Þjóðviljinn - 16.11.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.11.1991, Blaðsíða 2
Framtíð norrænnar samvinnu Nú er mikið raett um framtíð norrænnar samvinnu. Ástæður þess að hið víðfeðma samstarf Norður- landaþjóða er í brennidepli nú um stundir, eru fyrst og fremst Evrópuumræðan og þróun mála á því sviði. Ef Svíar, Finnar og jafnvel Norðmenn ganga í Evrópu- bandalagið er Ijóst að fjöldi mála sem í dag heyrir undir norræna samvinnu, myndi færast yfirtil yfirþjóðlegra evrópskra stofnana og þar með minnkaði vægi Norður- landaráðs. í leiðara sænska dagblaðsins Dagens Ny- heter þann 10. þessa mánaðar er lagt til að Norður- landaráð verði lagt niður. Þar segir m.a.: „Það er hið yfir- þjóðlega ákvörðunarferli sem hefur gefið Evrópubanda- laginu þann kraft sem allir laðast að, litlir og stórir, ríkir og fátækir, suður og norður, austur og vestur. EB ætlar að standa sig þar sem Norðurlandaráð stendur í stað á sömu sviðum. Innihald norrænnar samvinnu er að þoma upp. Eftir stendur tómt og rangt form.1' Það sjónarmið sem sett er fram af Dagens Nyheter er ekkert einstætt innan Norðurlanda. Þvert á móti bendir margt til þess að formælendur þessa sjónarmiðs séu margir. Hið yfirjDjóðlega á að taka völdin. Meðal annars er því haldið fram að það sem sé að drepa Norðurlandaráð í dróma sé lögmálið um samþykki allra, consensus, sem kallað er. í Evrópubandalaginu gildi hins vegar meirihlutaákvarðanir og þess vegna sé það mun virkara og afkastameira en Norðurlandaráð. Þetta er að vísu ekki rétt þó stefnt sé að slíku fýrirkomulagi í EB. Á aukafundi Norðurlandaráðs á Álandseyjum sem nú er nýlokið, var Evrópuþróunin og framtíð norrænnar samvinnu til umræðu. Þar kom glögglega í Ijós hve skoðanir eru skiptar. Þeir sem ákafastir eru í að gylla Evrópubandalagið eru jafnframt mestir úrtölumenn um Norðurlandaráð. Framtíð Norðurlandaráðs og norrænnar samvinnu almennt er í mikilli óvissu. Evrópubandalagið eða evr- ópskt efnahagssvæði geta aldrei komið í staðinn fyrir Norðurlandaráð, því það hefur aldrei verið efnahags-, gjaldeyris- eða tollabandalag. Norræn samvinna byggir á allt oðrum merg, hún byggir ekki á peningahyggjunni, heldur miklu fremur á menningar- og félagshyggju. Af þeim sökum getur aðild að EES eða EB ekki komið í stað norrænnar samvinnu. Þess ber ennfremur að geta að innan EES og EB er ekki gert ráð fýrir samstarfi eða samráði einstakra ríkjahópa, þannig að Norðurlöndin eiga ekki kost á því að vinna saman innan evrópusam- vinnunnar. Þess vegna á norræn samvinna sér ekki framtíð, nema á vettvangi Norðurlandaráðs og það er einungis spuming um pólitískan vilja hvort einhver fram- tíð er í norrænni samvinnu. Þjóðviljinn tekur ekki undir með þeim sem vilja leggja niður Norðurlandaráð. Vissulega verður norræna sam- vinna að þróast í takt við samfélögin á Norðurlöndum og ekkert er hættulegra en stöðnun. Það er hins vegar misskilningur að hægt sé að tengja norrænt samstarf Evrópusamvinnunni og sökum þess að einhver Norður- landanna séu á fleygiferð inn í Evrópubandalagið verði að rífa Norðurlandaráð upp með rótum og jafnvel leggja það alveg af. Norræn samvinna hefur sannarlega skilað margvíslegum árangri og þann árangur verður að veija af krafti. Þær breytingar sem kunna að verða á Norður- landaráði eiga fýrst og fremst að miða að því að styrkja og efla norræna samvinnu og gera hana skilvirkari. Það er hins vegar tilgangslítið ef ekki er pólitískur vilji til þess á Norðurlöndunum. Ef menn hafa hugann svo við Evr- ópubandalagið að þeir geti hvorki né vilji hugsa um Norðurlandaráð, þá mun starfsemi þess sjálfkrafa leggj- ast af. Það væri óheillaspor, ef peningahyggjan hefur teymt norrænar þjóðir svo á asnaeyrum, að þær vilji fóma samstarfi Norðurlanda sem er einstakt í alþjóðleg- um samskiptum. ÁÞS Þtóðviltinn Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýöshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson. Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð f lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr. Áskriftarverð á mánuöi: 1200 kr. 54 LIPPT & SKOIIÐ VAXANDIINNGJOF FER ÍSLENSKA HEILBRIGDISKERFIÐ UNDIR HNÍFINN? Heilbrigðismál Heilbrigðismál þjóðarinnar hafa verið mjög í umræðunni undanfarin misseri. Það er þó ekki sjálft heil- brigði þjóðarinnar sem er í sviðsljós- inu, heldur þeir fjármunir sem varið er til heilbrigðismála. A þcssu ári veija íslendingar um 35 mifjörðum króna til heilbrigðis- mála og jiví eðlilegt að leitað sé leiða til að ná niður þeim kostnaði með hagræðingu. Guðmundur Bjamason fyrrum heilbrigðisráðherra setti í gang mikla vinnu í þeim tilgangi og hafði um það náið samstarf við heil- brigðisstéttimar. Þegar Sighvatur Björgvinsson tók við sæti heilbrigðis- ráðherra var hinsvegar breytt um vinnulag. Sighvatur verður ekki vændur um að hafa ekki tekið til hendinni, það er öðm nær, hann fór mikinn, en í hasamum við að boða niðurskurð gleymdist að ræða við þá sem málið varðaði, þannig að rnenn komu af fjöllum og brugðust því eðli- lega illir við. Þá virðist það markmið, að fjárhagsleg staða sjúklings eigi ekki að hafa áhrif á þjónustu heil- brigðiskerfisins hafa gleymst. Nægir þar að nefna lyfjaskattinn og hug- myndir um sjúkrahúsgjöld. Einnig hefur verið ýtt á flot hugmyndum um að læknar geti sett á stofn einkastofur og boðið sjúklingum sem hafa ráð á að greiða sjálfir fyrir aögerðina fljót- ari þjónustu en opinbera kerfið ræður við. Skuggalegar tölur í nýjasta tölublaði Ftjálsrar versl- unar er athyglisverð úttekt á heil- brigðiskerfinu. Þar kemur ýmislegt á óvart. Má þar ncfna að gjöld til heil- brigðisþjónustu hafa sexfaldast á ár- unum I96l til 1991. Árið I960 voru útgjöld einstaklinga til matvæla fjór- falt hærri en til heilbrigðismála. Nú em þessi útgjöld jafn há. Á sama árabili hefur kostnaður hins opinbera vegna tannlæknaþjóm ustu sautjánfaldast á fóstu verðlagi. I ár greiðir hið opinbera tannlæknum samtals 2,8 miljarða króna, eða yfir 10 miljónir á hvem tannlækni fyrir viðgerðir. Þetta er þó ekki nema hluti af tekjum tannlækna því einungis böm á gmnnskólaaldri fa tannlækna- þjónustu greidda af rikinu. í úttektinni kemur einnig fram, að meira en fimmti hver Islendingur lendir á sjúkrahúsi á-hverjp ári, eða um 50 þúsund innlagnir. Á ámnum I952 til 1982 fimmfblduðust innlagn- ir á sjúkrahúsum, en á sama tíma íjölgaði þjóðinni aðeins um 58 pró- sent. Þessar tölur em ekki góður vitnis- burður um þá stefnu í heilbrigðismál- um sem ríkt hefur. Fljótt á litið mætti ætla að því meiru fé sem veitt er til þessara mála, því sjúkari verði þjóð- tn. En þessj þróun er langt því frá einsdæmi á Isfandi. Það er hinsvegar einsdæmi, að minnsta kosti ef litið er til nágranna- landa okkar, hversu litlu hlutfalli af þeim kostnaði sem varið er til heil- brigðismála, er varið í forvamastarf. Einungis eitt til tvö prósent af heild- arútgjöldum til heilbrigðismála er ráðstafað til skipulagðra torvama. Neikvæð áhrif hagvaxtar á heilsufar I Fijálsri verslun er m.a. rætt við Skúla Johnsen héraðslækni í Reykja- vík. Hann segir að ekki verði komist lengra á sömu braut, sjúkrahúsþjón- ustan fækki ekki þeim sem verða sjúkir. Hann bendir á að þeir sjúk- dómar sem nú em mest áberandi séu langvinnir og flestir ólæknanlegir. „Með miklum tilkostnaði má halda einhverjum þeirra í skefjum, en við losnum ekki við þá, nema koma í veg fyrir þá,“ segir Skúli. En hvemig á að koma í veg fyrir sjúkdóma? Gefum Skúla orðið: „Stjómmálamennimir gera sér litla grein fyrir því, að tíðni sjúkdóma og ýmis konar vanheilinda hefur vax- ið mjög meðal fólks. Þeir halda að hagvöxturinn bjargi þessu öllu. Þróun þjóðfélagsins hjá okkur, eins og hjá öðmm vestrænum rikjum, er sú að þrátt fyrir að við öflum ineiri peninga og framleiðum mikið þá virðist okkur ekki líða betur. Lækna- stéttin á sér þær málsbætur að ríki- dæmið hefur ekki komið í veg fyrir neikvæða þróun í heilsufarsmálum. Þvert á moti er ríkidæmið ofl orsök vanheilinda því það hefur leitt til óhollra lífshátta. Það getur verið að dánartölur fólks á aldursbilinu 30-70 ára hefðu beinlínis hækkað að nýju upp úr 1960 ef við hefðum ekki kom- ið upp öllum þessum viðbúnaði til hjálpar sjúkum. Það er í þessu samhengi umhugs- unarefni hvemig stjómmálamenn em- blína á hagvöxtinn og virðast gefa sér að það leysi öll mál að tryggja hann. Það er mín skoðun að í þjóðfélagi eins og okkar, sem er komið á hátt stig efnahagslegrar þróunar, eigi það að vera aðalverkefni stjómmála- mannanna að vinna að aukinni vel- ferð og bættu heilsufari. Aherslan á efnahagsmálin hefur gengið út í öfgar og gengur ekki lengur upp, nema með þvi að tryggja jafnframt velferð og gott heilsufar. Vinnuálagið hér á landi, sem er undirstaða framleiðslunnar, er orðið allt of mikið. Það er nefnilega ekki aðeins að hagvöxturinn gangi á óverðlagðar náttúmauðlindir, heldur tekur áíagið, sem af honum stafar, sinn toll hjá mannfólkinu sjálfu. Hin neikvæðu áhrif á heilsufar, sem af þessu hljótast, hafa enn ekki verið reiknuð út. Það er spuming hvort efnahagslegar framfarir umfram til- tekið mark séu nokkrar ffamfarir. Hagvöxtur sem eykur ójöfnuð hefúr bein neikvæð áhrif á heilsufar." Ekki verkstæðisvinna í Fijálsri verslun er birt tafla yfir lyíjakostnað á hvem íbúa í nokkrum sveitarfélögum og hémðum. Þar kemur í ljós að lyfjakostnaður er lang lægstur í Bolungarvik, 4.733 krónur á íbúa, en hæstur í Reykjavík, 12.833 krónur. Það er ekki réttlátt að bera saman Bolungarvík og Reykjavík, því eðli þessara sveitarfélaga er mjög ólíkt, en ef litið er á önnur sveitaifé- lög, sem svipar til Bolungarvikur, kemur í ljós að Iyfjakostnaður í þeim er um helmingi hærri. Þannig er lyfjakostnaöur í Ólafsfirði 10.754 kronur á íbúa og í Dalvík 9.523 krón- ur. Það er því eðlilegt að menn spyiji sig þeirrar spumingar hvort Bolvík- ingar séu helmingi heilsuhraustari en aðrir menn. Og bent er á, að ef þjóðin væri almennt jafn heilsuhraust og Bolvíkingar myndu sparast 1,5 mil- jarðar króna á ári í lyfjakostnað. Pétur Pétursson var heilsugæslu: læknir í Bolungarvík árið 1988. í tímaritinu er vitnað í bréf sem hann ritaði landlækni þá. Hann sagðist ekki stunda verkstæðisvinnu, heldur boða Bolvíkingum „fagnaðarerindi for- vama í einrúmi við aðstæður sem geta verið mjög hvetjandi til að breyta hugarfari og Iifhaðarháttum.“ Pétur sagðist hitta skjólstæðinga sína, íbúana í Bolungarvtk, 6 sinnum á ári. Það sé einkar mikilvægt að nýta tækifærið til „einhvers uppbyggilera, en að fást eini.ngis við uppborið vandamál. Tækifæri gefast til eftirlits langtímavandamála, heilbrigðisupp- eldis og hvers konar fræðslu, sem gerir viðkomandi hæfari til að leysa vandamál sín sjálfur. Það er hrein só- un á tíma, orku og fjármunum ef heilsugæslufólk afgreiðir vandamál skjólstæðinganna með einhverjum verkstæðisvinnubrögðum, því við er- um í raun og vem að fást við heilbrigt fólk, sem hætta er á að við gemm allt of háð heilbrigðisþjónustunni." Þama er komin fyrirmynd, sem hefur skilað árangri, sem heilbrigðis- yfirvöld ættu að líta til þegar talað er um hagræðingu í heilbrigðisþjónust- unni. Það er enginn raunverulegur spamaður í því þótt einstaklingamir séu látnir borga þjónustuna j stað þess að ríkið borgi hana. Þjóðin verð- ur ekki heilbrigðari fyrir bragðið. Hinn raunvemlegi spamaður felst í því að þjóðin taki upp heilsusamlegra Íífemi og að önnur mælistika en hag- vöxtur sé sett á lífsgæðin. -s|f ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. nóvember 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.