Þjóðviljinn - 05.12.1991, Side 12

Þjóðviljinn - 05.12.1991, Side 12
Til vi þar sem Iðnaðarráð- herra dreymir enn um orku- frekan iðnað Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra sagði í ávarpi sínu á ráð- stefnu sem Tæknifræðifélags íslands hélt 1 gær um nýsköp- un í atvinnulífinu, að á ýmsum sviðum hafí nýsköpun í ís- lensku atvinnulífí verið veru- leg. Þar tiltók hann sérstaklega þróun og framleiðslu tækja í fískiðnaði og hugbúnaðariðn- aðinn. Hann var og bjartsýnn á framtíðina og sagði að ís- lendingar hefðu ofgnótt af orku, sem þyrfti að nýta til að auka hagvöxtinn í landinu. Jón Sigurðsson sagði það rangt þegar menn stilltu orku- frekum iðnaði upp sem andstæð- ingi minni iðnfyrirtækja. „Reynslan á Vesturlöndum sýnir að stóriðjan styrkir almennan iðnað því hún skapar stöðugleika í efnahagslífinu, eykur hagvöxt og veitir ýmis konar tækifæri til smáiðnaðar og þjónustu. Stór- aukin nýting okkar ríkulegu orkulinda, bæði í vatnsföllum og jarðvarma, er mikilvægasta vaxtafæri islensku þjóðarinnar á næstu áratugum,“ sagði Jón. I máli iðnaðarráðherra á ráð- stefnunni kom fram að Iðntækni- stofnun hefur nú fengið heimild til þess að taka þátt í stofnun fyr- irtækja um framleiðslu og mark- aðssetningu vöru og þjónustu, sem stofhunin hefiir lagt grunn að með starfi sínu. -sþ Lokað á ferðamenn Þar sem Reykjavíkurborg hefur hætt samstarfí við Ferðamálaráð hefur það ákveðið að loka Upplýsinga- miðstöð ferðamála frá og með 1. júní á næsta ári. Jafnframt mun Ferðamálaráð taka að fiillu við rekstri Upplýs- ingamiðstöðvarinnar, sem þá mun aðeins sjá um almenna upp- lýsingasöfnun, útgáfu handbók- ar, dreifingu bæklinga, ráðgjöf og fleira. Þá er framlag riksins til Ferðamálaráðs, samkvæmt frum- varpi til fjárlaga 1992, óbreytt í krónutölu frá yfirstandandi ári sem þýðir 6%-7% raunlækkun miðað við árið í ár. -grh Blekkingar með tölur og lyfjareglugerðir Tæpur helmingur þess sparnaðar sem ráðgerð- ur var vegna breytinga Sighvats Björgvinsson- ar, heilbrigðs- og trygginga- málaráðherra, á lyfjareglugerð í sumar er í raun sparnaður vegna breytinga sem Guðmund- ur Bjarnason, fyrirrennari hans í starfí, kom á til lækkunar á álagningu lyfja. I fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að breytingar á reglu- gerð um þátttöku almennings í lyfjakostnaði, sem gerðar voru í sumar og ollu miklu fjaðrafoki, skiluðu 800 miljóna króna spam- aði á árinu 1992. Nú hefúr komið í ljós að um 300 miljónir af þess- um 800 sem sparast á næsta ári eru til komnar vegna breytinga Guðmundar. Flalldór Amason, fjármála- ráðuneyti, sagði að útreikningur á sparnaði upp á 800 miljónir vegna breytinga Sighvats hefði verið á misskilningi byggður, að Guðmundur Bjarnason því er fulltrúar í heilbrigðisráðu- neytinu upplýstu hann um. Hann sagði að nýir útreikningar sýndu að reglugerðarbreytingin um aukna þátttöku almennings gæti skilað 400-500 miljónum króna Sighvatur Björgvinsson minni útgjöldum. En breytingar Guðmundar, sé tekið mið af árinu 1990, skila 300 miljóna króna lægri útgjöldum á árinu 1992. Þannig að spamaður uppá 700- 800 miljónir króna gæti náðst. Það er á þa?> bent í fylgiskjali með frumvarpi til laga um ráð- stafanir í efnahagsmálum að reynslan af reglugerðinni frá í sumar bendi til þess að spamað- urinn verði ekki nema 400 milj- ónir króna. Þar kemur einnig fram að auknar sértekjur vegna sjúkra- trygginga lækki útgjöldin um 500 miljónir króna en ekki 800 milj- ónir einsog gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Ástæðan er sú að ríkisstjómin hefur heykst á því að ganga eins langt í þjón- ustugjaldahækkunum og hana fysti í sumar. Halldór sagði að ekki stæði til að gjald fyrir heim- sókn á heilsugæslustöð yrði 750 krónur heldur yrði það nær 600 krónum. Þá sagði hann einnig að menn hefðu ofreiknað Qölda heimsókna á stöðvamar, til sér- fræðinga og á göngudeildir. Því sparaðist minna en ráð var fyrir gert. -gpm Þyrlu þrátt fyrir þrengingar Nýafstaðinn formannafund- ur Sjómannasambands íslands skorar á stjórnvöld að kaupa nú þegar nýja öfluga björgun- arþyrlu til viðbótar þeim þyrlu- flota sem fyrir er í landinu. Að mati fundarins hefur þjóð- in ekki efni á að draga málið frek- ar en orðið er, þrátt fyrir þær þrengingar sem em í þjóðarbúinu um þessar mundir. Jafnframt áréttar formannafundurinn að sjó- menn og samtök þeirra hafi á undanfömum ámm barist fyrir því að keypt verði ný björgunar- þyrla til þess m.a. að auka öryggi sæfarenda við strendur landsins. -grh Starfsfólk hersins og utanríkisráðuneytið deila greiningur milli utanríkisráðuneytisins og starfsfólks hers- A ins á Keflavíkurflugvelli, vegna tíðra uppsagna þar, er al- AA deilis ekki liðinn undir lok. Nýverið sendi samstarfsnefnd JL Lum atvinnuöryggi á Keflavíkurflugvelli frá sér yfirlýsingu þar sem utanríkisráðherra var gagnrýndur fyrir sinnuleysi vegna uppsagnanna. I gær svaraði utanríkisráðuneytið þessum ásökun- um, og er þar tekið fram að ráðuneytið geti ekkert gert vegna þessa máls þar sem íslendingar hafí engan forgang um atvinnu á svæðinu. I yfirlýsingu samstarfsnefnd- arinnar segir að utanríkisráðherra hafi lofað að halda fúnd fljótlega eftir aðgerðir sem starfsfólk Keflavíkurflugvallar stóð að 29. október. Þar hafi Jón Baldvin ætl- að að skýra stefnu íslenskra stjómvalda vegna uppsagnanna. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið óskað eftir þessum fundi síðan hefur það engan árangur borið, segir í yfirlýsingunni. Einnig segir þar að um aukin umsvif sé að ræða á Keflavíkur- flugvelli með tilkomu stækkunar athafnasvæða flugvéla og auknum byggingum sem óhjákvæmilega kreQast aukinnar þjónustu. Það sé því í ósamræmi við herstöðvar- samninginn að fækka íslensku starfsfólki, á sama tímtf og þörf er fyrir aukna þjónustu. I svari utanríkisráðuneytisins varðandi þessa yfirlýsingu segir að uppsagnimar á Keflavíkurflug- velli hafi eingöngu verið bundnar við sjálfseignarstofnanir hersins. Þetta sé ekki óeðlilegt því nú verði þær að byggja reksturinn á sinni eigin afkomu, vegna laga sem bandaríska þingið setti, þar sem opinber fjárframlög hafi ver- ið tekin af þeim. í svarinu segir og, að hvorki bandarísk né is- lensk stjómvöld hafi lýst því yfír að um samdrátt sé að ræða í rekstri flotastöðvarinnar. Utanríkisráðuneytið fjallar líka Itarlega um að íslendingar njóti ekki neins forgangs vegna starfa á Keflavíkurflugvelli og að Bandaríkjamenn hafi allan rétt til að segja upp starfsfólki svo sem er réttur annarra fyrirtækja og stofnanna er samkvæmt kjara- samningum, segir í svarinu. Athyglisvert er að í lok yfir- lýsingar starfsfólksins segir að þrátt fyrir það, að á Keflavikur- flugvelli starfi 1700 manns, sé það umhugsunarvert hversu áhugalausir þingmenn kjördæmis- ins og ríkisstjómin sé um at- vinnuöryggi starfsfólksins þar. Jóni Baldvin leiðist á þingi Fundinn er upphafsmaður- inn að því að h'kja Alþingi ís- lendinga við málfundaklúbb í gagnfræðaskóla. Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra notar líkinguna í viðtali 1 tímarit- inu Mannlífi sem nýkomið er út, en viðtalið var tekið viku eftir að Jón Baldvin kom síðast heim frá Lúxemborg eða í endaðan októ- ber. Jón Baldvin segir að sér leiðist á þingi, telur störf þingsins illa skipulögð og hikaraskap manna mikinn. Hann sendir ýmsum sam- flokksmönnum sínum tóninn í við- talinu. Karvel Pálmason brást og hann nennti ekki að tala við hann. Það væri fyrir neðan virðingu sína, seg- ir hann í viðtalinu. Jóhönnu Sig- urðardóttur væri búið að reka úr flokknum, eða að minnsta kosti úr þingflokknum fyrir frekju og yfir- gang, væri hún karlmaður, segir Jón Baldvin, en ef slík tillaga um brottrekstur heföi verið borin upp heföi hann einn greitt atkvæði gegn henni. -gpm ----------------------------

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.