Þjóðviljinn - 16.11.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.11.1991, Blaðsíða 7
ElLENDAR ifisP FIETHE AUmsión Ólafur Gíslason Kjamorkusprengingar til sölu -L- Sovétríkjunum hefur kapítal- ■ isminn nú haldið innreið sína I í öllu sinu veldi, og flest er -M-falboðið á hinum fijálsa mark- aði sem seljanlegt er. Þannig hefur nýtt sovéskt einkafyrirtæki, sem tengt er sov- éskum hergagnaframleiðendum, boðið kjamorkusprengingar neð- anjarðar í hagnýtum tilgangi til sölu á alþjóðamarkaði fyrir hvem þann sem á nægilegt fjármagn. Hinn hagnýti tilgangur gæti til dæmis falist í því að losa sig við hættuleg eiturefhi með því að grafa þau niður á 800 m. dýpi og umbreyta þeim í gastegundir með ærlegri kjamorkusprengingu. Þessi þjónustya er boðin fol bæði innan Sovétríkjanna og hvar sem er í heiminum. Fyrirtækið býðst til að flytja kjamorkusprengjumar á staðinn eða eiturefnin til Sovét- ríkjanna, allt eftir óskum neytand- ans. Kostnaður við slíka eyðingu eiurefna er sagður vera ftá 300 til 1.200 bandaríkjadalir á kíló- grammið. Fyrirtækið, sem heitir „Inter- national Chetek Corporation", segir að þótt slík eyðing 'hættu- legra eiturefna sé það verkefni sem geti sýnt hvað mesta hag- kvæmni, þar sem varla sé ódýrari aðferð til við eyðingu hættuleg- ustu eiturefna, þá sé einnig hægt að notfæra sér kjamorkuspreng- ingar neðanjarðar i ýmsum öðmm tilgangi, og fyrirtækið sé reiðubú- ið að uppfylla allar óskir neytand- ans, svo framarlega sem þær séu gerðar í friðsömum tilgangi. Þann- ig hafi Sovétmenn t.d. notfært sér þessa tækni til þess að skapa gríð- armikil geymslubirgi neðanjarðar, til þess að rannsaka jarðlög með framkölluðum jarðsícjálftabylgj- um, og til þess að örva myndun jarðgass og olíu í jarðlögum. „Við erum reiðubúnir að upp- fylla allar óskir,“ segir sölufulltrúi fyrirtækisins í Montreal í Kanada við blaðamann Intemational Her- ald Tribune, „sama hver hann er, hvar á að vinna verkið og hvenær. Við búum yfir allri tæknikunnáttu og henni verður beitt.“ Sölumaðurinn sagði jafnframt að fyrirtæki hans hefði þegar yfir að ráða sérstaklega gerðum ílát- um, vöruflutningabílum og skip- um til þess að flytja hættulegan eiturúrgang og geislavirk efni. Svo virðist sem engin alþjóða- Réttarhalda krafist yfir talsmanni Palestínumanna -L sraelska lögreglan hefur farið I fram á að réttarhöld verði I hafin yfir Hanan Ashrawi, JLeinum helsta talsmanni Pal- estínumanna friðarráðstefn- unni í Madrid. Ákæran er meint samskipti sem Ashrawi er sögð hafa átt við PLO. Samkvæmt ísraelskum lögum er ísraelskum þegnum sem og íbúum her- numdu svæðanna bannað að hafa samskipti við PLO, þar sem samtökin séu „hryðjuverkasam- tök er hafi að markmiði eyðingu ísraels". Hanan Ashrawi komst á for- síður heimsblaðanna sem skori- norður talsmaður palestínsku sendinefndarinnar í Madrid fyrr í mánuðinum. Henni var fagnað sem þjóðhetju þegar hún snéri aft- ur til A-Jerúsalem um síðustu helgi. Hanan Ashrawi er prófesor í bókmenntum og hlaut menntun sína í Bandaríkjunum. Hún vann ásamt með Faisal al-Husseini að undirbúningi Madridar- ráðstefn- unnar fyrir hönd Palestinumanna, en fékk ekki að taka þátt í hinni eiginlegu samninganefnd, þar sem hún er frá A-Jerúsalem, sem Isra- elsstjóm viðurkennir ekki lengur sem,hertekið svæði. Israelska lögreglan sagði að rannsókn hefði undanfarið staðið yfir á máli Ashrawi, og var meg- insönnunargagnið viðtal sem jórd- anska sjónvarpið hafði átt við hana þar sem hún er sögð hafa viðurkennt að hafa átt fundi með fulltrúum PLO. Israelska dómsmálaráðuneytið sagði í gær að saksóknari hefði meðtekið skýrslur um Ashrawi og myndi taka ákvörðun um fram- hald málsins. „Þessi hótun um málshöfðun lýsir bæði lítilmennsku og hefni- gimi. Hún er tilraun til þess að hræða og þagga niður í Palestínu- mönnum,“ sagði Ashrawi við fréttamenn í gær. Hún sagði að Shamir virtist nú grípa sérhvert hálmstrá til þess að grafa undan friðarsamningunum. „Eg vissi að friðurinn á sér marga óvini, en þegar stjómvöld eins ríkis grípa til ráða sem þessara, þá sýnir það bara að það em engin takmörk fyrir því hve djúpt menn geta sokkið,“ sagði Ashrawi. Tilkynningin um væntanlega málshöfðun á hendur Ashrawi var Hannan Ashrawi gefin út í gær, á degi þeim sem Palestínumenn á hemumdu svæð- unum fagna hinni formlegu sjálf- stæðisyfirlýsingu Palestínuríkis frá 1988. Hátíðahöld í tilefni sjálfstæð- isyfirlýsingarinnar fóm fram um öll hemumdu svæðin, og voru víðast friðsamleg. Þó var ungur piltur skotinn til bana af ísraelsk- um hermönnum, þar sem hann var ásamt félögum sinum að mála slagorð um frelsi og sjálfstæði þjóðar sinnar á veggi i þröngum götum innan múra hinnar gömlu Jerúsalemsborgar. lög eða sáttmálar banni sölu á kjamorkutækni í friðsömum til- gangi milli landa. Eina skilyrðið er ákvæði sáttmálans um takmörk- un á útbreiðslu kjamorkuvopna, sem segir að útflutningur kjam- orkutækni frá kjamorkuveldi til ríkis sem ekki býr yfir slíkri tækni verði að fara fram undir tilheyr- andi alþjóðlegu eftirliti og sam- kvæmt settum reglum. Þessi nýja markaðssetning Sovétmanna á kjamorkutækninni hefur verið gagnrýnd af umhverf- isvemdarsamtökum og fleirum. William C. Potter, starfsmaður bandarískrar rannsóknastofnunar í alþjóðasamskiptum frá Kalifomíu, heimsótti skrifstofur fyrirtækisins í Moskvu nýverið. Hann sagði eft- ir heimsóknina að Chetek-fyrir- tækið væri dæmi 'um víðtækari hættu: „Sovéskir vísindamenn á sviði vígbúnaðartækni standa nú andspænis gífurlegum samdrætti og efnahagsvanda og sú freisting verður því stór, að selja þekkingu þeirra til hæstbjóðanda, hverju nafni sem hann nefnist.“ Annar sérfræðingur kanadískr- ar stofnunar uin takmörkun og' eft- irlit með vígbúnaði frá Ottawa hefur einnig kannað mál Chetek og hliðstæða sovéska markaðs- setningu, sem nú er í undirbún- ingi. Hann segir: „Allir í Moskvu vilja komast í viðskipti. Þetta fólk hugsar ekki um afleiðingar sölu- mennskunnar. Það vill bara fá dollara.“ Bandarískur vopnasérfræðing- ur við Lawrence Livermore Na- tional Laboratory í Kalifomíu hef- ur hins vegar sagt, að hugmyndin um að nota kjamorkusprengingar til þess að eyða hættulegum efna- úrgangi og jafnvel kjamasprengju- oddum hafi tæknilega kosti. „Það væri langódýrasta aðferðin til að losna við þetta. En þá þyrfli líka að huga að mörgum spumingum er vakna varðandi umhverfis- spjöll. Einnig þyrfti að tryggja að slíkar sprengingar yrðu ekki not- aðar sem yfirskin til að hylma yfir frekari útbreiðslu kjamorku- vopna.“ William C. Potter, bandaríski sérfræðingurinn sem heimsótti Chetek í síðasta mánuði, segir í grein í Intemational Herald Tri- bune að fyrirtækið hafi verið stofnað í desember á síðasta ári af kjamorkumálaráðuneyti Sovétríkj- anna og af Sovésku alrikisrann- sóknastofunni í fræðilegri eðlis- fræði, sem hefur annast gerð sov- éskra kjamorkuvopna. Segir hann að Chetek hafi fengið einkaleyfi á notkun kjamorkusprengjunnar í friðsamlegum tilgangi og að yfir- menn fyrirtækisins komi frá rann- sóknastofunni. Hann segir fyrir- tækið augljóslega búa yfir miklu fjármagni. Það hafi yfir að ráða flota af límósínum og einkaþotum, hafi skrifstofur í 8 borgum og lúx- us-sumarhús utan Moskvu, sem áður hafi tilheyrt flokkselítunni. Talsmenn fyrirtækisins sögðu Potter að fyrirtækið ætti 200 milj- ónir rúblna í rekstrarfé, og að það myndi sviðsetja eiturefnaeyðingu með neðanjarðarsprengingu á heimskautasvæðinu í Novaya Zemlya næsta sumar til þess að auglýsa þjónustu sína. Sú framkvæmd gæti reyndar strandað á óskum Mikaíl Gorbat- sjovs um bann í eitt ár við kjam- orkusprengingum neðanjarðar, en slíkar sprengingar hafa hingað til nær eingöngu verið stundaðar í því skyni að prófa ný kjamorku- vopn. 10. landsfundur Alþýðubandalagsins verður haldinn í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, dagana 21.-24. nóvember. Dagskrá: Fimmtudagur 21. nóvember 18.00 Setning. Ræða formanns Alþýðubandalagsins. 19.00 Skráning fulltrúa og afhending fiindargagna. 21.00 Kosning starfsmanna fimdarins, nefndanefndar og kjörbréfanefndar. Lagabreytingar lagðar fram og kynntar. Fyrri umræða um lagabreytingar. 23.00 Fundi frestað. Föstudagur 22. nóvember 9.00 Ný stefnuskrá Alþýðubandalagsins. Framsögu hefur varaformaður Alþýðubandalagsins. 11.00 Almennar stjómmálaumræður - drög að stjómmálaályktun. 17.30 Framlagning og kynning sérályktana. 20.00 Starfshópar og nefndir starfa. Laugardagur 23. nóvember 9.00 Starfshópar og nefndir starfa. 12.00 Matarhlé. 13.00 Síðari umræða um lagabreytingar. Afgreiðsla lagabreytingartillagna 15.00 Afgreiðsla stefnuskxár. 16.30 Kosning stjómar Alþýðubandalagsins. 17.00 Kosning framkvæmdastjómar og miðstjómar. 20.00 Landsfundarfagnaður. Sunnudagur 24. nóvember 9.30 Afgreiðsla stjómmálaályktunar og sérályktana. 14.00 Fundarslit. Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. nóvember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.