Þjóðviljinn - 02.11.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.11.1991, Blaðsíða 6
EES — stutt viðkoma á leið inn í Evrópubandalagið amningurinn um Evrópskt Efnahagssvæði (EES), sem gerður var á dögun- um í Lúxemborg, hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðium að undan- förnu. Utanríkisráðherra fer nú sigurfor um landið til að kynna samninginn L___/ og sér einungis jákvæðar hliðar á honum. Hjörleifur Guttormsson alþingis- - Ég er ekkert hissa á því að Jón Hannibalsson velji þann kost að hafa stór orð og einlit um þessa samnings- niðurstöðu. Mér var það ljóst fyrir- fram að þetta yrði hans aðferð, ekki síst eftir að hann fór að lýsa yfir svartsýni í septembermánuði varð- andi lyktir samningaviðræðnanna. Þá var það augljóst herbragð til að geta haft þeim mun hæira þegar samning- urinn væri í höfn. Ég hef verið þeirr- ar skoðunar allt þetta ár að þessi samningur yrði gerður og ástæðumar fyrir því em sú mikla áhersla sem ráðandi öfl í EFTA- rikjunum hafa lagt á það að þessir samningar næð- ust hvað sem það kostaði. Þetta á al- veg sérstaklega við um Noreg og Is- land, þau riki sem ekki era komin á sömu hraðferð gagnvart EB og hin EFTA-ríkin og þessi varð síðan nið- urstaðan. Ég tel hins vegar að fyrir þessum upphrópunum utanríkisráð- herra og hans liðsmanna sé engin raunveruleg innistæða. Við skulum líta fyrst á það sem kalla má sérmál íslands og mest hef- ur verið rætt um, þ.e. sjávarútvegs- þáttinn. Þar miklast menn yfir árangri á sviði tollalækkana á íslenskum sjávarafurðum og ekki ætla ég að hafa það af mönnum sem jákvætt hefur náðst í þeim efnum, þótt það gangi mun skemmra en það sem keppt var að. Þegar viðræðumar hóf- ust 1989 hafði ísland knúið það fram innan EFTA að EFTA-ríkin styddu kröfú okkar um fh'verslun með fisk. 1 henni fólst ekki aðeins 100% lækkun á tollum, afnám tollahindrana inn í Evrópubandalagið, heldur að ná fram breytingu á sjávarútvegsstefnu EB, þ.e. að bandalagið legði af styrkja- pólitík í sjávarútvegi og tæki upp hliðstæð viðskipti með sjávarafúrðir og gilda um iðnaðarvörur. Þessu vís- aði Evrópubandalagið út í hafsauga fýrir réttu ári. Þar rákust íslendingar á vegg og Evrópubandalaginu varð ekki hnikað og samt héldu menn áffam. Þá var eftir hinn þátturinn; að lifa við þessa styrkjapólitík, þær við- skiptahindranir sem henni era sam- fara, og reyna að fá tollana afnumda. Þar vora alveg skýlausar yfirlýsingar á þinginu í vor, t.d. hjá sjávarútvcgs- ráðherra, að það yrði enginn samn- ingur gerður nema algert tollfrelsi með sjávarafúrðir fengist. Niðurstað- an varð því miður ekki sú. Það era ennþá afúrðir sem standa þar utan við og sem við eigum eftir að reka okkur á í þessum viðskiptum. Þar fyrir utan er þessi tollalækkun ekki fengin ókeypis. Hvað áttu við? - Tollalækkunin er fengin í skipt- um fyrir aðgang Evrópubandalagsins að auðiind okkar, fiskimiðunum. Stjómvöld hafa reynt að setja þennan samning í það ljós að hér sé um að ræða skipti á veiðiheimildum. Islend- íngar eigi að fá að veiða 30 þúsund tonn af loðnu í grænlenskri lögsögu í staðinn fyrir 3 þúsund tonn af karfa. Þetta er sérkennileg uppsetning mála þegar betur er að gáð því EB hefúr aldrei veitt þessi 30 þúsund tonn. Þau hafa fallið í hlut íslendinga á undan- fomum árum, þannig að hér er í rauninni verið að greiða úr eigin vasa þegar menn era að tala um skipti á veiðiheimildum. Það liggur alveg fyrir að EB hefúr ekki fcngið tonn af þessum loðnuafla sem þeir keyptu af Grænlendingum sem heimild. Þeir hafa ekki verið þess megnugir að ná því og samkvæmt gildandi samningi fellur það í hlut Islendinga. A þetta hefúr m.a. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofúunar, bent ræki- maður hefur allt frá upphafi verið efins um ágæti EES, ritað margar greinar um málið, setið í Evrópustefnunefnd Alþingis og fylgst grannt með þróun mála er- lendis. Hjörleifur var tekinn á beinið og beðinn að lýsa sínum viðhorfum til her- ferðar utanríkisráðherra og samningsins um Evrópskt efnahagssvæði almennt. skýrslu lengur og spár annarra stofn- ana nefna allt aórar og lægri tölur, jafúvel innan við 1%. Fyrir utan það stóraukna atvinnuleysi sem blasir við eftir þennan samruna. Þessi hagvöxt- ur, eins og annar hagvöxtur sem á að ná með því að opna fyrir hömlulaust markaðskerfi, mun ganga gegn þeim markmiðum sem menn hafa verið að setja sér í sambandi við umhverfis- vemd og þar eiga eftir að verða hörð og mikil átök á næstunni milli þeirra sem sjá nauðsyn þess að bregðast við með allt öðrum hætti í efnahagsmál- unum með tilliti til umhverfisvemdar og hinna sem ljá því aðeins stuðning í orði. Deilan um þungaflutninga um Alpana er skýrt dæmi um mismun- andi áherslur landa eins og Austur- ríkis og Sviss annars vegar og Evr- ópubandalagsins hins vegar í um- hverfismálum. Hvernig vilt þú að staðið verði að kynningu málsins á næstunni hér innanlands? - Þar blasir við stórt og mikið verkefni, einkum vegna þess að menn hafa ekki notað tímann meðan þessar viðræður stóðu yfir til að kynna málið eins og gera þurfti og það er úr þeirri stöðu sem utanríkis- ráðherrann teflir núna, stöðu van- þekkingar þjóðarinnar á þessu stóra máli og andstaða stjómvalda til að gera átak í þessum efnum er mikið áhyggjuefni. Evrópustefiiunefnd Al- þingis vann að útgáíú og upplýsinga- öflun til þess að kynna einstaka þætti málsins en núverandi ríkisstjóm hentaði að láta nefndina hætta störf- um í reynd sl. vor og ekkert hefúr komið í staðinn. Ef menn meta ein- hvers lýðræðislegar aðferðir þá getur kynning á málinu ekki orðið með þeim hætti sem utanrikisráðherra ástundar, þar sem um er að ræða hömlulausan áróður og ekki snefil af sómatilfmningu til að leggja málið fyrir með kostum þess og göllum. Það era aðeins kostimir sem era tí- undaðir. Því er það einboðið að þing- ið verður að sjá til þess að þetta mál komist á framfæri við þjóðina og verði túlkað í allri sinni breidd með hlutlægum hætti. Það ætti m.a. að styðja við þau samtök í landinu sem líta þetta mál öðram augum en rikis- stjómin og hennar liðsmenn. Samn- ingurinn kemur ekki inn á borð þingsins fyrr en í byijun næsta árs þannig að það er ekki nema tæpt ár eftir til að taka afstöðu til hans. Ég á von á því að það komi svipur á starfsfélaga mína á Alþingi þegar þessi pakki vcrður lagður þar fyrir upp á 12 þúsund síður og menn verða að fara að lesa sig í gegn um þetta því það er væntanlega ljóst að það getur enginn alþingismaður komist undan því að setja sig inn í þetta mál með viðhlítandi hætti þannig að hann geti svarað kjósendum og fólkinu í landinu um einstaka þætti og skýrt afstöðu sína til málsins. Ég tel að þetta mál sé af þeirri stærð að menn verði að skoða það óháð því hverniu þeir líta á önnur efni sem minniháttar verða að teljast í samanburði við þetta. Menn verða að reyna að hefja sig upp úr farvegi þröngra flokkshagsmuna þegar verið er að fjalla um þetta mál. Ég hef leyft mér að gera það á undanfömum ár- um. Mér hefur ekki dottið í hug að meta þetta út frá stundarhagsmunum eða afstöðu Alþýðubandalagsins t.d. gagnvart ríkisstjóm. Til þess er þetta mál allt of stórt. Ég vona að alþingis- menn almennt eigi eftir að taka málið þeim tökum að láta ekki flokksviðj- amar binda sig í þeim efúum. lega, um leið og hann varar við að treysta EB sem samningsaðila. Hér era menn sem sagt komnir með fisk- veiðiflota Evrópubandalagsins inn í íslenska lögsögu án þess að fá fúlla niðurfellingu tolla á sjávarafúrðum og án þess að fá npkkra hnikað um styrkjapólitik EB. Ég held að menn ættu að taka eftir þessu og finna hversu holt er undir þessum hrópum utanríkisráðherrans og hans nánustu liðsmanna. Hverjar eru að öðru leyti þínar alvarlegustu athugasemdir við þennan samning? - Þá komum við að samningnum EB hefur aldrei veitt þessi 30 þúsund tonn. Þau hafa fallið í hlut Islendinga á undanförnum árum, þannig að hér er í rauninni verið að greiða úr eigin vasa þegar menn eru að tala um skipti á veiðiheimildum. sjálfúm því að í rauninni er þetta sjávarútvegsmál og tollamál lítið at- riði þegar litið er til meginatriða þessa samnings. Við eram hér að taka inn á okku í einu vetfangi lög og reglur EB á þýðingarmestu sviðum efnahags- og atvinnumála og á sviði viðskipta og fjárfestinga. Þetta er lagasafú upp á 11 þúsund síður sem EB hefúr verið að móta í 30 ár. Þessu er íslandi eins og öðrum EFTA- ríkj- um ætlað að taka upp með einni handauppréttingu. Við skulum líta á það sem ég hef talið stærsta atriðið í þessu og það er sú skerðing á sjálfs- ákvörðunarrétti sem fylgir þessum samningi. Eins og ráðgert er að ganga frá málum varðandi stjómun á þessu efúahagssvæði þá er það ljóst að Alþingi Islendinga verður ekki nema svipur hjá sjón eftir að þessi samningur hefur verið gerður. Við skulum líta nánar á málið. Við sam- þykkjum hér sem íslenska löggjöf þennan stóra pakka og honum verður ckki breytt af okkur íslendingum síð- ar meir. Við verðum að búa við þessi lög meðan Evrópubandalaginu þókn- ast að lifa við þau. En það sem alvar- lcgra er: ný lög og reglur sem ffam- kvæmdastjóm EB setur verðum við að taka inn á okkur nánast möglunar- laust. Við mcgum rétt kvaka utan í þá meðan þeir era að ráða ráðum sínum en EFTA kemst með engum hætti að sjálfúm ákvörðununum. Þá er sá einn kostur cftir að neita að samþykkja þessa löggjöf, en það mun leiða til gagnaðgerða og slíkt endurtaka menn ckki oft. Aflciðingar þess yrðu þær sömu og segja sig ffá samningnum og þá sést hvaða kostir mönnum cru búnir í þessu samstarfi. Hvað verður um EFTA þegar Svíþjóð, Austurríki, Sviss og jafn- vel Finnland verða gengin í EB um miðjan þcnnan áratug? - Það er augljóst að EFTA hverf- ur af sjónarsviðinu á næstu áram og spuming hvort þau lifa þennan áratug af. Ég líkti þeim fyrir tveimur áram við skakka tuminn í Písa því EFTA er ætlað að vera ein af meginstoðum EES en síðan hcfúr hallað heldur bet- ur á og mcstar líkur á að 3/4 af þcss- um sjö ríkja hópi verði á brott úr EFTA um miðjan þcnnan áratug. En sagan er ekki öll sögð í sambandi við valdaafsalið sem hér er á ferðinni. Það verður ennþá grímulausara þcgar kcmur að dómsvaldinu sem við náð- um hér inn í landið snemma á öldinni og hrósuðum happi. Nú era nicnn að færa það yfir í dómstól sem er æðri íslenskum dómstólum og er með endanlegan úrskurð í málum sem varða þetta efúahagssvæði og verður í kompu við hliðina á Evrópudóm- stólnum í Lúxemborg, beinlínis tengdur honum starfslega og verður að meirihluta skipaður dómurum ffá EB. Þama era menn að afsala sér dómsvaldi á öllu þessa stóra samn- ingssviði. Þar við bætist nýtt atriði sem kom inn núna og var búið að taka út úr samningspakkanum, en það era svokallaðir forúrskurðir Evr- ópudómstólsins. Utanríkisráðherra hafði uppi mörg orð um það fyrr á ár- inu að horfið heföi verið ffá þessu _________ ákvæði um forúr- skurði en nú er það komið inn aftur. Það þýðir að dómstólum í EFTA-ríkjum er heimilt að leita til Evrópudómstólsins um túlkun á löggjöf áður en mál era tekin fyrir. Það er reynt að - .—.... gera lítið úr þessu með því að segja að þetta sé bara heimild, en þetta er orðin nánast regla í flestum EB- löndum. Þannig að þú lítur á þennan dómstól allt öðrum augum en gerðardómstóla í milliríkjamál- um? - Því er ekki hægt að líkja sam- an, hér er byggt inn dómsvald á öllu þessu samningssviði en forúrskurð- anna á ekki að leita hjá þeim dómstól heldur hjá Evrópudómstólnum. Síðan er því við að bæta, að ffamkvæmda- valdið er flutt úr landi til yfirþjóð- legrar stofnunar að því er snertir eft- irlit með þessum samningi. Þetta eru verkefni sem hafa eðlilega verið í Stjómarráði Islands, en nú flytjast þau úr landi og til að tryggja að ekk- ert fari úrskeiðis er sérstaklega tekið fram að eftirlitsmaður frá EB skuli vera á vakt í þessari stofnun. Síðan koma menn hér blákalt og segja að þessi samningur sé ekki yfirþjóðlegur í eðli sinu, hann feli ekki í sér valda- afsal eða skerðingu á valdi Islend- inga á eigin málum og era að líkja þessu við venjulegan viðskiptasamn- ing! Nú hefur þú vcrið á ferðalagi um Evrópu og hin Norðurlöndin. Getur þú sagt okkur frá viðbrögð- um þar við EES-samningnum? - Já ég var erlendis þegar þessi síðasta lota gekk yfir og fylgdist þannig með málunum almennt í frétt- um. Eg sat m.a. fund "■.. norrænna andstæð- inga EB-aðildar í Osló og þar var efnt til tengsla til að hafa samráð og skiptast á upplýsingum. Þarna era fúlltrúar frá öllum Norðurlöndunum, einnig Danmörku .. sem er í EB en hefur sína andspymu sem nú beinist sérstaklega að breyt- ingu EB í pólitískt bandalag og myntbandalag. Ennfremur vora þama fúlltrúar frá Færeyjum sem era famir að fylgjast í vaxandi mæli með því scm þama er að gcrast. Mestur veigurinn í andstöðunni hefúr verið í Noregi. Þar standa mál þannig að það stendur mjög glöggt hvort þessi EES- samningur kemst í gegnum norska þingið. Til þess þarf 3/4 atkvæða á þinginu vegna þcss að það er óum- deilt í Noregi að í þessum samningi felist slíkt valdaafsal að hann verði að falla undir ákvæði stjómarskrár- innar um aukinn meirihluta í þinginu til að öðlast gildi. Samtökin Nei við EB hafa náð mjög góðri viðspymu og eru stöðugt að eflast og hvað sem verður um EES-samninginn þá er það trú margra að sagan frá 1972 geti endurtekið sig í Noregi en þá reynd- ist ekki meirihluti fyrir inngöngu í EB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er þó alveg ljóst að forystumenn stóra flokkanna í Noregi, Verkamanna- flokksins og Hægri flokksins, ætla sér að keyra Noreg inn í Evrópu- bandalagið, eftir að búið er að ná EES-samningnum í höfn. í Svíþjóð og Finnlandi hefúr málið legið öðra- vísi. Þar hefúr ekki farið mikið fyrir andspymu fram að þessu en þar era nýlega komin til samtök og ég spái því að í þeim löndum eigi eftir að verða hörð umræða og það sé engan veginn víst að gatan inn í EB sé eins greið og menn nú halda. Hér á landi vænti ég þess að Samstaða um óháð ísland eigi eftir að opna augu margra fyrir því hvað hér er á ferðinni og veita það viðnám sem þarf, líka varðandi eftirleikinn, þ.e. beina aðild að Evrópubandalag- inu. _ í umræðunni um Evrópumálin hér á landi hefur mikið borið á við- kvæðinu „við eigum ekki um neitt annað að velja“. Eigum við um eitthvað annað að velja en tengjast EES? - Já við eigum það og höfúm alltaf átt annarra kosta völ. Eg hef frá því þessar samningaviðræður fóra af stað lýst mig andvígan þessum grundvelli og talið hann með öllu óaðgengilegan. Menn áttu að skoða sinn gang mun betur áður en upp var lagt, vegna þess sem þá þegar blasti við. Jaftiffamt hef ég ásamt öðrum sett ffarn aðra kosti sem ég tel að við eigum enn algerlega opna, þ.e. að halda okkur utan við þessar efha- hagsblokkir. Það er ekkert sem rekur Islendinga inn á þessa braut, engin efnahagsleg nauðsyn til að gera þcnnan samning, og hann er beinlínis hættulegur fyrir sjálfstæði þjóðarinn- ar. Við búum hér þannig, bæði land- ffæðilega og hvað snertir náttúraauð- lindir, að með því að halda utan um eigin stjómtæki eram við ekki í nein- um vandræðum með að tryggja góð viðskipti jafnt við Evrópu sem aðra heimshluta og í raun miklu betri möguleika með því að halda okkur utan við þessar blokkir allar. Okkar stóra kostir liggja einmitt í því að vera óháðir. Landfræðileg staða okk- ar býður upp á það að við ræktum ...það er óumdeilt í Noregi að í þessum samningi felist slíkt valdaafsal að hann verði að falla undir ákvæði stjórnarskrárinnar um aukinn meirihluta í þinginu til að öðlast gildi. samskipti til allra átta og eigum í því sambandi allt annarra kosta völ og þar er staða okkar íslendinga mun betri en annarra Norðurlanda. Þar að auki getum við lagað okk- ur að breyttum aðstæðum og opnað fyrir frjálsari samskipti á þeim svið- um sem við kjósum með einhliða ákvörðunum. Hvað með hagvaxtarsönginn? - Hagvaxtarsöngurinn er kyijað- ur hátt og mikið en það era famar að heyrast margar falskar nótur í því viðlagi sem þar er haft uppi. Checc- ini-skýrslan, sem menn miðuðu við í upphafi, gerði ráð fyrir miklum hag- vexti í kjölfar innri markaðarins, en það era ekki margir sem trúa þeirri ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. nóvember 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.