Þjóðviljinn - 28.09.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.09.1991, Blaðsíða 6
MDiMNG Geir Kristjánsson rithöfundur Fæddur 25. 6. 1923 - Dáinn 18. 9. 1991 Einna sérkennilegastur hinna nýju gesta var Geir Krist- jánsson. Hann hafði numið rúss- nesku í Svíþjóð og fékkst eitthvað við kennslu og pýðingar úr því máli, en tekjur hans voru rvrar og mér skildist að hann lifði nelst á kaffi og vínarbrauðum. Hann var með afbrigðum grannholda og mjósleginn og hafði þann sið að bera til fætuma eins og hann gengi á línu, þó án þess að sveifla handleggjum ,að ráði til að halda jafnvæginu. A götu minnti hann á upphrópunarmerki sema jafnan rekur lestir bókstafa, svo hægt og settlega gekk hann á sinni tein- réttu ferð. Hinsvegar bar það stundum við að hann missti jafn- vægið á venjulegum borðstofustól í miðri ræðu þegar hann hafði set- ið að drykkju um hríð, og féll óvart á gólfið ef enginn varð fyrri til að taka af honum fallið. En slík óhöpp trufluðu ekki ræðu hans eða vöktu grun um að nú væri rökvísi hans farið að förlast af öl- vímunni, enda var andleg skerpa hans aldrei meiri eða rökfimi hans óbrigðulli en þegar hann fór að hallast á stólnum. Sennilega hefur næringarskortur valdið þessum undarlegu jafnvægistmflunum. Geir Kristiánsson samdi srná- sögur af mikiili list og einstæðri vandvirkni. Sjálfsgagnrýni hans var svo hörð að honum þótti aldrei saga fullunnin, og varð því lítið úr verki. Stfll hans var jafn hnitmiðaður og göngulagið. Þessi vandvirkni var honum í blóð bor- in. Eg minnist þess að hann kom einu sinni sem oftar í heimsókn til okkar þegar við bjuggum á Vestur- götunni, og þá hittist svo á að við hjónin vomm önnum kafin við að slá pappír utan um Birtingshefti til áskrifenda, og notuðum lím til að festa saman pappírssamskeytin. Geir bauðst óðar til að hjálpa okk- ur að haska af þessu smáræði, en verklag hans var svo sérkennilegt að okkur féllust hendur við að horfa á tilburðina. Pappírnum sveipaði hann um heftin eins og reifi um húðlausan hvítvoðung, og límkústinum beitti hann eins og listmálari sem nostrar við mál- verkið sitt. Hann púaði einhverja lagleysu við hverja stroku. En jafnskjótt og verki lauk og við settumst inn í stofu að sötra kaffi, breyttist hann í harðskeyttan við- mælanda sem beitti mæltum orð- um af meiri rökfimi en títt er um skáld. Hann átti til að vera harður í dómum um menn og málefni, og þó réttsýnn í hvívetna, ágætlega róttækur og manna dómharðastur um skáldskap. Hann var einn mesti aufúsugestur sem okkur sótti heim um þær mundir, og ég minn- ist vonbrigðanna sem ég varð sleg- inn þegar við hjónin komum heim eitt kvöldið og fundum miða á hurð, festan með teiknibólu, áletr- aðan þessum orðum: „Kom hér að lokuðum dyrum. Jesús Kristur". Það gat ekki verið neinn annar en Geir Kristjánsson.“ Þannig lýsti ég Geiri í bók minni „Framhaldslíf förumanns" tæpum þrjátíu árum eftir að hann var okkur hjónum aufúsugestur á Vesturgötunni árið 1956. Þá um haustið kom fyrsta bók hans út, smásagnasafhið „Stofnun- in“, og sætti meiri tíðindum en menn gerðu sér almennt grein fyr- ir í þann tíma. Síðan hefur bókin vakið athygli bókmenntafræðinga og verið umfjölluð sem tímamóta- verk. Hinsvegar markaði hún ekki höfúndinum upphaf glæsilegs fer- ils í skáldskap, því engu var líkara en eðlislæg vandfysni hans og gagnrýni á verk annarra tæki að snúast gegn honum sjálfum meira en góðu hófi gegndi og honum iætti seint sniðnir vankantar af )eim örsögum sem hann samdi og ét á prent næstu árin. Loks sneri hanp sér alfarið að þýðingum. I heilan aldarfjórðung átti ég ekki kost á því að fylgjast náið með ritstörfum hans, en hafði þó spurnir af að ekki komu fleiri sög- ur frá hans hendi. Þegar ég fluttist loks aftur heim til Islands vorið 1988 var mitt fyrsta verk að hringja til hans og forvitnast um hagi hans. Þá kom á daginn að hann hafði fest ráð sitt fyrir tveim áratugum, og hann bauð mér óðar heim að borða með þeim hjónum. Hann hafði ekki breyst að ráði, nema gránað á hár og gildnað of- urlítið undir belti eins og títt er um menn sem eru vel giftir. Td marks um vaxandi atorku sína við ritstörfin gat hann þess að fjórða þýðingasafn hans á ljóðum er- lendra snillinga, aðallega rúss- neskra, væri væntanlegt þá um haustið. Af ýmsum ástæðum varð ekki úr frekari heimsóknum, enda flutt- ist ég fljótlega í annað bæjarfélag handan flóans. Geir var mér þó J'afnan hugleikinn, ekki síst ljóða- lýðingar hans sem báru vand- virkni hans og alúð fagurt vitni. Við hringdum stundum hvor til annars, og ég frétti um langvinn veikindi hans vegna brostinnar hælsinar sem ekki vildi gróa, og heimsótti hann raunar á Lands- Níutíu og fimm ára verður á morgun, 29. september, Magnús Ás- mundsson, verkamaður og sjómaður á Akranesi. Hann fæddist á Heggs- stöðum í Andakílshreppi, sonur bóndans þar, Ásmundar Þorláksson- ar, og húsfreyju, Kristbjargar Þórð- ardóttur. (Sjá Bergsætt I, bls. 18). Á þrettánda ári missti Magnús fbður sinn og fór þá á Brekku á Hvalfjarð- arströnd og var þar fjögur ár. Til Akraness fluttist Magnús 1918 og um líkt leyti móðir hans og systkini. Keyptu þau Lambhús og voru lengi við þau kennd. í ársbyij- un 1920 réðst Magnús til útgerðar Haralds Böðvarssonar - sem hann starfaði síðan hjá i meira en 60 ár - þá til Sandgerðis sem landmaður. Næsta vetur reri hann þar á mb. Agli Skallagrímssyni og síðar fjórar vertíðir á mb. Val, tóíf lesta báti, sem Einar á Bakka var með. Fyrstu vertíðina, effir að Haraldur Böðvars- son flutti útgerð sína til Akraness, reri Magnús á mb. Haraldi, sem Þorkell Halldósson var með, en var næstu fimm vertíðir landmaður þess báts. Um þá vinnu höfðu Haraldur spítalann þar sem hann var rúm- fastur mánuðum saman. Eftir að hann komst á ról hitti ég hann tvisvar. En síðan hófst annað veik- indaskeið sýnu alvarlegra en hið fyrra, og lauk ekki fyrr en hann var allur. Það lýsir æðruleysi Geirs Krist- jánssonar vel að hann vann að nýju safhi öndvegisþýðinga meðan hann beið dauða sfns. Bókin kom út sama daginn og hann lést. Eg votta konu hans innilega samúð. Hannes Sigfússon Á stríðsárunum vék atvinnu- leysi fyrir velmegun, stofnun lýð- veldis var fylling þjóðþrifa undan- farandi hundrað ára og sigrar bandamanna vöktu vonir um betri heim. Fjarri ógnun stríðsins mót- uðust ungmenni hér á þessum ár- um af bjartsýni, jafnvel áhyggju- leysi, og metnaði. Mörg þeirra báru það svipmót ffam yfir miðjan aldur. Svipmót þessara ára bar Geir Kristjánsson, þegar fundum okkar bar fyrst saman, í London f janúar 1949, en á þrftugsaldri var hann glæsimenni og alla jafna vel til nafður. Þá um haustið hafði Geir farið til Parísar frá Svíþjóð, þar sem hann hafði numið rússnesku, og las bókmenntir, gamlar og nýj- ar. Mun hann þá hafa hugað yí há- skólapróf f þeim fræðum. Ymist ræddum við vinstri pólitík eða verkamaður 95 ára Sturlaugsson og Sigurdór Sigurdórs- son í Til fiskiveiða fóru eftir Magn- úsi: „Þetta starf að vera landmaður á báti á línuvertíð, hygg ég, að sé eitt- hvert allra erfiðasta verk, sem ég hef unnið um dagana. Þetta var þræla- vinna. Við beittum, gerðum að, hausuðum og söltuðum aflann, for- bækur. Hann hafði þá þegar tamið sér nokkum hálfkæring í frásögn, en glöggskyggni hans auldist mér ekki. Framan af næsta áratug sá Geir Kristjánsson um Tímarit MIR, en ég stóð í umstangi f æskulýðsfélagi sósíalista. Hittumst við þá oft, ekki síst á Miðgarði, meðan var og hét. Las ég það, sem hann birti, smásögur og ljóðaþýð- ingar, (en missti af útvarpsleikriti hans 1951), og fannst þær bera ótvíræð rithöfundar einkenni. - Og við endurlestur finnast mér smásögurnar á Stofnuninni og fyrstu Tjóðaþýðingar hans síst síðri en fyrir aldarþriðjungi. — En hvað sem því olli, varð hann ekki við Deim fyrirheitum, þótt vönduð Dýðingarstörf ynni. Mörg leikrit Dýddi hann fyrir Ríkisútvarpið og a.m.k. þrjú fyrir Leikfélag Reykja- víkur, á meðal þeirra Þriár systur og Vanja eftir Á. P. Tsékof. Kver með ljóðaþýðingum eftir Paster- nak gaf hann út 1961 og annað með ljóðaþýðingum eftir Ma- jakowsfci 1965 og loks safn þýddra ljóða eftir ýmsa höfunda, Hin græna eik, 1971. Skáldsögu þýddi nann líka. Atvikin höguðu því svo, að eftir 1960 bar fundum okkar Geirs Kristjánssonar æ sjaldnar saman, en þeir vom aila tíð vinafundir. Sfðast sá ég honum bregða fyrir á borgarstræti í sumar. færðum saltfiskinn, sóttum salt og vatn langar leiðir, skárum beitu og ég veit ekki hvað. Það var ekki mik- ið um svefn hjá manni á þeim tíma.“ (Bls. 255) Magnús giftist 3. desember 1932 Sigríði Ebenezerdóttur, dóttur Ebenezer Helgasonar, sjómanns og verkamanns í Reykjavík, (ættaðs úr Olafsvík) og eiginkonu hans, Ingi- bjargar Gunnarsdóttur frá Gullbera- staðaseli í Lundarreykjadal, en Sig- ríður lést fyrir þremur árum. Þau eignuðust tvö böm, Ebbu Ingibjörgu f. 1938 og Gylfa, f. 1940, sem lærði bókbandsiðn, en hefúr stundað sjó eða verkamannavinnu. Þá ólst upp hjá þeim Magnúsi sonur Sigríðar af fyrra hjónabandi. Fram eftir aldri var Magnús hestamaður (og hefur Gylfi §onur hans erft það upplag hans). I all- mörg ár átti hann fagran gæðing, Molda, og verður enn oft litið til hans á mynd. Félagsmál hefur Magnús ekki látið til sín taka, en var ()ó einn stofnenda Verkamannafé- ags Akraness. Gamall Akurnesingur Utboð Snjómokstur á Norðurlandi vestra Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i snjómokstur sem hér segir: 1. Snjómokstur: Blönduós - Skagaströnd - Húna- ver, 1991-1994. 2. Snjómokstur: Sauöárkrókur - Vatnsskarð - Norðurárdalur, 1991- 1994. 3. Snjómokstur: Sauðárkrókur - Ketilás ásamt Al- exanderstlugvelli, 1991-1994. Útboösgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Borgartúni 5, Reykjavík, (aðal- gjaldkera) frá og með 30. september n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 14. október 1991. Vegamálastjóri Haraldur Jóhannsson Magnús Asmundsson Þ J ÖNU STUAXJGLÝ SINGAR RAFRUN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafvcrktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími 641012 GLOFAXl HF. ÁRMÚLA 42 108 REYKJAVlK SlMI: 3 42 36 #// Orkumælar frá KAJkusxKtrp h^Brrwo ajh UR f-fW= _ Innflutnlngur — r.rrknlfyjónust* Rennslismælar frá HYDROMETER Sími652633 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. september1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.