Þjóðviljinn - 11.12.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.12.1991, Blaðsíða 3
ÍBAG 11. desember er miðvikudagur. 345. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 11.08-sólariag kl. 15.33. Viðburðir Allsherjarverkfalli í Ung- veijalandi lýkur 1956. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Nýtt Dagblað: Japanskar flugvélar sökkva tveimur af stærstu herskipum brezka flotans. Innrásarher Japana hefur náð fótfestu á Filipps- eyjum og á Malagaskaga flögur hundruð kllómetrum norður af Singapore. fyrir 25 árum Vegna eftirvinnustöðvunar póstmanna hleðst nú jóla- pósturinn upp og er engan veginn hægt að anna af- greiðslu hans í dagvinnu- tíma. Allir bögglar og varn- ingur sem komu með Krón- prins Frederik liggja enn óhreyfðir og það sama er að segja um það sem kom með Britt Ann og King Star. Sá spaki Hollywood tekur góða sögu um slæma stúlku og breytir henni í slæma sögu um góða stúlku. (Anon) MÍN SKOÐUN á því hvort Jafnrétt- isráð eiei að hafa af- skipti at auglýsing- um. Hallur Baldursson, formaður Sambands íslenskra auglýs- ingastofa (SIA) Mín skoðun er sú að það sé mjög eðlilegt og sjálfsagt að Jafnréttisráð fylgist með þessum málum, enda er það eitt af hlut- verkum þess. Hins vegar hafa auglýsingastof- ur innan Sambands íslenskra auglýsingastofa beitt sig sjálf- saga með því að beygja sig undir siðareglur þess sem er framfylgt af siðanefhd okkar. Það er því sjaldgæft að SÍ A-stofúr brjóti af sér og mjög sjaldgæft að þær lendi upp á kant við Jafnréttis- ráð. í reglunum er enginn sérstakur kafli um jafnrétti kynjanna en þær fjalla um siðferði í auglýs- ingum og auðvitað kemur þetta þarinn. A Auður Sveinsdóttir skrifar Dýrðardagar einkabílsins Hátið kaupmanna er gengin í garð. Búðargluggar fyllast af öllu þvi sem enginn telur sig geta verið án. Mislit ljós prýða borgina og fólk dreymir um stóra vinninginn. Draumur kaupmanna við Austur- stræti rættist þegar hin svokallaða göngugata var opnuð fyrir bílnum! Nú þurfa borgarbúar ekki lengur að fara út úr bílum sínum til að virða dýrðina í búðargluggum Austur- strætis fyrir sér. Það er meira að segja gert ráð fyrir bifreiðastæðum þama lfka. Reyndar væri það talsvert miklu þægilegra ef hægt væri að versla beint í gegnum bílgluggann, svona eins konar lúguverslun. Eða þá að afgreiðslufólk á hjólaskautum kæmi svífandi og byði fram allt þetta eftirsóknarverða. Já, það er mikill munur að hafa opnað aftur Austurstrætið. Ég skil reyndar ekkert f þeim hamagangi sem varð í borgarstjóm út af þessu með bílana og kaupmennina og allra síst að sjálfstæðismenn skyldu ekki vera sammála og standa saman í þessu nauðsynlega máli. Það er nefnilega svo að bíllinn virðist eiga að hafa forgang í öllu skipulagi. I nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er sú grundvallarforsenda gefin að bíllinn (lesist einkabíllinn) er lykillinn að velferð íbúanna. Það skiptir engu máli þó þurfi að breikka götur svo hraðann megi auka og leggja nýjar götur sem fullnægja öllum nýjustu stöðlum verkfræðinnar svo hægt verði að komast á sínum einkabíl á sem stystum tíma milli borgarhluta. Þá skiptir heldur ekki máli hvort göt- ur eru skipulagðar yfir græn svæði (svokölluð útivistarsvæði) eða slíti grænu svæðin úr tengslum hvert við annað. Eða skiptir það einhveiju máli? Auðvitað skiptir það máli. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að í engri borg okkar er eins lítið tillit tekið til þarfa borgarbúa er varðar aðgang að grænum svæðum eins og í Reykjavík. Því hvemig má það vera að á þeim tímum sem verið er að beijast við að draga úr notkun einka- bílsins þá ræður hann nánast lögum og lofum í öllu borgarskipulaginu okkar. Það snýst nánast allt um þennan mengunarvald. Mér er til efs að borgarfulltrúar Sjálfstæðismeirihlutans hér í Reykja- vík hafi kynnt sér lítinn bækling sem gefinn var út á vegum Náttúmvemd- arráðs (umhverfisráðuneytis) að til- stuðlan Norrænu ráðherranefhdar- innar. Þama komum við að kjama málsins hér í Reykjavík, því ég full- yrði að stór hluti borgarbúa á þessa alls ekki kost. Hvorki nú né sam- kvæmt nýju aðalskipulagi. Nærtækt dæmi er hraðbrautin um svokallaðan Hlíðarfót, sem á að liggja í sunnanverðri Öskjuhlíðinni milli heitavatnstankanna á Öskjuhlíð og Nauthólsvíkur. Einmitt þvert yfir afar vinsælt útivistarsvæði. Reyndar svæði sem varla nokkur kemst að nema á sínum einkabíl, allra síst bömin úr hverfunum í kring. Þessu svæði er sem sagt ógnað og í stað þess að auðvelda íbúum nærliggjandi hverfa aðgang þar að, þá er þama gert ráð fyrir hraðbraut. Hvar er nú sá hluti Sjálfstæðismanna í borgar- stjóm sem vildi ekki bílana þessa 100 metra ffamhjá verslunargluggum Austurstrætis? Eða hvemig er búið að íbúum hverfanna kringum Laugamesið - geta bömin farið þangað ein frá heimilum sínum? Alls ekki. Hvaða útivistarmöguleika á fólkið í Vestur- bæ eða í Þingholtunum? Hvaða ör- ugga leið eiga bömin á sín sígrænu svæði? Sú leið er ekki til - því þar em svo til engin græn svæði og því engin leið. Þannig er hægt að telja upp hvert borgarhverfið á fætur öðm. Grænu svæðin em eins og tilviljana- kenndar grænar slettur á aðalskipu- lagskorti Reykjavikur þar sem að- gengi er í lágmarki. Nú hrista yfirmenn skipulags- deilda Reykjavíkurborgar sjálfsagt höfuðið og telja þetta hefðbundinn, öfgafullan og ósanngjaman málflutn- ing, því unnið sé að miklum ffam- kvæmdum í Laugardal og svo má ekki gleyma Heiðmörk og Hólms- heiðinni. Það geri ég heldur ekki. Ég vil ffekar framkvæmdir sem veita borgarbúum auðveldan og ör- uggan aðgang að útivistarsvæðum borgarinnar heldur en að hundmðum miljóna króna sé veitt í ævintýraleg- an fjölskyldugarð umluktan Mið- garðsormi í Laugardal. Þangað sem varla nokkur kemst óhultur nema á sínum einkabíl. Ég vil lika að borg- arbúar geti notið unaðssemda Heið- merkur án þess að vera háðir einka- bílnum, þvi þangað kemst nefnilega enginn í þvi almenningssamgöngu- kerfi sem borgarbúum býðst. Það kerfi er gjörsamlega úrelt og þjónar á engan hátt þörfum íbúanna, þaðan af síður stenst það samkeppni við einkabílinn. Það er ótrúlegt að nýtísku skipu- lagshugmyndir er miða að því að styrkja almenningssamgöngur og drága jafnffamt úr notkun einkabíls- ins ná ekki hingað til okkar yfir Atl- antsála, því annað eins virðist berast hingað með skjótum hætti. Embætt- ismenn og borgarfulltrúar hafa meira að segja farið yfir hafið, skoðað sig um og kynnt sér nýjungar. Hefúr það skilað sér til okkar borgarbúa? Ég verð líka að lýsa furðu minni á dram- atískum viðbrögðum nokkurra borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þegar samþykkt var að opna Austurstræti fyrir bílnum, en vera jafnframt svo gjörsamlega blindir eða þá múl- bundnir gagnvart miklu stærri atrið- um er varða velferð borgarbúa og möguleika á samneyti við náttúruna þó innan borgarmarka sé og snert- ingu þeirra við góð útivistarsvæði.' Ég sé hins vegar vonameista með nýjum borgarstjóra. Markús Öm hefúr einmitt lýst því yfir að hann vilji leggja aukna áherslu á úti- vistarsvæðin í borginni, grænu svæð- in. Hann getur dregið gömlu áformin um „grænu byltinguna“ ffam, dustað af þeim rykið og sett í endurskoðun. Ef til vill kynnir hann sér Hka um- ræddan bækling ffá Norrænu ráð- herranefndinni um útivist í nánd við þéttbýli og hugsar hvemig best sé að verða við þeim tilmælum sem þar koma fram. Með þessum orðum sín- um sýnir hann þó skilning á þörf hvers einstaklings á því að njóta úti- vistar í þéttbýli án þess að bíllinn sé hafður í fyrirrúmi. Vonandi ber Markús Öm gæfu til að leggja aðrar áherslur á framkvæmdir borgarinnar en Davíð Oddssyni tókst á sínum valdatíma. „Grænu málin“ em stór hluti af vellíðan borgarbúa. Þau eiga að vera annað og meira en tilviljana- kenndnar grænar slettur á kortum, um þau þarf að hugsa af ffamsýni og stórhug. Höfundur er landslagsarkitekt. Útivist í nánd við þéttbýli I þessum bæklingi eru tilmæli til allra norrænna sveitastjórnarmanna um að leggja áherslu á aö öllum Norðurlandabúum verði gert kleift að njóta útivistar f nágrenni heimila sinna. Er einhversstaðar vitlaust gefið? Ríkisstjómin hefur sýnt að hún er dugleg að vaka um helgar. Alla síðustu helgi sátu ráð- herramir á löngum fúndum og end- aði tömin með heillar nætur fundi aðfaranótt mánudags. Út úr vökum þessum hafa komið tillögur um nið- urskurð á ríkisútgjöldum. Eins og við var að búast vitna tillögumar fternur um dugnað og fæmi til að brýna hinn eina og sanna hníf, en ffumleika. Með fumlausum handtök- um þess sem kann til verka ætlar rik- isstjómin að fara um ríkiskerfið með hnífinn góða og skera af þá sepa sem skekkja ríkisbúskapinn. Hallinn á jafnvel að verða minni á næsta ári en nokkmm hafði dottið í hug í byijun síðustu viku og verður ekki betur séð en talsmenn ríkisstjómarinnar séu afar undrandi á eigin affekum. Enda þótt ríkisstjómin verði ekki sökuð um nýstárlega hugsun eða eða óvenjulegar tillögur hefur henni þó dottið í hug það snjallræði að skera niður laun starfsmanna sinna um tvo og hálfan miljarð eða svo. Ef maður gengur út ffá því að hver ríkisstarfs- maður hafi tvær miljónir í laun á ári þá má sjá að upphæðin svarar til launa 1250 starfsmanna. Þetta þótti, þegar nánar var að gáð, full mikið og var því ákveðið að stinga undan ein- um sérstökum miljarði til að mylgra út hér og þar í kerfinu. Þannig hyggst ríkisstjómin losna við að borga laun 700-1000 starfsmanna á næsta ári. Á máli hagffæðinnar heitir þetta að lækka launakostnaðinn. Til em margar aðferðir við að lækka launakostnað. Fljótvirkast og einfaldast væri náttúrlega að borga ckki launin en því miður hefur verkalýðshreyfingin komið ár sinni svo fýrir borð í þessu þjóðfélagi að slík hegðun þykir ekki svara kostn- aði. Næst skjótvirkast er auðvitað að lækka launin hjá öllum, en þá reka hugsjónamenn niðurskurðarins sig aftur á verkalýðshreyfinguna og komast að því að þessu fylgir óþarfa stímabrak og leiðindi. Þriðja leiðin, sem er algerlega séríslensk, er sú að skera niður yfirvinnu, en þetta fyrir- bæri finnst yfirleitt ekki í orðabókum annarra siðmenntaðra þjóða en Is- lendinga. Þama mætti vissulega ná árangri og segja fólkinu að fara fyrr heim á daginn og lifa menningarlífi. Fjórða og síðasta leiðin, sú sem er bæði einfoldust og árangursríkust, er að segja fólkinu að fara heim einn góðan veðurdag og koma ekki aftur. Með þessari aðferð má ná alveg ótrúlegri launakostnaðarlækkun á lygilega skömmum tíma. Ef við hugsum okkur til dæmis að 1000 kennumm yrði sagt að fara heim og koma ekki aftur. Þá sparast nú í fyrsta lagi kennaralaunin, í öðm lagi fá bömin betri tíma til að sinna öðm en náminu, þar sem enginn er til að kenna þeim. Um leið og bömin fá aukinn tíma til að sinna öðra en námi verða foreldramir að vinna minna til að sinna bömunum. Þá sparast launakostnaður þess fólks, tekjur þess lækka en lukkan eykst. Þetta lítur tiltölulega vel út ef maður veltir ekki fýrir sér því sem gerist þegar fólkið er farið heim og þeir sem eftir em verða lámir vinna störf hinna brottreknu. Þó verður ekki komist hjá að hafa þetta í huga því að hvergi kemur fram að ætlunin sé að minnka vinnuna, þótt starfsmönn- um fækki og launin lækki. Þá er eina ráðið að lengja vinnutímann hjá þeim sem eftir era og borga meira fyrir yfirvinnu um leið og þeim sem heima sitja em greiddar atvinnuleys- isbætur til að hægt sé að lækka launakosmaðinn. Nei, bíðum við. Ef launin lækka en yfirvinnukaupið og atvinnuleysis- bæmmar aukast? Hvað sparast þá? Er ekki einhversstaðar vitlaust gefið í þessu spili? - Þrándur Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.