Þjóðviljinn - 06.11.1991, Page 2

Þjóðviljinn - 06.11.1991, Page 2
/ Vansemd Islands Menntamálaráðherra hefur fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar samið við Kópavogskaupstað um að hætta við að reisa fjölnota íþrótta-, ráðstefnu- og sýningarhús í tengslum við heimsmeistaramótið í handbolta árið 1995. Þetta eru vond tíðindi. Tvær ríkisstjórnir beittu sér mjög fyrir því að heimsmeistaramótið í handbolta árið 1993 eða 1995 yrði haldið hér á landi. Árið 1987 voru þeir Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra og Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar. Ári síðar var Matthías sam- gönguráðherra og þar með ráðherra ferðamála, og Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra í rík- isstjórn Þorsteins Pálssonar. Allir þessir ráðherrar tóku virkan þátt í að afla íslandi stuðnings sem gest- gjafaþjóð fyrir heimsmeistarakeppnina. Sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið verið, haft við, skrautbæklingur með ávarpsorðum forseta íslands, ráðherra og borg- arstjórans í Reykjavík var prentaður og sendur út um víða veröld. í þessu máli geta stjórnmálamenn ekki leyft sér að vera í flokkspólitískum leik eða inn- anflokkserjum, það er heiður og trúverðugleiki ís- lands sem er í húfi. í þeim bréfum sem birt hafa ver- ið og farið hafa frá íslenskum ráðuneytum til Hand- knattleikssambands (slands, Alþjóða handknattleiks- sambandsins, íslenskra sendiráða og ræðismanna erlendis, erlendra sendiráða í Reykjavík o.s.frv. kemur skýrt fram að það er ásetningur ríkisstjórnar íslands að þessi keppni verði haldin hér á landi og ríkisstjórnin muni stuðla að því að,svo geti orðið, þótt sannarlega hafi það verið HSÍ sem formlega sótti um að fá að halda keppnina. Það er augljós skylda íslenskra stjórnvalda að sjá til þess að við glutrum ekki niður þessu tilvalda tækifæri til kynning- ar á landi og þjóð, sem ekki síst er mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna. Þá má minna á að núverandi sam- gönguráðherra hefur í hyggju að láta kanna mögu- leika á að reisa ráðstefnumiðstöð til að við verðum betur í stakk búin til að taka að okkur stórar alþjóð- legar ráðstefnur. Flestir hagsmunaaðilar í ferðaþjón- ustu eru sammála um að í slíkum ráðstefnum og fundum séu mestir vaxtarbroddar í ferðaþjónustu ut- an háannatíma. Ríkisstjórnin getur því ekki látið sem henni komi málið ekki við, og tönnlast á því að hún muni standa við loforð síðustu ríkisstjórnar um 300 miljóna króna framlag vegna byggingarinnar. Skoöanir manna kunna að vera afar skiptar um það, hvort rétt hafi verið af íslandi að sækja um þetta heimsmeistaramót í handbolta. Vafalaust hafa allir landsmenn skoðun á þessu máli. En úr því sem komið er skiptir ekki máli hvort menn voru andvígir því að ísland sækti um mótið eða voru því fylgjandi. Það er einfaldlega of seint í rassinn gripið að ætla að snúa við nú. Ríkisstjórnin getur ekki leyft sér að iðka þá stjórnsýslu, að hún sé óbundin af ráðstöfun- um fyrri ríkisstjórna. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er í þessu máli bundin af loforðum og fyrirheitum rík- isstjórnar Þorsteins Pálssonar. Þáttur síðustu ríkis- stjórnar var í raun ekki annar en sá að sjá til þess að samningur yrði gerður um byggingu húss og fjár- hagslegan hlut ríkisins í því dæmi. Slíkar áætlanir geta auðveldlega breyst eins og borgarstjórinn fyrr- verandi í Reykjavík ætti manna best að þekkja. En hin formlega ákvörðun um að halda keppnina hér var tekin fyrir tilstilli ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar og það er siðferðileg skylda núverandi stjórnvalda að standa við áður gefin fyrirheit. Undan því verður ekki vikist. Þess vegna eru það afleit tíðindi og þjóðinni til vansa að ríkisstjórnin sé að missa móðinn og hey- kist á því að standa vörð um sóma landsins og orð- Þióovii.tinn Málgagn sósfalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson. Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Rltstjóm, skrifstofa, afgreiösla, auglýsingar: Slöumúla 37, Rvlk. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð f lausasöiu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr. Áskriftarverð á mánuöi: 1200 kr. Listamanna- raunir Fáar deilur verða jafn hatrammar og þegar listamenn eiga í hlut. Þá eru stóryrð- in sjaldnast spöruð og rökhyggjan fykur stundum fyrir lítið, enda listamenn fyrst og fremst menn til- fmninganna og upp- hafins innblásturs. Við hin sem erum bundin á klafa hefð- bundins hugsana- gangs eigum því stundum erfitt með að fylgjast með þeg- ar listamenn deila, en óneitanlega getur maður haft gaman af því. Enn einusinni hefur blossað upp heiftúðug umræða um Kjarvalsstaði í fjölmiðlum. Fer þar fremstur í flokki listamaðurinn Einar Hákonarson og gagnrýnir hann val menningarmála- nefndar Reykjavíkur- borgar á listamönn- um sem fá að sýna á Kjarvalsstöð- um. Segir hann í grein í Morgun- blaðinu 1. nóvember að dapurlega sé komið fyrir flaggskipi íslenskrar myndlistar. „Það virðist nú hafa villst inn í skurð þröngrar einstefnu á vali á sýningum, með þeim ár- angri að fólk er hætt að sækja sýn- ingar þar í sama mæli og áður.“ Einar Hákonarson ætti að vita hvað hann er að tala um því hann er nýbúinn að halda sýningu á Kjarvalsstöðum. Að vanhugsuðu máli má því draga þá ályktun að aðsókn að sýningu Einars hafi ver- ið dræm og hann því í þörf fyrir að finna blóraböggul, því það hvarfli ekki að honum að fólk hafi einfald- lega ekki áhuga á list hans. Einari til huggunar má þó benda á að sýn- ingarsölum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið á síðustu árum og framboð á myndlist aukist að sama skapi. Reyndar hvarflar líka að klipp- ara að Einar sé staddur í skurðinum miðjum, enda kemur í ljós í svar- grein Huldu Valtýsdóttur í Morgun- blaðinu í gær að Einar hefur sýnt í tvígang á Kjarvalsstöðum á sl. þremurárum, 1989 og 1991. Hinir ógurlegu listsagnfræðingar Málið er samt alls ekki svo ein- falt því sé grein Einars lesin áfram kemur í ljós að ekki er beinlínis við menningarmálanefnd Reykjavíkur, sem Hulda á sæti í, að sakast. Sökudólgamir eru listsagnfræðing- arnir, sem að sögn Einars telja sitt helsta hlutverk í lífinu vera að passa upp á eigin aðstöðu. „Svið íslenskrar myndlistar hefur breyst mikið með tilkomu listsagnfræðinganna, þeir vilja stýra og stjóma og segja til um hvað sé list og ekki list. Stjómvöld hafa verið ósínk við að veita fé til nýrra stöðuveitinga þeim til handa, meðan litlu hefur verið varið til sjálfrar sköpunarinnar í listum.“ Síðan skýrir Einar út hvemig núverandi forstöðumaður Kjarvals- staða, sem hann nafgreinir reyndar ekki (en til að upplýsa þá sem ekki eru innvígðir í heilög vé listarinnar skal þess getið að Gunnar Kvaran er forstöðumaður þessa umdeilda sýningastaðar), hafi notfært sér að- stöðuna til þess að hampa þeim listamönnum sem honum em þókn- anlegir, með því að bjóða þeim að sýna á Kjarvalsstöðum endur- gjaldslaust, auk þess sem hann hafi gefið út bækur um þessa lislamenn sem em í náðinni. Og nú skýrist málið. Einar er semsagt ekki í náðinni, hefur þurft að punga út með 90 þúsund krónur í leigu fyrir salinn, skv. grein Huldu Valtýsdóttur, og auk þess þurft að leggja sjálfur í kostnað við prentun á boðskortum og sýningar- skrá; kostnað sem ekki er undir miljón krónum, að sögn Einars. Hlutur markaðarins Einar ræðir töluvert um mark- aðslögmálin og samkeppni lista- manna, sem er mikil og hörð. „Markaðslögmálin eru þar hvað tæmst og afkoma listamannsins ræður því hvort hægt er að halda áfram,“ segir hann. Hinsvegar segir hann að það, hvemig staðið er að vali þeirra sem fá að sýna ókeypis og gefnar út um sig listaverkabæk- ur, skekki heilbrigða samkeppni. „Nú væri í sjálfu sér ekkert að athuga við slík boð ef rökstudd væm, en undarlegt þykir manni að gengið er fram hjá listamönnum sem sýnt hafa með starfi sínu að þeir væm verðugir slíks boðs.“ Einar nafngreinir þá listamenn ekki, enda hógvær maður. En hlýt- ur það ekki alltaf að vera matsatriði hverjir em verðugir slíks boðs sem Einar fjallar um? Hverjum þykir sinn fiskur fagur o.s.fv. En það er ekki nóg með að list- sagnfræðingurinn á Kjarvalsstöðum hafi puttana í því hverjir sýni þar og hverjir ekki, hann fær Iíka að ráðskast að vild með það hvaða listamenn fá að taka þátt í samsýn- ingum erlendis, kaupir inn listaverk til borgarinnar og veitir ráðgjöf við ýmis tilefni, nú síðast í sambandi við skreytingar í ráðhúsi Reykja- víkur. Er nema von að Einari blöskri? Stalínska krumlan Hverfum andartak burt frá Reykjavík og suður í Fjörð. Þar er nú rekin öflug menningarmiðstöð, Hafnarborg, og listamiðstöð við Straum. Er nú farið að líta á Hafn- arfjörð sem Mekka skapandi mynd- listar á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar er í gömlu Alafosshúsun- um í Mosfellsbæ einnig i þróun öfl- ugt listalíf, þannig að þótt frægðar- sól Kjarvalsstaða dali lítið eitt þurfa listamenn varla að örvænta. Sverrir Ólafsson var aðal drif- fjöðrin í uppbyggingu listamið- stöðvarinnar í Straumi og Listahá- tíð Hafnarfjarðar sl. sumar, en þar var farið inn á afar nýstárlega braut. Fjöldi erlendra og innlendra myndhöggvara kom saman í Straumi og vann þar að verkum sínum í nokkrar vikur. Verkin voru svo sett upp í miðbæ Hafnarfjarðar meðan á hátíðinni stóð, en flutt þaðan á Víðistaðatún, þar sem þau prýða nú umhverfið, enda gáfu listamennirnir bænum verkin. í Fjarðarpóstinum er viðtal við Sverri þar sem hann fjallar m.a. um stefnu yfirvalda i Reykjavík gagn- vart listinni. „Menn eru að gefast upp á þeirri kommúnistísku stjóm sem er á listasviðinu. Reykjavík er til dæmis að verða síðasta vígi Stalín- ismans, þar sem Gunnar Kvaran heldur öllu í kommúnistískri kmmlu á Kjarvalsstöðum og í fleiri listamiðstöðvum. Listamenn em að springa úr reiði. Kjarvalsstaðir em kallaðir Kvaranstaðir af listamönn- um í dag. Það er rétt. Hafnarborg blómstrar á meðan Kvaranstaðir er orðinn steinkumbaldi, án lífs.“ Sverrir er ekki að skafa utan af hlutunum í gagnrýni sinni á þá bræður Gunnar og Ólaf Kvaran og kemur með mjög alvarlegar ásak- anir á hendur þeim. Fari Sverrir með rétt mál er staða þeirra bræðra i íslensku listalífi afar hættuleg. Séu ásakanir hans hinsvegar ekki réttar er það einnig mjög alvarlegt mál og hljóta þeir Kvaran-bræður þá að íhuga meiðyrðamál á hendur Svem. í stuttu máli sagt sakar Sverrir þá um að misnota aðstöðu sína mjög gróflega ti! að skara eld að eigin köku. Segir hann að þeir hafi hirð af listamönnum á sínum snær- um, sem sitji að öllum verkefnum sem þeir úthluta og samkvæmt lýs- ingunni virðast þeir bræður vera með puttana allsstaðar. Ekki nóg með það heldur sakar Sverrir þá um að stunda umboðsmennsku fyr- ir þessa gæðinga sína og ýjar að því að þeir þiggi umboðslaun fyrir. Og umboðsskrifstofan, hvar skyldi hún vera staðsett? A Kjarvalsstöð- um, að sögn Sverris. Þúsund blóm Klippari ætlar ekki að blanda sér i þessar deilur listamanna og listsagnfræðinga. Hinsvegar er óneitanlega forvitnilegt fyrir leik- menn að fá innsýn í upphafinn heim listarinnar með þessum hætti. Klippari hefur bæði átt góðar stundir og slæmar á Kjarvalsstöð- um og sömu sögu er reyndar að segja um Hafnarborg og fíeiri sýn- ingarstaði hér á landi. Stundum tekst listamönnum vel upp og stundum illa og sum listaverk höfða til eins þótt þau höfði ekki til annars. Deilan sem nú er uppi í Hsta_ heiminum virðist fyrst og fremst snúast um listamarkaðinn og ekki nema að mjög takmörkuðu leyti um hlutverk listarinnar, enda mun erf- iðara viðfangs. En jafnframt frjórri umræða. -Sáf ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. nóvember 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.