Þjóðviljinn - 16.10.1991, Síða 1
wms#\
■
Wmm
Hii#
**,*’»***-•'* V.í<.>v
Undirskriftimar breyta
engu um St. Jósefsspítala
Hafnflrðingum er það
mætavel ljóst, eins og
öllum öðrum, að við
verðum að endurskipu-
leggja sjúkrahúsaþjónustuna á
höfuðborgarsvæðinu, sagði Sig-
hvatur Björgvinsson heilbrigðis-
ráðherra, aðspurður um hvort
tekið yrði tillit til þeirrar skoð-
unar yfir 10.000 manns í Hafn-
arfirði, Garðabæ og Bessastaða-
hreppi að ekki beri að breyta
rekstri St. Jósefsspítala.
Undirskriftimar voru afhentar
heilbrigðisráðherra í gær.
Sighvatur segir endurskipu-
lagningu brýna af tveimur ástæð-
um. „Onnur ástæðan er sú að á sl.
20 árum hafa orðið miklar breyt-
ingar á starfsemi sjúkrahúsa sem
hafa breytt þeim kröfum sem þarf
að gera til þeirra og hvemig skipu-
lag sjúkrahúsþjónustu á landinu
öllu þarf að vera. Hin ástæðan er
sú að menn hafa ekki lengur pen-
inga til að greiða þann reikning
sem óbreyttur rekstur kostar,“
sagði hann.
Hafnfirðingar, sem barist hafa
gegn þvi að spítalanum verði
breytt í hjúkmnarheimili, hafa bent
á að í Hafharfírði sé fyrir hendi
Bdakaup í
forsætis'
ráðuneyti
Forsætisráðuneytið hefur
fest kaup á sérstökum bfl til
nota í sendiferðir. Bfllinn er af
gerðinni Lancer Station ár-
gerð 1990 og kostaði rúmlega
1,4 miljónir króna. Bíllinn er
keyptur hjá Hekluumboðinu.
Ráðuneytið hefur til þessa
látið duga að notfæra sér send-
ilsþjónustu sem rekin er hjá
fjármálaráðneytinu fyrir nokkur
ráðuneyti. Sendill þaðan hefur
komið tvisvar á dag í forsætis-
ráðuneytið til að taka við því
sem þarf að sendast með. „Það
eru miklar sendingar hér sem
oft liggur á að koma út. Við
höíum því þurft að nota leigu-
bíla þess á milli sem sendillinn
kemur og þetta dregur úr þeim
kostnaði,“ segir Helga Jónsdótt-
ir, skrifstofustjóri í forsætis-
ráðuneytinu. -vd.
ágæt þjónusta fyrir aldraða. Bið-
listavandinn sé í Reykjavík, fyrst
og fremst. Sighvatur kvaðst í sam-
bandi við þetta vilja benda á að
Hafnfirðingar nýti sjúkrahúsaþjón-
ustu í Reykjavík og Landakotsspít-
ali tilheyrði t.d. ekíci Vesturbænum
þótt hann væri staðsettur þar. „Við
erum með eitt sameiginlegt þjón-
ustusvæði og verðum auðvitað að
skipuleggja rekstur á því með þarf-
ir þess í heild í huga. Hafnfirðingar
eru bara hluti af þessu höfuðborg-
arsvæði,“ sagði hann.
Ráðherra mun hitta forsvars-
menn St. Jósefsspítala í lok þessar-
ar viku eða eftir helgi. „Eg á þá
von á því að fá tillögur þeirra og
þær verða skoðaðar. Ég hef líka
sagt þeim það að þessi tala um nið-
urskurð, 115 miljónir, sé ekki það
heilög að það megi ekki gera ffá-
vik frá henni.“ Aðspurður um
hvort mögulegt væri að halda
áfram sjúkrahúsrekstri eftir þennan
niðurskurð svaraði ráðherra því til
að það væri ekki hægt nema með
skipulagsbreytingu á rekstri og
samstarfi við önnur sjúkrahús á
höfuðborgarsvæðinu. „En menn
hafa ekki lengur fjármagn til að
kosta óbreyttan rekstur sem myndi
hafa það í for með sér, ef ekki er
breytt til, að það yrði að loka stöð-
ugt fleiri sjúkrarúmum,“ sagði Sig-
hvatur. -vd.
Ema Frfða Berg, formaður Bandalags kvenna í Hafnarfirði, afhenti heilbrigðisráðherra undirskriftir 10.300 manns sem
vilja ekki að rekstri St. Jósefsspítala verði breytt.
Mynd: Jim Smart.
Byggðastofnun brýtur í bága
við tilskipun stjómvalda
^ kvörðun stjórnar
A Byggðastofnunar um að
lána fé til tveggja Iax-
jL jLeldisfyrirtækja gengur
þvert á tilskipun ríkisstjórnar-
innar um að ekki verði greitt
meira til laxeldisfyrirtækja en
verið hefur fram að þessu. Guð-
mundur Malmquist, forstjóri
stofnunarinnar, segir að
ákvörðun stjórnarinnar muni
ekki hafa fordæmisgildi þar
sem búið sé að leggja allflest
laxejdisfyrirtæki niður.
Akvörðun stjómar Byggða-
stofnunar í gær um að lána fé til
Miklalax og Silfurstjömunnar er
einkennileg í Ijósi þess að ríkis-
stjómin gaf þá yfirlýsingu í sumar
að ekki yrði frekar lánað til lax-
eldisfyrirtækja. Nefnd er ríksi-
stjómin skipaði lagði þá til að
ákveðin fyrirtæki skiptu á milli
sín um 300 miljónum króna. Þau
fyrirtæki sem þá vom valin vom
af nefndinni talin líklegust af lax-
eldisfyrirtækjum til að skila ein-
hverjum hagnaði í framtíðinni.
Miklilax, sem skuldaði
Byggðastofnun 582 miljónir
króna, fær samkvæmt ákvörðun
stjómarinnar um 113 miljónir af
eigin fé stofnunarinnar. Þar af er
efirgjöf á skuld fyrirtækisins á
viðskiptareikningi við stofnunina
upp á 65 miljónir, fé fyrir ýmsar
framkvæmdir við fyrirtækið upp á
31,2 miljónir og fóður- og launa-
kostnaður fyrir næsta ár upp á 17
miljónir króna. Silfurstjarnan,
sem skuldaði Byggðastofnun 341
miljón króna, fær styrk frá stofn-
uninni upp á 25 miljónir. Styrkur
þessi á að fara til að koma upp
mjúkfóðurgerð og dreifikerfl fyrir
fóður.
Guðmundur Malmquist, for-
stjóri Byggðastofnunar, sagði i
gær að Byggðastofnun ætti um
20% af hlutafé fyrirtækjanna.
Einnig væri staða fyrirtækjanna
slík að ef ekkert yrði að gert yrðu
þau hreinlega lýst gjaldþrota.
Hann sagði að í stað þess að
missa þær 900 miljónir króna sem
lægju í fyrirtækjunum i formi
lána, væri betra að styrkja rekst-
urinn og vonast til að fá eitthvað
af peningunum til baka.
Þegar Guðmundur var spurður
hvort þessi ákvörðun hefði ekki
fordæmisgildi fyrir önnur fyrir-
tæki sem ekki hefðu hlotið náð
fyrir augum nefndarinnar sem rík-
isstjómin skipaði til að skipta 300
miljón krónum sl. sumar, sagði
hann að svo ætti ekki að vera.
„Það em fyrirtæki á Tálknafirði
og svo þessi tvö fyrirtæki. önnur
fyrirtæki em nú hætt starfsemi,
þannig að þetta hefur ekki for-
dæmisgildi.“ -sþ