Þjóðviljinn - 02.11.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.11.1991, Blaðsíða 2
Sj ónh verf ingar utanr íkis r áðher r a Jón Hannibalsson utanríkisráðherra fer nú eins og stormsveipur um landið til að segja þjóðinni frá af- rekum sínum í Lúxemborg á dögunum. Er helst á ráðherranum að skilja að aldrei fyrr í íslandssögunni hafi verið unnin þvílík afrek eins og þau sem þeir Hannes Hafstein áttu hvað mestan þátt í. Utanríkis- ráðherrann lætur í veðri vaka að hann sé að kynna samninginn um evrópskt efnahagssvæði. En því fer víðs fjarri. Sigurför Jóns Hannibalssonar er ekkert annað en ómerkileg flokksherferð Alþýðuflokksins, en sem kunnugt er, er EES- samningurinn eina málið sem Al- þýðuflokkurinn hefur komið í höfn á undanförnum ár- um. Utanríkisráðherrann, og formaður flokksins sem kennir sig við jafnaðarmennsku, hefur ekki snefil af sómatilfinningu til að kynna málið á hlutlausan hátt, allar hliðar þess, jafnt hinar jákvæðu sem neikvæðu. í stað þess velur ráðherrann leið hins hömlulausa ein- lita áróðurs og vonast eftir árangri vegna þekkingar- skorts á málinu meðal almennings. Augljóst er að nú- verandi ríkisstjórn ætlar ekki að ástunda lýðræðisleg vinnubrögð í þessu máli, frekar en öðrum. Það er þó að koma æ betur á daginn hversu mikl- ar blekkingar og sjónhverfingar utanríkisráðherra kýs að viðhafa í tengslum við EES-samninginn. En það er líka svo að hæst bylur í tómri tunnu. Þegar samningaviðræður Evrópubandalagsins og EFTA fóru af stað árið 1989 knúði ísland, undir for- ystu Steingríms Hermannssonar þáverandi forsætis- ráðherra, fram samstöðu meðal EFTA-ríkja um að staðið yrði fast á kröfunni um að EB breytti sjávarút- vegsstefnu sinni og léti af ríkisstyrkjum. Þar að auki var krafa um fríverslun með fisk, þ.e. algert afnám tollahindrana. Þessum kröfum vísaði EB þegar í upp- hafi á bug. Sjávarútvegsráðherra lýsti því m.a. yfirá Alþingi í vor að enginn samningur yrði gerður um EES nema algert tollfrelsi með sjávarafurðir fengist. Ekkert af þessu hefur náðst fram en samt er utanrík- isráðherra svo ósvífinn að tala um sigur þegar nær væri að tala um hrakfarir. í annan stað segir utanríkisráðherra að fiskveiði- heimildirnar séu gagnkvæmar Það reynist líka ósatt þegar öllu er á botninn hvolft. íslendingar eru sjálfir að greiöa fórnarkostnaðinn þann. í raun hefur Evr- ópubandalagið aldrei veitt þau 30 þúsund tonn af loðnu sem íslendingar eiga að fá í sinn hlut fyrir 3 þúsund tonn af karfa sem EB fær að veiða í íslenskri landhelgi. Evrópubandalagið hefur ekki verið þess megnugt að veiða þessi 30 þúsund tonn og sam- _ kvæmt samningi hafa þau þess vegna fallið í hlut ís- lendinga. Við erum því ekki að fá neinar raunveruleg- ar veiðiheimildir fyrir að hleypa EB inn í okkar fisk- veiðilögsögu, við höfum ekki fengið fulla niðurfellingu tolla á sjávarafurðum og við höfum ekki fengið nokkru hnikað um styrkjapólitík EB. Þetta er árangurinn sem utanríkisráðherra kýs að kalla sigur. Og til að kóróna allt saman eru nú áhöld um hvort samið hefur verið um tollaniðurfellingu á söltuðum síldarflökum, eins og íslensku samningamennirnir hrósuðu sér þó af þegar heim var komið. Það á ef til vill við nú eins og eftir samningalotuna í sumar að heimskur hrósar of fljótt sigri. Utanríkisráðherra kýs að fara herferð um landið þvert og endilangt á kostnað skattgreiðenda til að kynna EES-samninginn með þeim kostum einum sem hann og liðsmenn hans sjá. Hinir fjölmörgu gall- ar eru kyrfilega faldir en blekkingarvefur utanríkisráð- herrans er gegnsær. Það er þegar farið að koma í Ijós að fyrir upphrópunum utanríkisráðherrans er eng- in raunveruleg innistæða, og því hærra sem Jón Hannibalsson gellur því eymdarlegri verða tómahljóð- in. ÁÞS Þtóhvh.iinn Málgagn sósíalisma þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson. Ritstjómarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð i lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1200 kr. T.TTPPT & SKOIIÐ Aðgát skal höfð... Blaðamannastéttin fékk heldur betur útreið í þjóðarsálinni á Rás tvö í vikunni. Tilefnið var sjóslysið í Homarfjarðarósi, þar sem tveir menn fórusi en fimm ungmenni björguðust giftusamlega. Kveikjan að þessari umræðu í þjóðarsálinni var erindi sem séra Pálmi Matthíasson flutti íyrr um daginn. Þar fjallaði hann um mikil- vægi þess að fréttamenn gleymdu ekki í ákafa sínum við öflun frétta að fréttimar sem þeir segja snerta per- sónur sem tengjast fréttunum. Lagði hann áherslu á að fréttamenn gættu þess að gefa ekki uppi nöfn þeirra sem lentu í slysi nema öruggt væri að aðstandendur hefðu fengið að vita af slysinu áður. Erindi séra Pálma var gagn- merkt, laust við allan ofstopa og þörf áminning fyrir þá sem starfa á fjöl- miðlum. Mjög skiptar skoðanir hafa verið á milli blaðamanna og íjöl- miðla um nafnabirtingar, en fram til þessa hafa blaðamenn þó verið sam- mála um að birta ekki nöfn þeirra sem farast af slysforum nema öruggt sé að búið sé að færa öllum nánum aðstandendum fregnir af atburðinum undir fjögur augu. Öðru máli gegnir um hvort birta beri nöfn sakamanna. Þar hefur allur gangur verið á, en yfirleitt hafa menn þó verið sammála um að birta ekki nöfn þeirra fyrr en þeir hafa verið dæmdir. Einstaka fjölmiðlar hafa þó ekki gengist undir það. Ný- legt dæmi er frétt í síðast tölublaði Pressunnar um áfengismálið í útsölu ATVR við Lindargötu. Þar eru tveir einstaklingar nafngreindir og þeir dæmdir, án þess að búið hafi verið að upplýsa málið, hvað þá að dómur hafi fallið í málinu. Í einstaka tilfell- um hafa flestir fjölmiðlar birt nöfn sakbominga áður en dómur cr fall- inn. Má þar nefna mál einsog Haf- skipsmálið og áfengiskaup fyrrum hæstaréttardómara. Þar var um að ræða mál svo stór í sniðum að ekki varð vikist undan að upplýsa hverjir áttu þar aðild. Dómur þjóðarsálarinnar En snúum okkur að þjóðarsál- inni. Henni blöskraði atgangur fréttamanna vegna sjóslyssins. Ann- ars vegar það að strax kvöldið sem atburðurinn átti sér stað þá kom fram í fréttum nafn bátsins, sem fórst, þannig að aðstandendur sem fylgdust mcð fréttum áttu á hættu að frétta fyrst af atburðinum þar. í orð- sendingu frá Slysavamafélagi ís- lands, sem barst inn á ritstjóm í gær, kemur fram að nánir ættingjar skip- verjanna á Mími RE-3, hafi fyrst hcyrt um sjóslysið í fréttum fjöl- miðla. Þctta er vitaskuld vítavert gá- leysi hjá þeim fréttamönnum sem þar áttu hlut að máli og er vonandi að þcir gæti sín bctur næst og gangi rækilcga úr skugga um það að öllum aðslandendum hafi verið gerð grein fyrir atburðinum. Það er hægt að gcra með cinu símtali til Slysavam- árfélagsins, eða lögregluyfirvalda. í annan stað gekk fram af þjóð- arsálinni lillilslcysi fréttamanna þeg- ar þeir ræddu við piltana scm björg- uðust giftusamlega með því að synda í land. Þar cr klippari ckki sammála dómhörku þjóöarsálarinn- ar. Það er til þcss ætlast af blaða- mönnum að þcir afli frétta, m.a. með viötölum við þá seni bjargast úr sjávarháska. Það eru ekki bara frétlastjórar á viðkomandi fjöhniðli sem ætlast til þess hcldur ckki síður þcir sem ncyta fréttanna, sjálf þjóð- arsálin. Þjóðviljinn sagði frá sjóslysinu í örsluttri frétt daginn eftir að það átti sér stað. Þar var nafnleyndar ræki- lega gætt. Þann dag fékk klippari, sem skrifað hafði frétlina og verið vakthafandi fréttastjóri kvöldið áður, rækilega að heyra það, að blaðið hcfði ekki staðið sig sem skyldi. Það voru ekki starfsnienn á ritstjóm sem gagnrýndu vinnulagið heldur lesend- ur blaðsins, hluti af þeirri þjóðarsál sem hringdi í Rás tvö síðdegis sama dag. Þjóðarsálin er gjöm á að gleyma því að það er hún sem mótar um- fjöllun fjölmiðla. Það gerist ekki fyrst og fremst inni á ritstjómum og fréttastofúm, heldur úti í þjóðfélag- inu. Þeir sem starfa á fjölmiðlum leitast svo við að uppfylla þarfir þjóðarsálarinnar. Kannski er hér komin ein skýring á völtu gengi Þjóðviljans. Þjóðviljinn hefur leitast við að svala öðrum þörfum lesenda en fikninni í slysafréttir og hneyksl- ismál. Þeir fjölmiðlar sem em iðn- astir við slíkt hafa náð mun meiri út- breiðslu en þeir sem telja meira um vert að vera upplýsandi. Þjóðarsálin ætti því að skoða frekar eigin kimur en dæma alla blaðamannastéttina á einu bretti. Svo vitnað sé í helga bók: „Sá yðar sem syndlaus er...“ Skynsemin hans Davíðs Gleymum þjóðarsálinni í bili og gluggum örlítið í fréttabréf Starfs- mannafélags Reykjavíkur. Þar getur að líta opnuviðtal við Davíð Odds- son. Hin fróðlegasta lesning, þótt frekar hefði verið við hæfi að ræða við núverandi borgarstjóra en þann sem kominn er í Stjómarráðið. í viðtalinu kcmur fram að Davíð ferðaðist um landsbyggðina til að kynna borgina skömmu áður en hann lét af embætti borgarstjóra. Það er forvitnilegt í Ijósi síðari yfirlýs- inga forsætisráðherra, sem hann ít- rekar reyndar í fréttabréfinu, að sumir staðir eigi tæpast rétt á sér lengur. „Ég held til dæmis að Reykvík- ingar almennt séð og upp til hópa, séu miklir áhugamenn um að landið allt sé í byggð, að vísu með skyn- samlegum hætti; ekki þannig að hver einasti smástaður sé í byggð til ei- lífðamóns ef það gengur ekki upp.“ Hvað er skynsemi og hvað ekki í þessu máli? Hvar eru mörkin dregin og hver á að draga þau? Tilfinningin í puttanum Yfirskrift viðlalsins er bein til- vitnun i orð Davíðs Oddssonar: Fjár- hagur borgarinnar hefur aldrei verið sterkari. í síðustu viku kom fram að yfir- dráttur borgarinnar hjá Landsbank- anum nemi 1,5 miljörðum króna, eða um 13 prósentum af áætluðum tekjum borgarinnar í ár. Árið 1989 nam þessi yfirdráttur 8 prósentum af áætluðum tekjum. Það er því ljóst að Davíð fer með ósannindi í fréttabréf- inu, nema hann hafi ekki vitað betur og látið tilfinninguna í puttanum, sem áætlun ráðhússins var byggð á, ráða orðum sínum. Davíð stærir sig mjög af styrkri fjármálastjóm borgarinnar og blæs á alla gagnrýni, sem komið hefúr fram vegna óráðsíunnar við ráðhúsið og Perluna. „Ég segi að kostnaður við Ráð- húsið hafi aukist um 6% þó aðrir segi að hann hafi aukist um 26%..,“ segir Davíð í viðtalinu. Það rétta er að kostnaður við ráðhúsið hefur farið 105 prósent fram úr þeirri áætlun sem Iá til grundvallar samþykkt borgarstjómar um að húsið skyldi reist. Sú áætlun var reyndar byggð á puttanum hans Davíðs einsog frægt er orðið, enda njóta fáir puttar jafn lítils trausts um þessar mundir og puttinn á Davíð. í Kardimommubæ Að lokum skulum við glugga ei- lítið í lokaorð Davíðs. Þar er hann að fjalla um stórborgarvandann: „Engu að síður verða þessi stór- borgarvandainál, þó við gemm mik- inn mat úr þeim, engu lík þeim sem við óttumst annars staðar frá. Við munum geta gengið róleg um borg- ina. Ég gekk iðulega einn í gegnum bæinn á laugardagskvöldum þegar ég var borgarstjóri. Það gat tekið mig hálftíma, 45 mínútur að komast í gegnum unglingahópinn - en það datt engum í hug að beija mig.“ Og þar með er allt í lagi í Kard- imommubæ. Hvemig veit annars fyrrum borgarstjóri hvað unglingun- um datt í hug þegar hann birtist í Austurstræti. Er hann kannski hugs- analesari líka? Eða var það puttinn sem sagði honum hvað unglingamir hugsuðu? Og það em ekki bara unglingar sem hafa beitt ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur. Því miður hafa þar átt sér stað hörmulegir atburðir, bar- smíðar, hnífsstungur og rán. En borgarstjórinn fyrrverandi hefur greinilega lokað augum og eyrum fyrir fréttum af slíkum atburðum. Ellirmaður hans sá þó ástæðu til þess að lýsa því yfir strax við emb- ættistökuna, að ofbeldið í miðbæ Reykjavíkur væri forgangsverkefni yfirvalda í Reykjavík. En hann hefur öðmvísi putta en Davíð. -Sáf ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. nóvember 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.