun- arfræðingurinn fyrr til konunnar og fylgist oftar með. Hér hafa allar konur heilsugæslustöð sem fylgist með en svo er ekki erlendis. I minni könnun spurðum við konumar hvað það væri sem olli vanlíðan þeirra og þær nefndu oft- ast einhvers konar álag. Streita er langefst á blaði, þ.e. streita í sam- skiptum við bamsfoðurinn sem tengist ofl uppeldi fleiri bama á heimilinu. Það er lika nefnd streita tengd heilsufarslegum ástæðum því konur bera alltaf ábyrgð á heilsufari allra á heimilinu eins og Dyanne nefndi. Félagslegar að- stæður valda líka streitu, t.d. hús- næðisbasl, áhyggjur út af fjárhag og atvinnuleysi. Konumar bera þessar áhyggjur sínar í hljóði og nefha þær ekki einu sinni við hjúkmnarffæðinginn sinn. Við er- um búnar að koma því inn í koll- inn á okkur að við getum allt, get- um alltaf staðið einar.“ Væntingar til barnsföður „Ýmsar kannanir sýna að við höfum miklar væntingar til bams- föðurins, við ætlumst til að hann styðji okkur í uppeldinu. Þessar væntingar virðast ekki ganga upp vegna þess að í okkar þjóðfélagi er þess hreinlega vænst af karlmönn- um að þeir séu sívinnandi og þeir hafa ekki tíma til að veita konunni stuðning. Þeir em einfaldlega ekki heima.“ Dr. Affonso tekur undir þetta. Hún bendir á að frekari rannsókna sé þörf, m.a. á því hvenær þarfir kvenna séu mestar fyrir stuðning á meðgöngunni og eftir fæðinguna. „Eitt af því alvarlega við þetta er að þegar við heyrum umkvartanir bamshafandi konu eða konu sem hefur nýlega fætt bam þá em þær afgreiddar með stimplinum: „Þetta er eðlilegt, vinan.“ Við viljum ekki heyra um vanlíðan og ýtum þeim burt á þennan hátt. Konur em ekki heimskar og þær skilja hvað að þeim snýr þannig að þær hætta að tala um líðan sína og leyna þung- lyndi sínu, jafnvel svo ámm skipt- ir. Þessu verðum við að breyta." -vd. NÝTT HELGARBLAÐ 5 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.