Þjóðviljinn - 11.10.1991, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 11.10.1991, Blaðsíða 18
Krumminn á skjánum Morfín fyrir fólkið Karl gamli Marx sagði á öld- inni sem leið að trúin væri óp- íum fyrir fólkið. Svo dó guð en úr ösku hans reis sjónvarps- fönixinn og fló inn á Ijósvak- ann. Tilveran varð smámsam- an flóknari og sársaukafyllri svo ópíum nægði ekki lengur til. ( dag veitir lúnum nútíma- mönnum ekkert af sterkri mor- fínsprautu að lokinni erfiðri vinnuviku, til að lina kvalirnar. Þá sprautu vonast þeir til að sjónvarpskassinn veiti þeim. Helgarskammturinn núna er fjölbreytilegur og er hæfileg blanda af morfínsprautu og lakkrísmola enda hafa báðar sjónvarpsstöðvarnar nýlega haldið upp á stórafmæli, Sjón- varpið 25 ára og Stöð 2 ftmm ára afmæli. Við skulum renna hratt yfir framboðið á kvikmyndum um helgina og byrjum á föstudegi. Sjónvarpið sýnir mynd sem lýst er á þennan hátt: ástarflækjur, iðnað- amjósnir, kapphlaup við tímann og magnaðar tæknibrellur. Myndin nefnist Fyrsta flug Stjömunnar og er bandarísk frá 1983. Þrátt fýrir þessa glæsilegu lýsingu á mynd- Asíralir reyna að stöðva flótta japanskra hermanna. inni segir Maltin hana hugmynda- snauða og langdregna. Kvikmyndakvöldið á Stöð 2 hefst á miðlungs gagnfræðaskóla- mynd, þá tekur við frönsk spennu- mynd og kvöldið endar með öðmm hluta Löggunnar í Beverly Hills sem Maltin gefur tvær stömur. Fyrirmyndarfaðir mætir aftur í skrautlegu peysunum og stífpress- uðu buxunum sínum á laugardags- kvöldið í Sjónvarpinu. Síðan koma tvær ólíkar myndir, kanadíska myndin Lýsihóll sem gerist á kreppuárunum og fjallar um stúlku sem reynir að koma foreldrum sín- um aftur saman. Mjög hjartnæmt. Kvöldinu lýkur svo með Sandino, fjölþjóðlegri mynd um Augusto Sandino, leitoga Sandinista í Nik- aragva. Það lofar tæpast góðu að sveitasöngvarinn Kris Kristoffer- son leikur aðalhlutverk. James Bond ríður á vaðið á Stöð 2. Þama fer Timothy Dalton með hlutverk njósnarans og hjarta- Patrich Bergin í Morfin og lakkrismolar Sjónvarpsins knúsarans í myndinni Leyfið aftur- kallað. Aðalmynd kvöldsins er breska myndin Launmál, sem Jos- eph Losey gerði árið 1968 með stjömum á borð við Elísabetu Ta- ylor og Miu Farrow. Myndin er bam sins tíma og ber keim að LSD-kúltúr. Maltin gefúr mynd- inni þrjár og hálfa stjömu. Hins- vegar var gerð sjónvarpsútgáfa af myndinni og þykir hún síðri. Því miður óttast krumminn á skjánum að sú útgáfa sé á boðstólum hjá Stöð 2. Talnabandsmorðinginn með m.a. Donald Sutherland í að- alhlutverki fjallar um prest sem elt- ir morðingja geistlegra manna. Dagskránni lýkur svo með hasar i háloftum, frekar dauflegri mynd með Mariel Hemingway og Ben Cross. Helginni lýkur svo á Stöð 2 með þremur kvikmyndum. Fyrst er Banvænn skammtur, átakanleg saga af hjúkrunarkonu, þá bijótast japanskir hermenn úr áströlsku fangelsi og kvöldið endar svo á því að Richard Dreyfúss gerist óvart einræðisherra í Suður- Ameríku, en það er hin sæmilegasta afþrey- ing. Sjónvarpið er höfðinglegra en Stöð 2 þvi það býður áhorfendum bæði upp á morfín og lakkrísmola, en það er nafnið á breskri sjón- varpsmynd, sem sýnd er á sunnu- dagskvöldið. Myndin segir frá raunum ungrar stúlku sem þarf að annast yngri systkini sin er móðir hennar deyr, en faðir hennar er drykkjusjúklingur og beitir hann dótturina bæði andlegu og líkam- legu ofbeldi. Einsog sjá má á þessari upp- talningu ættu flestir að finna eitt- hvað við sitt hæfi á sjónvarps- stöðvunum um helgina þannig að landinn þarf ekki að óttast að hann verði án morfínsprautu sjónvarps- ins nú fremur en endranær. fjársjóbur Þriðji þáttur í röðinni Fjár- sjóður hefur tapast er á dag- skrá Sjónvarpsins í kvöld. Þar keppa félagar úr hjálpar- og björgunarsveitum landsins í því að hafa uppi á fólgnum verðmætum sem tengjast sögu þjóðarinnar. Leiðbeiningar, eða fjársjóðskortið, er ritað á fommáli og síðan fá þátttak- endur 45 mínútur til að finna fjársjóðinn. Sem sagt æsi- spennandi leikur. Umsjónarmaður þáttanna er Jón Björgvinsson, en Jón Gústafsson er aðstoðarmaður hans. S j ó n v a r p Föstudagur 18.00 Litli víkingurinn (52) Teikni- myndaflokkur um vikinginn Vikka og ævintýri hans. Leik- raddir Aðalsteinn Bergdal. 18.30 Beykigróf (4) Breskur myndaflokkkur. 18.55 Táknmálsfréttír 19.00 Hundalíf (4) Kandískur myndaflokkur. 19.30 Shelley (4) Breskur gaman- myndaflokkur. 20.00 Fréttir, veður og Kastljós 20.50 Kvikmyndahátiðin 20.55 Fjársjóður hefur tapast, finn- andi vinsamlegast hafl samband (3) Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Hjálparsveit skáta I Reykjavík leita verðmæta úr sögu þjóðarinnar í Engey. Um- sjón Jón Björgvinsson. Kynnir ásamt honum Jón Gústafsson. Upptöku stýrði Hákon Már Oddsson. 22.00 Samherjar (6) Bandarískur sakamálaþáttur. 22.50 Fyrsta flug Stjörnunnar Bandarísk sjónvarpsmynd frá ár- inu 1983. Háþróaðri farþegaflug- vél hlekkist á I fyrstu fiugferö sinni. Hún villist af leið og svifur um geiminn án þess að flugstjór- inn fái við nokkuð ráðið, en hann hefur aðeins eldsneyti til tveggja sólarhringa flugs. Leikstjóri Jerry Jameson. Aðalhlutverk Lee Maj- ors, Hal Linden og Lauren Hut- ton.. 00.40 Útvarpsfréttir í dagskráriok. Laugardagur 15.00 Iþróttaþátturinn 15.00 Enska knattspyrnan - markasyrpa 16.00 Evrópumótin i knattspyrnu Svipmyndir frá leikjum KR og Tórínó og Fram og Panathinai- kos. 17.00 Ryderkeppnin I golfi 17.50 Úrslit dagsins. 18.00 Alfreð önd (52) Hollenskur teiknimyndaflokkur. Leikraddir Magnús Ólafsson. 18.25 Kasper og vinir hans (25) Bandariskur teiknimyndaflokkur um vofukrílið Kasper. Leikraddir Leikhópurinn Fantasía. 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Poppkorn Glódis Gunnars- dóttir kynnir tónlistarmyndbönd af ýmsu tagi. Dagskrárgerð Þið- rik Ch. Emilsson. 19.30 Úr ríki náttúrunnar. Fellum bjór og friðum tré Bresk náttúru- lífsmynd um Evrópubjórinn i Noregi. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 20.00 Fréttir og veður 20.35 Lottó 20.40 Kvikmyndahátlðin 20.45 Manstu gamla daga. Fyrsti þáttur: Rokkararnir Fyrsti þáttur f röð sem sýnd veröur í vetur um sögu íslenskrar dægurtónlistar. Á meöal þeirra sem koma fram eru Stefán Jónsson, Berti Möller, Garðar Guðmundsson, Þor- steinn Eggertsson, Guðbergur Auðunsson og Siggi Johnnie. Umsjónarmenn eru þeir Jónatan Garöarsson og Helgi Pétursson sem jafnframt er kynnir. Dag- skrárgerð Tage Ammendrup. 21.30 Fyrirmyndarfaðir (1) Hér hef- ur göngu sina ný syrpa um fyrir- myndarföðurinn Cliff Huxtable og fjölskyldu hans. 21.55 Lýsihóll Kanadísk sjónvarps- mynd frá 1990. Myndin gerist á kreppuárunum og segir frá ungri stúlku sem neyðist til að flytja til föður síns þegar móðir hennar veikist. Hún tekur sér fyrir hend- ur að sameina foreldra sína á ný. Aðalhlutverk Sam Water- ston. 23.50 Sandino Fjölþjóðleg mynd frá 1990 um feril Augusto Sandino leiðtoga sandinista í Nikaragva. Leikstjóri Miguel Littin. Aðalhlut- verk Kris Kristofferson. 02.05 Útvarpsfréttir I dagskrártok Sunnudagur 14.40 Dóttir kölska Fjölþjóðleg kvik- mynd byggð á spænskum þjóð- sögum og ævintýri Grimms- bræðra. Úngur maður vinnur kölska í spilum. Undirheimahöfð- inginn hyggur á hefndir og legg- ur þrjár þrautir fyrir piltinn, hverja annarri erfiðari. 16.10 Franskir tónar Þáttur um ný- bylgjuna í franskri dægurtónlist. Umsjón Egill Helgason-. Dag- skrárgerð Þiörik Ch. Emilsson. Áður á dagskrá 11. september sl. 16.40 Ritun Annar þáttur: Hnitmið- un máls Fjallað er um ýmsar gerðir stuttra texta: greinargerð- ir, endursagnir og úrdrætti, skýrslur, fréttir, auglýsingar og fleira, þar sem markmiðiö er að segja sem mest í sem fæstum orðum., Umsjón Ólína Þorvarðar- dóttir. Áður á dagskrá i Fræðslu- varpi 9. 11. 1989. 16.50 Nippon - Japan siðan 1945. Annar þáttur: Tapið unnið upp. Breskur heimildamyndaflokkur i átta þáttum um sögu Japans frá seinna stríði. I þessum þætti er fjallað um þær breytingar sem urðu á efnahagsmálum landsins og baráttu stjórnvalda við verð- bólgu og verkalýðsfélög á árun- um eftir stríð. Þulur Ingi Kari Jó- hannesson. 17.50 Sunnudagshugvekja Séra Pétur Þórarinsson flytur. 18.00 Sólargeislar (25) Blandað innient efni fyrir börn og ung- linga. Umsjón Bryndís Hólm. Dagskrárgerð Kristin Björg Þor- steinsdóttir. 18.30 Babar (3) Frönsk/kanadísk teiknimynd um filakonunginn Ba- bar. Leikraddir Aðalsteinn Berg- dal. 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Vistaskipti (6) Bandarískur framhaldsmyndaflokkur. 19.30 Fákar (9) Þýskur mynda- flokkur. 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Kvikmyndahátíöin 20.40 Gull i greipar Ægis (1) Fyrsti þáttur af þremur sem gerðir hafa verið um sokkin skip við strendur landsins og lífrikið f kringum þau. Að þessu sinni er kafað niður að grænlenska togaranum Sermelik, sem sökk í Patreksfirði I mars 1981, og liggur tiltölulega lítið skemmdur suðvestur af Tálkna i mynni fjarðarins. Um- sjón Sveinn Sæmundsson. Dag- skrárgerð Björn Emilsson. 21.15 Astir og alþjóðamál (6) Franskur myndaflokkur. 22.10 Morfín og lakkrismolar Bresk sjónvarpsmynd byggð á sjálf- sævisögulegri skáldsögu eftir Carol Ann Courtney. I myndinni segir frá raunum ungrar stúlku I Cardiff á sjötta áratugnum. Þeg- ar móðir hennar deyr lendir það á henni að annast fjögur yngri systkini sin, en faðir hennar er drykkjusjúklingur og beitir hana bæði andlegu og likamlegu of- beldi. Leikstjóri Karl Francis. Að- alhlutverk Patrick Bergin, Sue Jones Davies. 23.45 Úr Listasafni Islands Þorgeir Ólafsson fjallar um verkið Sól- vagninn eftir Jón Gunnar Árna- son. Dagskrárgerð Hildur Bruun. Mánudagur 18.00 Töfraglugginn (23) Blandað erlent barnaefni. Umsjón Sigrún Halldórsdóttir. (Endurs.) 18.25 Drengurinn frá Amrómedu (5) Fimmti þáttur af sex um þrjá unglinga sem ganga i liö með geimveru í örvæntingarfullri til- raun hennar til að bjarga heimin- um. 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Á mörkunum (41) Frönsk/kanadisk þáttaröð. 19.30 Roseanne (9) Bandarískur gamanmyndafiokkur. 20.00 Fréttir og veður 20.35 Kvikmyndahátíöin 20.40 Fólkið í Forsælu (5) Banda- rískur framhaldsmyndaflokkur. 21.05 Iþróttahorniö Fjallað um iþróttaviðburði helgarinnar innan lands sem utan og sýndar svip- myndir frá knattspyrnuleikjum víðs vegar i Evrópu. Umsjón Logi Bergmann Eiðsson. 21.25 Nöfnin okkar Þáttaröð um is- lensk mannanöfn, merkingu þeirra og uppruna. Að þessu sinni verður fjallað um nafnið Þór. Umsjón Gísli Jónsson. 21.30 Hugsað heim til íslands Fyrri þáttur. Þáttur um Vestur- Islend- inga. Rætt er við Helgu Steph- enson framkvæmdastjóra kvik- myndahátiðarinnar í Toronto og kvikmyndaleikstjórana Sturlu Gunnarsson og Guy Maddin, auk þess sem sýnt verður úr myndum þeirra. Dagskrárgerö Marteinn St. Þórsson. 22.00 Hjónabandssaga (1) Breskur myndaflokkur I fjórum þáttum. Þættirnir gerast í byrjun aldarin- anr og segja fra stormasömu hjónabandi Vitu Sackville-West og Harolds Nicolsons og hliðar- sporunum sem þau tóku, 23.00 Ellefufréttir 23.10 Þingsjá 23.30 Dagskráriok Föstudagur 16.45 Nágrannar 17.30 Gosi Teiknimynd. 17.55 Umhverfis jörðina Athyglis- verð teiknimynd. 18.20 Herra Maggú Teiknimynd. 18.25 Blátt áfram Endurtekinn þátt- ur frá í gærkvöldi. 18.40 Bylmingur Rokkaður tónlist- arþáttur. 19.19 19.19 Fréttaþáttur. 20.10 Kænar konur Gamanþáttur. 20.35 Ferðast um timann Einn vin- sælasti sjónvarpsþátturinn um heim allan. 21.25 f gaggó Stórskemmtileg menntaskólamynd með Michael J. Fox i aöalhlutverki. Leikstjóri Rod Amateau. (1985) 23.00 Saga skugganna Þegar Antoine fer til að vera einn á gistihúsi til að gleyma að gjald- kerinn hans hafði nýlega haft af honum 600 þúsund franka átti hann ekki von á að hitta Alex, auðugan veiðimann. Aðalhlut- verk: Pierre-Loup Rajot, Claude Rich og Auréle Doazan. Leik- stjóri Denys Graner-Deferre. Bönnuð börnum. 00.25 Löggan i Beverly Hills II Murphy er hér i hlutverki Alex Foley og fer á kostum ásamt Judge Reinhold sem er hér í hlutverki nokkurs konar aðstoöarmanns Alex Fol- ey. Leikstjóri Tony Scott. (1987) Lokasýning. 02.05 Dagskrárlok Laugardagur 09.00 Með afa. 10.30 Á skotskónum Teiknimynd. 10.55 Af hverju er himinninn blár? 11.00 Fimm og furðudýrið. (5) 11.25 Á ferð með New Kids on the Block Skemmtileg teiknimynd þar sem tónlistin ræður ríkjum. 12.50 Á grænni grund Endurtekinn þáttur frá sl. miðvikudegi. 12.55 Annar kafli Þessi mynd er byggö á leikriti Neil Simon og segir hún frá ekkjumanni sem er ekki alveg tilbúinn til að lenda í öðru ástarsambandi. Leikstjóri Robert Moor. (1980) 15.00 Þrjú-bíó Lisa í Undralandi Lisa er úti i garði þegar hún sér hvíta kaninu á haröahlaupum. Hún stekkur á fætur og hleypur á eftir kanínunni sem fer ofan I holu. Það skiptir engum togum, Lísa fer á eftir kaninunni ofan I holuna. Hún hrapar lengi, lengi, en lendir að endingu mjúklega ( hrúgu af laufblöðum...og þá hetj- ast ævintýri Lisu i Undralandi. 16.30 Sjónaukinn Endurtekinn þátt- ur þar sem félagsmenn i Sport- kafarafélagi Islands eru heim- sóttir og farið með þeim I leið- angur um undirdjúpin. 17.00 Falcon Crest 18.00 Popp og kók. 18.30 Bilasport (Endurt.) 19.19 19.19 Fréttirog veður. 20.00 Morðgáta. 20.50 Heimsbikarmót Flugleiða '91 22.05 Leyfið afturkallað Fáar mynd- ir njóta eins mikilla vinsælda og James Bond myndirnar. Þessi er engin undantekning. Aöalhlut- verk: Timoty Dalton, Carey Lo- well. Leikstjóri John Glen. (1989) Bönnuð börnum. 00.15 Launmál Vönduð bresk mynd frá árinu 1968. Fjöldi þekktra leikara koma fram I myndinni og þykir leikur Miu Farrow og Elizabeth Taylor frá- bær. Bönnuð börnum. 01.55 Talnabandsmorðinginn Hörkuspennandi mynd með úr- valsleikurum. Myndin greinir frá kaþólskum presti sem reynir að finna morðingja sem drepur kaþ- ólska presta og nunnur og skilur ávallt eftir sig svart talnaband. Aðalhlutverk Donald Sutheriand, Belinda Bauer. Leikstjóri Fred Walton (1988) Stranglega bönn- uð börnum. 03.35 Hasar i háloftunum Banda- riskur njósnari er ráðinn til þess að fá iraskan flugmann til að svíkjast undan merkjum og fljúga MIG orrustuþotu til Israels. Aðalhlutverk Mariel Hemming- way og Ben Cross. Leikstjóri John Hancock. (1988) Bönnuð börnum. Lokasýning. 05.10 Dagskráriok Sunnudagur 09.00 Litla hafmeyjan Teiknimynd. 9.25 Hvutti og kisi Teiknimynd. 09.30 Túlli Teiknimynd. 09.35 Fúsi fjörkálfur Mýndaflokkur fyrir börn á öllum aldri. 09.40 Steini og Olli 9.45 Pétur Pan Ævintýraleg teikni- mynd. 10.10 Ævintýraheimur NINTENDO Hvaða ævintýrum ætli Ketill lendi i i dag? 10.35 Ævintýrin I Eikarstræti Fram- haldsþáttur fyrir börn og ung- linga. 10.50 Blaöasnáparnir Teiknimynd með Islensku tali. 11.20 Trausti hrausti Spennandi teiknimynd. 11.45 Trýni og Gosi Teiknimynd. 12.00 Popp og kók Endurtekinn þáttur frá sl. mánudegi. 12.30 Italski boltinn. Mörk vikunnar Endurt. frá sl. mánudegi. 12.50 Gandhi Myndin lýsir við- burðariku lifi og starfl Mohandas K. Gandhi sem hóf sig upp úr óbreyttu lögfræðistarfi og varð þjóðarleiðtogi og boðberi friðar og sátta um allan heim. Aðal- hlutverk Ben Kingsley, Candice Bergen. Leikstjóri og framleið- andT Richard Attenborough. (1982) 16.00 Leyniskjöl og persónunjósnir Seinni hluti athyglisverðrar myndar um J. Edgar Hoover. 16.45 Þrælastríöið Margverðlaun- aður heimildarmyndafTokkur um þrælastríðið i Bandaríkjunum. 18.00 60 mlnútur Vandaður frétta- skýringaþáttur. 18.40 Maja býfluga Teiknimynd. 19.19 19.19 20.00 Elvis rokkari Leikinn fram- haldsþáttur um goðið Elvis Presley. 20.25 Hercule Poirot Breskur saka- málaþáttur. 21.20 Banvænn skammtur Átakan- leg mynd sem segir frá starfandi hjúkrunarkonu sem er ákærð fyr- ir morð þegar einn af sjúklingum hennar lætur llflð. 22.55 Flóttinn úr fangabúðunum Vandaður framhaldsþáttur þar sem rakin er saga japanskra hermanna sem reyndu að flýja úr áströlsku fangelsi. 23.50 Óvænt hlutverk Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera leikari. Hvað gerist þegar misheppnaður leikari frá New York er fenginn til að fara til landsins Parador og taka þar við hlutverki látins einræðisherra? Aðalhlutverk Richard Dreyfuss, Sonia Braga og Raul Julia. 01.30 Dagskráriok Mánudagur 16.45 Nágrannar 17.30 Skjaldbökumar Spennandi teiknimynd. 17.50 Litli folinn og félagar Falleg teiknimynd. 18.00 Hetjur himingeimsins Spenn- andi teiknimynd. 18.30 Kjallarinn tónlistarþáttur. 19.19 19.19 20.10 Dallas 21.00 Ættarsetriö Breskur fram- haldsþáttur í átta hlutum um kaupsýslumann sem óvænt erfir ættarsetur. Þetta er næstsíðasti þáttur. 21.50 Hestaferð um hálendið I ág- ústmánuði síðastliðnum fóru nokkrir hestamenn í ferð um há- lendið Sigurveig Jónsdóttir slóst I för með þeim ásamt kvik- myndatökumanni Stöðvar 2 og fá áhorfendur að njóta afrakst- ursins í kvöld. 22.30 Booker Hraöur og spennandi þáttur. 23.20 Fjalakötturinn. Dauðinn [ garðinum (La Mort en ce Jardin) Dagskrárlok Stöðvar 2 En við tekur næturdagskrá Bylgjunnar. NÝTT HELGARBLAD 18 TÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER I99I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.