Þjóðviljinn - 11.12.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.12.1991, Blaðsíða 2
Sjómenn í land, bamafólk úr landi Eftir miklar fundasetur litu efnahagsaðgerðir ríkis- stjómarinnar loksins dagsins Ijós á mánudag. Þegar ijármálaráðherra kynnti niðurstöðuna lét hann falla stór orð um að gott verk hefði verið unnið og að útkoman sýndi að ríkisstjóminni væri treystandi til að tryggja stöð- ugleika. Þegar þessar hugmyndir eru skoðaðar kemur í Ijós að ríkisstjómin heldur áfram á þeirri braut sem mörk- uð var í Viðey sl. vor: að veitast að þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu og dulbúa auknar skattaálögur, auk þess sem eðlilegar samskiptareglur á milli ríkis og sveitarfélaga eru sniðgengnar og stórum hluta vandans velt yfir á sveitarfélögin að þeim forspurðum. Þegar fjáriagafrumvarpið var lagt fram á haustdögum gumaði ráðherra af því að frumvarpið væri mun ábyrg- ara og nær raunveruleikanum en áður hefði tíðkast. Fljótlega kom þó í Ijós að frumvarpið var í engu sam- hengi við raunvemleikann. Ríkisstjómin fann sér tvo sökudólga, annarsvegar fyrirsjáanlegan aflasamdrátt á næsta ári og hinsvegar að framkvæmdir við álver hafa verið lagðar á hilluna. Þetta er léleg afsökun. Það var Ijóst strax í júlí, þegar Hafrannsóknastofnun birti svörtu skýrsluna, að vemlegur aflasamdráttur yrði á næsta ári og ákvörðun frá sjávarút- vegsráðherra lá fyrir í ágúst. Þá getur það bara skrifast á léleg vinnubrögð að reikna með álframkvæmdum við fjárlagagerðina. Það lá ekkert fyrir um álverið annað en bjartsýnishjal iðnaðarráðherra, sem Vinnuveitendasam- band Islands hafði enga tm á. Það eina sem í raun hefur breyst síðan fmmvarpið var lagt fram er að horfur í loðnuveiðum hafa glæðst og ætti það að skila ríkissjóði tekjuauka á næsta ári. Þær tillögur sem nú liggja fyrir munu ekki skapa stöð- ugleika í þjóðfélaginu einsog fjármálaráðherra heldur fram. Þvert á móti em þær til þess fallnar að hleypa öllu upp í loft. Sjómenn hóta að sigla í land verði áform um að skerða sjómannaafslátt um 200 til 500 miljónir að vemleika. Telja sjómenn að aflasamdrátturinn á næsta ári sé meira en yfrin kjaraskerðing þótt ekki bætist aukin skattlagning á þá líka. Flatur niðurskurður um 7 prósent á laun opinberra starfsmanna liðkar tæpast fyrir samn- ingum núna. Þá er líka Ijóst að sá niðurskurður bitnar harðast á heilbrigðisstéttum og uppeldisstéttum. Skerð- ing bamabóta um 500 miljónir, sem bitnar harðast á ungu bamafólki með miðlungstekjur sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, skapar engan stöðugleika, gæti hinsvegar verið dropinn sem fýllir mælinn þannig að fjöldi flölskyldna flosnar upp og yfirgefur landið í leit að þjóðfé- lagi sem er vinsamlegra bömum. Fjórða aðgerðin sem grípa á til er að velta 700 miljón- um yfir á sveitarfélögin, án þess að hafa rætt það við sveitarfélögin. Slíkt brot á samskiptareglum ríkis og sveit- arfélaga er tæpast til þess fallin að skapa stöðugleika, auk þess sem þessar tillögur bera feigðina í sér einsog Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, benti á í gær. Þama er bara verið að flytja auknar skatta- álögur frá ríkissjóði yfir á sveitarfélögin, sem mörg hver eiga við æma erfiðleika að etja um þessar mundir. Niðurstaðan er því dulbúnar skattahækkanir upp á vel á annan miljarð króna samfara niðurskurði þjónustu við almenning. Þetta frumvarp skapar því engan stöðug- leika, heldur er viðbúið að það auki á ólguna í þjóðfélag- inu. Ef ríkisstjómin hefði haft kjark til að leggja á fjár- magnsskatt og stighækkandi tekjuskatt til að mæta áföll- unum hefði verið stigið skref í átt til sáttar í þjóðfélaginu. Með því hefði stöðugleikinn í landinu verið tryggður. -Sáf Þióðviliinn Málgagn sóslalisma þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Úfgáfufélagiö Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson. Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friöþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síöumúla 37, Rvik. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblaö: 170 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1200 kr. LIPPT & SKOMÐ Uppnám í Alþýðuflokki Af einhverjum ástasðum, sem klippari áttar sig ekki alveg á, hafa þeir Alþýðuflokksmenn verið sérlega iðnir við að rétta oklcur blaðamönnum umfjöllunarefni um innri mál sín á silfurfati. Sérstaklega hefur þetta ver- ið áberandi síðustu daga og vikur og ber síst að harma slíka himnasend- ingu. Guðmundur Ámi Stefánsson er bæjarstjóri í Hafnarfirði og einn af forystumönnum Alþýðufíokksins. Hann er áhrifamaður í flokknum og oftlega talinn fara fyrir „vinstri" armi flokksins og því leggja menn við hlustimar þegar hann lætur í sér heyra. í helgarviðtali við Tímann sl. laugardag lætur Guðmundur gamm- inn geisa og er rétt að gefa honum lausan tauminn hér. Hann er fyrst spurður um frægt viðtal við Jón Bald- vin í Mannlífi, þar sem er að fínna ummæli Jóns um fjölmarga sam- ferðamenn sína í pólitík, m.a. Jó- hönnu Sigurðardóttur. Jón Balvin ekki maður sátta „Þetta viðtal verður að tala fyrir sig sjálft og Jón Baldvin að svara fyr- ir það sem hann segir í því... Maður hlýtur hins vegar að spyija sjálfan sig að því hvaða tilgangi þjóni svona palladómar um samÖokksmenn, dómar sem óumflýjanlega kalla á uppgjör af vissum toga. Flokksfor- maður á að vera maður sátta og sam- einingar. Þetta er ekki fallið til þess.“ Jón Baldvin sendir Guðmundi líka tóninn í áðumefndu viðtali og kvartar yfir gagnrýni Guðmundar á flokksforystuna: „Sannleikurinn er sá að sennilega hefur enginn formaður Alþýðuflokks- ins fengið jafn frjálsar hendur og rúmt umboð til að fara með málefni flokksins eins og Jón Baldvin hefur haft frá árinu 1984 þegar hann var kosinn formaður... Hann hefur fengið ákaflega rúmt svigrúm flokksmanna til þess að marka og móta stefhumið flokksins. Jón Baldvin hefur lítið að- hald fengið og litla gagnrýni - verið óáreittur. Menn hafa einsett sér að standa fast að baki formanni sínum. Honum kann að finnast að í því felist einhver breyting að nú, eftir sjö ára setu hans í formannsstóli og ýmsir telji ástæðu til að staldra við og fara ofan í saumana og ræða stöðu flokks og stefnu eins og formaður hefur lagt hana upp og starfað eftir, m.a. í þess- ari ríkisstjóm... Það er augljóst mál að í þessari ríkisstjóm er verið að brydda á ýmsum hugmyndum, sem eiga sér rætur í kennisetningum fijálshyggj- unnar. Margar slíkar hugmyndir hafa ekki verið, em ekki og verða aldrei jafnaðarmönnum að skapi. Þar á ég við hina neikvæðu umræðu um vel- ferðarkerfið, hina samfélagslegu þjónustu jöfnuðar og réttlætis, sem hefur verið einn af homsteinum í stefnu Alþýðuflokksins." Guðmundur segir að umræða hafi farið í gang um þessi mál í flokknum og sér komi á óvart ef Jón Baldvin þarf að kveinka sér undan slíkri umræðu. En er nú ekki alveg óþarfi að vera að pirra Jón með því að rilja þetta upp svona á að- ventunni?! Framtíðarformaður? Nafn Guðmundar Áma hefur oft verið nefnt í tengslum við arftaka Jóns Baldvins á fonnannsstóli. Hvað segir hann sjálfur um það? „Á flokksþingi að ári koma menn til með að meta árangur formanns og flokks eítir átta ára samfellda for- mannssetu, þar af væntanlega fimm ára stjómarsctu. Ég gct ekkert um það sagt hvemig þctta verður á endanum metið og vegiö og mcð hvaða aflcið- ingum, en það verður gert... Ég úti- loka ekkert í pólitík. Mín þátttaka í stjómmálum hefur ævinlega gengið þannig fyrir sig að ég hef ekki verið mcð langtímaplön af einu eða neinu tagi heldur hafa hlutimir vaxið hver af öðmm. Eitt hefur tekið við af öðm, án þess að ég hafi verið með neinar langtímaáætlanir þar um.“ Augljóst er af þessu að Jón má fara að vara sig, krónprinsinn er þeg- ar farinn að setja sig í stellingar. Samleið með Alþýðubandalagi Hugur Guðmundar Áma stendur greinilega til samstarfs við Alþýðu- bandalagið, eins og ráða má af svari hans við spumingu Tímans um stöðu jafhaðarmanna á íslandi eftir lands- fúnd Alþýðubandalagsins: „Það er ekki nýtt að Alþýðu- flokínirinn og Alþýðubandalagið, ffá því sósíalsitar breyttu heiti sínu, deili um hugtök og merkimiða. Áður en Alþýðubandalagið fór að gera tilkall til Jress að kalla sig jafnaðarmanna- flokk, taldi það sig gjaman hinn eina sanna verkalýðsflokk hér á landi og einasta málsvara launafólks. Það er hins vegar nýtilkomið að Alþýðu- bandalagið vilji kalla sig hispurslaust og án neinna vífilengja jafnaðar- mannaflokk. Þetta er broslegt þegar litið er til fortíðar sumra forystu- manna flokksins. Ég hef litla trú á að almenningur og félagshyggjufólk í þessu Iandi láti tælast af slíkum fag- urgala... Ég hef hins vegar lengi verið þeirrar skoðunar, og ekki síður núna, að stærstu hópamir í Alþýðubanda- laginu eigi fúlíkomna samleið í pólit- ík með okkur Alþýðuflokksmönnum. Ég hafði von til þess fyrir síðustu kosningar að þróunin yrði á þann veg að stórir hópar Alþýðubandalags- manna kæmu til liðs við okkur. Það gerðist í einhveijum mæli, en ekki þeim mæli sem ég hafði vonast eftir, ég dreg enga dul á það. Ég held líka að það sé bamaskapur að viðurkenna ekki að Alþýðubandalaginu tókst í síðustu kosningum að koma á vopna- hléi í eigin dauðastriði og komast á fætuma á nýjan leik. Það er því kom- ið til að vera a.m.k. í styttri ffamtíð. Ég hef góða reynslu af samstarfi við Alþýðubandalagið. Ég þekki það t.d. vel héðan úr Hafnarfirði. Það kemur að því, þegar þær aðstæður hafa skap- ast, að þessir flokkar taka upp náið samstarf með einum eða öðram hætti í framtíðinni." Eins og Alþýðuflokksforingjum er lagið gefúr Guðmundur það fylli- lega í skyn að Alþýðubandalagið eigi ekki stórbrotna framtíð fyrir sér og veslist í raun upp þegar að lokinni hinni „styttri framtíð". Vel kann að vera að þetta sé trúa þeirra kratafor- ingja, en hún er ckkert ný af nálinni og Guðmundur hefur þó burði í sér til að viðukenna að Alþýðubandalaginu tókst vel upp í síðustu kosningum. Það cr hins vegar sérkennilegt, og ekki mjög uppörvandi fyrir Alþýðu- bandalagsmenn, að Guðmundur seg- ist í öðra orðinu vilja eiga samstarf og samleið með þeim flokki, sem Jón Baldvin telur „skrýtinn", en í hinu orðinu telur hann flokkinn enga fram- tíð eiga fyrir sér. Árciðanlega vilja margir Alþýðubandalagsmenn eiga samastarf við Guðmund Ama og hans líka í Alþýðuflokknum, en varla færu menn þar á bæ að boða útför Al- þýðuflokksins, bara vegna þess að eitt sinn skal hver að deyja! Fortíðin og ríkisstjórnin Blaðamaður Tímans segir eitt- hvað á þá leið að Alþýðubandalagið sé á flótta undan fortið sinni meðan Alþýðuflokkurinn hafi gleymt sinni. Um þetta segir Guðmundur: , J>að er ýmislegt til í þessu. Eins og ég sagði hafa Alþýðubandalags- menn skipt um gluggatjöld. Hvað Al- þýðuflokkinn áhrærir er þetta rétt að því leytinu til að í þessum umræðum um breyttar áherslur í þjóðarbúskapn- um, sem ríkisstjómin hefur sett fram, finnst mér gæta ábyrgðarleysis hvað varðar ýmis grandvallaratriði, nánast „heilög mál“ sem mér finnst grand- valla það þjjóðskipulag sem við höf- um einsett okkur að veija og er runn- ið undan rótum okkar alþýðuflokks- manna... Það er ekkert launungarmál að ég taldi fljótræði einkenna þær ákvarðanir sem vora teknar um stjómarsamstarf Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Ég sagði í kosn- ingabaráttunni, og það gerðu velflest- ir frambjóðendur Alþýðuflokksins, að ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar heföi tekist vel upp á marga vegu. Þvi var hins vegar ekki að leyna að ýmis vandkvæði blöstu við, sem þurfti að taka á. Mér hefði fúndist það einnar messu virði að láta á það reyna í formlegum stjómarmyndunarviðræð- um eftir síðustu kosningar hvort að grundvöllur heföi verið fyrir því að halda því samstarfi áfram. Mér fannst menn hlaupa fram úr sjálfum sér með því að fara í einangran út í Viðey og ljúka þar málum á met tíma, og þó ekki Ijúka málum vegna þess að sá stjómarsáttmáli sem settur var saman af þeim félögum Davíð og Jóni var ákaflega rýr í roðinu." Þetta viðtal við Guðmund er at- hyglisvert fyrir margra hluta sakir. Það sem Guðmundur slær sér hins vegar upp á er að hann tekur málefna- lega á spumingum blaðamanns og gagnrýni hans á forystu Alþýðu- flokksins og ríkisstjómina er á mál- efnalegum granni, en ekki í palla- dómaformi eins og einkennir Jón Baldvin. Um jólahátíðina heyrum við oft um að frelsari sé fæddur...! ÁÞS ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. desember 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.