Þjóðviljinn - 11.12.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.12.1991, Blaðsíða 11
GATIÐ Kórinn dugði skammt ( Evrópuleik Vals og Barcel- ona í Höllinni um helgina var bryddað uppá þeirri ný- breytni að fá karlakórinn Fóstbræður til að syngja í leikhléinu. Þar sem það tók einhvern tíma að raða kórnum upp í einu horni Hallarinnar voru dómarar og leikmenn komnir út á völlinn þegar kórinn var í fyrsta laginu. Af þeim sök- um gátu kórfélagar aðeins sungið tvö lög og það seinna var sjálfur Valssöng- urinn. Af þeim sökum urðu þeir að flýta söng sínum svo ekki yrði mikil seinkun á því að seinni hálfleikur gæti hafist. Hvort það var þessvegna sem Valsmönn- um gekk ekki sem skyldi gegn Barcelona í seinni hálfleiknum skal ósagt látið. Hinsvegar var það mat gár- unganna í leikslok að það hefði trúlega verið væn- legra til árangurs fyrir Vals- menn að tefla fram fríðum flokki jólasveina til að skemmta í hálfleik. Rífandi saia í háloftunum í nýútkomnu fréttabréfi Flugleiða er sagt frá kaup- gleðinni sem ríkir um borð í vélum félagsins. Þar kemur fram að í októbermánuði nam sala á tollfrjálsum varningi um 31 miljón króna sem þýðir að selt hafi verið fyrir eina miljón króna á dag að meðaltali. Fyrstu þrjár vikurnar í nóvember hafði salan á hinum toll- ffjálsa varningi uppi í háloft- unum aukist og nam þá rúmlega 1,1 miljón króna á dag. Það er því ekki aðeins að landinn versli grimmt í innkaupaferðum á erfendri grund, heldur einnig þegar um borð í flugvélarnar er komið. Karamazov' bræðumir A’ Ut er komið hjá Máli og menningu síðara bindi skáldsögunnar Kar- amazovbræðurnir eftir rúss- neska rithöfundinn Fjodor Do- stojevskí. Karamazovbræðumir er síð- asta og mesta skáldsaga Dostojev- skís og jafhframt eitt ffægasta skáldverk allra tíma. Sagan spinnst í kringum gamla saurlífissegginn Fjodor Aljosha, og hina þrjá skil- getnu syni hans, dýrlinginn Aljos- ha, svallarann Dmitri og hugsuð- inn Ivan og í bakgrunni eru aðrar eftirminnilegar persónur, svo sem glæfrakvendið og örlagavaldurinn Grushenka og hin hvatvísa Kater- ína. Þetta er saga um abrýði, hatur og morð, en jafnframt kærleika, og í heild tekst verkið á við hinar stóra spumingar sem varða mann- lega tilveru: tilvist Guðs, mátt hins illa og möguleika kærleikans. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi bókina úr rússnesku. Þetta síðara bindi sögunnar er 501 blaðsíða. Lorca í New York t er komin á íslensku Ijóðabókin Skáld í New York eftir Federico García Lorca. Ljóðin í bókinni eru ort í Bandaríkjun- um en verkið kom fyrst út að Lorca látnum árið 1940. Hér sýnir skáldið á sér óvænta hlið. Sveitir Andalúsíu hafa vikið fyrir stórborginni New York, sem Lorca ýkir og umbreytir í hrika- lega táknmynd nútímans. Mynd- málið er undir áhrifúm frá súrreal- isma en andstæðumar í heimi Lorca era þær sömu og fyrr: ástin og dauðinn. Skáld í New York er metnaðarfyllsta ljóðabók Lorca, kreijandi nútímaverk sem vex og magnast við hvem lestur. Bókin er 160 blaðsíður að stærð og inni- heldur í viðauka fyrirlestur sem Lorca hélt um verkið og dvöl sína í Ameríku! Þýðandi er Jón Hallur Stefánsson og útgefandi er SKÝ. Skopkvæöi og grátt gaman Grátt gaman og skopkvæði heitir ný bók frá bókaút- gáfunni Ormstungu. Þar hefur Ragnar Böðvarsson safnað gamankvæðum og grínvísum eftir þrjátiu og þrjá höfunda úr öllum landsfjórðungum. Meðal höfúnda era sr.Bjami Gissurarson sem uppi var á sautj- ándu öld, Jón Helgason prófessor, Böðvar Guðlaugsson sem fýrram orti í Spegilinn, Egill Jónasson á Húsavík og Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði svo að nokkrir séu neíndir. Einn þessara þrjátíu og þriggja höfúnda er Einar Jónsson fra Litlu- Drageyri. Frá honum kemur svo- felldur texti: Vísan um Grána (Höfundur gekk undir þvagrás- araðgerð á sjúkírahúsi og sá þegar hann vaknaði að hann var reifaður að neðanverðu.) Sjúkrahússtúlkunum seint mun ég gleyma, svolitið fór mig að langa i geim. Þær tjóðruðu Grána í túninu heima tilþess hann færi ekki í blett inn hjá þeim. Sjónvarp 17.40 Jóladagatal Sjónvarps- ins. Stjörnustrákur eftir Sig- rúnu Eldjárn (11). 17.50 Töfraglugginn (5) Blandað erlent barnaefni Umsjón Sigrún Halldórs- dóttir. 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Tíðarandinn (6) Þáttur um framsaekna og vandaða dægurtónlist. Umsjón Skúli Helgason. (Endurs.) 19.20 Staupasteinn Banda- riskur gamanmyndaflokkur. 19.50 Jóladagatal Sjónvarps- ins Ellefti þáttur endursýnd- ur. 20.00 Fréttir og veður 20.45 Á tali hjá Hemma Gunn Áöalgestur þáttarins er séra Pálmi Matthíasson. Meðal annarra sem koma fram eru þau Edda Heiðrún Backmann, Gísli Helgason, Anna Mjöll Ólafsdóttir, 16.45 Nágrannar 17.30 Steini og Olli. 17.35 Svarta stjarna. 18.00 Tinna. 18.30 Jóladagskráin 1991 . 19.19 19.19 20.15 Islandsmeistarakeppni í samkvæmisdansi - kepp- endur kynntir. 20.30 Réttur Rosie O'Neill. 21.25 Stuttmynd Þessi mynd hlaut Óskarsverðlaun árið 1988 sem besta leikna stuttmyndin. Gamanleikar- inn Steven Wright er hér i hlutverki manns sem sífellt hefur áhyggjur. Hann fer til sálfræðings vegna þessa, en hann verður ekki beinlin- is til að minnka áhyggjurnar því sáli er ekki alveg með á nótum frá einum tíma til Magnús Baldvinsson og Kór Langholtskirkju. Auk þess verður myndavélin góða einhvers staðar í fel- um. Stjórn útsendingar: Eg- ill Eðvarðsson. 21.55 Endurfundir. Fyrsti þátt- ur. Stórmynd i þremur þátt- um, gerð eftir metsölubók Judith Krantz, höfund sög- unanr Dóttir málarans, sem sýnd var í Sjónvarpinu fyrir nokkmrn árum. Hér er rakin saga þriggja kynslóða de Lancel fjölskyldunnar f Par- ís, Hollywood og víðar. Leikstjóri: Charles Jarrott. Aðalhlutverk: Michael York, Lucy Gutteridge, Hugh Grant, Mia Sara og Cour- teney Cox. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 23.00 Ellefufréttir 23.10 Endurfundir - framhald. 23.55 Dagskrárlok. annars. 22.10 Öldurót. (5) 23.05 Tíska Það er tískan í vetur sem fjallað er um í þessum þætti. Samkvæm- istískan kynnt. 23.40 Hvítar lygar Rómantisk og gamaldags mynd um samband tveggja elskenda, en það byrjar á hvítum lyg- um í sumarleyfi. Þegar heim er komið fara málin verulega að vandast, og f hvert skipti sem annað hvort þeirra ætlar að leggja spilin á borðið gerist eitt- hvað sem kemur í veg fyrir það. Aðalhlutverk: Ann Jilli- an og Tim Matheson. Leik- stjóri: Ansom Williams. (1989) 01.20 Dagskrárlok. Rás 1 FM 92.4/93.5 6.45 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunþáttur Rásar 1. 7.30 Fréttayfirlit. Gluggað í blöðin. 7.45 Bókmenntapistill Páls Valssonar. 8.00 Fréttir. 8.10 Að utan. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttayfirlit. 8.40 Heimshorn. 9.00 Fréttir. 9.03 Laufskáfinn Afþreying í tali og tónum. Umsjón: Sig- rún Björnsdóttir. 9.45 Segðu mér sögu „Agúrka prinsessa eftir Magneu" Matthíasdóttur. Leiklestur: Jónas Jónasson, Gunnvör Braga, Birna Ósk Hansdóttir, Kristín Helgadóttir, Elísabet Brekkan, Gyða Dröfn Tryggvadóttir, Vernharður Linnet og Jón Atli Jónasson (8). Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir, sem jafnframt er sögumaður. 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Samfélagið og við. 11.00 Fréttir. 11.03 Tónmál. 11.53 Dagbókin 12.00 Fréttayfirfit á hádegi 12.01 Að utan. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auölindin. 13.05 I dagsins önn Umsjón: Séra Halldór Reynisson. 13.30 Lögin við vinnuna. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: „Ástir og örfok“ eftir Stefán Júlíusson Höfundur les (6). 14.30 Strengjakvartett númer 2 f C-dúr eftir Luigi Cherubini Melos-kvartettinn leikur. 15.00 Fréttir. 15.03 ( fáum dráttum Brot úr lífi og starfi Hannesar Pét- urssonar skálds. Umsjón: Friðrik Rafnsson. 16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrín. 16.20 Tónlist á síðdegi. „Jó“ eftir Leif Þórarinsson.Sinfón- íuhljómsveit Islands leikur; Petri Sakari stjórnar. Sinfón- ía númer 8 f h-moll D759, „Ófullgerða sinfónían" eftir Franz Schubert Fílharmón- íusveit Berlinar leikur; Her- bert von Karajan stjórnar. 17.00 Fréttir. 17.03 Vita skaltu lllugi Jökuls- son sér um þáttinn. 17.30 Hér og nú. 17.45 Lög frá ýmsum löndum Nú frá ísrael. 18.00 Fréttir 18.03 Af öðru fólki Rætt við Davíð Bjarnason sem var skiptinemi í Tælandi sl. ár. Þáttur Önnu Margrétar Sig- uröardóttur. (Einnig útvarpað föstudag kl. 21.00). 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Kviksjá 20.00 Framvarðasveitin Frá tónleikum á Myrkum músík- dögum 10. febrúar siðastliö- inn. Sónata númer 1 eftir Pi- erre Boulez og ,A verso“ eft- ir Atla Ingólfsson. Edda Er- lendsdóttir leikur á píanó. Frá tónleikum f Listasafni Is- lands 29. september slðast- liðinn. „Intarsfa" eftir Hafliða Hallgrímsson. Blásarakvin- tett Reykjavíkur leikur. 21.00 Mannlífið á Stöðvarfirði Umsjón: Haraldur Bjarna- son. 21.35 Sígild stofutónlist Kvin- tett númer 3 í B-dúr G447 fyrir gitar og strengi eftir Lu- igi Boccherini. Pepe Romero leikur með St Martin-in-the- Fields kammersveitinni. 22.00 Fréttir. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Dagskrá morgundags- ins. 22.30 Uglan hennar Mínervu Rætt við Sigurð A. Magnús- son um heimspekilegar ræt- ur gríska harmleiksins. Um- sjón: Arthúr Björgvin Bolla- son. 23.00 Leslampinn Rætt við Stefán Jón Hafstein um ný- útkomna bók hans „Guðirnir eru geggjaðir" og Pál Páls- son um bók hans „Á hjól- um“. Einnig rætt við Elísa- betu Jökulsdóttur um nýtt smásagnasafn hennar „Rúm eru hættuleg". Umsjón: Frið- rik Rafnsson. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónmál. 01.00 Veöurfregnir. 01.10 Næturútvarp. Rás 2 FM 90.1 7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn meö hlustendum. - Rósa Ingólfs lætur hugann reika. 8.00 Morgunfréttir - Morgunút- varpið heldur áfram. - To- kyopistill Ingu Dagfinns. 9.03 9 - fjögur Ekki bara undir- spil í amstri dagsins. Um- sjón: Þorgeir Ástvaldsson, Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. 9.30 Sag- an á bak viö lagiö. 10.15 Furðufregnir utan úr hin- um stóra heimi. 11.15 Afmæliskveðjur. Síminn er 91 687 123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 9 - fjögur - heldur áfram. 12.45 Fréttahaukur dagsins spurður út úr. 13.20 „Eiginkonur f Hollywood" Pere Vert les framhaldssög- una um fræga fólkið í Holly- wood í starfi og leik. Afmæl- iskveðjur klukkan 14.15 og 15.15. Síminn er 91 687 123. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmálaút- varp og fréttir Starfsmenn dægurmálaútvarpsins og fréttaritarar heima og ertend- is rekja stór og smá mál dagsins. - Vasaleikhúsið Leikstjóri: Þorvaldur Þor- steinsson. 17.00 Fréttir. 17.30 Hér og nú Fréttaskýr- ingaþáttur Fréttastofu. (Samsending með Rás 1). - Dagskrá heldur áfram með hugleiðingu séra Pálma Matthíassonar. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur I beinni útsendingu Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við sfmann, sem er 91 - 68 60 90. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Ekki fréttir Haukur Hauksson endurtekur frétt- irnar sfnar frá því fyrr um daginn. 19.32 Hljómfall guðanna Dæg- urtónlist þriðja heimsins og Vesturlönd. Umsjón: Ás- mundur Jónsson. 20.30 Mislétt milli liða Andrea Jónsdóttir við spilarann. 21.00 Gullskifan: „People’s instinctive travels and the paths of rythms" með A Tri- be called Quest frá 1990 22.07 Landið og miðin Sigurð- ur Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Úrvali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt). 00.10 I háttinn Gyöa Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa kvöldtónlist. 01.00 Næturútvarp. Stöð 2 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11, desember 1991 Síða 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.