Þjóðviljinn - 05.12.1991, Síða 5

Þjóðviljinn - 05.12.1991, Síða 5
Fkétter Bylting til velfamaoar Það þyrfti að stofna nýjan flokk á Islandi, sem væri fyrir almenning. Sá flokk- ur ætti að hafa atvinnu- starfsemina og launafólkið í ðnd- vegi, en ekki framapot einstakra manna á þingi, eins og er í dag. Hér þarf byltingu til velfarnaðar ef fólk á að getað lifað í landinu. Það er síðan spurning hvort það sé ekki orðið of seint, sagði Björk Gunnarsdóttir skrifstofu- maður um sitt álit á stöðu mála í þjóðfélaginu í dag. Björk sagði það einkennandi íyrir pólitíkusana í dag, að þeir hugsuou fyrst um sjálfa sig áður en þeir sneru sér að málefnum al- mennings í landinu. Það væri af sem áður var að menn hafi staðið og fallið með sinni sannfæringu. I tví sambandi benti Björk á fram- væmdastjóra Vinnuveitendasam- bandsins, Þórarin V. Þórarinsson, og sagði að hann hefði fyrir kosn- ingar tekið stórt upp í sig og sagt að nú væru bjartir tímar framund- an. Tímamir voru líka bjartari, en það sem síðasta ríkisstjóm gerði fyrir launafólk er núna allt komið úr böndunum. Mér finnst að Þórar- inn ætti að halda opinn borgara- fund og sitja þar fyrir svömm. Ég skora í raun á hann að ffamkvæma þetta og leyfa okkur almenningn- um að spyija hann út úr. Við vitum jú að hann er kominn út á hála braut þessa dagana. Aðspurð hvort hún hefði ein- hveija lausn á samningsmálunum, sagðist Björk ekki ráða neinu í þeim efhum. Mér finnst samt að engin for- senda sé fyrir launahækkunum í dag. Hins vegar þarf að breyta skattkerfmu. Ef ekki verður ráðist á skattkerfið fljótlega er ég hrædd um að ástandið eigi eflir að versna fyrir launafólk. -sþ Enn slær í brýnu á AÍþingi Björk Gunnarsdóttir skrifstofumaður hefur ákveðnar skoðanir á þjóð- málunum. Hún vill kenna pólitíkusunum um hversu ástandið sé orðið slæmt í dag. Mynd: Kristinn. Austfirskir kratar styðja sinn mann í stjórnmálaályktun kjördæmisráös Alþýðu- flokksins á Austurlandi frá því á laugardag er bent á að kjördæmisráð flokksins hafi ályktað einróma að láta reyna til þrautar að mynda vinstri stjórn sl. vor. Því er lýst að þingmaður flokksins á Austurlandi, séra Gunn- laugur Stefánsson, hafi hing- að til tekið þátt í stjórnar- samstarfl Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks af fullum heilindum, en „nú reynir á hvort ríkisstjórnin er vand- anum vaxin.“ Kjördæmisráðið vill efna- hagsaðgerðir er tryggi jöfhun lífskjara, fulla atvinnu og jafn- vægi í byggð landsins. Hvatt er til upptöku húsaleigubóta og hækkunar skattfrelsismarks. Lagt er til að settur verði skatt- ur á fjármagnstekjur og að fjárfestingarstefna þessarar ríkisstjómar verði endurskoð- uð til að tryggja betur jafnvægi í byggð landsins, svo eitthvað sé nefnt af tillögum kjördæm- isráðsins. Þá leggur aðalfundur kjördæmisráðsins áherslu á að það styðji afstöðu þingmanns síns gegn hækkun skólagjalda. -gpm Umræður um breytingar á lögum sem banna er- lendum skipum að landa í íslenskum höfn- um leiddust út í almenna um- ræðu um stefnu í skipasmíðum á Islandi á Alþingi á þriðjudags- kvöld. Össur Skarphéðinsson, Alfl., gagnrýndi framsóknar- menn fyrir að hafa verið á móti breytingum sem hefðu getað komið skipasmíðastöðvum vcl. Þetta opnaði á gagnrýni stjóm- arandstöðunnar á Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og hans hlut varð- andi skip^smíðar hérlendis undan- farin ár. Olafur Ragnar Grímsson, Abl., lýsti síðustu átta árum sem mesta samdráttarsk,eiði í sögu skipasmiðaiðnaðar á Islandi. Jón Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði ekki haft og hefði ekki hug á niðurgreiðslum ríkisins í þessu sambandi. Steingrímur J. Sigfússon, Abl., gagnrýndi stefnuna 1 þessum málum mjög og taldi það enga töfralausn nú að leyfa erlendum skipum að landa í íslenskum höfhum og koma þar inn til viðgerða. I andsvari við ræðu Steingríms líkti Jón honum við hana sem reigir sig á haug. Það vprð til ^58 að Olafur gnar óskaði þess af forseta þingsins að Jón yrði víttur eða að minnsta kosti að fundi yrði frestað þar til iðnaðarraðherra yrði rórri og fengi tækifæri til að lesa heima um mannasiði og þingsköp, einsog hann orðaði það. Og var umræðunni frestað. Þetta varð síðan tilefni til frek- ari umræðna í gasr. Salome Þor- kelsdóttir, forseti þingsins, taldi Olaf Ragnar ekki ijalla efnislega um dagskrárliðinn, Eftirlaun til aldraðra, þegar hann hóf ræðu sína Mynd: Smart. aör'.v3ur <STr HJALPARSTOFNUN VOJý KIRKJUNNAR á ívitnun í Jón Baldvin Hannibals- son, formapn Alþýðuflokksins, í Mannlífi. I þingskapaumræðu í kjölfarið var gagnrýnt að forseti væri þannig að ritskoða hvað ræðumenn segðu. Hjörleifur Gutt- ormsson, Abl., og Kristín Einars- dóttir, Kvl., töldu þetta bæði vara- sama braut sem forseti væri komin út á. En Salome benti á ákvæði um vítur i þingskaparlögum, þó hún benti á að þún hefði ekki notað það orðalag. Olafi Ragnari þótti pað óeðlilegt að þessu ákvæði væri beitt þannig á hann þegar það var ógert vegna ummæla Jóns um Steingrím J. Svavar Gestsson, Abl., er fyrsti flutningsmaður að frumvarpi til laga um þriggja ára þróunarátak í skipasmíðaiðnaði, nýsmíðum og skipaviðgerðupi, sem var lagt ffam á þmgi í gær. I frumvarpinu er gert ráo fyrir að séu skip smíðuð er- lendis með ríkisstyrkjum verði á það lagt sex prósent jöfhunargjald nér heima og einnig að séu skip tekin til úreldingar á móti nýju skipi skuli draga 20 prósent fra stærð skipsins sem úrelt er ef nýja skipið er smíðað erlendis. Fmm- varpið er lagt ffam vegna þess vanda sem við blasir í islenskum skipasmíðaiðnaði, segir í greinar- gerð þess. -gpm yý"W«r, u Crn'y«'ein^'yi.rrstseaíi Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.