Þjóðviljinn - 02.11.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.11.1991, Blaðsíða 3
„Verkamenn kaupa hver sína íbúð U Nýlega bárust fréttir frá svokall- aðri fortíðarnefnd ríkisstjórnar- innar um að Byggingasjóður verkamanna ætti ekki fyrir skuldbindingum sínum. Samkvæmt út- reikningi nefndarinnar vantaði talsvert marga milljarða upp á að sjóðurinn stæði fyrir sínu á næstu árum. Mátti af umfjöll- un fjölmiðla ráða að hér væri eitt sjóðas- ukkið enn komið fram i dagsljósið. Ekki kæmi á óvart þótt fyrstu viðbrögð þeirra sem ekki þekkja til, eða gera sér ekki grein fyrir hlutverki Byggingasjóðs verkamanna, væru þau að átelja pólitík- usa fyrir ábyrgðalausa meðferð peninga sem kynslóðum framtíðarinnar er ætlað að leggja til. Þannig hefur málflutningur talsmanna ríkisstjórnarinnar að minnsta kosti einatt verið að undanförnu þegar málefni annarra sjóða hafa borið á góma og í mörgum tilfellum er því líkast sem sumir fjölmiðlar falli í þá gryfju að nálg- ast málin á svipaðan hátt. Þetta kemur meðal annars fram í því að ýmsir láta eins og hér hafi verið gerð ný uppgötvun. Einn sjóðurinn enn á hausnum! Iþessu máli er nauðsynlegt að muna af hveiju gripið var til sérstakra ráðstafana til að tryggja tekjulágu fólki viðunandi íbúðarhúsnæði. Verkamannabústaðakerfið á sér langa sögu, en til þess var stoffiað með löggjöf árið 1929. Voru fyrstu íbúðimar reistar við Hringbraut, Bræðraborgarstíg og Ásvallagötu í Reykjavík. Fluttu fyTstu fjöl- skyldumar í ibúðir sínar í byijun maí árið 1932. „Verkamenn kaupa hver sína íbúð, Sa sjálfir fram 15% af kostnaðarverði, en a lánin sem á ibúðunum em á 42 ámm, með því að greiða mánaðarlega húsaleigu. Er manaðargreiðslan mun lægri en nú tíðjc- ast á samskonar íbúðum," segir í bókinni Ár og dagar um fyrstu verkamannabústaðina. Þessi stutta klausa lýsir í hnotskum tilgang- inum með félagslega íbúðakerfinu. Ætlunin hefur alltaf verið að tryggja tekjulágu fólki viðunandi húsnæði á viðráðanlegum kjömm. Þetta þýðir að dreifa verður byggingakostn- aðinum á langan tíma og halda vöxtum svo lágum sem kostur er. Þetta er hvorki flókið eða torskilið, hluti af tilraun þjóðarinnar til að skapa hér þjóðfélag sem væri þolanlegt fyrir alla þjóðfélagshópa. Síðan í maí árið 1932 er mikið vatn til sjávar rannið. Félagslega húsnæðiskerfið, eins og það er oftast kallað nú, er furðu lítið breytt en til viðbótar við upphaflegu hug- myndina um verkamannabústaði sem hver fjölskylda keypti, em komnar til sögunnar kaupleiguíbúðir. leiguíbúðir, búseturéttar- íbúðir o.fl. Eftir því sem árin hafa liðið og verðtrygging fjárskuldbindinga hefúr staðið lengur nefur mikilvægi þess að halda niðrivöxtum á lánum í þessu kerfi aukist. Margar útgáfúr af lánakerfi, eignarhaldi og leigufyrirkomulagi hafa verið reyndar. Verkalýðshreyfingin hefúr á þessum ámm mörgum sinnum samið um aðgerðir í hús- næðismálum. Má í þeim efnum minna á ffæga samninga á sjöunda áratugnum um byggingu 1250 íbúða til að leysa húsnæðis- vandann í Reykjavík en hundmð fjölskyldna höfðu þá búið i braggahverfúm ffá striosámnum. Þrátt fyrir ýmis nöfn og margar tilraunir hefur megin stefnan hefúr alla tíð verið sú sama, að tryggja láglaunafólki viðunandi húsnæði á viðráðan- leggum kjömm. ríki og sveitarfélögunum tækist væntanlega að lokum að byggja upp kerfi sem stendur nokkum veginn af sjálfu sér. Menn mega ekki gleyma því að félagslega húsnæðiskerf- ið hefúr aldrei byggst á óafturkræfum fram- lögum, gjöfum eða styrkjum. Hvort sem íbúðimar hafa verið séreignaríbúðir líkt og verkamannabústaðimir eða leiguíbúðir af einhveiju tagi er i öllum tilvikum gert ráð Ríkisvaldið er með því að segja að húsnæðiskjör láglaunafólks skuli færast í átt til þess sem hinir efnameiri ráða við að borga. Eftir að raunvextir tóku að hækka hefur aldrei verið vafi á að markmiðum þessa kerfis væri ekki hægt að ná nema að greiða niður vexti. Hin lágu laun, sem em beinlínis skilyrði til að geta fengið íbúð, hafa alla tíð verið of lág til að kaupendur, eða leigjendur ibúðanna gætu greitt sömu vexti og almennt giltu á lána- markaði. Þessu hefði að sjálfsögðu mátt mæta með því að ríki og sveitarféíög legðu fram allt það fé sem tiT nýbygginga hefur þurft á móti kaupendum. Hlutfallið á milli framlags kaupanda og lánsins hefur lengst af verið svipað og það var í upphafi, kaupandi hefur lagt fram 10 - 20% en ríki og sveitar- félög afganginn. Ríkissjóður hefur á hinn bóginn hneigst til að leggja ekki fram allt féð heldur taka það að lám hjá lífeyrissjóð- um og öðmm, sem kreíjast miklu hærri vaxta. Smátt og smátt hefur þetta leitt til þess að framlög rikis og sveitarfélaga til fyrir að notandi eða eigandi íbúðarinnar greiði kostnaðinn, að sönnu með lægri vöxt- um en almennt gerist, til baka. Margar ríkisstjómir hafa glímt við að fiármagna Byggingasjóð verkamanna. Bein framlög eða íántaka á lægri vöxtum en lánað er út á, heföi að sjálfsögðu verið það æski- legasta skoðað frá sjónarhóli sjóðsins. Ríkis- stjómir hafa aftur á móti oftast að markmiði að hækka ekki skatta, (flestar hafa þær raun- ar stefnt að hinu gagnstæða þótt vemleikinn hafi reynst annar), og leiðir pví af sjálfú sér að lántakan freistar. Aí Hvort sem íbúðirnar hafa verið séreignaríbúðir líkt og verkamanna- bústaðirnir eða leiguíbúðir af einhverju tagi er í öllum tilvikum gert ráð fyrir að notandi eða eigandi íbúðarinnar greiði kostnaðinn, að sönnu með lægri vöxtum en almennt gerist, til baka. sjóðsins hafa að talsverðu leyti farið til að greiða niður vextina. Menn geta deilt um það hvor aðferðin, að taka framlögin að láni og greiða vaxtamismuninn eða að leggja fram meira vaxtalaust fé úr ríkissjóði og sleppa við vaxtamun er rétt eða röng. Það breytir á hinn bóginn engu um megintil- ganginn sem áður er lýst og þokkaleg sátt hefur verið um. Hefðu engin framlög verið tekin að láni, en sama fjárhæð lögð fram af f framansögðu er ljóst að félagslega húsnæðiskerfið hefur verið byggt upp til að þjóna fyrirfram ákveðnum til- gangi sem ekki hefur verið vafi á hver væri. Það er því í hæsta máta undarlegt að koma nú með pappíra sem eiga að ------- sýna fram á að þetta lánakerfi sé gjaldþrota. Eftir að sú leið var valin að taka framlög hins opin- bera að láni hefúr aldrei farið á milli mála að einhver verður að greiða vaxtamuninn. Ef nú er ætlunin að hækka vextina er ein- faldlega verið að segja upp sátt- inni um meginmarkmiðið sem lýst var hér að framan. Ríkis- valdið er með þvi að segja að húsnæðiskjör láglaunafólks skuli færast í átt til þess sem hinir efnameiri ráða við að borga. Væri stefnu af þessu tagi fylgt út í hörgul fjölgaði þeim storlega á fáum ámm sem lúta yrðu afarkostum , í húsnæðismálum. Lífs- kjaramunurinn á Islandi er nú þegar allt of mikill, enda þótt hann sé ekki nærri jafn vel sýnilegur og víða i nágrannalöndunum. Því væri breyting í þessa vem stórt skref aftur- ábak. Nú má enginn skilja þessar vangaveltur svo að félagslega húsnæðislánakerfið sé heilög kýr sem ekki megi hrófla við, eða þoli ekki breytingar og lagfæringar. Til dæmis hefur margsinnis verið á það bent að efni og aðstæður fiölskyldu sem tekur lán til 42 ára breytast mikið á tímabilinu. Enda þótt tekjumar kunni að vera lágar og aðstæður allar erfiðar í byijun geta tekjur stórhækkað á fáeinum ámm. ÍCann þá að stinga í augu að ein Qölskylda njóti miklu betri húsnæðis- kjara en önnur þótt tekjumar séu hinar sömu. í annan stað þarf stöðugt að huga að byggingakostnaði og leiðum til að Tækka hann. Þannig má áreiðanlega kaupa fleiri notaðar íbúðir fyrir jafn margar krónur og lagðar em í nýjar, að minnsta kosti á meðan kaupin em ekki svo umfangsmikil að þau hafi áhrif á markaðsverð. Af þessum sökum er ástæðulaust að hafna því að skoðaðar séu leiðir til að kerfið þjóni betur tilgangi sínum en hingað til. Til að mynda væri hugsanlegt að tekjutengja vextina á einhvem hátt. Séð frá sjonarhoíi ríkisins er þetta að líkindum ekki einfalt, yrði væntanlega að gerast í gegn um skattakerfið og væri um leið farið að snerta fyrirbæri, sem í áranna rás hefúr fangið ýmis nöfn en heita líklega vaxtabætur nú um stundir. Vafalaust er tilefni til að kanna fleiri atriði sem náð gætu þeim til- gangi að tryggja betur hlutverk kerfisins og nýta Qármum þess betur. Best þjónar uppmnalega tilganginum að auka vaxtalaus framlög ríkissjóðs og setja það mark að byggja Byggingasjóð verkamanna upp á næstu ámm þannig að hann geti í tímans rás staðið að mestu leyti á eigin fótum. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur yfirleitt verið afar ákveðin í að veija félagslega húsnæðiskerfið eins og síðasta flokksping Alþýðuflokksins vitnar um, en þar tókust þau Jón Baldvin harkalega á um tillögur hennar. Jóhanna er um þessar mundir í afar erfiðri stöðu, sitj- andi með mönnum í ríkisstjóm sem sannar- lega hafa ekki sýnt mikinn vott af sama áhuga og hún. Hún segist nú vera með þessi mál til skoðunar og útilokar ekki breytingar á gildandi reglum sem sýnilega myndu skerða getu Byggingasjóðs verkamanna til að sinna gmndvaTlarmarkmiðunum. Sú nið- urstaða kæmi auðvitað ekki á óvart og væri í samræmi við þá stefnu ríkisstjómarinnar að gera allt sem hægt er að selja að markaðs- vöm, og draga úr félagslegri ábyrgð á öllum sviðum. Almenna lánakerfið byggist nú á húsbréfum sem bera markaðsvexti, vexti sem engin leið er að leggja á þá sem lægstu launin og lakasta aðstöðuna hafa. Hér sýnist ' ví, sem ofl áður að til þurfi atbeina verka- ' ðshreyfingarinnar, sem alla tíð hefúr barist yrir úríausnum í húsnæðismálum sem sæma siðuðu þjóðfélagi. hágé 7 ív Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. nóvember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.