Þjóðviljinn - 11.10.1991, Blaðsíða 10
Sjo a
toppnum
Klif íslensku bridgesveitarinnar á topp Esjunnar hefur greini-
lega hleypt kappi í kinn spilameistaranna. Sigursælir standa
þeir nú á toppnum og þjóðin fylgist með af undrun. Margir
hafa ekki hugmynd um hvað bridge er, en ótrúlega margir
spila það sértil gamans í heimahúsum. En þeir sem til þekkja
vita að þegar út í alvöruna er komið á bridge lítið sameigin-
legt með því sem spilað er yfir kaffibolla og tári við borstofu-
borð víða um land. Hér á eftir fer grein þeirra bridge- bræðra
Ólafs og Hermanns Lárussona. Þar greina þeir frá sigrum og
ósigrum sveitarinnar á leið hennar til Japan. Þá munu þeir
bræður útskýra fyrir lesendum sagnavenjur, kerfi og tækni
sem tíðkast í bridge og að lokum segja frá frumlegum viðbót-
um íslendinga við kunn bridgekerfi.
Sú ákvörðun stjómar Bridgesam-
bands Islands að fela landsliðsfyrirliðan-
um, Bimi Eysteinssyni, öll völd um
skipan og þjálfun landsliðsins var um-
deild, en að flestra mati vel veijanleg.
Ef litið er til sterkra bridgeþjóða um
samanburð blasir nánast við regla; því
meiri breidd „stórspilara", því algengara
að eitthvert keppnisform sé látið skera úr
um skipan landsliðs.
Af minni hyggju vantar nokkuð á
hérlendis að næg breidd sé fyrir hendi
hvað frambærilcg pör í sveitakeppni
snertir. Að dómi erlendra stórspilara,
sem hingað hafa komið t.d. á Bridgehá-
tíð, eigum við þegar ótrúlega öfluga
„sveit“ tvímenningspara.
En það er nánast önnur íþrótt.
A miðjum vetri var tilkynnt um val
landsliðs; Jón Baldursson og Aðalsteinn
Jörgensen úr sveit Landsbréfa hf., Þor-
iákur Jónsson - Guðmundur Páll Amar-
son og Öm Arnþórsson - Guölaugur R.
Jóhannsson úr svcit Verðbréfamarkaðar
íslandsbanka. Valið kom fáum á óvart,
Bjöm Eysteinsson tók vcrkefni sitt (bst-
um og óvenjulcgum tökum. Þrek- og út-
haldsþjálfun bættist við striðar spilaæf-
ingar, löng og ströng æfingamót vom
haldin til Ijalla, fjarri amstri hcimilislífs-
ins. Fundir haldnir um laktík og kerfi
grandskoðuð. Hcimilisfcður, rútínu-
bundnir áhugamenn, vom nánast hncppt-
ir í fjötra atvinnumennskunnar.
Stóð eitthvað mikið til???
Vegna mikils þrýstings Evrópuþjóða
var rcglum urn fjölda sveita í úrslitum
heimsmeistarakeppninnar breytt. Illutur
Evrópu aukinn úr tveim sætum í fjögur
af sextán alls.
Einhvetjar væntingar vöknuðu hér
heima, þótt lágt fæm.
Eftir hrikalega útreið gegn Bretum
(3-25) í fyrsta leik mótsins var aldrei lit-
ið um öxl. í lokin var það spurning um
bronsið en 4. sætið varð hlutskiptið. Far-
seðlamir til Yokohama vom tryggðir.
Brotið var blað í sögu bridgeins hér á
landi. Af Evrópustórveldunum i bridge
(Bretland, Svíþjóð, Pólland, Frakkland)
höfðu þrjár þær fyrst töldu einnig heimt
sæti í úrslitum heimsmeistarakepninnar.
Frakkar, sem vom að þreifa fyrir sér
með ungt og endumýjað lið, urðu að láta
sér 7. sætið lynda.
Islcnska sveitin vann 18 leiki, gerði
tvö jafntefli en tapaði aðeins 5 viður-
eignum. EM í Killamey á írlandi:
1. Bretland
2. Svíþjóð
3. Pólland
4. ísland
Isinn brotinn í Brighton
Ef við skyggnumst um öxl og rekj-
um feril íslcnska landsliðsins er fyrst að
minnast Evrópumótsins í Brighton 1950.
Brctar sigmðu efíir hörkukeppni við
Svía, scm hrepptu silfrið, og íslcndinga
sem hlutu bronsið.
I islcnsku sveitinni spiluðu þá Einar
Þorfinnsson og Gunnar Guðmundsson
sem báðir em nú látnir. Þeim féll sá
hciður í skaut að vera valdir í Evrópuúr-
val, ásamt tvcim sænskum pömm, til að
ÞjóSviljínn ebé & Sævar
Bakki sem spilarnir nota til aö leggja spil
sín á borðið, en spjöld með sögnum eru
einnig lögð á hann í upphafi spils.
Skemurinn kemur í veg
fyrir að makkerar nái
sambandi sín á milli.
Landslið
Islendinga í
brídge undirbjó
forina til Japans
af mikilli
kostgœfni. Stór
hluti afþeim
undirbúningi var
þrekþjálfun. Hér
sjást þeir félagar á
toppi Esjunnar.
keppa um formlegan heimsmeistaratitil í
bridge. Ásamt þeim kepptu úrvalslið
Bandaríkjanna og Evrópumeistarar
Breta.
Þótt Bandarikin ynnu auðveldan sig-
ur gátu Einar og Gunnnar sér góðan orð-
stír í keppninni.
Sögueyjan hafði haslað sér völl á al-
þjóðavettvangi í bridge. Næstu tvo ára-
tugi bar fátt til tíðinda. Hæst náðu ís-
lenskar sveitir 7. sæti (í þrígang að mig
minnir) á Evrópumótunum og enduðu
oflar en ekki á efri helmingi mótstöfl-
unnar. Bærileg frammistaða. Árin 1972-
1987 vom hinsvegar sannkölluð niður-
lægingarár.
Sagan endurtekur
sig í Brighton
1987 er að mínu viti tímamótaár í
sögu bridgeins. Ekki einungis vegna
góðs árangurs íslensku sveitarinnar á
Evrópumótinu, heldur og jafnvel öllu
fremur vegna nýrra og sterkari áherslna í
þjálfún og undirbúningi landsliðsins.
Með ráðningu Hjalta Elíassonar i
fyrirliða- og þjálfarastarf má segja að
„léttleiki tilvemnnar" hafi verið kvaddur
en alvaran kölluð til vcrka. EM 1987:
1. Svíþjóð
2. Bretland
3. Noregur
4-5. ísland Pólland
6. Danmörk
Góðum árangri í Brighton árið áður
var fylgt eftir með glæsilegum sigri á
heimavelli. Og ef við skoðum árangur
okkar norrænu grannþjóða á EM '87 er
ljóst að slíkur sigur vinnst ekki fýrirhafh-
arlítið. Spennan í mótslok var slík að
bridgebakterían heltók sjálfan Bjama
Fel., sem hótar nú að dusta rykið af
„Vínarkerfinú' (og leggja Arsenal á hill-
una?)
Best er að fara sem fæstum orðum
um EM í Turku í Finnlandi 1989. Ósætti
heimafýrir og „vængbrotið" lið, sem
engar yæntingar vom bundnar við, sent
utan. ÚrslitEM 1989:
1. Pólland
2. Frakkland
3. Svíþjóð
16. Island
Minnstu varöar hvaða kerfi gott par
velur að spila. Mest er um vert að spilar-
ar kunni það til hlítar og viti hvemig á að
beita því.
íslensku pörin þijú spila ólík kerfi.
Jón - Aðalsteinn spila „Geirfúglalaufið",
þar sem minnsta opnunin, 1-lauf, lofar
bestum spilum. Með styrk (góð spil) á
báðum höndum fer í gang biðsagnakeðja
þar sem annar spilarinn rekur gamimar
úr hinum (um skiptingu og háspilastyrk)
og velur lokasögnina. Opnanir á 2. sagn-
þrepi em margræðar hindrunarsagnir
með lengd í einum eða tveimur litum og
mjög lítinn háspilastyrk. Þar fer fremst
2ja- laufa „Fjöldjöfúllinn“ úr smiðju Ás-
geirs Þ. Ásbjömssonar.
Sannkallaður íslenskur skratti á ferð
þar (þe. sagnvenjan).
Ólafur og Hermann
Lárussynir skrifa
Guðlaugur-Öm spila einnig kerfi
sem er byggt á sterku laufi, blöndu af
Bláu laufi og Nákvæmnislaufi sem er
eitt útbreiddasta kerfið meðal góðra spil-
ara hérlendis. Hjá þeim er 2. sagnþrepið
lýsandi fremur en hindrandi (nenna
sennilega ekki að hafa eins hátt og litlu
strákamir) og rómverskt að uppmna.
Þið munið eftir Itölum?)
Þorlákur - Guðmundur Páll spila út-
gáfu af „Standard American" sem er
reyndar svo skrýdd sagnvenjum og Fjöl-
djöfladýrkun að kerfið fengi tæpast inni í
eðlilegri og látlausri „Standard“ fjöl-
skyldu vestanhafs.
En þótt sagnvenjur paranna, á 2.
sagnþrepi sérstaklega, séu beittar og
eyðileggjandi fýrir andstæðingana vegna
þess að þær þrengja sagnrýmið er passið
enn voldugt í bridge og oft sú sögn sem
erfiðast er að finna við borðið.
Stöðumat er það kallað þegar kerf-
inu sleppir og dómgreindin tekur við.
Er þá hægt að leggja upp nýtt kerfi,
eins og í handboltanum t.d., í miðjum
klíðum og fella andstæðinginn á því?
Þvi er til að svara að sennilega er
engin keppnisgrein eins „vöktuð" eða
vemduð af lögum, keppnisreglum og
siðareglum.
Mánuði fýrir úrslitakeppnina í
Yokohama senda allar þátttökuþjóðir ít-
arlega útskrift af kerfi hvers pars. í raun
em engin leynivopn heimiluð.
Hver viðureign er undir árvökúlu
auga keppnisstjóra, sem þó hefúr engin
bein afskipti, nema hann sé kallaður til.
En kveði hann upp úrskurð, sem önnur
sveitin t.d. sættir sig ekki við, er áfrýjun
möguleg og dómnefnd, sem hefúr nær
ótakmarkað vald, tekur við. Hún getur
fellt niður spil, breytt úrslitum í spili
o.s.frv., standi efni til.
Það er ekki hægt að bijóta af sér,
óvart eða af ásetningi, eins og í „íþrótt-
um“ og hagnast á því.
En það er í góðu lagi að slysast í
vonda samninga og vinna þá „þegar spil-
in liggja eins og hjá Guði“ (takk, Stefán
Guðjohnsen). Heppni er ekki refsiverð.
Likindafræðin er snar þáttur i
bridgespilinu. Öflug tölvuforrit stjóma
því hvemig spil þú tínir uppá hendumar
úr spilabökkunum.
Frá því riðlakeppnin hófst hafa allar
þátttökuþjóðimar verið að spila sömu
(eins) spilin. í hverri viðureign er sér-
hvert spil spilað tvisvar með víxluðum
áttum. Spilasalir em tveir og er annar
kallaður „lokaður".
Imyndum okkur að í opnum sal sitji
Jón og Aðalsteinn í norður og suður en í
sætum austurs og vesturs gefi að líta
þungbúna Pólveija. Pólveijamir em yfir-
leitt „með spilin", þe. í þessari lotu em
háspilin og litaskiptingin óvenju hagstæð
austur/vestur hólfúnum í spilabökkun-
um. Þeir salla inn hverri tölunni af ann-
arri.
Jón og Aðalsteinn nota hvert tæki-
færi sem gefst (og örfá að auki) til að
blanda sér í sagnir og melda mikið, þrátt
fýrir léleg spil.
Ef þú gætir gægst inn í hugskot
pólsku spilaranna blasir við andstreymi,
þótt tölumar séu í austur/vestur á skor-
blöðunum sem spilaramir handfæra enn,
þótt tölvumar og ótal skjáir séu allt í
kring.
Ástæðan fýrir vanlíðan Pólveija er
sú að þeir „reikna" sig undir í lotunni,
þótt þeir geti að sjálfsögu ekki vitað það
með vissu, þvi í öðrum sal sitja sveitarfé-
lagar þeirra, nú í norður/suður, en Guð-
laugur og Om (sem vom í svelti í Svía-
Ieiknum) em „hungraðir" og í banastuði.
Þeir fara betur með austur/vstur spil-
in heldur en mótheijamir í opna salnum,
og ef eitthvað er, em Pólveijamir við
þeirra borð enn svartleitari. Þeir em ekki
af árásargjama „skólanum“, hafa lítið
blandað sér í sagnir, einmitt þegar spilin
buðu uppá það. Pólveijamir era atvinnu-
menn og það hvarflar ekki að þeim að
breyta um stíl í miðjum kliðum.
Þeir tapa 1. lotu og síðan þeirri ann-
arri og þriðju og þegar þetta er sett á
blað er 4. lota af tíu að hefjast.
Skynjun Pólveijanna í báðum sölum
reynist rétt, þegar báðar sveitimar standa
upp frá borðum, pörin hittast, skorin í
spilunum borin saman og lotan gerð upp.
Þá loks vita spilaramir hvað raunveru-
lega gerðist í hveiju spili.
Samanburðurinn er lykilorðið.
Tæknihliðin
- umgjörðin
Eins og fýrr sgir em öll spilin í mót-
inu forgefin, eins og tíðkast í miðlungs-
Konan á bak vib toppmennina
Sú sem hefur verið i eldlínunni
hér heima meðan strákarnir
spjöruðu sig hinum megin á hnett-
inum er Elín Bjarnadóttir fram-
kvæmdastjóri Bridgesambands Is-
lands. Á henni hefur niikið mætt
að undanFórnu, hún hefur svarað
endalausum spurningum og fyrir-
spurnum, tekið við framlögum og
auvitað hamingjuóskum.
Nú velta menn því fyrir sér
hvort búast inegi víð því að bridge-
æði grípi um sig mcðul landsmanna.
Reynslan sýnir að um lcið og íslcnd-
ingar skara fram úr í einhveiju verð-
ur það vinsælt hér heima og allir
sem vettlingi geta valdiö vilja vera
með. Nýtt Flelgarblað ræddi því við
Elinu og spuröi hana fyrst hvert
áhugasamir gætu lcitað til að læra
listina við spilaborðið.
„Það em ýmsir möguleikar fyrir
hendi bæði fyrir byrjcndur og fyrir
þá scm eitthvað hafa fiktað við spilið
heima." sagði Elín. „í fyrsta lagi er
hægt að benda fólki á að hér er starf-
andi bridgeskóli og er þar bæði byij-
enda- og framhaldskcnnsla. Það vill
nú svo skemmtilega til að ef fólk fer
í þcnnan skóla verður það undir leið-
sögn eins þeirra sem nú er að gera
garðinn frægan í Yokohama, Guð-
mundar Páls Amarsonar. Bridgc er
einnig kenndur hjá námsflokkum
Reykjavíkur og Kópavogs og virðist
fólk sækja dálítið í þau námskeið
sem cm þar,“ sagði Elín.
Aðspurð um hvað margir spil-
uðu bridge á íslandi, sagði hún að
virkir félagar, í 40-50 bridgefélögum
víða unt land, væm um 3500. „Menn
hafa svo verið að gera því skóna að
það séu um 20 þúsund aðilar sem
spili bridge án þess að vera í ein-
hverju bridgefélagi. Við hjá Bridge-
sambandinu höfum verið að reyna
að fá þctta fólk til að vera með í fé-
laginu og höfum af því tilefni verið
með mót fýrir byijendur. Þátttakan i
þessum mótum hefur vcrið framar
öllum vonum og hingað kemur fólk
á ölluni aldri. Það er gaman að sjá
fólk sem hefur verið að spila við eld-
húsborðið heima hjá sér koma hing-
að hungrað í að læra mcira,“ sagði
Elín.
Aðspurð hvort nemendafélög
gætu fengið aðstoð ef þau vildu vera
með námskeið f bridge, sagði hún að
ýmsir aðilar tækju að sér námskeiöa-
hald bæði i skólum og fyrirtækjum.
„Ef nemendafélög eða starfsmanna-
félög leita til okkar um aðstoð, þá
bendum við þeim á bridgespilara
scm hafa tekið svona námskeið að
sér. Eg hef nú grun um að leiðbein-
endum þurfi að fjölga frá því sem nú
er ef áhugi landsmanna fer að aukast
eitthvað að ráði, en það ætti að vera
hægt með einhveijum ráðum að
sinna þeim sem hingað kunna að
leita," sagði Elín.
Nú hefúr verið sagt að bridge sé
erfitt spil að læra?
j;Það fer eftir því hvemig þú lítur
á spilið. Menn geta verið að læra
bridgc alla sína ævi, en það er mis-
skilningur að erfitt sé að læra spilið,
undirstöðuatriðin em ekki mjög
fiókin. Við héldum hér í haust nám-
skeið fyrir unglinga og aðsóknin var
svo mikil að það þurfti að vísa aðil-
um frá. Þessir unglingar vom fijótir
að ná undirstöðuatriðunum þannig
að þeir gætu farið að spila. Við emm
strax farin að sjá árangur þessa nám-
skeiðs, þar sem hluti af þessum ung-
Sjá frh. á
nœstu síðu
Mynd: Kristinn
Elín Bjarna-
dóttir fram-
kvœmdastjóri
Bridgesam-
bands Islands.
sín-
-sþ
linguni er orðinn virkir félagar
um klúbbum," sagði Elín.
Þeir eru
á toppnum
Björn Eysteinsson
Björn Eysteinsson er
fæddur 9. desember
1948 og er þvf tæplega
43 ára. Bjöm er Hafn-
firðingur, rétt eins og
Aðalsteinn Jörgensen.
Björn var fyrirliði fs-
lenska karlalandsliðsins
á síöasta ári og stjórn-
aði liðinu á (rlandi, er
það ávann sér rétt til
þátttöku f heimsmeist-
aramótinu f Japan.
Björn hefur sjálfur
spilað f fslenska lands-
liðinu, þá á móti fyrrum
félaga sfnum, Guð-
mundi Sv. Hermanns-
syni.
Björn er útibússtjóri
Islandsbanka f Garða-
bæ.
Bjöm hefur til margra
ára verið einn sterkasti
spilari landsins. Islands-
meistari f sveitakeppni
1983. Bikarmeistari
1991, þá á móti félaga
sfnum þessa dagana,
Magnúsi Ólafssyni.
Þess má geta til gam-
ans, að Björn er bróðir
hins kunna veitinga-
manns, Úlfars Eysteins-
sonar (Þremur Frökk-
um.
Jón Baldursson
Jón Baldursson er
fæddur 23. desember
1954 og er því tæplega
37 ára. Jón ertalinn af
mörgum fremstur bridge-
manna.hér á landi þessa
stundina. Hann átti sæti I
karfalandsliðinu 1988,
sem varð Norðurlanda-
meistari hér heima. Ann-
ar úr því liöi er Þortákur
Jónsson.
Jón er stigahæsti
bridgespilarinn á Islandi
og f hópi 160 stigefstu
spilara Evrópu, ásamt
þeim Guðlaugi og Emi og
félaga sínum, Aðalsteini
Jörgensen.
Jón á að baki 5 sigra (
Islandsmótinu f sveita-
keppni, 4 sigra f Islands-
mótinu í tvímenning
(raunar 4 ár ( röð 1981-
1984) og 5 bikarsigra.
Virðist ekkerl lát á sigur-
Aöalsteinn Jörgensen
Aðalsteinn Jörgen-
sen er fæddur 18. nóv-
ember 1959 og er þvf
tæplega 32 ára. Hann
er „litli“ drengurinn í
hópnum og félagi Jóns
Baidurssonar. Aðal-
steinn er Hafnfirðingur,
en þaðan hafa komið
glettilega margir af
fremstu bridgespilurum
landsins. Aðalsteinn
hóf bridgeiðkun sfna f
Flensborg, er bridgefé-
lagið á staðnum stóð
fyrir kennsluátaki f
skólanum.
Aðalsteinn er með 4
sigra f Islandsmótinu f
sveitakeppni, 1 sigur f
Islandsmótinu (tvl-
menning og 3 sigra f
bikarkeppninni.
Aðalsteinn er sjáif-
Þorlókur Jónsson
Þorlákur Jónsson er
fæddur 13. júlf 1956 og
er því 35 ára. Þorlákur er
eini Kópavogsbúinn í lið-
inu. Þorfákur á þaö sam-
merkt með Jóni Baldurs-
syni, að þeir voru f fs-
lenska karlalandsliðinu
1988 er varð Noröur-
landameistari, hér á móti
f Reykjavík. Aðrir spilarar
f þvf liði voru: Siguröur
Sverrisson (félagi Þor-
láks), Valur Sigurðsson
(félagi Jóns) og Karf Sig-
urhjartarson og félagi
hans, Sævar Þorbjöms-
son.
Þorlákur hefur tvisvar
orðið (slandsmeistari I
sveitakeppni, 1 sigur f (s-
landsmótinu í tvimenning
og 1 sigur f bikarkeppn-
inni.Þorlákur er verk-
fræðingur að mennt og
var við framhaldsnám f
Guómundur Póll Arnarson
Guðmundur Páll Arn-
arson er fæddur 4. nóv-
ember 1954 og er þvf
tæplega 37 ára. Guð-
mundur hefur vlða kom-
ið við f íslenskri bridge-
sögu. Almennt talinn
mesti „fagurkeri“ íþrótt-
arinnar. Á það til að sjá
út hluti f leiknum, sem
fæstir koma auga á.
Guðmundur á að baki 2
sigra f Islandsmótinu f
sveitakeppni. 1 sigur f
Islandsmótinu I tvi-
menning og 1 sigur í
bikarkeppninni.
Guðmundur er ritstjóri
og eigandi Bridgeblaðs-
ins, skólastjóri og eig-
andi bridgeskótans f
Reykjavfk og bridge-
dálkahöfundur á Morg-
unblaðinu. Fyrrum
göngu Jóns þessa dag-
ana. Jón er starfsmaður
Flugleiöa f Reykjavfk, en
er prentari að iðn. Eigin-
kona Jóns er Elfn Bjama-
dóttir, framkvæmdastjóri
Bridgesambands Islands.
Bróðir Jóns, Guömundur
Baldursson, er einnig
mjög virkur keppnisspil-
ari.
Félagi Jóns erAðal-
steinn Jörgensen.
sagður atvinnurekandi,
með rekstur m.a. á Sel-
fossi.
Sambýliskona Aðal-
steins er Guðlaug
Jónsdóttir, kunn spila-
kona og í fremstu röð
bridgekvenna hér á
landi.
Félagi Aðalsteins f
landsliðinu er Jón Bald-
ursson.
Bandarfkjunum. Ytra
spilaði hann mest ailan
tímann, þann tima er
gafst frá námi. Eiginkona
hans kemur einmitt frá
Bandaríkjunum, Jaqui
McGreal (Jakobfna Rfk-
harðsdóttir). Jaqui er
meöal bestu kvenspilara
landsins.
Félagi Þorláks í lands-
liðinu er Guðmundur Páll
Amarson.
blaðamaður á sama
blaöi.
Guðmundur er sonur
Amar Guðmundssonar
(nú látinn), sem hér á
árum áður var einn okk-
ar albesti bridgespilari.
Guðmundur þykir kippa
aðeins í kynið.
Félagi Guðmundar í
landsliðinu er Þorlákur
Jónsson.
Guðlaugur R. Jóhannsson
Guðlaugur Reynir Jó-
hannsson er fæddur
25. ágúst 1944 og er
þvf 47 ára. Hann er ald-
ursforseti liðsins. Guð-
laugur og félagi hans
frá 1973, Örn Arnþórs-
son, eru trúlega jafn-
besta par sem spilað
hefur fyrir Island hönd á
erlendum vettvangi.
Sagt hefur verið um þá
félaga, að þeirspili
aldrei betur en einmitt á
erlendum vettvangi.
Margt er til í því. Titlar
og sigrar Guðlaugs
tengjast órjúfanlega
þætti Arnar Arnþórson-
ar, og er þeirra getið f
kynningu af Erni.
Guðlaugur er sjálf-
stæður endurskoðandi f
Hafnarfirði, þar sem
hann býr. Má þvf telja
hann þriðja Hafnfirðing-
• •
Orn Arnpórsson
Örn Arnþórsson er
fæddur 5. febrúar.,1945
og er þvf 46 ára. Örn er
Siglfirðingur, en þaðan
hafa komiö margir af
bestu spilurum lands-
ins.
Örn og félagi hans i
landsliöinu, Guðlaugur
R. Jóhannsson, eru
lengst spilandi par á Is-
inn f hópnum, þvf fyrir-
liðinn Björn Eysteins-
son og „litli" drengurinn,
Aðalsteinn Jörgensen,
hafa einnig þann „vafa-
sama“ heiður, að teljast
Gaflarar.
Foreldrar Guðlaugs,
þau Sigríður Ingibergs-
dóttir og Jóhann Guð-
laugsson, hafa um ára-
tuga skeið verið keppn-
isfólk í bridge.
landi í dag (( efsta
styrkleikaflokki), en
þeir hafa spilað saman
óslitið frá 1973.
Á þeim tíma hafa
þeir margoft átt sæti f
íslenska karlalandslið-
inu, trúlega oftast allra
fslenskra para.
Þeir eru margfaldir
Islandsmeistarar (
sveitakeppni (5 titlar),
tvisvar sigraö f Islands-
mótinu f tvfmenning og
3 bikarmeistaratitlar.
Örn er starfsmaður
Iffeyrissjóðs Iðju.
Bróðir Arnar, Hörður
Arnþórsson, hefur
einnig átt sæti f fs-
lenska karlalandsliöinu.
NÝTT HELpARBLAÐ |Q, FÖSTUDAGUR^ 11. OKJÓpER 1991
NÝTT HELGARBLAÐ
FÖSTUÐAGUR 11. OKTÓBER 1991