Þjóðviljinn - 05.10.1991, Page 6
Kúbverjar
Skipbrot stalínismans í Austur- Evrópu og Sovétríkjunum er það
besta sem gerst hefur í heiminum. Menn settu samasemmerki milli
sósíalisma og Sovétríkjanna og hugsuðu með sér: „Ég kæri mig ekki
um sósíalisma ef hann er svona.“ Nú kemur sérstaða kúbversku
byltingarinnar betur í ljós og mikilvægi hennar á eftir að aukast.Þetta segir
Mary-Alice Waters, sem í dag kl. 15 heldur fyrirlestur á Kornhlöðuloftinu
um ástand mála á Kúbu. Waters er hér á vegum málfundafélags alþjóöa-
sinna, sem stofnað var fyrir stuttu.
Mary-Alice Waters er ritsjóri bandarlska timaritsins New International og I stjórn útgáfufyrirtækisins Pathfmder.
Hún dvaldi á Kúbu í sumar og kynnti sér kúbversku byltinguna á tímum örra breytinga. Mynd: Kristinn.
Waters hitti blaðamann Þjóðvilj-
ans að máli í gær og svaraði nokkrum
spumingum. Mörgum þykir ólíklegt
annað en að Kúbveijar fylgi i fótspor
þjóða Austur-Evrópu. Hver er skoðun
Waters á því?
- Ekki má bera Kúbu saman við
lönd Austur-Evrópu og Sovétríkin.
Kúbeijar taka stefnuna fram á við,
vandamálunum er ekki varpað á ein-
staklingana, heldur verður gerð tilraun
til að leysa þau á sameiginlegum
grunni. Nú er unnið hörðum höndum
að þvi að leysa efnahagsvanda Kúbu,
m.a. með því að gera landbúnaðinn
fjölbreyttari og rækta fleiri tegundir
en áður var gert. Það kallar á fleiri
hendur og skortur á vinnuafli hefur
verið leystur með því að skipuleggja
sjálfboðavinnu fólks úr borgum og
bæjum, sem yfirgefa skrifstofur og
verslanir um sinn og vinna í landbún-
aði.
Til skamms tíma tengdist Kúba
Sovétríkjunum og Austur-Evrópu
sterkum pólitískum og viðskiptabönd-
um. Kúba treysti á Sovétríkin með
langflest matvæli. Þetta hefur gjör-
breyst að undanfomu. Enn eru þó
töluverð viðskipti milli Sovétríkjanna
og Kúbu, enda þarfnast Sovétmenn
þeirra ekki siður en Kúbveijar.
Kúbveijar standa upp úr sem
dæmi um land þar sem stjómvöld og
fólkið gera sósialisma að vemleika.
Kúbveijar líta ekki svo á málin að
eina leiðin sé að gerast kapítalísk, það
kerfi þekkja þeir.
- MikiII matarskortur hrjáir
Kúbumenn nú, m.a. vegna þess að
fram að þessu hafa þeir verið Sovét-
mönnum háðir með matvæli í stað
þess að vinna að því að verða sjálfum
sér nógir með aukinni matvælafram-
leiðslu. Má ncfna að í stað þess að
nýta auðlind þá sem Karabíska hafið
er, var fluttur inn fiskur frá Síberíu.
Þegar Kúbveijar gengu í COMECON
(Efnahagsbandalag Austur-Evrópu)
versnaði ástandið því þá var byrjað að
flytja inn allflcst matvæli frá Austur-
Evrópu og Sovétrikjunum, jafnvel
baunir sem em undirstaðan í fæðu
Kúbveija, í stað þess að þróa bauna-
tegund sem hentaði loftslagi eyjunnar.
En sem dæmi má nefna að í kringum
Havana vinna nú tuttugu þúsund sjálf-
boðaliðar í tvö ár í senn og í sumar
unnu um 100 þúsund stúdentar tvær
vikur hver úti í sveitum landsins. Þetta
er þegar farið að hafa áhrif og smátt
og smátt er verið að snúa þróuninni
við. Fólkið sér að það getur haft áhrif
og samvinna þess getur af sér ávöxt.
En em allir ánægðir, vilja allir
leggja á sig það erfiði að yfirvinna
vandamálin og halda byltingunni
áfram?
- Að sjálfsögðu heyrast óánægju-
raddir, það er eðlilegt eins og ástandið
er nú. Það er þónokkur spenna I land-
inu og glæpatíðni hefur vaxið. Hún þó
enn mun lægri en t.d. í Bandaríkjun-
um og öðmm heimsvaldasinnuðum
löndum. Mun fleiri hafa yfirgefið
landið það sem af er þessu ári en á því
síðasta. Margir smíða sér fleka og
hrófatildur og freista þess að komast
yfir á strönd Flórída. Aðrir fá ferða-
mannavegabréfsáritanir og snúa ekki
aftur. Nýlega vom afnumdar aldurs-
hömlur á ferðaleyfi og er það af hinu
góða. Þeir sem fara hafa ekki pólitíska
sannfæringu til að beijast og em leiðir
á skortinum á Kúbu. Þetta em ósköp
venjulegir Kúbveijar sem treysta sér
ekki til þess að lifa lengur við þær að-
stæður sem era í landinu. Þá em á
Kúbu hópar sem em á móti bylting-
unni og vilja að Kúba snúi aftur i
faðm Bandaríkjanna. Þetta em litlir,
einangraðir hópar en þeir standa fyrir
mótmælum og uppákomum og geta
mögulega aukið fylgi sitt eitthvað á
næstunni meðan efnhagsástandið er
slæmt. Það er hins vegar áberandi
hversu mikinn stuðning stjómvöld
hafa.
Mary var á Kúbu í sumar og bar
heimsókn hennar upp á þann tíma
þegar Nelson Mandela heiðraði Kúb-
verja mcð nærvem sinni á þjóðhátíð-
ardcgi þeirra, 26. júlí. - Mandela und-
irstrikaði í ræðu sinni mikilvægi hlut-
verks Kúbverja í frelsisbaráttu
blökkumanna í Afríku, í heimalandi
hans og í Angóla og Namibíu. Hins
vegar hefur nafni Kúbu ekki verið
haldið á lofti í þeirri umræðu sem nú
fer fram um breytingar á stöðu
blökkumanna í Suður-Afríku. Reynt
var að fá Nelson Mandela ofan af því
að fara til Kúbu til að þakka Kúbveij-
um fyrir stuðning þeirra. Mandela og
leiðtogar Afríska þjóðarráðsins létu
ekki segjast af því að þeir vissu hversu
mikilvægt hlutverk Kúbu hafði verið
þau 15 ár sem barist var í Angóla. Á
Kúbu hefur þetta hlutverk verið rætt
fram og tilbaka að undanfömu.
En er kúbverska byltingin ekki
dæmd til að misheppnast eins og bylt-
ingin í Sovétríkjunum?
-Menn mega ekki mgla saman
byltingunni á Kúbu og skrifræðinu og
kúguninni i Austur-Evrópu og Sovét-
ríkjunum. Leið Kúbu er allt önnur, þar
em ekki spilltir forréttindahópar sem
fólkið lítur öfundaraugum eins og í
Sovétríkjunum. Þótt að sjálfsögðu séu
þar hópar sem njóta einhverra forrétt-
inda, en þau forréttindi hafa farið
minnkandi á undanfömum ámm.
Astandið er slæmt, eins og komið hef-
ur fram, en á Kúbu em samt engin
heimilislaus böm á götunum, flestir
hafa í sig og á. Kúbveijar muna enn
hvemig er að láta kúga sig og þess
vegna em þeir reiðubúnir að beijast
fyrir sjálfstæði sínu og byltingunni.
- Eitt af því sem kom mér á óvart
var hversu pólitískir ungir Kúbveijar
em og hversu trúir þeir em bylting-
unni og framtíð hennar. Þeir taka það
sem áunnist hefúr sem sjálfsagðan
hlut og góðan gmnn en vilja meira og
þeir em óþolinmóðari en þeir sem
eldri em og þreyttir á þijátíu ára bar-
áttu. Ungir Kúbveijar gera sér grein
fyrir því að þeir eiga sér enga fyrir-
mynd, þeir leita í Marx, Engels og
Lenín og reynslu af byltingunni á
Kúbu, en þeir verða að fmna nýja leið.
Verður það ekki erfitt? Hvemig
má leysa efnahagsvanda landsins án
aukinna viðskipta við önnur lönd?
- Kúbveijar em nú að reyna að
byggja upp viðskipti sin við aðrar
þjóðir en Bandaríkjamenn gera þeim
erfitt fyrir og neita að skipta við fyrir-
tæki og lönd sem taka upp viðskipta-
sambönd við Kúbu. Hins vegar hafa
þau aukið viðskipti sín við Kina og
lönd Suður-Ameríku, til að nefna
dæmi.
Mary telur að mikilvægi Kúbu
sem fyrirmyndar eigi eftir að aukast í
framtíðinni. Hún er ekki bjartsýn á að
bandarískur efhahagur eigi eftir að
rétta út kútnum, heldur spáir hún
kreppu á Vesturlöndum sem bera
megi saman við kreppu þá sem rikti á
fjórða áratugnum. - Þessi kreppa á
eftir að hafa áhrif um alla heims-
byggðina og ekki síst á lönd Suður-
Ameríku, sem myndu þá án efa líta til
Kúbu til að finna leið út úr vandanum.
Þannig mun einangmn Kúbu, ef hún
er nokkur, minnka enn. Kúba er hluti
af Suður-Ameríku og ekki hluti af úr-
eltu stjómkerfi Austur-Evrópu. Sam-
anborið við flesta ibúa Suður-Amer-
íku em Kúbveijar vel settir.
Fyrirlestur Mary-Alice Waters í
dag verður fluttur á ensku en túlkaður
á íslensku. Fundurinn um Kúbu fer
ffam á Komhlöðuloftinu, í portinu við
Lækjarbrekku, og hefst eins og áður
sagði kl. 15.
BE
________Afmætj__________
Jóhann Hermannsson
fyrrverandi bæjarfulltrúi,
umboðsmaður skattstjóra á Húsavík
Jóhann Hcnuannsson er sjötugur
á morgun, 6. október. Það er ekki
laust við að ég þurfi að hugsa mig að-
eins um til að trúa aö svo sé. Mér
finnst eiginlcga mun líklcgra að Jó-
hann sé svona tíu ámm yngri, og cr
allt hans fas mcð þeim hætti að svo
gæti vel verið. Enda Jóhann afburða
hraustmcnni og afrcndur að afii þegar
hann var yngri og vonandi hcfur hon-
um ckki förlast hvað það sncrtir,
nema cftir því sem eðlilcgt verður að
telja. Annars var það ckki mciningin
að fara að lýsa likamlcgu atgervi
hans, heldur að koma á framfæri
smákveðju og heillaóskum til Jó-
hanns og konu hans í tilcfni af þcss-
um tímamótum.
Jóhann var um árabil bæjarfull-
trúi sósíalista á Húsavík og naut virð-
ingar þeirra, sem með honum unnu.
fyrír glöggskyggni sína og mála-
fylgju, enda Jóhann vitmaður í bctra
lagi og öðmm gleggri að greina á
milli þess sem niáli skiptir og hins
sem litilsverðara er. Hann situr nú á
þeim friðarstóli, sem tilheyrir þegar
menn hafa dregíð sig nokkuð til hlés
úr vafstri dægurmálanna.
Það er alltaf hátið að hitta Jó-
hann, ef hann gefur sér tíma til að
spjalla um lífið og tilvemna, hvort
heldur er um líðandi stund og eða
ekki síður um það sem liðið er og
cinhverja iærdóma ma af draga, cða
hafa sér til skemmtunar nokkurrar.
Jóhann er hafsjór af fróölcik og öör-
um geymnari á fjölmargt, m.a. ýmis-
lcgt í bundnu máli, og gmti hcf ég og
vissu um, að hann gcri nokkuð á því
sviöi sjálfur, þó hann fliki því ckki
mikið.
Með þessum fáu linum sendi ég
Jóhanni og fjölskyldu hans rnínar
bestu kveðjur og heillaóskir. Mcgi
dagurinn færa þcim ánægju og gleði.
Snær Karlsson
Skorið niður, en
bílar jafnframt keyptir
Afjáraukalögum sem lögð voru fram á þingi í vikunni er farið
fram á viðbótarfé vegna ýmiss aukakostnaðar ríkisins svo sem
vegna kaupa á bifreið fyrir Ijármálaráðherra og vegna endur-
nýjunar á bifreiðum forsætisráðherra og menntamálaráð-
herra. A fjáraukalög eru settir þeir liðir sem ekki voru í fjárlögum og
þeir liðir sem hafa hækkað og þarfnast þannig viðbótarpeninga. Núna er
einnig nokkuð um að liðir lækki. Til dæmis eru framlög til verkefnis um
uppgræðslu og gróðurvernd Iækkuð um hálfa miljón samkvæmt tillögu
umhverfisráðuneytis.
Samkvæmt þessum Ijáraukalög-
um aukast tekjumar á árinu 1991 um
205 miljónir króna miðað við Qárlög
1991. Útgjöldin aukast hinsvegar um
rúma 4,8 miljarða króna. Þá eykst
hrein lánsfjárþörf ríkisins um 6,2
miljaröa króna í fjáraukalögunum.
Stærstu liðirnir til hækkunar em
aukinn kostnaður viö skóla og
sjúkrahús, aukinn kostnaður við al-
mannatryggingakcrfið, meiri þörf á
útfiutningsbótum, aukið framlag til
Lánasjóðs íslenskra námsmanna,
aukinn útgjöld til vcgamála, framlag
til atvinnutryggingadeildar Byggða-
stofnunar og óveðursbætur til raf-
magnsvcitna ríkisins. En einnig er
um marga smærri hækkunarliði að
ræöa.
Það vantar 4,6 miljónir króna
vegna mikilla biðlauna alþingis-
manna. Það urðu mun mciri útskipti
þingmanna í vor en búist var við. Þá
kostaði sumarþingið cinar 2,8 milj-
ónir í aukalaunakostnað, viðgerðir á
Alþingi kosta 9,2 miljónir króna og
atkvæðagreiðslukerfið á þingi kostar
6 miljónir. Ekki var gert ráð fyrir
neinu af þessu á fjárlögum. Á móti
ætlar Alþingi að lækka kostnaðinn
um 6 miljónir með því að spara í al-
þjóðasamstarfi þingmanna.
Aðalskrífastofa forsætisráðu-
neytisins þarf 10,8 miljónir í viðbót
vegna nefndalaunakostnaðar og
vegna endumýjunar á bifreið ráð-
herra. Nefndimar sem um ræðir em
til dæmis fortíðarvandanefndin og
undirbúningsnefnd heimssýningar-
innar í Sevilla.
I menntmálaráðuneytinu þarf
einnig meira fé vegna endumýjunar
bifreiðar ráðherra og 6 miljónir
vegna samþykktar ríkisstjórnarinnar
um að kaupa Islensku alfræðiorða-
bókina til nota í skólum.
Utanríkisráðuneytið biður um 22
miljónir króna vegna samningavið-
ræðna um evrópska efnahagssvæðið.
Viðskiptaskrifstofan þurfti að fara á
fleíri fúndi en gert hafði verið ráð
fyrir, stendur undir þeim lið í fjár-
aukalögunum. Þá þarf ráðuneytið 4,6
miljónir króna vegna þess að það
þurfti að framlengja stöðuheimildir
vegna þess að samningamir hafa
dregist á langinn.
Þá er fer landbúnaðarráðuneytið
fram á rúmlega 15 miljónir króna
vegna sáttar við bændur um lög-
bundna takmörkun á netaveiðum í
Hvítá.
1 sjávarútvegsráðuneytinu er
lögð til lækkun á framlagi til Fiskifé-
lags Islands, Hafrannsóknastofnunar,
rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins
og ríkismats sjávarafurða, auk 2
miljón króna lækkunar á viðfangs-
cfninu: Gæðaátak, starfsmentun,
markaðsöflun og tilraunir í sjávarút-
vegi. En á móti kemur samsvarandi
hækkun til nefndar um stjóm fisk-
veiða.
Svipaða sögu er að segja af öðr-
um ráðuneytum, en auk niðurskurðar
nefnds hér að ofan leggur umhverfis-
ráðuneytið til að framlög til íjárveit-
inga til verkefnis um gróðurkorta-
gerð verði lækkuð um hálfa miljón
króna eða jafnmikið og lækkun til
verkefnis um Geysi í Haukadal.
Ráðuneytið þarf hinsvegar 5,2 milj-
ónir til viðbótar í rekstur aðalskrif-
stofu sinnar og munar þar mestu um
3,7 miljónir vegna athugunar á rauð-
átumengun á Ströndum.
-gpm
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. október 1991
Síða 6