Þjóðviljinn - 28.09.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.09.1991, Blaðsíða 4
9 Handboltinn að byrja Víkingar mæta norska lið- inu Stavanger í Laugardalshöll á morgun, sunnudag, í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni fé- iagsliða. Á miðvikudaginn í næstu viku, 2. október, hefst svo ísiandsmótið í handknatt- leik. Leikurinn á sunnudag, sem hefst klukkan 20.30, verður hinn 37. í sögu Víkings í Evrópu- keppni og trúlega sá síðasti í Höllinni, því senn líður að því að íþróttahús félagsins í Fossvogi verði tilbúið. Þrír nýir leikmenn hafa gengið til liðs við Víkinga, þeir Gunnar Gunnarsson frá sænska félaginu Ystad, Helgi Bragason frá ÍBV og Sigurður Jensson, sem aftur er farinn að leika með félaginu eftir nokkurt hlé. Hinsvegar er landsliðsmað- urinn Bjarki Sigurðsson enn ekki orðinn leikfær eftir meiðsl sem hann hlaut síðastliðinn vetur. Norska liðið Stavanger er tal- ið eitt sterkasta félagslið á Norð- urlöndum en þjálfari þess er sænski „íslandsbaninn“, Claes Hellgren. Frægasti leikmaður þess er án efa sænski landsliðs- maðurinn Magnus Andersson sem keyptur var frá Drott fyrir um 10 miljónir króna. Auk hans eru í liðinu samlandi hans Robert Hedin, sem var markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni 1989- 1990, og nokkrir norskir lands- liðsmenn. -grh Póstur og sírni hækka í samræmi við forsendur í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár og til þess að Póst- og símamálastofnunin geti staðið undir rekstri, fjárfestingum og greiðslum í ríkissjóð, hækka gjaldskrár fyrirtækisins frá og með næsta þriðjudegi, 1. októ- ber. Samkvæmt því hækkar gjald- skrá fyrir póstþjónustu um 15,4% og símtöl innanlands um 3%. En þar sem engin hækkun verður á símtölum til útlanda né á telex- þjónustu, metur fyrirtækið þessa hækkun á símaþjónustu aðeins sem 2%. Sem dæmi um verð- breytingar má nefna að þriggja minútna símtal á milli Reykja- víkur og Egilstaða hækkar, á dag- taxta, úr 20,55 krónum í 21,20. Samsvarandi símtal um helgar og kvöld hækkar úr 11,80 í 12,20 krónur. Burðargjald fyrir 20 gramma bréf, innanlands og til Norður- landa, hækkar úr 26 krónum í 30, til annarra landa í Evrópu úr 31 krónu í 35 og flugburðargjald til landa utan Evrópu úr 47 krónum í 55 krónur. -grh Ólöglegar rækjuveiðar I fyrradag stóð varðskip fjóra báta að óiöglegum rækju- veiðum innan viðmiðunarlínu á Axarfirði og voru þeir færðir til hafnar á Dalvík. Þetta voru bátamir Stefán Rögnvaldsson EA-345, Otur EA 162, Víðir Trausti EA 517 og Sæbjörg ÓF 4. Samkvæmt ný- settri regiugerð eru veiðar, þar sem bátamir vom, óheimilar án sérstaks leyfis. -grh Aldursforsetinn stendur sig Ungverski stórmeistarinn, Lajos Portisch, aldursfor- seti Heimsbikarmóts Flugleiða, hefur staðið sig prýði- lega það sem af er. Hann gerði að vísu stutt jafntefli í blóðlausri skák við Karpov, en var nálægt því að sigra Beljavskij og Khalif- man með svörtu. Portisch hefur undirbúið sig rækilega fyrir hverja skák, ekki aðeins með því að fara yfir helstu skákir mót- herjanna, heldur einnig með daglegum söngæfingum í kjall- ara Loftleiðahótelsins. Kl. 11 stundvíslega hvern morgun byrj- ar hann og hættir ekki fyrr en eftir um 2 klst. æfingu:. 3. umferð: Hvítt: Alexander Khalifman Svart: Lajos Portisch Kastalónsk byrjun 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 Be7 5. RD 0-0 6. 0-0 dxc4 7. Ra3 (Þetta afbrigði katalónsku byrj- unarinnar hefur verið mikið tefit meðal ungra sovéskra skákmanna. Einnig er leikið 7. Re5 eða 7. Dc2.) 7. .. Bxa3 8. bxa3 Bd7 9. Re5 Bc6 10. Rxc6 Rxc6 11. Bb2 Rd5 12. Hbl Rb6 13. e3 Dd6 14. Dc2 Hfd8 15. Hfdl Hab8 16. e4 e5! (Portisch hefur leyst öll vanda- mál byijunarinnar af miklu öryggi. Hann hyggst nú svara 17. dxe5 með 17. .. Dc5 og svartur á betri stöðu t.d. 18. Dc3 Ra4! o.s.frv.) 17. d5 Rd4 18. Bxd4 exd4 19. Hxd4 c6 20. a4 Dc5 21. Dc3 cxd5 22. exd5 Hbc8 23. Hb5 De7 (Ekki 23. .. Rxa4 24. Hxc5 Rxc3 25. Hdxc4 og hvítur stendur betur.) 24. a5! (Leiðir til þvingaðrar leikjarað- ar.) 24. .. Ra4 25. Dc2 Del+ 26. Bfl Rc3 27. Hxb7 Rxd5 28. Hxc4 (Portisch varð að hafa séð þessa stöðu fyrir þegar hann lék 24. .. Ra4. Hann virðist í dálitlu klandri, en á stórskemmtilegan leik sem heldur jafnvæginu.) 28... Re3! 29. fxe3 (Vitaskuld ekki 29. Hxc8 Dxfl mát) 29. .. Hxc4 30. Dxc4 Dxe3+ 31. Kg2 (Alls ekki 31. Khl DD+ og vinnur hrókinn á b7, 32. Bg2 strandar á 32. .. Hdl+ og mátar.) 31... Hd2+ 32. Kh3 Dh6+ 33. Dh4 - Jafntefli. Helgi Ólafsson VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN Allsherjaratkvæðagreiðsla ákveðið hefur verið að viðhafa alls- herjaratkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa á 16. þing Verkamannasambands íslands, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum dagana 22.-25. október 1991. Tillögur stjórnar og trúnaðarráðs um fulltrúa liggja frammi í skrifstofu félagsins frá og með mánudeginum 30. september 1991. Öðrum tillögum, með nöfnum 15 aðalfulltrúa og 15 varafulltrúa, ber að skila á skrifstofu Framsóknar fyrir kl. 12 á hádegi mánudaginn 7. október 1991. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli eitt hundrað fullgildra félagsmanna. Stjórnin. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. september 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.