Þjóðviljinn - 16.11.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.11.1991, Blaðsíða 5
fkéthr Á kafi við endurskoðun efnahagsstefnunnar Langan tíma tekur að endurskoða þjóðhagsáætlun vegna frest- unar álversframkvæmda. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, sagði að búið væri að endurskoða fyrri áætlan- ir útfrá þessu og að nú væri áætlað að landsframleiðslan yrði 1,3 prósentum minni en ella. Það samsvarar 4,8 miljörðum króna. Hinsvegar benti Þórður á að allar aðrar áætlanir byggðust á því að álversframkvæmdir hæfust og því þyrftí að taka upp allt dæmið og sjá hvaða áhrif þetta hefði á efnahagsstefnuna. Þessi vinna þarf að gerast samhliða breytingum á fjárlaga- frumvarpinu því áætlunin og frumvarpið byggja hvort á öðru. Þórður sagði að öll atriði efna- hagsstefnunnar yrðu til athugunar við gerð nýrrar áætlunar. Þar sem þessi frestun hefur áhrif á allt efnahagslífið liggur í augum uppi að taka þarf tillit til þess. Þannig er ekki rétt að halda sömu stefnu áfram, sagði Þórður. Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra sagði að bein áhrif frest- unarinnar á Qárlagafrumvarpið væru 1,1-1,3 miljarða króna tekjutap rikisins en að jafnframt væri ljóst að óbeinu áhrifm yrðu enn meiri. Hann benti til dæmis á aukið atvinnuleysi sem þýddi aukin útgjöld fyrir ríkissjóð. Þá sagði Friðrik að ef gert yrði víð- tækt samkomulag um aðgerðir vegna vanda í sjávarútvegi sem talað hefði verið um þýddi það að lánsfjárþörf ríkisins ykist að sama skapi. Friðrik sagði augljóst að skoða þyrfti heildardæmi fjár- lagafrumvarpsins upp á nýtt. Hann vildi hinsvegar ekki tjá sig um hvaða leiðir væri verið að at- huga þar sem verið væri að vinna að þessu í fjármálaráðuneytinu. Frestun á afborgunum lána í Atvinnutryggingasjóði kostar rík- issjóð 7-800 miljónir króna i minni tekjur á næsta ári. Frestun framkvæmda þýðir rúman miljarð í viðbót. Verði siðan óbein áhrif frestunar álversframkvæmda svipuð og beinu áhrifin, auk tekjutaps komi til víðtækari skuldbreytinga í sjávarútvegi, bætist annað eins við. Þannig eykst halli á fjárlögum um eitt- hvað nálægt fjórum miljörðum króna - verði ekkert að gert. Þe- as. hallinn gæti tvöfaldast. -gpm Ekkert annað en erlend lántaka Landsbréf hf. seldu húsbréf til erlends verðbréfafyrirtækis fyr- ir 50 miljónir króna í vikunni. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hjá viðskiptavakanum Iækkaði um 0,1 prósent í gær og er nú 8,4 prósent en fór hæst í níu prósent í sumar. Sigurbjörn Gunn- arsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum, sagði söluna einungis byrj- unina en í eitt ár hefur fyrirtækið unnið að sölu húsbréfa á erlendri grund. Þó sagði hann erfitt að spá um hve mikil sala yrði. Einar Oddur Kristjánsson, for- maður VSI, sagði söluna jafngilda því að taka eríend lán. „Við telj- um þetta skelfilegan hlut,“ sagði hann. Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði verulega hættu á þenslu innan- lands samfara sölu húsbréfa er- lendis. Hann sagði að vega þyrfti saman áhrif þenslu innanlands og þess að vextir nálguðust vaxtastig erlendis. Friðrik Sophusson íjármála- ráðherra sagði að best væri að sinna Iánsfjárþörfinni innanlands en þar eð innlendur spamaður dygði ekki til skipti ekki öllu máli hvernig erlenda lántakan færi fram. Aðalatriðið væri reyndar að ná niður lánsfjárþörf hins opin- bera, sagði Friðrik og benti á að Island væri ekki jafn einangrað í viðskiptaheiminum og áður og við gætum ekki treyst því lengur að einungis íslenskir aðilar tækju lán á innlendum markaði. „Það er mjög einfalt að lækka hér vaxtafótinn með því að hauga hér inn erlendu lánsfé en þá kveikir þú í þjóðfélaginu," sagði Einar Oddur aðspurður um hvort sala húsbréfa erlendis gæti ekki orðið til þess að raunvextir lækk- uðu. „Þannig að þú ferð úr ösk- unni í eldinn. Þetta er ekkert ann- að en seðlaprentun og við höfum varað við þessu mjög sterkt og mjög lengi,“ sagði Einar Oddur. Hann vildi ekki viðurkenna að málið snerist um frelsi í viðskipt- um. „Þetta er spuming um aga. Það er enginn að fara fram á stjómleysi í þessum efnum,“ bætti hann við. Sigurbjöm sagði að húsbréfm seldust erlendis vegna þess að þau væm góður kostur. Ávöxtun bréf- anna er góð og þau bera ríkis- ábyrgð. Því hafa þau selst frekar en önnur bréf. Öll bréf skráð á Verðbréfaþingi íslands má selja erlendis. Þá sagði Sigurbjöm að erfitt hefði verið að skýra út sér- stæða lánskjaravísitölu Islendinga fyrir hinum erlendu kaupendum. -gpm Við þökkum öllum sem heiðruðu minningu móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Valborgar Bentsdóttur Silja Sjöfn Eiríksdóttir Edda Völva Eiríksdóttir Friðrik Theodórsson Vésteinn Rúni Eiríksson Harpa Karlsdóttir barnaböm og barnabarnabörn Gleym- um ekki okkar minnsta bróður Borgarstjóra Reykjavíkur, Markúsi Erni Antonssyni, var í gær afhent yfirlýsing frá 112 íbúum í Seljahverfi þar sem lýst er yfir stuðningi við við- leitni Svæðisstjórnar um mál- efni fatlaðra við að búa geðfötl- uðu fólki mannsæmandi að- stæður með búsetu í sambýl- um. „Við lýsum yfir einlægri hryggð okkar yfir viðbrögðum íbúa í grennd við sambýli fatl- aðra í Þverárseli og teljum öllu mikilvægara að okkar minnsta bróður sé ekki gleymt í allri vel- ferðinni,“ segir í yfirlýsingu íbúa í Seljahverfi, en þar eru tvö sam- býli fyrir geðfatlaða. -vd. Blómasalar eru komnir I verðstrlö og verð á jólastjörnum lækkar daglega, kaupendum til mikillar ánægju. Islendingar kaupa um 50.000 jólastjömur fyrir hverjól. Mynd: Kristinn. Indælt jóla- stjömustríð Blómasalar eru nú komnir í verðstríð og keppast við að undirbjóða hver ann- an í verðlagningu á jóla- stjörnum. Fyrir ári kostuðu þessi vinsælu blóm um 1000 krónur og svipað verð var í gangi fyrir fáum dögum, en nú eru jólastjörnurnar komnar allt niður í 690 krónur. lslendingar kaupa enn fleiri jólastjörnur en jólatré fyrir hver jól, eða um 40-50.000 plöntur. Blómaval auglýsti fyrir stuttu jólastjömur á um 869 ícrónur, en hefur snarlækkað verðið síðustu daga eftir að þrjár verslanir, Blómastofan við Eiðistorg og í Kringlunni, Blómaverkstæði Binna og Blómahöllin í Kópavogi auglýstu saman jólastjömuna á 795 krónur fyrir nokkrum dögum. Blómaval brást við með því að lækka verðið niður í 769 krónur í fyrradag og þríeykið svaraði í gær með því að lækka sig í 767 krónur fýrir plöntur í úrvalsflokki. Þjóðviljinn sló á þráðinn til nokkurra annarra verslana, og kom strax í ljós að flestir eru til í slaginn og hafa lækkað verðið síðustu tvo daga. Sem dæmi má nefna að jólastjaman kostar 690 krónur hjá Blómum bg ávöxtum, 790 í Alaska (helgártilboð) og 750 krónur hjá Blómastofu Frið- finns. Verðlagt er eftir gæðaflokk- um og em þessi dæmi tekin af verði á 1. flokks og úrvalsplönt- um. Það skal tekið fram að þessar tölur gætu allar hafa breyst á morgun. Sigurður Sigurðsson eigandi Blómastofanna við Eiðistorg og í Kringlunni segist búast við að álíka verðstríð hefjist þegar sala á hyacyntum fer í fullan gang í des- ember. „Heildsöluverðið er 545 og 565 fyrir sérvaldar jólastjömur og ofan á það leggst virðisauka- skatturinn,“ segir hann. „Þetta er tóm vitleysa, en bisnessinn er að verða gífurlega harður og þeir sem græða á svona stríði em neytendur." -vd. Atvinnumál á Suðurnesjum -hvað nú? r Olafur Ragnar Grímsson býður til opins fundar á Flughótelinu í Keflavík laugardaginn 16. nóvemberkl. 14. Allir velkomnir! Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. nóvember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.