Þjóðviljinn - 05.10.1991, Page 2
Hægri stjórn í Svíþjóð
I'gær tók við völdum ný ríkisstjórn í Svíþjóð. Það er
samsteypustjórn fjögurra borgaraflokka undir for-
sæti Carls Bildts, leiðtoga Hægri flokksins. Hann
er fyrsti hægri maðurinn sem sest í forsætisráð-
herrastól í Svíþjóð í rúma 6 áratugi. Jafnaðarmenn,
sem hafa haldið um stjórnvölinn þar í landi frá því á
millistríðsárunum, ef frá eru talin árin 1976-1982,
biðu einn stærsta ósigur í sögu sinni í kosningunum
15. septeber sl. og verða nú að yfirgefa stjórnarráð-
iö.
Það eru vissulega nokkur tíðindi þegar sænskir jafn-
aðarmenn yfirgefa ríkisstjórnarstólana. Fá ríki, ef
nokkurt, hafa búið við jafn mikinn stöðugleika í
stjórnmálum og Svíþjóð, og á síðustu sextíu árum
hafa borgaraflokkarnir aðeins einu sinni komist til
valda, þ.e. 1976- 1982. Á þeim kjörtímabilum tveim-
ur störfuðu þrjár ríkisstjórnir, tvær undir forystu Thor-
björns Falldins þáverandi leiðtoga Miðflokksins og
ein undir forsæti Ola Ullsten sem þá veitti Þjóðar-
flokknum forystu. Nú er Hægri flokkurinn undir leið-
sögn Carls Bildts langstærstur borgaraflokkanna og
eðlilegt að hann setjist í forsætisráðherrastól eftir
góðan kosningasigur.
I stefnuyfirlýsingu sem nýi forsætisráðherrann flutti
sænska þinginu sagði hann að stjórn sín myndi af-
nema veltuskatt, fækka hindrunum fyrir erlenda
eignaraðild í fyrirtækjum og skera duglega niður rík-
isútgjöldin til að lækka skatta, sem eru með þeim
hæstu í heiminum. Þá ætlar nýja stjórnin einnig að
breyta áherslum í utanríkismálum, m.a. með stór-
auknu vægi Evrópumálanna, en Bildt boðar að
hraða eigi eins og frekast er unnt inngöngu Svíþjóð-
ar í Evrópubandalagið. Breytt verður um áherslur í
þróunaraðstoð, m.a. hætt við að aðstoða Kastró á
Kúbu og aðstoð við Víetnam minnkuð. Hins vegar á
að auka aðstoð við Eystrasaltsríkin, sérstaklega á
sviði umhverfismála.
Svíþjóð hefur til margra ára verið talin fyrirmynd vel-
ferðarríkja. Sænska velferðarkerfið hefur á sér orð
fýrir að vera afar fullkomið, jafnvel þannig að of langt
sé gengið. Svo kann vel að vera. Megin atriðið í
tengslum við sænska velferðarkerfið er þó það að í
þjóðfélaginu er ríkjandi það grundvallarviðhorf að
stjórnvöld eigi að stuðla að samhjálp og réttlátri
tekjuskiptingu. Þetta þykja svo sjálfsagðir hlutir að
það mun reynast erfitt fyrir nýja stjórn að veitast að
þessum grundvelli jafnvel þó hún hefði áhuga á því.
Hún mun hins vegar áreiðanlega reyna að draga úr
umfangi velferðarkerfisins og stuðla að einkavæð-
ingu þess á ákveðnum sviðum og með þeim hætti
breyta áherslunum.
Þó það sé ekki sérstakt fagnaðarefni að jafnaðar-
menn hafi hrökklast frá völdum í Svíþjóð, verður að
telja það hollt, bæði fyrir landið og flokkinn, að skipt
sé um stjórnarherra með reglulegu millibili. Eins-
flokksstjórn, jafnvel þó hún sé lýðræðislega kjörin og
búi við stjórnarandstöðu, hlýtur alltaf með langri
stjórnarsetu að missa tengslin við fólkið í landinu og
flækjast svo í neti kerfisins, að enginn greinarmunur
verður sjáanlegur á flokknum sjálfum annars vegar
og kerfinu og embættismannabákninu hins vegar.
Pólitíkin verður orðin embættísmennska og embætt-
ismennskan orðin að pólitík fyrr en varir og við höf-
um mörg dæmi um slíkt í heiminum. í Austur-Evrópu
er einsflokkskerfið hrunið, en illu heilli hafa Reykvík-
ingar ekki haft burði til þess að breyta til frá alræðis-
stjórn Sjálfstæðisflokksins nema einu sinni og þá að-
eins í eitt kjörtímabil.
Það er svo ánægjulegt að Svíar hafa haft burði og
þor til að skipta um stjórn, þó þess sé vitaskuld
vænst að jafnaðarmenn komi ferskir og endurnærðir
í stjórnarráðið að þremur árum liðnum.
ÁÞS
Þjóðviljinn
Málgagn sósíalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson.
Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson.
Ritstjórn, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1200 kr.
LIPPT & SKOIIÐ
Haustblús
Það dylst ekki að
haustið er komið.
Fyrsta djúpa lægðin
gekk yfir Island sama
dag og fjárlagafrum-
varpið var lagt fram.
Lægðin olli miklum
usla fyrir norðan, en
frumvarp Friðriks
Sophussonar virðist
ætla að hleypa öllu
upp í loft í þjóðfélag-
inu. Það er sama hvar
drepið er niður fæti;
allir eru hundóánægð-
ir með frumvarpið og
fjármálaráðherra sjálf-
ur er ekki trúaður á að
þingmeirihluti sé fyrir
króanum. Það er því
ljóst að haustið verður
umhleypingasamt á
pólitíska sviðinu.
Þegar blöðum er
flett þessa daga blasir
ekki glæsileg framtíð-
arsýn við landanum.
Hvert gjaldþrotið rek-
ur annað, samdráttur í
afla, vaxtaokur og
þannig mætti lengi
halda áfram að telja
upp. Bjarghringur
efnahagslífsins er ál-
verið á Keilisnesi og
er gengið út frá því að
framkvæmdir hefjist
við það á næsta ári í
fjárlagafrumvarpinu.
Þrátt fyrir það efast
flestir um að gengið verði frá samn-
ingum um álverið á næstunni vegna
stöðu álsins á heimsmarkaði.
Þessi mynd sem fjölmiðlar gefa
af stöðunni er hryssingsleg og lætur
nærri að klippari óski þess helst að
skríða undir feld og bíða þess að
vori aftur.
En er framtíðin jafn svört og í
veðri er látið vaka eða eru menn
bara að mála skrattann á vegginn
vegna þess að samningar eru lausir?
Ekki skal dregið úr því að ýmsar
blikur eru á lofti, en það má líka
bcnda á það að á þjóðarsáttartíman-
um hafa fyrirtækin notið góðs af
stöðugleika, Iágri verðbólgu og mun
betri viðskiptakjörum en búist var
við.
Fyrirtækin ættu því að vera
sæmilega undir það búin aö mæta
þeim samdrætti sem í vændum er.
Spámennirnir
Hafandi þetta í huga er forvitni-
lcgt að skoða síðasta tölublað tima-
ritsins Stjómunar. Þar er spáð í fram-
tíðina og er yfirskrift þcirrar umljöll-
unar „Island: Hvert eigum við að
stefna?"
í inngangi að þessari umfjöllun
segir að ný heimsmynd blasi við ís-
lcndingum á næstu árum og áratug-
um og svo er spurt: Hvemig eiga Is-
lendingar að bregðast við hinum
nýju tækifærum? Erum við í raun-
inni lilbúin?
Stjómunarfélagið hefur undan-
farin ár fengið hingað til lands
þekkta viðskiptagúrúa til að halda
fyrirlcstra á opinberum vettvangi.
Hafa vcrið greiddar stórar fjárhæðir
til þess að fá þcssa nienn til að ræða
um, oft á tíðum, sjálfgefna hluti.
Þess er skemmst að minnast að
bjartsýnisspámaðurinn John Naisbitt
messaði yfir íslenskum viðskipta-
fræðingum í Borgarleikhúsinu í júní,
og í næstu viku mun David J. Her-
man, forstjóri Saab, leiða íslenska
atvinnurekendur í sannleikann um
hvernig eigi að stýra stórfyrirtæki á
Norðurlöndum á morgunverðarfundi
á Hótel Sögu.
I Stjómun eru þessir stóru spá-
mcnn. scm voru keyptir til að heim-
sækja Island. fengnir til þess að spá í
framtíðina fyrir okkur.
Þaö var því mcð töluverðri eftir-
væntingu að klippari réðst í lestur-
inn, því cithvað hafa þcir hjá Stjórn-
unarfélaginu verið að borga fyrir
þcgar þeir ákváðu að fá þessa nienn
hingað.
Jöfn nálægð við
alla markaði
Því miður virðast þessir menn
ekki búa yfir þeim stórasannleika
sem ætla mætti. Flest af því sem þeir
hafa fram að færa gætu flestir sæmi-
lega upplýstir samlandar okkar frætt
okkur um, en engu að síður er þetta
fróðleg lesning. Fyrstur fram á rit-
völlinn er japanski viðskiptagúrúinn
Kenichi Ohmae, en í kynningu á
honum í tímaritinu er sagl að honum
hafi verið lýst sem „Mr. Strategy" í
föðurlandi sínu. Ohmae- ritar grein
sem hann nefnir „Veröld án vamar-
múra: Sterkari samkeppnisstaða Is-
lands.“
Ohmae leggur áherslu á þri-
markaðinn svokallaða, þ.e. Evrópu,
Japan og Norður Ameríku, en á
þessum mörkuðum eru um 700 milj-
ón neytendur með háar ráðstöfunar-
tekjur, sem séu tilbúnir til að borga
fyrir góða vöm. Hann segir að það
sem selst vel á ákveðnu markaðs-
svæði eigi góða möguleika á að selj-
ast vel annarsstaðar.
Síðan snýr hann sér að Islend-
ingum. Hann bendir á að við reiðum
okkur mjög á útflutning til Evrópu-
bandalagsrikja en vanrækjum Jap-
ansmarkað, og hann spyr: Hvers
vegna? Hann segir að Japanir séu til-
búnir að greiða hvaða verð sem er
líki þeim varan og hann bendir á að
þeir séu mestu fiskætur í heimi. Þá
tekur hann vatnið fyrir og segir að
Frakkar flytji vatn til Japan og verð-
leggi það einsog ilmvatn. Islending-
ar eigi því möguleika á Japansmark-
aði cf þeir leggja áherslu á hann og
kynna vömr sínar rétt.
„Þið verðið að halda jafnri ná-
lægð við alla þessa markaði, skilja
þá markaði sem þið viljið þjónusta
og hætta að reiða ykkur um of á að-
eins eitt markaðssvæði.“
Þessi orð hljóma einsog öfug-
mæli í þeirri umræðu sem hefur dun-
ið á landsmönnum að undanfömu,
þar sem öll áhersla hefur verið lögð
á mikilvægi þess að samningar um
Evrópskt efnahagssvæði yrðu að
nást ef þjóðin ætti að eiga sér ein-
hverrar viðreisnar von.
Náttúran og
menningin
Tímaritið Stjómun ræðir líka við
dr. Ninu Colwill, en hún var prófess-
or viö viðskiptafræðideild Manitoba-
háskóla í Winnepeg. Colwill hefur
komið þrisvar til Islands og haldið
námskeið á vegum Stjómunarfélags-
ins. Yfirskriíl viðtalsins við hana er
„Langtímastefna í stað skyndi-
gróða“.
Colwill leggur áherslu á náttúm-
gæði landsins og menningu þjóðar-
innar.
Nú þegar 21. öldin kveður dyra
verður hvert skref sem þjóðin stígur
í efnahagsmálum ákveðin ógn við
sjálfstæði íslands og samheldni
þjóðarinnar. Með einhveijum hætti
verður að byggja þessi skref á stór-
kostlegum styrk Islendinga - ein-
stæðri og viðkvæmri náttúmfegurð
og hugkvæmni og andlegum eigin-
leikum þjóðarinnar.
Fyrir íslendingum liggur að selja
framleiðsluvörur þjóðarinnar á hin-
um breiða alþjóðamarkaði, um leið
og þið viðhaldið menningu ykkar og
þeim náttúmgæðum, sem gerir fram-
leiðslu ykkar og þjónustu mögulega.
Það væri freistandi að hvetja villt og
galið til aukins ferðamannaiðnaðar
og gera hann öflugri en nokkm sinni
fyrr. En hið viðkvæma landslag þolir
ekki að skilin séu eftir milljónir fót-
spora og þúsundir gosdósa. íslend-
ingar samtímans gætu hugsanlega
eygt með því aukna hagnaðarvon, en
arfleifð þeirra yrðu fáeinar auka-
krónur í vasann og fölnandi náttúm-
fegurð.“
Stóriðja og EB
ekki á dagskrá
Það er athyglisvert að enginn
hinna erlendu viðmælenda Stjómun-
ar ræðir um EB og það hvarflar ekki
að neinum þeirra að horfa til stóriðju
sem framtíðarlausnar fyrir íslend-
inga. Það er horfl til tiltölulega
ómengaðrar og fagurrar náttúru
landsins og til þeirrar gæðavöm sem
landið og hafið gefur af sér. Þá er
einnig horft í andlega fjársjóði þjóð-
arinnar.
Aðrir viðmælendur Stjómunar
en hér hafa verið taldir upp fjölluðu
vítt og breitt um markaðssetningu,
hlutverk stjómandans og stefhumót-
un, án þess að það snerti Island neitt
sérstaklega.
Satt að segja hafði klippari búist
við bitastæðari afrakstri af úttekt
Stjómunarfélagsins á því hvert ís-
land á að steíha í næstu framtíð.
Maður er óskup litlu nær eftir þenn-
an
í raun álíka miklu nær og eftir að
hafa lesið Völvu vikunnar eða Seið-
skratta Þjóðviljans.
-Sáf
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. október 1991
Síða 2