Þjóðviljinn - 05.10.1991, Qupperneq 3
Að gefnutilefni
Frá Viðeyjarundrum til viðundurs
Þá er ijárlagafrumvarpið komið fram. Sjaldan hefur þessi árlega afurð allra rík-
isstjórna verið betur kynnt fyrirfram. Allt frá Viðeyjarundrum í vor hafa
stjórnarliðar hamrað á því að nú standi til að gera stórfelldar breytingar á fjár-
lagagerð á íslandi, ríkisútgjöld verði skorin niður svo um munar, jafnvel um 15-
25 miljarða. Af þessum sökum reiknuðu Hklega flestir með því að nú fengju menn að
sjá fjárlagafrumvarp af algerlega nýrri tegund, þar sem kerflsbundið væri farið í ríkis-
reksturinn, hann endurskipulagður með það fyrir augum að ná útgjöldunum niður um
þessa 15-25 miljarða sem ijárlagavandinn var talinn vera. Forsætisráðherra og fjár-
málaráðherra hafa að sjálfsögðu verið duglegastir að útlista fyrir þjóðinni þann mikla
vanda sem hún ætti við að glíma. Þá má ekki gleyma hinum kappsama heilbrigðisráð-
herra sem af ákafa þess manns sem hefur trúboðið í hjartanu hefur gengið fram fyrir
skjöldu til að segja þjóðinni að hún hafl alls ekki efni á því heilbrigðis- og trygginga-
kerfl sem hún hefur komið sér upp.
Við skoðun á fjárlagafrumvarpinu
kemur upp úr dúmum að áhrifa
stóru orðanna allt frá vordögum og
Viðeyjarundrum gætir ekki í þessu
frumvarpi. Það er enginn 15-25 miljarða
niðurskurður fyrirhugaður, hvergi bólar á
þeirri stórfelldu endurskipulagningu á ríkis-
Ijármálum sem boðuð hefur verið. Þvert á
móti. Skattar hækka, bæði þeir sem ríkið
tekur beint til sín með einum eða öðrum
hætti, sem og hinir sem nefndir eru þjón-
ustugjöld. Skattar sem hlutfall af landsfram-
leiðslu hækka úr 25,8% i 26,1%. Til að
skýra áhrifín af hlutfallsbreytingu má taka
einfalt dæmi. Hafi gjaldandi haft 1.000.000
króna í tekjur og greiði 400.000 krónur í op-
inber gjöld greiðir hann 40% af tekjunum til
hins opinbera. Lækki tekjumar í 800.000 en
skattamir haldast óbreyttir í krónutölu þá
greiðir hann ekki 40% af laununum í skatta
heldur 50%, eða helminginn.
I Morgunblaðinu í fyrradag er sérstakur
blaðauki um fjárlagafmmvarpið og notar
blaðið nýjustu tækni og litamöguleika sem
það ræður yfir til að gera upplýsingamar
sem það setur
fram auðskilj-
anlegri og
áhugaverðari.
Ekki vantar að
framsetningin
er skemmtileg
en upplýsing-
amar em ekki í
öllum atriðum að sama skapi traustar. Blaðið
segir í stórri fýrirsögn: „SKATTTEKJUR
RIKISINS LÆKKA AÐ RAUNGILDI
MILLI ÁRA“. Fyrirsögnin er studd þeim
upplýsingum í fréttinni að skattahækkunin
sé minni en áætluð verðlagshækkun og þess
vegna muni skattamir lækka að raungildi.
Þessi framsetning er því miður ekki góð-
ur vitnisburður um vönduð vinnubrögð
Morgunblaðsins, sem samkvæmt þjóðsög-
unni á að vera blaða vandaðast. Ekki svo að
skilja að rangt sé reiknað, en hér kemur sem
einatt fyrr að því að útkoman ræðst af því
sem miðað er við. Verðlagshækkunin í dæmi
Morgunblaðsins er áætluð 5% en skatta-
hækkunin 3.45%. Raungildi skattanna lækk-
ar því samanborið við verðlagshækkunina.
En í fmmvarpinu er ekki gert ráð fyrir neinni
launahækkun. Þetta þýðir ósköp einfaldlega
að launafólki er ætlað að taka á sig óbætt 5%
verðlagshækkun og 3,45% skattahækkun.
Þar á ofan er skólanemum og þeim, sem eiga
við heilsuleysi að stríða, ætlað að þæta á sig
háum upphæðum í formi skóla- og þjónustu-
gjalda og auknum lyfjakostnaði. Reiknað á
þennan mælikvarða, sem mælir réttast í vasa
launamanna, lækka skattamir ekki að raun-
gildi heldur hækka og langmest á þeim sem
minnst hafa fyrir.
Fjárlagafmmvarpið er því nákvæmlega í
þeim stíl sem Þjóðviljinn hefur fjallað um í
mörguin greinum í allt sumar. Það er fyrst
og ffemst vitnisburður um þá stefnu að
breyta samfélagsþjónustunni í auknum mæli
í einkaþjónustu og ef hún er á snæmm ríkis-
ins að láta þá notendur hennar borga fyrir
hana beint en í sífellt minna mæli með skött-
um. 1 annan stað
er fmmvarpið til
vitnis um að sí-
felldar upphróp-
anir um skatta-
lækkanir, heit-
strengingar
Sjál fstæðis-
flokksins lands-
fund eftir landsfund um sama efni, hafa
breyst í andstæðu sína. Stefnt er að skatta-
hækkunum i krónutölu, skattamir hækka
sem hlutfall af landsframleiðslu, þeir hækka
sem hlutfall af kaupmætti, eina leiðin til að
finna út lækkun skatta er að bera þá saman
við áætlaðar verðhækkanir og sleppa þjón-
ustugjöldunum eins og Morgunblaðið gerir.
Vel má vera að þetta dugi fyrir þá Sjálfstæð-
ismenn sem á landsfundi samþykktu að
lækka skattana en það dugir hreint ekki fyrir
launamenn í landinu.
r
hinn bóginn kemur afstaða ríkis-
stjómarinnar fram í ýmsum atrið-
um, sumum minniháttar öðmm
sem hafa afdráttarlausari þýðingu,
og síðast en ekki sist er fúllt af lausum end-
um sem enginn veit hvemig ætlunin er að
hnýta. Fmmvarpið er til að mynda fullt af
allskonar skilaboðum sem langan tíma tekur
að kynna sér til hlítar. Þannig má nefna að
framlag til ríkisábyrgðar á launum við gjald-
þrot er skorið niður í 100 miljónir úr 261
miljón í gildandi
fjárlögum, sem
reyndist vera
meira en helm-
ingi of lágt. Rík-
isábyrgðin felur
í sér að við
gjaldþrot fyrir-
tækja tekur ríkið
ábyrgð á
greiðslu launa til þeirra starfsmanna sem
eiga inni laun við gjaldþrotið. Þetta er stór-
kostlegt réttinda- og réttlætismál fýrir launa-
menn. Áður en þessi lög komu til töpuðu
starfsmenn gjaldþrota fyrirtækja iðulega
stómm fjárhæðum og má nærri geta hvemig
það hefur komið við heimili fólks.
Þetta er einn af lausu endunum í fmm-
varpinu. Hundrað miljónir eru einfaldlega
allt of lágt framlag til að standa undir þess-
um kostnaði, ekki síst ef spár (einkum
stjómarliða) um mikla gjaldþrotahrinu á
næstu misserum reynast réttar. Hvað við á að
taka liggur ekki fyrir en nefndir em tveir
möguleikar. Annars vegar að takmarka
ábyrgðina. Sú leið kemur vissulega til greina
ef átt er við að ríkið taki ekki ábyrgð á him-
inháum, stundum sjálfteknum forstjóralaun-
um. Sé hins vegar átt við að takmarka
ábyrgðina almennt, t.d. við það að rikið
ábyrgist einungis sambærilega upphæð og
atvinnuleysisbætur, þá fer nú að káma gam-
anið. Yrði sú leið valin myndi það þýða að
þeir launamenn sem vinna hjá fyrirtækjum
sem stefna í gjaldþrot og fá ekki launin sin á
meðan fýrirtækið er í dauðateygjunum, ynnu
það tímabil á launum sem væm jafnhá at-
vinnuleysisbótum. I annan stað hefur komið
til umræðu að atvinnureksturinn greiði til-
tekið gjald í ábyrgðasjóð vegna gjaldþrota.
Hvaða leið verður valin er auðvitað óvíst
núna en upphæðin, hundrað miljónir, bendir
til þess að ríkisstjómin hugsi sér að losna við
þennan lið að mestu leyti út af fjárlögunum,
sem gæti þýtt nýjar álögur á þann atvinnu-
rekstur sem ekki er gjaldþrota upp á nokkur
hundmð miljónir, eða stórlega skerta réttar-
stöðu launamanna. Ekki er kunnugt um að
þessi áform hafi verið rædd við aðila vinnu-
markaðarins, en eitt er víst að ekki léttir
þessi tillaga gerð nýrra kjarasamninga.
r
Ur allt annarri átt er dæmi um að
fxamlag til Listasafns Sigurjóns
Ólafssonar er skorið niður úr 5,2
miljónum í 2 miljónir, til Lista-
safns Alþýðusambandsins úr 2,3 í 2,0 milj-
ónir, til Kvennasögusafns úr 1,5 miljónum í
1 miljón. Alþýðuleikhúsið er dottið út sem
sjálfstæður fjárlagaliður og ekki ljóst hvem-
ig því reiðir af.
Ekki em þetta
háar upphæðir
í því rösklega
hundrað mil-
jarða dæmi
sem ríkisbú-
skapurinn er.
Þær em raunar
svo lágar, að
maður undrast að rikisstjóm skuli nenna að
standa í því stímabraki að skera þær niður.
Talsmenn þessarar sömu rikisstjómar hafa
gefið sig út fyrir að vera sérstakir unnendur
einkaframtaksins _í landinu. Birgitta Spur,
ekkja Siguijóns Ólafssonar, hefur af eigin
rammleik stofnað til safns á Laugamesi í
Reykjavík, _ sem kennt er við nafn lista-
mannsins. I safninu em ekki einasta sýnd
verk eftir hann. Þar fer ffam ýmisskonar
önnur menningarstarfsemi. Allt er þetta
einkaframtak Birgittu, enda þótt hún hafi
fengið marga í lið með sér á margvíslegan
máta. Einkaframtak af þessu tagi, þótt glæsi-
legt sé og mikils virði fyrir íslenskt menn-
ingarlíf, er á hinn bóginn ekki þóknanlegt
ríkisstjóm Davíðs Oddssonar og Jóns Bald-
vins. I fyrstu gerð fjárlagafrumvarpsins þyk-
ir þeim við hæfi að ætla til safnsins langt
innan við helming af því sem það fékk
samkv. gildandi fjárlögum. Undirritaður hef-
ur að visu ekki kynnt sér fjárhag Listasafns
Siguijóns Ólafssonar en ef að Hkum lætur er
niðurskurður af þessu tagi afar tilfmnanlegur
fýrir safnið. Nú verður því að sönnu ekki
trúað að óreyndu að þingheimur muni ekki
breyta þessari tillögu eða öðmm ámóta, en
þær em á þessu stigi bara fá dæmi af mörg-
um um sérkennilegt lundarfar þeirra sem
settu saman fjárlagafrumvarpið, það er eins
og þeim finnist alveg nauðsynlegt að láta
vita af þvi, þótt í litlu sé, hvar valdið liggur
og að menn skuli ekki halda að allir fái náð
fyrir mikilfenglegum augum hinna háu
herra. Afleiðingin er sú að Viðeyjarundrin
frá því í vor em orðin að viðundri sem öðm
nafni kallast ríkisstjóm Daviðs Oddssonar.
hágé
Vel má vera að þetta dugi fyrir þá Sjálf-
stæðismenn sem á landsfundi samþykktu
að lækka skattana en það dugir hreint
ekki fyrir launamenn í landinu.
Ekki eru þetta háar upphæðir í því rösk-
lega hundrað miljarða dæmi sem ríkisbú-
skapurinn er. Þær eru raunar svo lágar, að
maður undrast að ríkisstjórn skuli nenna
að standa í því stímabraki að skera þær
niður.
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. október 1991