Þjóðviljinn - 16.10.1991, Blaðsíða 3
í DAG
16. október
er miðvikudagur.
Gallusmessa.
289. dagur ársins.
Sólarupprás ( Reykjavík kl.
8.19 - sólarlag kl.18.06.
Viðburðir
Karl Kautsky fæddur 1854.
Verkalýðsfelag Patreks-
fjarðar stofnað 1928.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Nýtt Dagblað: Fasistaher-
inn nálgast vztu varnar-
virkjalínu Moskva að vest-
an. Borgarbúar búast til
vamar við hlið rauða hers-
ins. Tvær milljónir sovét
hermanna verja leiðirnar til
Moskva.
fyrir 25 árum
Kemur ný bók frá Lax-
ness? Hjá Helgafelli er að-
alspurningin: Kemur bók
frá Halldori Laxness eða
ekki. Fari svo, að skáldið
skili handriti bráðlega,
verður allt annað látið sitja
á hakanum, komi hins
vegar engin bók frá Lax-
ness má búast við öðrum
bókum út fyrirjól.
Sá spaki
Allar góðar bækur eru líkar
að því leytinu til að þær eru
sannari en ef þær hefðu
gerst í raunveruleikanum.
(Ernest Hemingway)
á slæmu atvinnuástandi
á Suðumesjum
Kristján Pálsson,
bæjarstjóri í Njarðvík
Mín skoðun er sú að atvinnuleysi
sé héma fyrst og fremst vegna
mikilla sveiflna í sjávarútvegi, og
erfiðrar stöðu fiskvinnslufyrir-
tækja sem ekki hafa fengið næg-
an fisk til að halda uppi atvinnu.
Bæjarstjómin í Njarðvík hefur
bent á kosti þess að allur fiskur
sem veiddur er á íslandsmiðum
fari í gegnum íslenska fiskmark-
aði. Ef menn vilja ættu erlendir
fiskkaupendur að geta átt aðgang
að þeim. En með því væri alla-
vega komið á einhveiju jafnræði,
þannig að íslenskir kaupendur
ættu að geta boðið í fiskinn áður
en hann fer út. Þegar beinn út-
flutningur er heimilaður eins og
núna er mikið ójafnræði milli
innlendra og erlendra aðila. Þeg-
ar fiskurinn er kominn út er hann
t.d. léttari og greiða erlendu aðil-
amir ekkert fyrir þá rýmun. Ef
þeir verða að bjóða í fiskinn
héma er greitt fyrir hann allan en
ekki að hluta. Þetta óréttlæti er
alveg óþolandi og rétt að benda
þingmönnum á að þetta þarf að
taka fostum tökum.
Ábati af EES rýr
fyrir sjávarútveginn
Hagnaður íslensks sjáv-
arútvegs af því að
tengjast Evrópubanda-
laginu eða Evrópska
efnahagssvæðinu er rýr, sam-
kvæmt skýrslu Þjóðhagsstofnun-
ar um íslenskan þjóðarbúskap
og Evrópska efnahagssvæðið.
Niðurstaða um áhrif EES á ís-
lenskan sjávarútveg er að miklar
líkur séu á því að þótt Island teng-
ist EES muni sjávarútvegurinn
áfram verða undanþeginn því frelsi
í viðskiptum sem verið er að inn-
leiða á sviði iðnaðar og þjónustu í
EB-löndunum.
„Þær takmarkanir á viðskiptum
með sjávarafurðir og aðfong veiða
og vinnslu, tollar og styrkir til
sjávarútvegs EB fela í sér kosmað
fyrir íslendinga. Líkur eru á að Is-
lendingar muni þurfa að bera stór-
an hluta af þessum kosmaði áfram,
jafnvel þótt þeir gerist aðilar að
EES. Af þessum ástæðum má ætla
að ábati íslensks sjávarútvegs af
því að tengjast EB/EES verði
minni en sá ábati sem aðrar þjóðir
gera ráð fyrir i þeim greinum iðn-
aðar og þjónustu sem eru öflugast-
ar í þeirra löndum. Vegna mikil-
vægi sjávarútvegsins hér á landi
má ætla að beinn þjóðhagslegur
ávinningur Islendinga af því að
tengjast EB/EES verði minni held-
ur en aðrar þjóðir gera sér vonir
um.“
Þá segir í skýrslunni að ekki
virðist fysilegur kostur fyrir Is-
lendinga að gerast aðilar að sjávar-
útvegsstefnu EB. Og er helsta
ástæðan sú að fiskveiðistjómun
I skýrslu Þjóðhagsstofnunar segir að ekki virðist fýsilegur kostur fyrir Islendinga að gerast aðilar að sjávarút-
vegsstefnu EB. Og er helsta ástæðan sú að fiskveiðistjórnun okkar hefur skilað betri árangri en hjá EB og að
einnig er margt óljóst varðandi framtíð sjávarútvegsstefnu EB.
okkar hefur skilað betri árangri en
hjá EB og að einnig er margt óljóst
varðandi framtið sjávarútvegs-
stefhu EB.
Þjóðhagsstofnun bendir á að
Islendingar eru mjög háðir við-
skiptum með sjávarfang við EB-
löndin. Segir að íslenskt efnahags-
líf yrði fyrir vemlegum búsifjum
ef mikilvæg tollfríðindi yrðu felld
niður eða ef reynt yrði að torvelda
útfluting á sjávarafurðum til EB.
Stofhunin telur þó litlar líkur á að
svo verði, þótt ekki sé ástæða til að
útiloka þann möguleika.
Þá segir að niðurfelling á toll-
um á sjávarafurðum einsog salt-
fiski, skreið, saltsíld, ferskum fisk-
flökum og unnum lagmetisvömm
myndi skila auknum tekjum. Þjóð-
hagslegt verðmæti slíkra tolla-
lækkana væri því vemlegt.
Þá segir í skýrslunni að flest
bendi til þess að íslenskur sjávarút-
vegur þurfi ekki að óttast framtíð-
ina ef hann keppir við sjávarútveg
annarra landa á jafhréttisgrund-
velli. Hinsvegar sé viss hætta á að
útflutningur ísfisks aukist áfram og
vinnsla fisks hér heima minnki ef
íslenskir fiskverkendur verði utan
tollmúra af því tagi sem nú em.
Því sé mikilvægt að ná samningum
við EB um að fblla þessa tolla nið-
ur.
-Sáf
Þjóðleg lambaslátrun
Fyrir utan hefðbundna
bændur eru íslendingar
svo vel settir að eiga svo-
kallaða frístundabændur.
Frístundabændur eiga það sam-
eiginlegt að búa bara með sauðfé
enda hættir frístundabúskapur
að rísa undir nafni ef búið er
með kýr með þeirri ánauð sem
fylgir mjöltum kvölds og
morgna. Fjáreign þessara
manna, upp á fimm til tíu ær hjá
hverjum, þætti heldur snautleg í
alvöru búskap. Þó lúta afurðir
þessara smábúa sömu lögmálum
og afurðir annarra eins og sjá
má af því að ekki verður með
sæmilegu móti komist hjá að
slátra lömbunum á haustin, ef
ætlunin er að éta kjötið ura vet-
urinn. Þessi einfoldu sannindi
vefjast um þessar mundir ákaf-
lega fyrir íslenska stjórnkerfinu,
V sem virðist nú vera að ná stjórn-
kerfi Evrópubandalagsins í þvi
að gera einföld mál og auðleyst
flókin og óleysanleg.
Frístundabændur i Grindavík
hafa nýlega lógað lömbum sínum
og þykir sannað að slátrunin hafi
tekist giftusamlega. Hefur stjóm-
kerfið ráðið þessa staðreynd af
innihaldinu i frystigámi sem_ stend-
ur undir vegg suður þar. I gámi
þessum taldist yfirvöldunum svo
til að væru nokkrir lambsskrokkar,
líklega einn eða tveir skrokkar af
veturgömlu og fáeinir af gamalám
sem lokið höfðu því hlutverki sinu
að sjá eigendunum fyrir ljúffengu
kjöti í nokkur ár. Þetta fundu yfir-
völdin út með einfaldri stærðfræði:
skrokkamir í gáminum eru sagðir
álíka margir og kindur sem dag
nokkum vom leiddar inn í húsið
handan veggjarins og ekkert hefur
spurst til síðan. Hefur áreiðanlega
oft verið lakar reiknað á Islandi.
Nú hagar svo til að ekki má
lóga kindum hérlendis nema sam-
kvæmt reglugerð. Grindvískum
fh'stundabændum láðist því miður
að lesa reglugerð þessa og létu sig
hafa að skera eigið fé líkt og gert
hefur verið í byggðarlaginu frá því
að land byggðist. Hafi þeir góðu
menn álitið að yfirvöldin létu
átölulaust fella fé utan reglugerða
sem enginn hefur lesið nema þau,
þá er það mikill misskilningur. Þau
gerðu að vísu ekkert til að stöðva
verknaðinn en sendu lögregluna á
staðinn þegar búið var að flá, taka
innan úr og koma skrokkunum í
frystigám. Fengu nú bændur til-
kynningu um að fé þetta væri
ólöglega fellt og væri því óætt
samkvæmt reglugerð. Létu yfir-
völdin innsigla gáminn til að koma
í veg fyrir að bændur gerðust svo
djarfir að leggja sér kjöt af eigin
sláturfé til munns. Er málið komið
í óleysanlegan hnút. Féð er steind-
autt og engin leið að vinda ofan af
atburðarásinni og lóga því lögum
samkvæmt. Ekki má viðurkenna
að bændur hafi gleymt að lesa
reglugerðir frá því að land byggð-
ist og fyrirgefa þeim. Ekki er hægt
að breyta reglugerðinni og gera at-
hæfið löglegt. Ekki er heldur hægt
að leyfa mönnum að éta kjöt af
lömbum sem slátrað hefur verið
utan við lög og rétt. Ekki geta yfir-
völdin hent kjötinu nema þá að
taka það eignamámi og til þess
kann að vera nauðsynlegt að setja
sérstök eignamámslög um sauðfé í
Grindavík. í stuttu máli sagt: málið
er óleysanlegt fyrir yfirvöldin og
vantar nú illa Alexander mikla sem
hefði leyst þennan hnút með þeim
einfalda hætti að skera innsiglið af
gáminum góða, og snúa sér að öðr-
um og mikilvægari viðfangsefhum
en að þvarga við bændur sem hafa
ekkert til saka unnið annað en að
slátra fé sínu að hausti á þjóðlegan
máta, eins og gert hefur verið frá
upphafi byggðar á íslandi.
- Þrándur
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. október 1991