Þjóðviljinn - 28.09.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.09.1991, Blaðsíða 3
Apgefnu tiiæfni Happó, liunmó, púkó og sitthvað fleita Yfírleitt er talið heppilegt að sæmilegt samræmi sé milli orða og athafna. í stjórnmálum er þetta beinlínis talið til vitnis um heiðarleika, spurt er um kosn- ingaloforðin að kosningum loknum, hvernig birtast hástemmdar yfirlýsingar flokksþinga í veruleika dagsins, haga stjórnmálamenn sér í samræmi við það sem þeir sjálfír boða? Öldum saman hef- ur þjóðin haft yndi af að velta fyrir sér hvort prestarnir breyti í samræmi við kenninguna og hafa spéfuglar m.a. sett fram þá kenningu að prestar og vegvísar eigi það sameiginlegt að vísa veginn, en fara hann ekki sjálfir. Hver kannast ekki við þann vanda sem skapast þegar breytni foreldra er ekki í sam- ræmi við það sem bömum er kennt um kór- rétta hegðun. Drykkfeldum foreldrum geng- ur ekki vel að boða bindindi, ökuföntum illa að kenna aðgæslu í umferðinni, og þannig mætti lengi telja. í dag er litið á nokkur dæmi um það þegar samræmið á milli orða og athafna er í slakara lagi. Má af þessu tileíni ekki minna vera en byijað sé á sjálfri hámenntastofnun þjóðarinnar, Háskóla Islands. Nýlega skýrðu kennarar við stofnunina ffá því að þeim þætti nýnemar svo illa að sér í íslensku að til vandræða horfði. Var af þessu tilefni rætt um að stofna til námskeiðs fyrir þá nemendur sem kynnu ekki móðurmálið þrátt fyrir sam- fellda skólagöngu nokkuð á annan áratug, hafandi auk þess æff sig í að tala mál þetta í ein 20 ár. Sem vonlegt er brá mörgum í brún og stóð ekki á vangaveltum um að skólakerfið hefði nú brugðist eina ferðina enn. Hvemig sem á því stendur er skólakerfið æði oft dregið til óskilgreindrar ábyrgðar um leið og hegðun ungmenna þykir í einhveijum efnum vafasöm. Enda þótt skólar séu mikilvægustu uppeldisstofnanir þjóðfélagsins þá verður þeim ekki kennt um allt sem miður kann að fara í uppeldis- og kennslumálum. Tungu- málið læra böm og unglingar ekki í skólum og margt bendir til að breytingar á málinu nú orðið séu mjög örar, hvað sem allri íslensku- kennslu líður. Sjónvarp, kvikmyndir, mynd- bönd og útvaipsstöðvar hafa áreiðanlega miklu meiri áhrif á málið en almennt er við- urkennt. Mikill munur er á talmáli ungs fólks nú, eða því sem var á vömnum fyrir aldarfjórðungi eða svo. Má um það taka al- geng dæmi eins og þetta: Setningar em ekki kláraðar, en lokið á orðunum þú veist í vissu þess að viðmælandinn skilji hvað ætlunin var að segja. I talmálinu heyrist hinsvegar ekki þú veist heldur þúst eða eitthvað í þá áttina. Ef spurt er: hvað kostaði peysan sem þú ert í, og svarið er þijú þúsund (sem er kannski allt of lágt nú til dags!) er sagt: þijúst. í stuttu samtali má búast við að heyra orðin einmitt og akkúrat, annað eða bæði, fjörutíu til fimmtíu sinnum. Hjá mörgum er því líkast sem málið sé að fletjast út í hálfar setningar, takmarkaðan orðaforða og loðinn framburð. Hér skal þó tekið fram að með þessu er ekki verið að dæma málfar heillar kynslóðar, aðeins að vekja athygli á breyt- ingum sem undirrituðum sýnast augljósar og em ömgglega ekki mnnar undan rifjum skólanna. Um likt leyti og háskólamenn létu í ljós áhyggjur sínar af íslenskukunnáttu ung- menna var verið að undirbúa happdrætti með nýju sniði á vegum Háskólans. Sjóðshapp- drætti er það kallað og mun ætlunin að draga annan hvem þriðjudag og þá einungis úr þeim miðum sem seldir hafa verið liðnar tvær vikur. Hönnuðir hins nýja happdrættis hefðu að skaðlausu mátt njóta ráða orðhagra manna innan Háskólans (en þar er sem betur fer nóg af þeim) því að þeim datt ekkert snjallara heiti á happdrættið í hug en HAPPÓ. Við þessa ráðstöfún langar undirrit- aðan að gera athugasemd á þvi ylhýra máli sem forráðamönnum Háskólahappdrættis þykir við eiga. Það er vemlega púkó af þeim Það er verulega púkó af þeim í Háskó að kalla happdrættið Happó. Gamla Háskóhappó var alltaf kallað Happdrætti Há- skólans og Happóþrennó hefur hingað til verið nefnd Happa- þrenna. í Háskó að kalla happdrættið Happó. Gamla Háskóhappó var alltaf kallað Happdrætti Háskólans og Happóþrennó hefúr hingað til verið nefnd Happaþrenna. Sjálfsagt em þeir Happómenn með þessu að keppa við Lottó. Nafnið á því happói er hinsvegar tekið óbreytt úr erlendum málum. Fyrst Háskóísó hefur áhyggjur af málókunnó stúdenta þá ætti hinni virðulegu menntastofnun ekki að verða skotóskuldó úr því að finna nafnó, ívíð íslenskólegró en HAPPÓ á sitt nýja Happó. Með því yrðu betra samró í milli orða og at- hafna í Háskóísó. r Ur léttum sálmum yfir í ögn þyngri vers, en þó á sömu nótum um orð og athafn- ir.. Fyrir hálfúm mánuði fjallaði ég á þessum vettvangi um þann vanda sem landsbyggð- inni stafaði af stefnu rikisstjómarinnar og sagði í lokin: „Byggðastefna“ af því tagi sem nú er rekin leiðir hins vegar til stór- felldrar byggðaröskunar á afar skömmum tíma. Út úr því geta markaðshyggjupostul- amir sjálfsagt fengið aukna hagkvæmni, en í fjölmörgum byggðarlögum mun hún birtast íbúunum í formi atvinnuleysis og verðlausra eigna, lakari þjónustu, fámennari skóla og brottflutnings að lokum. En hvað varðar þá um það sem lúta leiðsögn Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar?" Siðan þetta var ritað hefúr samgönguráð- herra, Halldór Blöndal, látið boð út ganga um nýja siði í samgöngumálum landsbyggð- arinnar. Ríkisskip er til sölu segir hann. Sama dag gefur hann út fyrirmæli um að siglingum til Færeyja skuli hætt. Sem von- legt er rekur forstjóra fyrirtækisins i rogast- ans því þessar siglingar em eitt af því fáa sem Ríkisskip græðir á. Þetta er í hæsta máta sérkennileg sölumennska, fyrst er anginn sem skilar hagnaði skorinn af án þess að nokkurt endurgjald komi fyrir. Að því loknu er afgangurinn, sem tapið er á, til sölu. Ríkisskip er ekki gróðafyrirtæki og hefur sjálfsagt aldrei verið. Strandferðaskipin em á hinn bóginn hluti af samgöngukerfi Iandsins, feijumar líka. A þessa þjónustu ber að líta á sama hátt og vegagerð og viðhald sam- göngumannvirkja. Nú getur það að sönnu ekki verið sáluhjálparatriði sem ekki má undir neinum kringumstæðum víkja frá að ríkið eigi og reki skipafélag. A sumum svið- um er ríkisrekstur bráðnauðsynlegur en á öðmm óþarfúr. í þessu tilviki er komin upp nýstárleg mótsögn. Ef rekstri Skipaútgerðar ríkisins er hætt blasir við að hlutdeild Eim- skips í flutningakerfinu eykst. Félagið ræður nú um 65% af flutningum á sjó, og þegar þess er gætt að sömu aðilar ráða að minnsta kosti jafn miklu af loftflutningunum með að- ild sinni að Flugleiðum, þá er ljóst að einok- unaraðstaða er að skapast með því að tveir þriðju af loft- og sjóflutningum em á einni hendi. Sagt með öðrum orðum: Áframhald- andi rekstur Rikisskipa stuðlar að aukinni samkeppni, en tryggir auk þess þjónustu við þá sem ekki er gróðavænlegt að þjónusta. Liggur nú beint við að líta á samræmið á milli orða og athafna hjá samgönguráðherra og rikisstjóm, en í stefnuyfirlýsingu hennar ffá 30. apríl í vor stendur: „Ríkisstjómin stefnir að opnun og eflingu íslensks samfé- lags, m.a. með afnámi einokunar og hafla í atvinnulífi og viðskiptum, með aukinni sam- keppni á markaði í þágu neytenda og löggjöf gegn einokun og hringamyndun.“ r Istefnuyfirlýsingu ríkisstjómar Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks stendur margt fleira sem vert væri að huga að og bera sam- an við þær athafnir sem við blasa, en i henni segir meðal annars: „Markmiðum sínum hyggst ríkisstjómin ná með eftirfarandi að- gerðum: 1. Með sáttagjörð um sanngjöm kjör, þannig að auknar þjóðartekjur skili sér i bættum lífskjörum, m.a. með aðgerðum í skatta- og félagsmálum, sem koma hinum tekjulægstu og bamafjölskyldum að gagni.“ Þetta er í hæsta máta sérkenni- leg sölumennska, fyrst er ang- inn sem skilar hagnaði skorinn af án þess að nokkurt endur- gjald komi fyrir. Að því loknu er afgangurinn, sem tapið er á, til sölu. Við höfúm verið að sjá ffamlag ríkis- stjómarinnar til sáttagjörðar um sanngjöm kjör á mörgum sviðum að undanfomu og innan tíðar munu koma í ljós miklu fleiri vitnisburðir um skilning hennar á sáttum í þjóðfélaginu. Allt er það á eina bókina lært. Aðgerðir sem þegar er búið að grípa til koma ekki „hinum tekjulægstu og bamafjöl- skyldum að gagni,“ heldur öfúgt, vandi hinna lakast settu hefur stórlega aukist. Út um allt land trúa menn einatt ekki sín- um eigin eyrum þegar fféttir berast af því sem til stendur. „Með aðgerðum í atvinnu- og samgöngumálum verði þjónustu- og vaxtarsvæði á landsbyggðinni styrkt. Dregið verði úr miðstýringu og forræði í eigin mál- um flutt í heimabyggð." Þetta stendur líka í nefndri stefnuyfirlýsingu, en er í víðáttufjar- lægð frá vemleikanum. Með happómálfari myndi stefnuyfirlýsingin að minnsta kosti vera talin lummó eða púkó gott ef ekki bulló og er nú mál að linni. hágé. Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. september 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.