Þjóðviljinn - 11.12.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.12.1991, Blaðsíða 5
Súgfirðingar felmtri slegnir Við erum auðvitað felmtri slegin yfir þessu og menn óttast að þetta sé fyrsti þátturínn í leikríti sem á eftir að verða miklu dramatískara, segir Snorri Sturiuson, sveitarstjóri á Suðureyrí, um þá ákvörðun rík- isstjórnarinnar að fresta gerð jarðganga til Suðureyrar um eitt ár. Bæjarráð ísafjarðar mótmælir einnig harðlega þessum áformum stjómarinnar í ályktun og lýsir furðu sinni á þeim tvískinnungi ráðherra í ríkisstjóminni, sem í því felist að mæla fyrir sameiningu sveitarfélaganna á sama tima og skert er fjárveiting til þessa verk- efnis, sem sé meginforsenda sam- einingar. Sömuleiðis mótmælir stjóm Fjórðungssambands Vest- firðinga þessum áformum ríkis- stjómarinnar harðlega. í ályktun stjómar FV segir „að líta verði á ffestunina, ef af verður, sem atlögu að svæðinu í heild, sem bitni þó fyrst á Súgfirðingum, sem um skeið hafa átt í vök að veijast at- vinnulega séð“. Jafnframt telur stjóm FV að breyting tímaáætlunar í verksamningi um jarðgangagerð- ina leiði til þess að miklir Qármun- ir fari í súginn og því muni ekki nást ffam sá spamaður sem stjóm- völd stefni að. „Öll heilbrigð skyn- semi virðist þar af leiðandi mæla með þvi að horfið verði ffá ffestun umræddra ffamkvæmda,“ segir í harðorðri ályktun stjómar Fjórð- ungssambands Vestfirðinga. Snorri Sturluson sveitarstjóri bendir einnig á þetta og segir efiia- hagsaðgerðimar bitna af enn meiri þunga á landsbyggðinni en höfuð- borgarsvæðinu, bæði vegna skerð- ingar á sjómannaafslætti og vegna hafnargjalda. Hann kveðst ekki skilja hvað stjómvöld ætli sér að spara með frestun jarðgangaafleggjarans til Suðureyrar, því ljóst sé að kostnað- urinn vaxi við þessa ffestun þegar upp verði staðið. „Við trúðum því ekki að þetta myndi gerast, sér- staklega vegna þeirrar umræðu sem hefúr farið fram um samein- ingu sveitarfélaganna," segir hann. „Það er undarlegt að hlusta á ráð- herra tala um að drifa í sameiningu annan daginn en þann næsta er for- sendunum fyrir sameiningu, jarð- göngum, kippt í burtu.“ Snorri Sturluson lætur af störf- um sem sveitarstjóri Suðureyrar um áramót og hafa sjö umsóknir borist um sveitarstjórastarfið. -vd. Ekki þingmeirihluti fyrir skerðingu á sjómannaafslætti Olíklegt er að þingmeirihiuti sé fyrir ýmsum þáttum efnahags- tillagna ríkisstjórnarínnar. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um munu fimm þingmenn stjórnarflokkanna greiða atkvæði gegn skerðingu á sjómannaafslættinum. Til fjármálaráðuneytisins rígnir skeytum frá skipshöfnum þar sem hótað er að sigla í Iand ef ríkisstjórnin skerðir sjómannaafsiáttinn. Forystumenn sjómanna segja að menn muni bíða átekta og sjá tii hvort þingmeirihluti næst um skerðingu sjómannaafsláttarins. Samþykki þingið skerðingu sigli flotinn í land og segja forystumennirnir að það myndi þýða iangt stopp. Samkvæmt áreiðanlegúm heimildum er nokkuð ljóst að Matthís Bjamason og Einar Guð- fmnsson, þingmenn Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum, muni greiða atkvæði gegn skerðingu á sjómannaafslættinum. Guðmundur Hallvarðsson hefur staðfest að hann muni ekki greiða skerðing- unni atvkæði sitt, enda á hann óhægt um vik sem formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Rætt er um að þingmenn stjómarflokkanna í Austurlandskjördæmi muni ganga til liðs við þremenningana, með því skilyrði að þeir greiði at- kvæði gegn tillögu um frestun jarðgangagerðarinnar. Það er gert með það í huga að næstu jarðgöng sem koma til framkvæmda verða á Austurlandi og verður ekki byrjað á framkvæmdum þar fyrr en að Vestfjarðargöngunum loknum. Fjöldi skipshafna hefúr sent skeyti til fjármálaráðuneytisins þar sem mótmælt er fyrirhugaðri skerðingu á sjómannaafslættinum. Forystumenn sjómanna lögðu áherslu á að þama væri verið að ráðast á kjör sjómanna. Hins vegar sögðu þeir að einstök félög eða samtök sjómanna myndu ekki skipuleggja aðgerð þar sem flotinn sigldi í land, því um ólöglega að- gerð yrði að ræða. Hins vegar töldu þeir víst að sjómenn létu það ekki aftra sér ffá því að fara í langt stopp ef á þyrfti að halda. Guðjón A. Kristjánsson, for- maður farmanna- og fiskimanna- sambandsins, sagðist í gær ekki verða var við annað en mikla sam- stöðu meðal sjómanna um að grípa til aðgerða ef skerðingin yrði sam- þykkt. Menn vom að hringja í mig til kl. tvö í nótt. Hringingamar byij- uðu afhir klukkan sjö í morgun og hafa haldið áffam í allan dag. Þetta hafa verið menn allstaðar af land- inu og þeir em reiðir yfir fyrirhug- aðri skerðingu. Nú bíða menn átekta og sjá til hvort stjómin hefur þingmeirihluta fyrir skerðingunni. Ef það verður er ég handviss um að flotinn siglir i land, og það yrði langt stopp, sagði Guðjón. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags íslands, sagði að á því léki ekki nokkur vafi að um stór- felldar aðgerðir yrði að ræða ef ráðist yrði á sjómannaafsláttinn. - Við skulum hafa það i huga að menn em að ræða um ákvæði sem em inni í kjarasamningum sjó- manna. Stjómin getur ekki ætlast til þess að menn láti það óátalið að kjör þeirra verði rýrð. Ef það verð- ur, spái ég þvi að sjómenn sigli til hafnar, sagði Helgi. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands- ins, sagði að hugmyndir fjármála- ráðherra um 200 miljóna króna spamað væm ekki réttar. - Það er nær lagi að segja að sjómannaafslátturinn muni skerð- ast um þriðjung. Það þýðir að kjör sjómanna munu skerðast um 500 miljónir króna. Það veit það hver maður að engin stétt myndi láta það viðgangast án þess að gripa til aðgerða, sagði Hólmgeir. -sþ. Uppsagnir hjá Granda Grandi hf. hefur sagt upp undirmönnum á þremur togurum og starfsfólki í fiskvinnslustöðvum fyrírtækisins. Ástæðan er sögð vera samdráttur. Breytingar eru væntanlegar á skipa- kosti Granda, því að verið er að kaupa togarann Ögra af Ögurvík hf. í bréfi, sem undirmönnum á togumnum Ásgeiri, Ásbimi og Jóni Baldvinssyni var sent, segir að þeir verði endurráðnir í byrjun janúar ef aðstæður leyfa. Sjó- mennimir segja að „efín“ í upp- sagnarbréfinu séu heldur mörg og em þeir ekki bjartsýnir á endur- ráðningu á næstu vikum. Þeir segja einnig að orðrómur um skipulagsbreytingar hjá fyrirtæk- inu gefi ekki ástæðu til bjartsýni. Samkvæmt þessum orðrómi er fyrirhugað að leggja minni togumm Granda hf. þegar Ögri kemst í gagnið, því kvóti þeirra verði yfirfærður á hann. Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Granda hf., sagði að upp- sagnir starfsfólks væm alltaf dap- urlegar. Við því væri hins vegar ekkert að gera því lítið sem ekk- ert hefði veiðst á síðustu mánuð- um. - Starfsfólk frystihússins vinnur sinn síðasta vinnudag næsta föstudag. Og undirmenn- imir á þessum þremur togumm hafa einnig fengið uppsagnarbréf. í uppsagnarbréfinu kemur fram að vegna kvótaminnkunar og fleiri atriða verðum við að segja fólkinu upp að minnsta kosti í mánuð. Þar segir líka að ef allar aðstæður leyfi muni endurráðn- ingar eiga sér stað eftir fyrstu vikuna í janúar, sagði Brynjólfúr. Aðspurður um hvort fyrir lægi ákvörðun um að leggja minni togurunum og yfirfæra afl- ann á Ögra þegar hann kæmi, sagði Brynjólfur að sá orðrómur ætti ekki við rök að styðjast. - Hins vegar liggur það fyrir, og hefur gert í einhvem tíma, að í stað Ögra munum við láta togar- ann Ásgeir frá okkur. Hvað hina tvo togarana varð- ar munu þeir verða á veiðum áfram, sagði Brynjólfur. . Sveitarfélög verða að hækka útsvar og gjöld eða draga saman Viðbrögð sveitarstjórnarmanna við þcirri ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að velta 700 miljóna króna útgjöldum yfir á sveitarfélögin eru afar hörð. Þórður Skúlason, fram- kvæmdastjóri Sambands ísienskra sveitarfélaga, gagnrýnir harkalega bæði aðgerðir og vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og segir framgöngu hennar mjög óeðlilega miðað við þann samráðs- samning sem í gildi er milii ríkis og sveitarfélaga. Ljóst er að sveitarfélögin verða að bregðast við með niðurskurði eða hækk- unum tekjustofna. Ekkert samráð var haft við þau um aðgerð- irnar. „Þetta leiðir ekki til neins spamaðar heldur er kostnaðinum bara velt yfir á aðra,“ segir Þórð- ur. „Eftir að ný tekjustofnalög voru sett hefur ekki verið gripið til aðgerða af þessu tagi. Það samkomulag hélt árið 1990 en á næsta ári á að fara aftur i þetta gamla skerðingarfar. Það er gert ráð fyrir því að öll sveitarfélög á landinu fari núna að greiða 0,1% af útsvarsstofni til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem er gjörsamlega nýtt. Rikið er að krukka í tvo mik- ilvæga tekjustofna, annars vegar með því að taka hluta af útsvars- stofninum í gegnum staðgreiðslu- kerfið og hins vegar með greiðsl- um í Jöfnunarsjóðinn.“ Hann gagnrýnir einnig þau áform að flytja fleiri verkefni frá ríki til sveitarfélaga án þess að nokkrar tekjur komi á móti. Þórður segir að sveitarfélögin hljóti að verða að bregðast við með hækkun útsvarsprósentu, þar sem það er hægt, með samdrætti eða hækkunum þjónustugjalda. -vd. Bændur mótmæla áformum ríkisstjómarinnar Stéttarsamband bænda mótmælir fyrirhuguðum áformum ríkisstjórnarinn- ar um að flytja einn sjötta hluta af svonefndum beinum greiðslum tii sauðfjárbænda vegna ársins 1992 yfir á árið 1993. Að mati Stéttarsambandsins er hér um að ræða 17% af þeim tekjum sem tryggja átti sauðíjár- bændum á næsta ári. Jafnframt bendir Stéttarsambandið á að þessi áform ríkisstjómarinnar séu ekki i samræmi við búvömsamn- inginn, sem undirritaður var í mars síðastliðnum og m.a. átti að tryggja sauðíjárbændum greiðsl- ur fyrir framleiðslu sína á sjálfu framleiðsluárinu. Stéttarsambandið bendir á að í sumar sem leið hafi orðið 12% samdráttur í sauðfjárræktinni sem jafngildir samsvarandi tekjurým- un innan greinarinnar. Ennfremur bendir Stéttarsamband bænda á að um 17% tilfærsla á tekjum sauðfjárbænda gæti komið niður á síðari hluta fyrirhugaðra upp- kaupa á fullvirðisrétti í sauðfjár- rækt næsta sumar og þar með spillt þessum lokaáfanga í aðlög- un greinarinnar að hagkvæmara rekstrammh verfi. -grh Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.