Þjóðviljinn - 06.11.1991, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 06.11.1991, Qupperneq 1
213. tölublað Miðvikudagur 6. nóvember 1991 56. árgangur Frekari skerðingar á Lánasjóðnum boðaðar Námsmenn mættu á þingpalla I gær til að hlýða á utandagskrárumræður um málefni LlN. formaður Stúdentaráðs Há- skóla íslands sagðist óánægð meö hve fáir námsmenn létu sjá sig á pöllunum. Þeir voru fleiri þegar Össur Skarphéð- insson, þá formaöur SHl, hélt ræðu á pöllunum. Mynd: Kristinn. lafur G. Einarsson m e n n t a m á 1 a r á ð h e r r a I lsagði á Alþingi í gær að sér Vw/ sýndist að tveggja miljarða króna árlegt framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna væri það framlag sem þyrfti að láta duga á næstunni. Gert er ráð fyrir að framlag ríkisins til LÍN verði 2,22 miljarðar á næsta ári. Samkvæmt formúlu ríkisstjórnarinnar um að sjóðir verði að standa undir sér þýðir þetta að LÍN getur á næstu árum lánað sem samsvarar rúm- um 3 miljörðum króna á ári. En þrátt fyrir niðurskurð á útlánum sjóðsins er áætlað að hann þurfí 4,5 miijarða króna hið minnsta á næsta ári ef standa eigi við skuld- bindingar. Þannig að Olafur boðar með þessu um 30 prósent niður- skurð til viðbótar þvi sem þegar hefur verið gert Þetta kom fram i utandagskrárumræðum sem Guð- rún Helgadóttir, Abl., bað um í til- efni fyrirhugaðra breytinga á Iög- um um sjóðinn. Ráðherra boðaði einnig að írum- varp yrði samið nú í vetur og sam- þykkt á Alþingi fyrir áramót, en það er nauðsynlegt að breyta lögunum ef jafhmikií skerðing á að ná fram að ganga. Olafur sagði að innan skamms yrði skipuð neffid til að endurskoða lögin um LÍN og sagði einnig að líklega yrði námsmönnum boðið sæti í nefndinni. Námsmenn hafa lagt á borð ráðherra tillögur um hertar endurgreiðslur sem byggjast á þvi að því hærri laun sem námsmað- ur fær að loknu námi því hraðar borgar hann lánið til baka, hlutfalls- lega hraðar. Steinunn Valdís Oskars: dóttir formaður Stúdentaráðs HI vildi ekki segja til um hvemig út- færslan gæti orðið á þessu, því námsmenn vildu ræða það mál í nefndinni, fengju þeir sæti. En hún lagði áherslu á að af því yrði. Guðrún Helgadóttir rakti sögu LIN og sagði að námslán væri ekki fyrirgreiðsla til einstaklinga, heldur fjárfesting þjóðfélagsins alls. Hún rakti einnig hvemig sjóðurinn hefði tryggt hinum efnaminni jafnrétti til náms sem og konum. Hún líkt og fjölmargir aðrir ræðumenn mót- mæltu harkalega hugmyndum nefnd: ar um LÍN sem skilaði áliti í haust. í því nefndaráliti er lánum LÍN líkt við almenn fjárfestingarlán og þau sögð hægstæðustu Ián á markaðnum þar sem þau eru verðtryggð en vaxtalaus. Ólafur tók þó skýrt fram að um hugmyndir einar væri að ræða og víst væri að ekki yrði tekið tillit til þeima allra. En í þeim felst til dæmis að lánin greiðist upp á þre- foldum lánstíma og beri fjögur pró- sent vexti umffam verðbólgu. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, Kvl., og Guðrún gátu þess að í nefndinni hefðu setið fimm miðaldra menn sem hefðu gengið lengi í skóla í „arðbæru“ námi og hefðu þannig ekki sama skilning á sjóðnum og til dæmis þeir sem koma í láglaunuð störf hjá ríkinu eflir langt nám. Guðrún gagnrýndi hugmyndir nefndarinnar harkalega, sérstaklega afhám tekjutengingar sem hlyti alltaf að koma niður á hinurn tekjulægstu. Undir þetta tók Össur Skarphéðins- son, Alfl., og ljóst að hann mun ekki sfyðja ffumvarp sem felur í sér af- nám tekjutengingar afborgana á námslánum. I umræðunum á Alþingi komu fram tvö megin sjónarmið. Annars- vegar að LÍN eigi að tryggja jafnrétti til náms með því að vera jöfnunar- sjóður og að litið sé á sjóðinn sem fjárfestingarsjóð þjóðarinnar. Hitt sjónarmiðið felst í því að ganga eigi þannig frá málum sjóðsins að hann standi undir sér miðað við framlag ríkisins til sjóðsins hvetju sinni. í því sjónarmiði felst að ekki gangi lengur að niðurgreiða í jafn ríkum mæli þann vaxtamun sem felst í útlánum sjóðsins og þeim lánum sem sjóður- inn tekur, einsog Ólafur sagði, en Ami Mathiesen, Sjfl., tók undir með honum. Svavar Gestsson, Abl., lagði til að ríkið yfirtæki einhvem hluta lána sjóðsins og staða hans þannig styrkt. Hann sagði að ekki væri hægt að taka sjóðinn útúr heildardæminu, því hann væri hluti af velferðarkerftnu. En Ólafúr gagnrýndi fyrrverandi menntamálaráðherra harkalcga fyrir að hafa lækkað ffamlög ríkisins til sjóðsins og auka lántökur hans og sagði aukafjárþörf sjóðsins í ár mið- að við fjárlög í fyrra væri á annan miljarð króna. Svavar sagði að með því að skcra niður ffamlög til LÍN væri verið að skera niður framlög til menntamála sem nú þegar væm lægri en í nágrannalöndunum. -gpm Verkfall yfirvofandi í Mjólkurbúi Flóamanna Ef ekki hefjast viðræður um greiðslu námskeiðsálags fyrir ófaglært verkafólk í Mjólkurbúi flóamanna er ekkert annað en verkfallsboðun framundan að mati Hafsteins Stefánssonar, varaformanns verkalýðsfélagsins Þórs á Selfossi. Birgir Guðmundsson, mjólkur- bússtjóri, segir að komi til verkfalls muni öll afgreiðsla mjólkur og annarra afurða stöðvast. Afleiðingin yrði mjólkurleysi á höfuborgarsvæð- inu. Birgir telur þó verkfall varla á döfínni. Hann segir að ekki verði farið fram á viðræður og telur deilu Iðju á Akureyri og Vinnumálasambands samvinnu- félaganna ekki snerta MBF. Eng- in viðbrögð hafa komið frá vinnumálasambandinu eftir að upp úr viðræðum slitnaði á Ak- ureyri og Iðja boðaði verkfall. Staðan í samningunum um námskeiðsálagið verður rædd á fé- lagsfundi í verkalýðsfélaginu Þór á Selfossi á morgun. Hafsteinn Stef- ánsson segir að Mjólkurbúið hafi ekki viljað ræða við félagið og því steírii í verkfall. Birgir Mjólkurbús- stjóri segir að hingað til haft verið samið sameiginlega fyrir öll mjólk- ursamlögin og þetta hafi verið rætt ásamt VSI og Vinnumálasamband- inu, en engar viðræður hafi farið fram nýlega. Engar frekari viðræður hafa verið ákveðnar efíir að Iðja á Akur- eyri boðaði verkfall. Hjörtur Eiriks- son hjá Vinnumálasambandinu seg- ir að ef ganga eigi að öllum sérkröf- um sem fram komi þá verði ekki lengur stætt á þvi að veija kaup- máttinn og afleiðing verði bullandi verðbólga. Hann kveðst hissa á því að sá hópur launafólks sem hcfur hvað hæst laun skuli fara ífam með slíku offorsi. Of snemmt er að segja hver viðbrögð Vinnumálasam- bandsins verða við verkfallsboðun Iðju, að sögn Hjartar. Námskeiðsálag til handa verka- fólki er ekki hluti af kjarasamning- unum framundan, heldur frágangs- rpál frá síðustu samningum að mati Ármanns Helgasonar, varaformanns Iðju. Hann segir ekki rétt að meta námskeiðsálag til launauppbóta, heldur sé það umbun til þeirra sem hafa aflað sér þekkingar og fæmi í starfi með námskeiðum. Birgir Guðmundsson hjá Mjólkurbúi Flóa- manna segir að fátt starfsfólk þar hafi sótt námskeið, þar scm pví fylgdi engin launahækkun. Hann sagði ennfremur að starfsnámskeið verkafólks kæmu sér vissulega vel fyrir fyrirtækin og því mætti út af fyrir sig segja að rétt væri að hvetja til þess á einhvem hátt. Birgir tok fram að slíkt hefði verið gert, meðal annars með því að bjóða fólki í mjólkursamlögunum upp á sérstök namskeið. -ag Appelsínumaðurinn og Katyn skógurinn hlutu Prix Europe Evrópsku sjónvarpsverð- launin voru afhent í Borg- arleikhúsinu í gærkvöldi. Verðlaun fyrir bestu leiknu sjónvarpsmyndina hlaut sænska ríkissjónvarpið fyrir mynd í tveimur þáttum sem ber heitið Appelsínumaðurinn. Verðlaun fyrir bestu heimildarmyndina hlaut franska sjónvarpsstöðin La sept fyrir Katyn skóginn. Sérstök verðlaun í flokki heim- ildarmynda hreppti þýska sjón- varpsstöðin í Bremen fyrir myndina Undir þýskum þökum - Peningar skipta máli. í myndinni er vald bankamanna Þýska bankans kann- að. Sérstök verðlaun í flokki leik- inna mynda hlaut breska sjónvaips- stöðin Thames fyrir myndina Litill dans, þroskasaga ungrar stúlku. Heiðurinn af sænsku verðlaun- myndinni eiga þau Birgitta Sten- berg, Thomas Borgström, Lars Bill Lundholm og flein. Sagan segir frá Birgittu, sem er ung kona sem dreymir um að verða nthöfundur. Katyn skógurinn er eftir hinn þekkta pólska leikstjóra Andrzej Wajda og Marcel Loztnski. I mynd- inni er sagt frá hinum hörmulegu Qöldamorðum i Katyn skógi í seinni heimsstyrjöldinm. BE

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.