Þjóðviljinn - 11.10.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.10.1991, Blaðsíða 7
Kvikmyndir Margarethe von Trotta og Sturla Gunnarsson koma Barbara Sukowa i hlutverki sínu i nýjustu kvikmynd Margarethe von Trotta sem sýnd verður á morgun á Kvikmyndahátíðinni i Regnboganum. í kvöld kemur þýski Margarethe von Trotta til myndahátíðinni á morgun kl. leikstjórinn landsins og nýjasta mynd 17 og aðeins í það eina skipti. hennar, Heimkoman, verður Þeir sem gaman hafa af mynd- sýnd á kvik- um Margarethu ættu því ekki að láta þá sýningu ffam hjá sér fara. Leikstjórinn verður viðstadd- Úr kvikmynd Vestur-Islendingsins Sturlu Gunnarssonar Friðhelgi sem frumsýnd verður á sunnudag. ur sýninguna. Margir kannast við fyrri myndir Margarethu, eins og Die Verlorene Ehre der Katharina Blum, Schwest- em og Die bleieme Zeit. Myndir Margarethu em mjög pólitískar og feminískar. 1 myndinni Heimkoman (Die Rueckkehr) er fjallað um til- fmningalega ringlureið, segir í kynningu á myndinni. Lækn- irinn Martha snýr aftur til Par- ísar eftir áralanga dvöl í Aff- íku. Þar flækist hún í rótum lífsleiða síns, gömul sár ýfast upp og kvölin magnast. Meðal þeirra brota sem Martha þarf að tina saman em hin ógæfu- sama ást sem hún ber til blaðamannsins Victors, og hálfkömð vinátta hennar og Önnu, sem eitt sinn var nán- asti vinur hennar. Aðalhlut- verk í myndinni leikur ein þekktasta leikkona þýska tjaldsins nú, Barbara Sukowa. A mprgun kemur síðan Vestur- íslendingurinn Sturla Gunnarsson til landsins og heiðrar gesti kvikmyndahátíð- ar með því að vera viðstaddur frumsýningu myndar sinnar Friðhelgi (Diplomatic Immun- ity) á sunnudag kl. 17. Sú mynd verður sýnd oftar. Sturla flutti _sex ára gamall til Kanada ffá íslandi og býr nú í Toronto. Friðhelgi er fýrsta bíómynd hans i fúllri lengd, en hann er þekktastur fyrir harðskeyttar, pólistískar heim- ildarmyndir sem hafa margar unnið til verðlauna. Kvik- myndin Friðhelgi segir frá Kim Dades, ungri konu á upp- leið í kanadísku utanríkisþjón- ustunni. Hún fellst með sem- ingi á að halda til E1 Salvador í þeim tilgangi að undirbúa jarðveginn fýrir montheim- sókn ráðherra síns, en Kan- adastjóm tekur þátt í sýndar- aðstoð við stríðshrjáða íbúa landsins. En þegar hún kemur á staðinn er húsnæði það sem Kanadastjóm hafði látið reisa fyrir fólkið komið í hendur hersins. Kim ræðst í að leið- rétta þessa stöðu. Sturla og samstarfsmaður hans, Steve Lucas, fengu áhuga á þessu viðfangseftii þegar þeir kynntust ungri konu frá E1 Salvador sem sætt hafði pyntingum í heimalandi sínu og flúið til Kanada. Það mun hafa tekið þá tíu ár að fá myndina gerða. BE Uaajeer neq og Tupilak Silamiut-leikflokkurinn, sem er eini atvinnuleikflokkur á Grænlandi, verður með sýn- ingar í Norræna húsinu á laugardag og sunnudag. Á hvorri sýningu verða sýndir tveir leikþættir sem nefnast Uaajeerneq og Tupilak. Uaajeerneq merkir grímusjón- leikur. Mannfræðingar telja að slíkir leikir hafi komið fram fyrir 3000 árum, séu upprunnir í Alaska og hafi verið iðkaðir meðal Inuita Norður-Kanada og á Grænlandi. Nú orðið er grímusjónleikur af þessu tagi aðeins leikinn á Austur- Graenlandi. 1 sjónleikjum af þessu tagi eru þrjú meginatriði. Það em skrípalæti eða skemmtiatriði, helgisiðir fijó- seminnar og kennsluleikur fyrir böm þar sem eðli hræðslunnar er útskýrt fýrir þeim. Sá þáttur sýningarinnar sem kallast Tupilak er nútímalegur dans án talaðs máls, en hefðbundnar grímur og trommudans er hluti af þeirri sýningu. Annars er Tupilak heiti á óheillavem sem var sköpuð með nokkurs konar svartagaldri. Aður fyrr réðu Grænlendingar yfir öflum sem gerðu það mögulegt. Tupilak sköpuðu menn í þeim tilgangi að drepa. Ætti fómarlambið sér hins vegar sterkan hjálparanda eða krafl sneri Tupilak aftur til skapara síns, drap hann og eyddi þar með sjálf- um sér. Sýningamar verða á laugardag kl.21.00 og sunnudag kl.17.00. Fyrir sunnudagssýninguna verður haldinn fýrirlestur um grænlenskt leikhús. -kj NYTT HELGARBLAD 7 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.